Morgunblaðið - 22.05.2013, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013
✝ Anna KristínÓlafsdóttir
fæddist í Reykjavík
26. mars 1966. Hún
lést 11. apríl 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Lára Mar-
grét Ragnarsdóttir
alþingismaður,
fædd 9. október
1947, dáin 29. jan-
úar 2012, og dr.
Ólafur Grétar Guð-
mundsson augnlæknir, fæddur
26. febrúar 1946. Þau skildu.
Maki Ólafs Grétars er Steinunn
Aagot Kristjánsdóttir. Bræður
Önnu Kristínar eru: Ingvi Stein-
ar, fæddur 24. mars 1973, maki
Sigrún Guðný Markúsdóttir, og
Atli Ragnar, fæddur 14. mars
1976, maki Sólveig Jónsdóttir.
Anna Kristín giftist Sigurði
Böðvarssyni krabbameinslækni
22. júlí 1995. Þau skildu. Börn
þeirra: Lísa Margrét lögfræð-
ingur, fædd 3. júlí 1987, maki
Kristján H. Johannessen stjórn-
málafræðingur, Eysteinn leik-
listarnemi, fæddur 14. desem-
ber 1990, maki Katrín
Eyjólfsdóttir nemi, og Bjarki
grunnskólanemi, fæddur 13.
janúar 1997. Anna Kristín gift-
ist Hjörleifi B. Kvaran hæsta-
réttarlögmanni 28. október
2006. Dóttir Hjörleifs af fyrra
starfaði Anna Kristín sem sjálf-
stætt starfandi ráðgjafi en frá
árinu 2011 starfaði hún sem
sérfræðingur á Umhverfis-
stofnun. Samhliða því starfi
stundaði hún meistaranám í
lögfræði við Háskólann í
Reykjavík.
Á námsárum sínum við Há-
skóla Íslands átti Anna Kristín
m.a. sæti í stúdentaráði og var
fulltrúi stúdenta á fundum há-
skólaráðs. Hún var formaður
verkefnisstjórnar fyrstu Vetr-
arhátíðar í Reykjavík veturinn
2001-2002. Hún sat í ýmsum
nefndum á vegum Listaháskóla
Íslands og var m.a. formaður
jafnréttisnefndar skólans. Anna
Kristín var fyrsti stjórnar-
formaður Vatnajökuls-
þjóðgarðs, stærsta þjóðgarðs
Evrópu, sem stofnaður var árið
2008. Anna Kristín var mikil
áhugakona um útivist og lét
umhverfismál mjög til sín taka.
Starf hennar sem sérfræðingur
á Umhverfisstofnun laut að
náttúruvernd og friðlýsingu
landslags og landshluta. Anna
Kristín tók þátt í starfi Kvenna-
listans á upphafsárum þeirra
samtaka enda baráttukona fyrir
mannréttindum og bættri stöðu
kvenna. Önnu Kristínar verður
minnst fyrir framlag hennar til
jafnréttisbaráttu kvenna í ís-
lensku samfélagi á árunum
2010 til 2012.
Minningarathöfn um Önnu
Kristínu verður haldin í Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 22.
maí 2013, og hefst athöfnin kl.
15.
hjónabandi er
Hjördís Isabella,
þýðandi, fædd 8.
júlí 1981.
Anna Kristín
lauk grunnámi frá
Winchester High
School í Massachu-
setts 1983, er stúd-
ent frá Mennta-
skólanum í
Hamrahlíð 1985,
stundaði nám í al-
þjóðastjórnmálum við Wellesley
College, Massachusetts 1985-
1986, lauk BA-prófi í stjórn-
málafræði við Háskóla Íslands
1995 og meistaraprófi (MPA) í
opinberri stjórnsýslu og stefnu-
mótun árið 2000 frá La Follette
School of Public Affairs, Uni-
versity of Wisconsin, Madison.
Anna Kristín starfaði sem að-
stoðarstjórnmálafulltrúi við
sendiráð Bandaríkjanna í
Reykjavík árin 1990-1996. Eftir
námslok árið 2000 starfaði hún
um skeið sem sérfræðingur hjá
ríkisendurskoðun Wisconsin-
þings. Hún var aðstoðarkona
borgarstjórans í Reykjavík árin
2001 til 2003. Anna Kristín
starfaði sem forstöðumaður há-
skólaskrifstofu Listaháskóla Ís-
lands 2004-2007 uns hún tók við
starfi aðstoðarkonu umhverfis-
ráðherra 2007-2009. Um skeið
Það er með miklum söknuði
sem ég kveð nú móður mína en
jafnframt með miklu þakklæti fyr-
ir þann tíma sem við áttum saman
sem mæðgur og ekki síst vinkon-
ur. Í öllu því sem hún tók sér fyrir
hendur á lífsleiðinni endurspegl-
aðist sú hlýja, umhyggjusemi, af-
burðagreind og fróðleiksfýsn sem
hana einkenndu. Hún var mér
sterk fyrirmynd alla tíð og kenndi
okkur systkinunum þau gildi sem
hafa mótað okkur sem einstak-
linga. Móðir okkar var hugsjóna-
manneskja með ríka réttlætis-
kennd og í orði jafnt sem verki
kenndi hún okkur mikilvægi þess
að berjast fyrir kvenréttindum og
jafnrétti og koma fram af heiðar-
leika og sanngirni. Hún kenndi
okkur einnig að staldra við og
njóta smáatriðanna í hversdags-
leikanum sem gera lífið svo merki-
legt. Fyrir allt þetta og svo ótal-
margt fleira verð ég ævinlega
þakklát.
