Morgunblaðið - 22.05.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.05.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013 STUTTAR FRÉTTIR ● Fjárfestingasjóðir í umsjón Stefnis hf. hafa fjárfest fyrir um 355 milljónir, eða sem nemur 1,44% í Vátrygginga- félagi Íslands. Viðskiptin áttu sér stað á föstudaginn var, þann 17. maí, en loka- gengi dagsins var 9,86 krónur á hlut. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kaup- hallarinnar, en með viðskiptunum fer heildareign sjóðanna yfir 5% flögg- unarskyldu. Velta með bréf VÍS á föstudaginn var um 654 miljónir, en síðan félagið var skráð á markað fyrir tæpum mánuði hefur meðalveltan verið 531 milljón á dag. Hlutabréf VÍS hækkuðu um 2,43% í gær í viðskiptum upp á liðlega 323 milljónir króna. Stefnir hf. eykur hlut sinn í VÍS um 1,44% ● Vinnuhópur aðila vinnumarkaðarins kynnti í gær skýrslu um vinnumarkað og skipulag kjarasamninga í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Markmið með úttektinni er að leita fyrirmynda í nágrannaríkjum Íslands sem geti nýst við að bæta vinnubrögð við gerð kjara- samninga hér á landi þannig að þeir stuðli að stöðugu verðlagi, auknum kaupmætti launa og samkeppnishæfni atvinnulífsins, skv. tilkynningu. Nánar á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins. Skýrsla um kjarasamn- inga á Norðurlöndum Össur hefur keypt allt hlutafé í sænska stoðtækjafyrirtækinu Team- Olmed fyrir 310 milljónir sænskra króna, andvirði um 5,73 milljarða ís- lenskra króna. Í tilkynningu kemur fram að fyrirtækin hafi lengi unnið saman og með þessum kaupum auk- ist hlutur Össurar á sænska stoð- tækjamarkaðnum til muna. Össur greiðir kaupverðið að fullu í reiðufé. Við það geta bæst 50 millj- ónir sænskra króna náist ákveðin hagnaðarmarkmið hjá TeamOlmed. Jón Sigurðsson forstjóri Össurar hf. nýtti sér kauprétt sinn að 40.000 hlutum í félaginu í gær, skv. tilkynn- ingu til Kauphallarinnar. Jón greiddi á 7,5 danskar krónur fyrir hlutinn eða 159 krónur íslensk- ar. Skráð verð á hlutum í Össuri er um 184 kr. á hlut. Fram kemur að með þessum kaupum eigi Jón orðið tæplega 380.000 hluti í Össuri og hann á kauprétt á 1.250.000 hlutum. Morgunblaðið/Árni Torfason Sókn Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur með nýjustu kaupum sínum á Team- Olmed stóraukið hlut sinn á stoðtækjamarkaðinum í Svíþjóð. Kaupir Team- Olmed í Svíþjóð  Össur eykur hlutdeild sína í Svíþjóð Hörður Ægisson hordur@mbl.is Það ætti ekki að koma erlendum álitsgjöfum á óvart að íslenskir kjós- endur kusu aftur til valda þá flokka sem eru sagðir hafa borið mesta ábyrgð á bankahruninu. Slæm efna- hagsstjórnun og tillitssemi við er- lenda kröfuhafa varð fráfarandi rík- isstjórn að falli. Ákvörðun kjósenda að veita henni ekki brautargengi í kosningunum var því rökrétt. Þetta segir Jón Daníelsson, for- stöðumaður rannsóknarseturs um kerfislæga áhættu á fjármálamörk- uðum við London School of Econo- mics (LSE), í grein sem hann hefur ritað á hagfræðivefinn VoxEU. Hann túlkar niðurstöður kosning- anna með þeim hætti að kjósendur hafi kallað eftir ríkisstjórn sem hrindi í framkvæmd stefnu sem mið- ar að því að auka hagvöxt; sé á móti aðild að ESB; og taki harða afstöðu gegn erlendum kröfuhöfum. Samtímis þessu eigi að vinna að afnámi fjármagnshafta og samþætt- ingu Íslands í ríkara mæli í alþjóða- hagkerfið. „Íslendingar kusu nýja ríkisstjórn vegna þess að þeir hafa meiri trú á því að hún geti staðið við fyrirheit sín í þessum efnum heldur en fráfarandi ríkisstjórn vinstri- flokkanna,“ segir Jón í greininni sem heitir „Iceland’s post-crisis eco- nomy: A myth or a miracle?