Morgunblaðið - 22.05.2013, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Júlíus
Sprengiefni Hlutur ríkisins á
Hólmsheiði er nú til sölu.
Ríkiskaup hafa fyrir hönd ríkissjóðs
óskað eftir tilboðum í 42,6% hlut rík-
isins í sprengiefnageymslunni á
Hólmsheiði. Geymslan stendur á
óskipulögðu svæði en samkvæmt
upplýsingum frá Ríkiskaupum hefur
ekki verið ákveðið hvernig skipulagi
svæðisins verður háttað í framtíð-
inni. Selst geymslan því án sérstakra
lóðaréttinda en hún stendur utan
þess svæðis sem fyrirhugað er að
fari undir nýtt fangelsi og flugvöll á
Hólmsheiði.
Geymslan hefur staðið þarna frá
árinu 1969 og var sérstaklega hönn-
uð til að geyma púður. Heildarstærð
geymslunnar er 144 fermetrar og
brunabótamat hennar er upp á rúm-
ar 14 milljónir króna.
Vegagerðin og Landhelgisgæslan
hafa verið þau ríkisfyrirtæki sem
helst hafa notað geymsluna en gera
það ekki lengur. Hið sama gildir um
verktakafyrirtækin sem hafa átt hlut
í geymslunni; þ.e. Ístak, Björgun,
Loftorku, Hlaðbæ-Colas, Völ og Dal-
verk. Þau fluttu sprengiefni beint
inn hér áður fyrr en nú eru aðeins
tveir aðilar með leyfi til innflutnings
á sprengiefnum; Kemis heildverslun
og Ólafur Gíslason og Co hf.
Undanfarin ár hefur Kemis heild-
verslun fyrst og fremst notað
geymsluna en Kemis á ríflega 19%
hlut í húsnæðinu. Ólafur Gíslason og
Co. notast við annað geymslu-
húsnæði.
Samkvæmt upplýsingum frá
Kemis bindur fyrirtækið vonir við að
tilboði þess í hlut ríkisins verði tekið,
þar sem enginn annar aðili hafi not-
að geymsluna. bjb@mbl.is
Sprengiefnageymslan úr hendi ríkisins
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013
Þessar vangaveltur StyrmisGunnarssonar á Evrópuvakt-
inni eru tímabærar:
Nú blasa enda-lokin við
fyrstu hreinu og
ómenguðu vinstri-
stjórn lýðveldistím-
ans.
Og vafalaustvelta sumir ráðherranna því
fyrir sér, þegar þeir yfirgefa ráðu-
neyti sín öðrum hvorum megin við
næstu helgi, hvort þeir eigi ein-
hvern tímann afturkvæmt.
Það er kannski stærri spurningen stundum áður, þegar ráð-
herrar hafa yfirgefið ráðuneyti.
Ástæðan er sú, að engin veithvernig málin velkjast á
vinstri vængnum.
Ljóst er að örvæntingin innanSamfylkingar er orðin svo
mikil að þar er á ferð fólk, sem
þreifar á því við Vinstri græna að
þessir tveir flokkar verði samein-
aðir.
Og sjálfsagt eru einhverjir innanVG, sem mundu telja það góð-
an kost.
En er ekki betri kostur fyrir VGað leggja undir sig miðju-
vinstra svæðið í íslenzkum stjórn-
málum, sem þeir hafa augljóslega
möguleika á? Og taka þá frekar til
sín einstaklinga úr Samfylkingunni
heldur en þær leifar sem eftir eru
af flokknum sem slíkum?
Þetta er sú „strategíska“ spurn-ing, sem VG stendur frammi
fyrir nú.“
Styrmir
Gunnarsson
Góð spurning
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 21.5., kl. 18.00
Reykjavík 7 léttskýjað
Bolungarvík 3 rigning
Akureyri 5 skýjað
Nuuk 5 léttskýjað
Þórshöfn 10 léttskýjað
Ósló 16 skýjað
Kaupmannahöfn 13 skúrir
Stokkhólmur 12 alskýjað
Helsinki 18 heiðskírt
Lúxemborg 12 skýjað
Brussel 8 súld
Dublin 16 skýjað
Glasgow 16 léttskýjað
London 12 skýjað
París 11 skýjað
Amsterdam 10 súld
Hamborg 12 skúrir
Berlín 17 skýjað
Vín 18 skýjað
Moskva 15 heiðskírt
Algarve 18 léttskýjað
Madríd 18 léttskýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 18 súld
Aþena 27 heiðskírt
Winnipeg 12 skýjað
Montreal 13 alskýjað
New York 27 heiðskírt
Chicago 22 skýjað
Orlando 24 þrumuveður
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
22. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:50 23:00
ÍSAFJÖRÐUR 3:23 23:37
SIGLUFJÖRÐUR 3:04 23:21
DJÚPIVOGUR 3:12 22:37
„Ég er búin að
vera næstum átta
ár hjá Alcoa og
hef yfirleitt skipt
um störf á fimm
til átta ára fresti
og finnst bara
kominn tími á
mig að hreyfa
mig eitthvað og
gera eitthvað
nýtt,“ segir Erna
Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi hjá
Alcoa Fjarðaáli, en hún hefur sagt
starfi sínu lausu.
Starf upplýsingafulltrúa Alcoa
Fjarðaáls, með starfsaðstöðu í álveri
fyrirtækisins við Reyðarfjörð, var
auglýst laust til umsóknar í Morgun-
blaðinu síðastliðinn laugardag en
Erna, sem er fyrsti varaþingmaður
Samfylkingar í Norðausturkjör-
dæmi, segist munu láta af störfum
með haustinu. Hún segir ekki liggja
fyrir hvað taki við en árin hjá Alcoa
hafi verið góð.
„Þetta hefur verið frábær tími og
mikið ævintýri að taka þátt í þessu
verkefni og gott að vinna fyrir Alcoa
Fjarðaál. Ég mun sakna mikið
minna gömlu vinnufélaga, það er eft-
irsjá að þeim. En mér finnst bara
kominn tími hjá mér til að gera eitt-
hvað nýtt og annað.“
holmfridur@mbl.is
Erna hættir
hjá Alcoa
Fjarðaáli
Erna
Indriðadóttir