Morgunblaðið - 22.05.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.05.2013, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013 Nei, ætli ég fái ekki einhvern annan bakara til að baka afmæl-isköku fyrir mig,“ segir Hilmar Þór Pálsson, bakari og þús-undþjalasmiður, sem er sextugur í dag. Hann hyggst bjóða sínum nánustu heim í kaffi og kökur í tilefni dagsins og skreppa svo til Akureyrar um helgina til að fagna stórafmælinu með eiginkonu sinni, Önnu Dóru Jónsdóttur. „Ég hef alltaf verið frakkur við það að reyna eitthvað nýtt,“ segir Hilmar þegar talið berst að störfum hans. Hann hefur sannarlega verið óhræddur við að skipta um starfsvettvang í gegnum tíðina og hefur, auk bakarastarfsins, unnið sem málari, bílasali og sjómaður en er í dag kranabílstjóri með sjálfstæðan rekstur. Hann er fæddur og uppalinn á Selfossi þar sem hann býr enn í dag. „Ætli ég hafi ekki byrjað að vera með hesta á húsi hér á Selfossi um tutttugu og fimm ára gamall,“ segir Hilmar. Hann hefur stundað hestamennsku nánast alla sína tíð og tekið þátt í starfi Hestamanna- félagsins Sleipnis. Þau hjónin eiga þrjú börn, þau Jónu Katrínu Hilmarsdóttur, kennara á Laugarvatni, Jón Pál Hilmarsson lög- mann og Margréti Steinu Hilmarsdóttur nema. Þá á Hilmar dóttur- ina Guðrúnu Hilmarsdóttur. Auk þess eiga þau hjónin þrjú barna- börn, þau Guðbjörgu Maríu, Adam Árna og Unni. hhjorvar@mbl.is Hilmar Þór Pálsson er 60 ára í dag Þúsundþjalasmiður Hilmar Þór Pálsson á góðri stund á Flórída. Óhræddur við að reyna eitthvað nýtt Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. K atrín Jónína fæddist í Miðtúni í Hvolhreppi og ólst þar upp. Hún var í Barnaskólanum á Hvolsvelli og Gagn- fræðaskólanum þar, stundaði síðan nám við Myndlista- og handíðaskól- ann í Reykjavík og útskrifaðist það- an af auglýsingadeild. Að náminu loknu hóf Katrín störf við auglýsingastofur. Hún starfaði um skeið hjá Myndamótum í Morgunblaðshúsinu, en fór síðan snemma að starfa sjálfstætt, við skiltagerð og gluggaútstillingar og vann mikið við að hanna og setja upp sýningarbása á vörusýningum og víðar. Þá starfaði hún mikið fyrir Flugleiðir á árunum 1980-90, við uppsetningar á ýmiss konar auglýs- ingum, hönnun á básum, innanhúss- skreytingar, merkingar á bílum og fleira. Skrifaði grein og söðlaði um „Ég tók líka að mér verkefni fyrir hinar ýmsu auglýsingastofur. Þetta var skemmtilegt starf. Í rauninni vann ég við grafíska hönnun meðan Katrín Jónína Óskarsdóttir, myndlistarkona – 60 ára Börn og tengdabörn Ívar og Rebekka, með mökum sínum Elínu og Magnúsi. Afmælisbarnið fyrir miðju Sonur og sonardóttir Ríkharður, sonur Katrínar, með dóttur sinni Aþenu. Ofurkona í Miðtúni Reykjavík Unnur Bjarndís fæddist 8. febrúar. Hún var 3.035 g og 50 cm löng. Foreldrar eru Guðrún Hilmarsdóttir og Kjartan Már Ey- þórsson. Nýir borgarar Harpa Karin Hermannsdóttir og Silja Fanney Angantýsdóttir héldu tombólu við Bónus í Spönginni. Þær seldu fyrir 4.503 krónur sem þær gáfu Rauða krossinum. Hlutavelta „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.