Morgunblaðið - 22.05.2013, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 142. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Tollurinn fargaði húsgögnum
2. Forsetinn hreifst af Sigmundi
3. Burt með kameltána!
4. Fékk dreng í afmælisgjöf
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Sigur Rós mun leika lag af væntan-
legri plötu sinni, Kveikur, í spjallþætti
Jay Leno, The Tonight Show, á föstu-
daginn, 24. maí. Hljómsveitin birtist í
teiknimyndaformi í síðasta þætti The
Simpsons, sunnudaginn sl. en hún
samdi tónlist við þáttinn og varð
fyrst hljómsveita til að hljóta þann
heiður. Á myndinni sjást liðsmenn
Sigur Rósar eins og þeir litu út í
þættinum en eins og frægt er orðið
var sögusvið hans Ísland.
Sigur Rós leikur
í þætti Jay Leno
75 ár eru liðin
frá því að teikni-
myndapersónan
Svalur birtist
fyrst á prenti en
ævintýri hans og
félaga hans, Vals,
ættu að vera
mörgum Íslend-
ingnum að góðu
kunn. Sagnfræðingurinn Stefán Páls-
son mun í dag kl. 9 fyrir hádegi, í til-
efni af afmælinu, halda fyrirlestur
um sögu ritraðarinnar um Sval og
Val, í Friðarhúsi, Njálsgötu 87.
Stefán Pálsson fjallar
um Sval og Val
Tónlistarkonan Íris Hrund Þórarins-
dóttir sendir brátt frá sér plötuna
Penumbra og hefur myndband við
eitt laga hennar, „Swiftly Siren“, litið
dagsins ljós en það var tekið upp á
Reykjanesi. Leikstjóri þess, Peter
Szewczyk, hefur unnið við
tæknibrellur o.fl. í kvik-
myndum á borð við
Harry Potter og
Avatar en einnig leik-
stýrt myndböndum
fyrir hljómsveitir, m.a.
Skunk Anansie.
Frá Harry Potter og
Avatar til Reykjaness
Á fimmtudag Gengur í suðaustan og sunnan 8-13 m/s með rign-
ingu, fyrst SV-lands, en hægara og þurrt að kalla NA-til.
Á föstudag Suðlæg átt, 8-13 m/s og rigning, en úrkomulítið A-
lands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast N-til.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan 10-15 og él NA-lands fram eftir
degi, annars mun hægara og bjartviðri. Hiti 2 til 12 stig.
VEÐUR
Markvörðurinn Róbert
Örn Óskarsson var hetja
Íslandsmeistara FH í gær-
kvöld þegar þeir lögðu
Breiðablik 1:0 í Pepsi-
deildinni í fótbolta.
Róbert varði vítaspyrnu
frá Árna Vilhjálmssyni á
síðustu mínútu leiksins
og sá til þess að Hafnar-
fjarðarliðið færi heim með
þrjú stig. FH er þar með á
hælum KR í öðru sæti
deildarinnar. »2-3
Róbert tryggði FH
sigur í Kópavogi
„Hlutirnir eru fljótir að breytast í fót-
boltanum en ef ekkert gerist þá fara
bara tveir mánuðir hjá mér í
að gera ekkert nema
njóta sænska sumars-
ins,“ segir Skúli
Jón Frið-
geirsson,
knatt-
spyrnu-
maður
hjá
sænsku meisturunum
Elfsborg, en hann hef-
ur aðeins fengið
tækifæri til að
spila í 15 mín-
útur á þessu
keppnis-
tímabili. »1
Tveir mánuðir í ekkert
nema sænska sumarið
Skagamenn eru loksins komnir á blað
í Pepsi-deild karla í fótbolta. Eftir
þrjú töp í þremur fyrstu leikjunum
lögðu þeir Framara á Akranesi í gær-
kvöld, 2:0. Framarar áttu þó færin en
Skagamenn sáu um að skora mörkin
að þessu sinni. Þeir eru þar með
komnir úr fallsæti deildarinnar og
sendu Fylkismenn þangað í staðinn.
»4
Langþráður sigur
Skagamanna
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Ég var ekki á höttunum eftir því að
verða formaður KR en þegar slíkt er
fært í mál við mann og tækifærið
gefst er ekki hægt að segja nei – þeg-
ar KR kallar segir maður bara já,“
segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson,
nýkjörinn formaður Knattspyrnu-
félags Reykjavíkur.
