Morgunblaðið - 22.05.2013, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013
Ballettdansarar framtíðarinnar Nemendur Danslistarskóla JSB fengu að upplifa töfra leikhússins í gær á árlegri nemendasýningu í Borgarleikhúsinu og eftirvæntingin leyndi sér ekki.
Kristinn
Engu er líkara en að þungu fargi
hafi verið létt af landsmönnum.
Tími fyrstu „hreinræktuðu“ vinstri
stjórnarinnar er liðinn og innan ör-
fárra daga tekur ný ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar
við lyklavöldunum í Stjórnarráðinu.
Væntingarnar eru miklar og kröf-
urnar sem gerðar eru til ríkis-
stjórnar endurreisnar eru strangar.
Lausn á skuldavanda heimilanna
mun litlu skipta ef ekki tekst að
byggja að nýju upp samfélag er
byggist á frjálsum viðskiptum, hófsemd og sann-
girni í skattheimtu þar sem ýtt er undir dugnað og
framtakssemi, samhliða því sem stoðir heilbrigð-
iskerfisins eru reistar við, menntakerfið treyst og
stjórnkerfi ríkisins skorið upp. Hugsanleg leið-
rétting skulda heimilanna og skattaafsláttur
vegna íbúðakaupa, líkt og verðandi stjórn-
arflokkar gáfu fyrirheit um, leysa lítinn vanda ef
undirstöður efnahagslífsins verða áfram feysknar.
Skýr skilaboð
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks þarf í upphafi að senda skýr skilaboð um
að tími nýrra vinnubragða og viðhorfs sé runninn
upp. Gildi borgaralegs samfélags verði hafin til
vegs og virðingar að nýju. Þannig verði látið af of-
sóknum á hendur einstökum atvinnugreinum,
hvort heldur er í sjávarútvegi eða í öðrum atvinnu-
vegum. Skjaldborg um stórfyrirtækin sem reist
var í skjóli og með stuðningi vinstri stjórnar, verði
felld niður. Vegur sjálfstæða atvinnurekandans,
sem hrakinn var út í horn, verði ruddur og heil-
brigð samkeppni tryggð á öllum sviðum atvinnu-
lífsins.
Forystumenn og þingmenn nýrrar ríkisstjórnar
verða að sýna í orði og á borði að þeir hafi skilning
á stöðu þeirra sem reka lítil og meðalstór fyr-
irtæki í ójafnri samkeppni við stórfyrirtæki sem
voru endurreist eftir hrun fjármálakerfisins. Þeir
verða að sannfæra þúsundir sjálfstæðra atvinnu-
rekenda, sem hafa lagt allt sitt undir, að tími skiln-
ingsleysis og andúðar sé að baki.
Uppskurður skattkerfisins er nauðsynlegur.
Lækkun tryggingagjalds, sanngjarnt auðlinda-
gjald, afnám auðlegðarskatts og langtímastefna í
skattamálum skiptir þar miklu en fleira þarf að
koma til.
Þungar byrðar eftirlitsins
Eftirlitsiðnaðurinn hefur á síðustu árum vaxið
Íslendingum upp fyrir höfuð og þar er ekki aðeins
við fráfarandi ríkisstjórn að sakast. Það eru ekki
síst sjálfstæðu atvinnurekendurnir sem bera
byrðarnar. Það kostar litla fiskverkandann hundr-
uð þúsunda á ári að fá opinbera eftirlitsmenn í
heimsókn. Eigandi bifreiðaverkstæðisins, sem er
með allt uppi á borðum, fær reglulegar heimsókn-
ir frá eftirlitsmönnum hins opinbera, á sama tíma
og svört atvinnustarfsemi blómstrar. Margslungið
og íþyngjandi eftirlitskerfi í landbúnaði, samhliða
flóknu kerfi vörugjalda og óeðlilegum tollum,
heldur uppi matarverði á Íslandi og hamlar
framþróun í landbúnaði og vinnslu landbún-
aðarvara. Í sumum atvinnugreinum er orðið svo
flókið að afla sér tilskilinna leyfa að
jafnvel fullhugar sem ætla að hasla
sér þar völl, gefast upp á hlaupum
milli stofnana og eftirlitsaðila. Á
stundum virðist sem það sé vanda-
samara og meira verk að sinna kröf-
um hins opinbera en að huga að þörf-
um viðskiptavina.