“ Þrátt fyrir að ástand efnahags- mála á Íslandi virðist með ágætum í samanburði við mörg kreppuhrjáð ríki í Evrópu þá bendir Jón á að hag- tölur gefi ekki rétta mynd af því hversu illa var haldið á stjórn efna- hagsmála af fráfarandi ríkisstjórn. Til lengri tíma litið þá telur Jón að stærsti efnahagsvandinn sé hversu illa hefur tekist að auka fjárfestingu. Hann vekur athygli á því að fjárfest- ing sem hlutfall af landsframleiðslu hafi verið 14% á liðnu ári – og mæld- ist fjárfesting lægri í aðeins fjórum Evrópuríkjum. Engu að síður sé því spáð að atvinnuvegafjárfesting drag- ist saman um 23% á árinu og heild- arjárfesting minnki um 9%. Lét undan kröfum AGS Að sögn Jóns eru það einkum þrír þættir sem hafa verið dragbítur á fjárfestingu í atvinnulífinu frá bankahruni: Fjármagnshöft; pólitísk áhætta; og skattahækkanir. Hann rifjar upp að höftin hafi upp- haflega aðeins átt að vara tímabund- ið – í nokkrar vikur – en meira en fjórum árum síðar séu þau enn til staðar. Höftin hafi orsakað hrun í fjárfestingu af þeirri einföldu ástæðu að mögulegir fjárfestar óttist að festa fjármuni sína í óstöðugum gjaldmiðli sem sé stjórnað af síður en svo hæfri ríkisstjórn. Jón segir ennfremur að pólitísk afskipti hafi hamlað fjárfestingu í hagkerfinu og stjórnvöld verið „fjandsamleg“ fjár- festingu í einkageiranum – ekki síst erlendri fjárfestingu. Óstöðugt skattaumhverfi hefur einnig haft neikvæð áhrif á fjárfestingu, útskýr- ir Jón, og bendir á að tíðar skatta- beytingar hafi aukið enn á óvissu fyrir hugsanlega fjárfesta. Helsta ástæðan fyrir því að kjós- endur kusu að skipta um ríkisstjórn, að mati Jóns, var hins vegar „tillits- semi“ hennar gagnvart erlendum kröfuhöfum. Hann segir að Íslend- ingar hafi verið undir miklum þrýst- ingi af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins um að koma til móts við hagsmuni erlendra kröfuhafa – og stjórnvöld hafi látið undan. Jón bendir á að í Icesave-deilunni hafi stjórnvöld reynt að keyra í gegn samninga við erlenda kröfuhafa sem hefðu kostað þjóðarbúið óheyrilegar fjárhæðir og stór meirihluti þjóðar- innar hafi verið mótfallinn. Jafn- framt voru hinir nýju endurreistu bankar eftir fall fjármálakerfisins af- hentir erlendum hrægammasjóðum (e. foreign vulture funds). Jón segir að ríkisstjórnin hafi sömuleiðis sýnt „undanlátssemi“ gagnvart erlendum kröfuhöfum sem vildu endurheimta fé sem var fast á Íslandi vegna haft- anna. „Vinsemd“ við kröfuhafa „Öllum þessum stefnumálum var harðlega mótmælt af kjósendum,“ segir Jón í greininni, og bætir við að í kosningabaráttunni hafi „vinsemd“ gagnvart erlendum kröfuhöfum ver- ið eitt helsta kosningamálið. „Það eigi því ekki að koma á óvart að sá flokkur sem mótmælti harðast Ice- save-samningunum – og tók enn- fremur eindregnustu afstöðuna gegn erlendum kröfuhöfum – hafi unnið stærsta sigurinn í kosningunum.“ Tillitssemi við erlenda kröfuhafa felldi stjórnina  Jón Daníelsson segir kosningaúrslit rökrétt vegna slæmrar efnahagsstjórnunar Rökrétt Jón Daníelsson segir úrslit kosninganna ekki eiga að koma á óvart. Kraftaverk eða mýta? » Jón Daníelsson, for- stöðumaður rannsóknarseturs um kerfislæga áhættu á fjár- málamörkuðum við LSE, segir slæma efnahagsstjórnun og undanlátssemi gagnvart er- lendum kröfuhöfum hafa orðið ríkisstjórninni að falli. » grein sem hann ritar á vef- ritið VoxEU segir hann að staða efnahagsmála sé mun lakari en hagtölur gefi til kynna. » Lítil fjárfesting stærsti efna- hagsvandinn til lengri tíma.                                         !"# $% " &'( )* '$* +,,-./ +01-2/ ++.-1 ,+-,+/ ,+-32. +0-/4 +,1-55 +-+.1 +02-+ +40-++ +,2-,2 +01-5. ++.-.4 ,+-,51 ,+-+3+ +0-43/ +,5-+, +-+..4 +02-14 +40-44 ,+1-,.32 +,2-4, +05-,/ +,3-2 ,+-220 ,+-+12 +0-440 +,5-/5 +-,32 +0/-, +40-.. Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | Langholtsvegi 113 | Turninn Höfðatorgi 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is LÁTTU OKKUR SJÁ UMHEIMILISÞVOTTINN! 6 KG. 1.790 KR. 12 KG. 2.390 KR. 20 KG. 3.290 KR. Efnalaug - Þvottahús SVANHVÍT EFNALAUG - NÚ Á FIMM STÖÐUM Hverafold 1-3, 112 Reykjavík Langholtsvegi 113, 104 Reykjavík Grettisgötu 3, 101 Reykjavík Smáralind, 201 Kópavogur Turninn Höfðatorgi, 105 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.