„Svona tækifæri til þess að fá að
skila einhverju til baka til félagsins,
sem hefur gefið mér mjög mikið,
kemur ekki aftur. Þegar ég færði
pabba mínum fréttirnar um að ég ætl-
aði að taka þetta að mér sagði hann að
þetta væri mikilvægasta embættið á
Íslandi og við KR-ingar vitum það.
Það er gríðarlega mikill heiður að
vera kominn í hóp með mönnum eins
og Erlendi Ó. Péturssyni, Einari Sæ-
mundssyni, Sveini Jónssyni, Kristni
Jónssyni og Guðjóni Guðmundssyni.“
Hann leggur áherslu á að margir hafi
komið að uppbyggingunni frá stofnun
félagsins 1899 og hann taki auð-
mjúkur við kyndlinum.
Uppeldishlutverk
Í nafni KR eru stundaðar 11
íþróttagreinar, iðkendum fjölgar
stöðugt og að sögn Gylfa er bætt að-
staða félagsins efst á baugi. „Húsa-
kosturinn er algjörlega sprunginn,“
segir hann. Það sé af sem áður var að
iðkendur æfi fótbolta á sumrin og
handbolta og körfubolta á veturna
heldur sé krafa um fleiri æfingatíma í
öllum greinum allt árið.
„Íþróttafélög landsins sinna gríðar-
lega mikilvægu uppeldishlutverki,“
heldur hann áfram og áréttar að til
þess að geta mætt óskum barna, ung-
linga, foreldra og þjálfara þurfi að
bregðast við vandanum í Vestur-
bænum. „Það er mjög aðkallandi fyrir
okkur KR-inga að leysa úr aðstöðu-
vandanum í samstarfi við Reykjavík-
urborg.“
Gylfi segir að frá upphafi hafi það
verið metnaðarmál hjá KR að vera í
fremstu röð og metnaður sé eitt af
gildum félagsins. Menningin í félag-
inu skipti líka miklu máli. Slagorð
eins og „Allir sem einn“, „Við stönd-
um saman“ og „Einu sinni KR-ingur
alltaf KR-ingur“ hafi mikið að segja í
sambandi við alla samkennd og sam-
vinnu og hafi gert félagið að því sem
það er. „Félagið hefur alla tíð verið
rekið af fjölda sjálfboðaliða, þar á
meðal allt foreldrastarfið, sem er
mjög mikilvægt,“ segir hann.
Gylfi segir að KR eigi stuðnings-
menn víða um land og skemmtilegt sé
að margir sem hafi verið í öðrum fé-
lögum séu eldheitir KR-ingar eftir að
hafa flutt í Vesturbæinn. „Það er eitt-
hvað í umgjörðinni, kúltúrnum, sem
auðveldar fólki að samsamast
klúbbnum hratt og auðveldlega.“
Segir já þegar KR kallar
Mikilvægt að
bæta aðstöðu
félagsins
Morgunblaðið/RAX
Leiðtogi Gylfi Dalmann Aðalsteinsson er nýkjörinn formaður Knattspyrnufélags Reykjavíkur.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson er
dósent í mannauðsstjórnun við
viðskiptafræðideild Háskóla Ís-
lands. Hann byrjaði að æfa fót-
bolta hjá KR 1972 og spilaði með
öllum flokkum. Hann hefur líka
spilað með „old boys“ eða flokki
eldri leikmanna og stefnir að því
að leika með liði 50 ára +, þegar
hann verður fimmtugur að ári. „Þá
verð ég búinn að spila með öllum
flokkum KR,“ segir hann.
Gylfi var í stjórn KR Sport í þrjú
ár og þekkir því vel til rekstrarins.
Hann hefur verið harður KR-
ingur frá því hann man eftir sér.
„Sem leikmaður þekki ég hvað
gerðar eru gríðarlega miklar kröf-
ur til KR-inga á leikvelli. Ég þekki
líka hvað KR-ingar bera mikla virð-
ingu fyrir félagi sínu. Það er eitt-
hvað sem maður lærir strax í ung-
lingastarfinu.“
Eiginkona Gylfa er Magnea Dav-
íðsdóttir, skjalastjóri hjá VR. Þau
eiga samtals fjögur börn.
Mikil virðing fyrir félaginu
GYLFI DALMANN AÐALSTEINSSON NÝR FORMAÐUR KR