20 milljarða kostnaður
Samkvæmt skýrslu sem Hag-
fræðistofnun Háskóla Íslands vann
fyrir forsætisráðuneytið árið 2004 var
beinn kostnaður fyrirtækja við að
framfylgja eftirlitsreglum talinn nema um 7,2
milljörðum króna á verðlagi ársins 2003. (Tekið
var fram að líklega væri um vanmat að ræða, þar
sem ekki var tekið mið af öllum eftirlitsreglum á
öllum sviðum.) Á verðlagi 2012 var þessi beini
kostnaður um 12,6 milljarðar króna á ári.
Frá þessum tíma hefur reglum verið fjölgað,
þær hertar á flestum sviðum og eftirlit hins op-
inbera verið aukið. Ekki er óvarlegt að ætla að
beinn kostnaður íslenskra fyrirtækja vegna op-
inbers eftirlits sé 15-20 milljarðar króna. Óbeinn
kostnaður vegna minni framleiðni, lakari sam-
keppnisstöðu og skilvirkni hleypur á milljörðum.
Uppskurður á opinberu eftirlitskerfi, færri og
einfaldari reglugerðir, styrkja hag fyrirtækja og
auka möguleika til nýsköpunar. Störfum fjölgar,
vöruverð lækkar og skatttekjur ríkisins aukast.
Allir hagnast.
Bestu eftirmælin
Í liðlega fjögur ár hefur verið sótt að sjálfstæða
atvinnurekandanum. Ríkisstjórn Samfylkingar og
Vinstri grænna taldi eðlilegt og sanngjarnt að þeir
sem sem höfðu rekið fyrirtæki sín af skynsemi og
forðast óeðlilega skuldsetningu, skyldu axla þung-
ar byrðar í formi hærri skatta, aukins eftirlits og
torveldara regluverks.
Árangur í rekstri var litinn hornauga. Í tíð
vinstri stjórnarinnar varð það beinlínis hættulegt
að skila þokkalegri afkomu og eiga skuldlítil fyr-
irtæki. Skattmann var aldrei langt undan með
refsivöndinn.
Verkefni ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks er að gera það aftur eftirsókn-
arvert að stunda sjálfstæðan atvinnurekstur – lofa
einstaklingum að njóta þess sem vel er gert. Það á
að hefja athafnamanninn aftur til vegs og virð-
ingar.
Einhver bestu eftirmæli sem ríkisstjórn getur
fengið í lok kjörtímabils er að hún hafi unnið að
endurreisn sjálfstæða atvinnurekandans og þar
með lagt grunninn að efnahagslegri velsæld þjóð-
arinnar.
Eftir Óla Björn Kárason
Óli Björn Kárason
Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Endurreisn sjálfstæða
atvinnurekandans
» Verkefnið er að gera það aft-
ur eftirsóknarvert að stunda
sjálfstæðan atvinnurekstur. Það
á að hefja athafnamanninn aftur
til vegs og virðingar.
Seðlabanki Íslands hefur ný-
lega gefið út skýrslu um fjár-
málastöðugleika. Skýrsla þessi
er eftirtektarverðari en ella
fyrir þá sök að hún fyrsta út-
tektin á skuldstöðu þjóðarinnar
(dagsett 30. apríl 2013) sem
Seðlabankinn gefur út eftir að
ljóst varð að valdatími núver-
andi ríkisstjórnar væri á enda
runninn. Skýrsla þessi hefur
að mínu mati ekki hlotið þá at-
hygli sem hún verðskuldar og
ástæða til að ítreka boðskap hennar.
Samningsbundin erlend
skuldstaða er ósjálfbær
Í formála seðlabankastjóra að skýrslunni
kveður við nokkuð annan tón en á und-
anförnum árum. Þar er sagt berum orðum
að samningsbundin skuldstaða þjóðarinnar
sé að öðru óbreyttu ekki sjálfbær. Með
samningsbundinni skuldstöðu er átt við
undirritaða skuldasamninga í erlendri
mynt. Nánar tiltekið er þessi skuldstaða
talin ósjálfbær í þeim skilningi að núver-
andi og fyrirsjáanlegar gjaldeyristekjur
þjóðarinnar dugi ekki til að greiða vexti og
afborganir af þessum skuldum. Orðrétt
segir seðlabankastjóri: „miðað við óbreytt
gengi nægir fyrirsjáanlegur undirliggjandi
viðskiptaafgangur næstu ára ekki til að
fjármagna samningsbundnar afborganir
erlendra lána.“ (bls. 4).
