Morgunblaðið - 22.05.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.05.2013, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013 Tollgæslan stöðvaði nýverið gáma- sendingu frá Kína við reglubundið eftirlit. Gámurinn reyndist innihalda á annað hundrað húsgögn sem öll voru eftirlíkingar af verkum frægra hönnuða frá Bretlandi, Danmörku, Ítalíu og Þýskalandi. Um var að ræða eftirlíkingar af þekktum hús- gögnum sem seld eru í sérverslunum hér á landi. Húsgögnunum var farg- að í móttökustöð Sorpu undir eftirliti tollvarða. Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður tolleftirlits, segir nokkuð algengt að við eftirlit á innflutningi finnist eft- irlíkingar af þekktum vörum. Í flest- um tilvikum sé þó um að ræða minni varning en það sé aðallega í stærri málum sem þessu að hinn löglegi umboðsaðili vörunnar krefjist þess að eftirlíkingunum sé fargað. Í sum- um tilvikum er það jafnvel svo að kaupandi vörunnar haldi að hann sé að kaupa upprunalegu vöruna en þegar varan er komin hingað til lands reynist hún ódýr eftirlíking. Kári telur mega sjá merki þess að innflutningur á eftirlíkingum sé að aukast um alla Evrópu. Algengastur er innflutningur á eftirlíkingum af fatnaði en einnig á öðrum vörum eins og t.d. lyfjum og leikföngum. Mál hafa einnig komið upp þar sem eft- irlíkingarnar eru gerðar úr ódýrum og jafnvel hættulegum efnum. bmo@mbl.is Eftirlíkingum var fargað Ljósmynd/Tollgæslan Ólöglegt Húsgögnunum var fargað hjá Sorpu undir eftirliti tollvarða.  Á annað hundrað húsgögn í gámi  Tollgæslan sér merki þess að smygl á eftirlíkingum sé að aukast um alla Evrópu Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort karlmaður á fertugsaldri, sem er í haldi grunaður um kyn- ferðisbrot gegn 10 ára gamalli stelpu í síðustu viku, tengist eldri málum af sama tagi. Maðurinn kvaðst ekkert muna við fyrstu yf- irheyrslu á miðvikudag. Hann verður yfirheyrður aftur í vikunni. „Það er verið að fara yfir upp- lýsingar um tilkynningar sem við höfum fengið í gegnum tíðina og varða tilraunir til tælingar,“ segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurður segir Björgvin ekki vitað til þess að maðurinn hafi áð- ur framið kynferðisbrot gegn börnum. Tilefni þykir þó til að ganga úr skugga um hvort lýs- ingar á fyrri sambærilegum brot- um gætu átt við um hann. Að sögn Björgvins hafa engin vitni gefið sig fram Gaf greinargóða lýsingu á manni og bíl Stúlkan var á heimleið úr skóla í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis á þriðjudaginn fyrir viku þegar mað- urinn þvingaði hana upp í bíl sinn og ók með hana í Heiðmörk þar sem hann beitti hana kynferðisof- beldi. Hann hafði jafnframt í gróf- um hótunum við stúlkuna. Að því loknu ók hann aftur í Vesturbæinn og hleypti henni þar út úr bílnum, fjarri heimili hennar. Stúlkan gekk heim og sagði for- eldrum sínum frá því sem fyrir hana hafði komið og var lögregla strax kölluð til. Stúlkan gat gefið greinargóða lýsingu á manninum, bílnum hans og leiðinni sem hann ók. Má þakka það viðbrögðum hennar að maðurinn var handtek- inn í austurborg Reykjavíkur síðar um daginn. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. maí. una@m- bl.is Lögreglan skoðar eldri tælingarmál Morgunblaðið/Júlíus  Engin vitni hafa gefið sig fram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.