Morgunblaðið - 22.05.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.05.2013, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013 Af einhverjum ástæðumnáðu hvorki sólríkt úti-vistarveður né fjórgengthrynstappandi söngva- keppni Evrópskra sjónvarpsstöðva að draga úr aðsókn á grænu fimmtudagstónleikum hljómsveitar allra landsmanna svo neinu næmi. Eldborgarsalurinn var að vísu ekki fullsetinn, en það munaði ekki miklu. Frádráttarþættirnir tveir réðu þó líklega nokkru um aldurs- samsetningu hlustenda, er virtist ívið hærugrónari en oft áður. Ekki veit ég hversu kunnug sin- fónísk fantasía Sibeliusar um Dótt- ur norðursins (heimsþekkt sem „Pohjola’s daughter“) frá 1906 er hér Atlantsnyrðra; alltjent kvað verkið ekki hafa heyrzt af hljóm- sveitarpalli síðan Petri Sakari flutti það 1989, ef trúa má fróðleiksmola tónleikaskrár, „Tónlistinni á Ís- landi“. Sjálfur kom ég fremur fersk- ur að stykkinu, ef svo má milda ill- verjandi þekkingargloppu um jafnauðheyrt meistaraverk. Fyrstu drög voru frá 1901, um sama leyti og 2. sinfónía Jeans kom undir á Ítalíu, enda mátti heyra eitt og ann- að frum úr prógrammverkinu um efni úr Kalevalaljóðum sem minnti tónrænt á þá vinsælu hljómkviðu. Hélað heimskautshjarta kirjálsku norðurdísarinnar gat svo hins vegar leitt hugann að kínversku prinsip- issu Puccinis í Turandot. Frómt frá sagt var erfitt annað en að stórhrífast jafnt af verkinu sem hríslandi tærri túlkun þess. Náttúrutöfrar finnskra freðmýra og birkiskóga negldu mann bókstaflega fastan í sæti. Hvílík litaauðgi og launhiti, þarna næst undir norð- urheimskautsbaugi! Í breitt epískri og dýnamískri mótun Inkinens lifði maður sig inn í Edduveröld Finna í hlustrænni þrívídd er þurfti engrar myndlýsingar við, og seiðandi nornavefur strengja og dulrænn sjamanasöngur tréblásara gerði at- riðið að eldvakurri upplifun í sér- flokki. Æskuverk Mendelssohns frá 1831, frumraun undrabarnsins í pí- anókonsertgreininni, sló mig ekki í sama mæli, enda varla meðal al- fremstu verka þessa stundum van- metna snillings. Engu að síður naut það sín vel í ekki sízt fruntaliprum slaghörpuleik Ashkars, og mátti í mesta lagi hnjóta um hrynræna samstillingu við hljómsveit í blá- byrjun þátta. Það átti raunar einnig við sumar aðrar fruminnkomur dag- skrár og er trúlega með algengustu einkennum gestastjórnenda hvaðan- æva er eiga aðeins fimm daga til stefnu á hverjum stað og tíma. Sól- istanum var frábærlega vel tekið, en andstætt væntingum lét hann ekki aukalag af hendi rakna að þessu sinni. 6. og síðasta sinfónía Tsjaikovs- kíjs frá 1893, auknefnd Pathétique að tillögu bróður tónskáldsins, hefur á seinni tímum tengzt vangaveltum um tildrög að andláti höfundar, er tónleikaskrárritari kvöldsins fór af- ar „pent“ yfir en gæti í versta falli hafa verið afleiðing arseníktöku eft- ir dauðadóm kollegahóps til að forð- ast yfirvofandi hneyksli sakir sam- kynhneigðar tónsmiðsins. Manni sat málið í fersku minni eftir að það var reifað í Kontrapunktkeppni í Ósló 1990, þótt enn virðist ekki komið endanlega á hreint. En hvað sem því á annars eftir að líða, þá var flutningur þessarar heimsfrægu sinfóníu hreinasta eyrnayndi. Enn blómstraði strengjasveitin undir forystu Ink- inens, þrátt fyrir nokkra mannfæð til mótvægis við glæsilegan lúðra- blástur í einkum III. þætti. Scherzó- ið (II) leiftraði af ævintýraskotnum ballettþokka í anda