Það sem upp á vantar eru engir smámun-
ir. Í téðum formála skýrir seðlabankastjóri
frá því að undirliggjandi viðskiptaafgangur,
þ.e. það sem til ráðstöfunar sé til að greiða
afborganir af erlendum lánum, nemi ein-
ungis um 3% af landsframleiðslu og fari
minnkandi, en það sem þurfi til að standa í
skilum nemi að meðaltali 5,5% af lands-
framleiðslu á næstu árum. Hið óbrúaða bil
er að því áliti seðlabankastjóra u.þ.b.
2,5-3% af landsframleiðslu árlega á næstu
fjórum árum eða nálægt 200 ma. króna mið-
að við núverandi verðlag.
Þrotabú bankanna og
kvikar krónueignir
Samningsbundin skuldstaða þjóðarinnar
er því miður aðeins tiltölulega lítill hluti
gjaldeyrisvandans. Ofan á hana bætist sú
mikla gjaldeyrisþörf sem tengist uppgjöri
þrotabúa föllnu bankanna og svokallaðri
„kvikri“ krónueign erlendra aðila. Sú gjald-
eyrisþörf nemur að áliti Seðlabankans um
770 ma. kr. eða um 45% af landsframleiðslu
(sjá bls. 86 í skýrslunni).
Hvað er til ráða?
Seðlabankastjóri nefnir þrjár leiðir til að
mæta þessum vanda. Fyrstu tvær leiðirnar
eru (i) aukinn útflutningur og þjóðhags-
legur sparnaður með eða án gengislækk-
unar krónunnar og (ii) nýjar erlendar lán-
tökur til að fjármagna endurgreiðslur eldri
lána. Fyrri leiðin felur í sér lækk-
un á neyslu heimila a.m.k. tíma-
bundið upp á u.þ.b. 5-7% árlega
næstu árin og aukna verðbólgu ef
nauðsynlegt verður að lækka
gengið til að auka útflutning og
þjóðahagslegan sparnað. Bætist
þessi kjaraskerðing þá við lækk-
un kaupmáttar heimilanna sem
átt hefur sér stað á undanförnum
fjórum árum upp á hátt í 20%.
Síðari leiðin frestar því að taka á
vandanum en skerðir samt kjörin
til lengri tíma með hærri vaxta-
greiðslum til útlanda en ella væri.
Þriðja leiðin snýr sérstaklega að
þrotabúum bankanna og hinni „kviku“
krónueign erlendra aðila. Þar er seðla-
bankastjóri afdráttarlausari. Orðrétt segir
hann: „Hröð losun þessara eigna getur
þannig ekki átt sér stað nema verðlagning
og viðskiptagengi krónu gagnvart erlend-
um gjaldmiðlum feli í sér verulega lækkun
frá mælingu þessara eigna nú í erlendum
gjaldmiðlum.“ Á mæltu máli er hann að
segja að kröfuhafar geti ekki fengið kröfur
sínar greiddar í erlendum gjaldeyri nema
gegn verulegri lækkun þessara krafna,
t.a.m. með yfirfærslu í erlenda mynt á
óhagstæðara gengi en nú gildir.
Hvað merkir þetta allt saman?
Í umræddri skýrslu er seðlabankastjóri
að segja þjóðinni að hún geti ekki borgað
samningsbundnar erlendar skuldir sínar að
óbreyttu. Til að unnt sé að borga þessar
skuldir verði þjóðin að herða mittisólina
enn á ný. Jafnframt upplýsir hann kröfu-
hafa þrotabúanna og eigendur hinna
„kviku“ krónueigna um að þjóðarbúið eigi
ekki gjaldeyri til að skipta kröfum þeirra í
erlenda mynt. Vilji þeir fá slíka mynt fyrir
kröfurnar verði þeir að slá verulega af
þeim.
Þetta er auðvitað skýr áfellisdómur yfir
efnahagsstefnu fráfarandi ríkisstjórnar. Í
stað þess að takast á við vandann hefur hún
ýtt honum á undan sér. Fjórum og hálfu ári
eftir hrun er skuldavandi þjóðarbúsins
kominn í svo mikið óefni að seðla-
bankastjóri telur hann óviðráðanlegan
nema gripið verði til nýrra úrræða. Þau úr-
ræði fela óhjákvæmilega í sér nýja kjara-
skerðingu nema vænlegra sé talið freista
þess að fresta vandanum en á ný með frek-
ari erlendum lántökum.
Eftir Ragnar Árnason
» Á mæltu máli er hann að
segja að kröfuhafar geti
ekki fengið kröfur sínar
greiddar í erlendum gjald-
eyri nema gegn verulegri
lækkun þessara krafna.
Ragnar Árnason
Höfundur er prófessor.
Um erlenda skuld-
stöðu þjóðarinnar