Hnotubrjótsins, og fínallinn (IV) geislaði sömuleiðis, þrátt fyrir skynjanlega sálræna ör- vilnun, þökk sé fagurri mótun og eð- albornum strokhljómi. Frammistaða til fyrirmyndar – í þremur orðum sagt. Morgunblaðið/Heiddi Fruntalipur „Æskuverk Mendelssohns frá 1831, frumraun undrabarnsins í píanókonsertgreininni, sló mig ekki í sama mæli, enda varla meðal alfremstu verka þessa stundum vanmetna snillings. Engu að síður naut það sín vel í ekki sízt fruntaliprum slaghörpuleik Ashkars,“ segir m.a. í gagnrýni. Hér sést píanóleikarinn Ashkar. Sinfónísk örvilnun Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikarbbbbm Sibelius: Dóttir norðursins. Mendels- sohn: Píanókonsert nr. 1. Tsjajkovskíj: Sinf. nr. 6 (Pathétique). Saleem Abboud Ashkar píanó og Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Stjórnandi: Pietari Inkinen. Fimmtudaginn 16. maí kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Bíólistinn 17.-19. maí 2013 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Star Trek: Into Darkness The Great Gatsby Iron Man 3 Croods The Place Beyond the Pines Latibær Bíóupplifun Mama Evil Dead Olympus Has Fallen The Call 1 Ný 2 4 3 6 7 5 8 9 2 1 4 8 3 4 2 3 5 4 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Star Trek Into Darkness trónir á toppi listans yf- ir tekjuhæstu myndir kvik- myndahúsanna yfir helgi, aðra vikuna í röð. Sú næsttekjuhæsta er The Great Gatsby, opnunar- mynd kvik- myndahátíðarinnar í Cannes sem nú stendur yfir. Handrit hennar er byggt á sígildri, samnefndri skáld- sögu F. Scott Fitzgerald sem þykir ein sú merkasta í bandarískri bók- menntasögu. Járnmaðurinn nýtur enn mikilla vinsælda, þriðja myndin um hann dettur úr öðru sæti í það þriðja og teiknimyndin The Croods heldur sínu fjórða sæti eftir átta vikur í sýningum. Bíóaðsókn helgarinnar Star Trek vinsælli en Gatsby Leondardo DiCap- rio leikur Gatsby. Við sérhæfum okkur í vatnskössum og bensíntönkum. Gerum við og eigum nýja til á lager. KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM Á TOPPNUM Í ÁR KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA FAST&FURIOUS6 KL.5:10-8-10:40 THEGREATGATSBY2D KL.5-8-10:55 STARTREKINTODARKNESS3D KL. 5:10 - 8 - 10:50 STARTREKINTODARKNESS VIP KL. 5:10 - 8 - 10:40 PLACE BEYOND THE PINES KL. 5:10 - 8 - 10:50 IRON MAN 32D KL. 5:10 - 8 - 10:40 KRINGLUNNI THE GREAT GATSBY2D KL. 5:10 - 8 - 10:50 IRON MAN 3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 PLACE BEYOND THE PINES KL. 8 ÓFEIGUR GENGUR AFTUR KL. 5:50 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 10:50 FAST & FURIOUS 6 KL. 5:20 - 8 - 10:40 THE GREAT GATSBY2D KL. 5:10 - 8 - 10:50 STARTREKINTODARKNESS3D KL. 5:10 - 8 - 10:50 IRON MAN 3 2D KL. 5:20 - 8 PLACE BEYOND THE PINES KL. 10:40 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK FAST&FURIOUS6 KL.8-10:40 THEGREATGATSBY2D KL.8 STARTREKINTODARKNESS3D KL. 10:55 AKUREYRI THE GREAT GATSBY2D KL. 5:10 - 8 STAR TREK INTO DARKNESS 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 IRON MAN 3 2D KL. 10:55 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á  NEW YORK OBSERVER  THE PLAYLIST J.J. ABRAMS ER MÆTTUR MEÐ BESTU HASARMYND ÞESSA ÁRS!  EMPIRE  FILM  T.V. - BÍÓVEFURINN  THE GUARDIAN “STÓRFENGLEG” “EXHILARATING” “ALDEILIS RÚSSÍBANI, ÞESSI MYND. SJÁÐU HANA!” “FRÁBÆR” EIN STÆRSTA SPENNUMYND SUMARSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.