Vel sé þér, vinur,
þótt vikirðu skjótt
Frónbúum frá
í fegri heima.
Ljós var leið þín
og lífsfögnuður,
æðra, eilífan
þú öðlast nú.
(Jónas Hallgrímsson)
Hún lifir áfram í minningum
okkar.
Lísa Margrét Sigurðardóttir.
Fyrst og fremst var Anna
Kristín mikil fjölskyldukona og
var samband hennar við börn sín,
Lísu Margréti, Eystein og Bjarka,
litað af einstakri ást. Leiðir okkar
Lísu lágu saman í Menntaskólan-
um við Hamrahlíð og fljótlega var
ég fluttur inn á heimili Önnu
Kristínar og Hjörleifs á Kvist-
haga. Heimilið einkenndist ávallt
af mikilli birtu og hlýju og á ég
þaðan margar góðar minningar.
Mér er minnisstætt hversu vel
okkur Lísu leið alltaf í litla her-
berginu okkar á Kvisthaga.
Frá fyrstu kynnum tók Anna
Kristín mér einstaklega vel og af
mikilli hlýju. Alltaf vildi hún fylgj-
ast með hvernig mér gengi í námi
og starfi og hvatti mig til dáða.
Fyrsta minning mín um hana er
þegar við Lísa vorum eitt sinn á
göngu skammt frá Kvisthaganum
og Anna Kristín kom hlaupandi
framhjá okkur. Útihlaup voru
meðal helstu áhugamála hennar
og naut hún þess að fara út að
hlaupa sama hvernig viðraði.
Anna Kristín var einnig mikill
náttúruunnandi og reistu þau
Hjörleifur fallegt sumarhús í
Kiðjabergi í Grímsnesi. Húsið
nefndu þau Hálsakot og er það fal-
lega og hlýlega innréttað í anda
Önnu Kristínar. Skammt frá er
matjurtargarður sem tengdamóð-
ir mín lagði mikla rækt við og fékk
fjölskyldan iðulega að njóta upp-
skerunnar við matarborðið.
Eftir að flutt var í Granaskjól
spurði Anna Kristín mig eitt sinn
ráða um hvað gera skyldi við til-
tekinn reit í nýja garðinum fyrir
utan borðstofugluggann. Lagði ég
til að settur yrði niður rósarunni.
Runninn minnir mig nú alltaf á þá
vináttu sem við áttum og þegar ég
kom á heimilið fyrir stuttu varð
mér litið út um gluggann og á
runnann okkar. Hann er nú tekinn
að grænka á ný.
Þegar við Lísa hófum að búa
saman lagði Anna Kristín áherslu
á að fjölskyldan hittist og eldaði
saman kvöldmat. Það var henni
mikilvægt að halda fjölskyldunni
saman. Voru þær því ófáar stund-
irnar sem við áttum saman inni í
eldhúsinu í Granaskjóli og mun ég
sakna þeirra.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst Önnu Kristínu en minning
um hlýja og dugmikla konu lifir í
hjörtum þeirra sem hana þekktu.
Kristján H. Johannessen.
Kveðja frá móðursystur
Systir mín fönguleg var með
barni ári fyrir útskrift frá
Menntaskólanum í Reykjavík.
Lífsneisti sem kviknaði í ástar-
sambandi við skólabróður og verð-
andi eiginmann, skagfirskan hlau-
pagarp og íþróttaforkólf. Jafn
óvænt og sú staða skaut upp koll-
inum í fjölskyldunni skall útihurð-
in á MR árla morguns á verðandi
móður. Því fæddist Anna Kristín
fyrir tímann en hún lagði grunn-
inn að þriðju kynslóð fjölskyldu
okkar. Nýr og fagur veruleiki leit
dagsins ljós því Anna Kristín var
komin í heiminn, fyrsta barnabarn
foreldra minna og föðurömmu
sinnar og ekki síst fyrsta lang-
ömmubarn Schram-hjónanna á
Vesturgötu 36B.
Þótt fordómar, fát og fuss hefðu
sett svip sinn á upptakt og tilkomu
stúlkubarnsins, var stjarna fædd.
Ást og athygli afa, langafa,
ammanna og langömmu varð öll-
um kreddum um barneignir
ógiftra menntskælinga yfirsterk-
ari. Þessi vendipunktur í lífi fjöl-
skyldunnar færði mér rúmlega
fermdri móðursysturinni nýtt og
gefandi hlutverk. Lítil mamma
mótaðist innra með mér á meðan
stóra systir lauk skyldum sínum
gagnvart menntagyðjunni og
hvíta kollinum. Samband okkar
Önnu Kristínar frá frumbernsku
hennar setti hlutverk og hlutföll
sambands okkar í nokkuð óvenju-
legt samhengi.
Á meðan ég var móðursystir
upplifði ég mig ekki síður sem
systur. Samt var hún litla frænka
mín, en þó svo stór þar sem hún
stóð mér svo nærri. Ég þreyttist
seint á að heyra þegar sagt var að
hún væri jafnvel líkari mér en
móður sinni.
Kynslóðir og hlutverk, aldur og
þroski, gáfur, gæfa og gjörvileiki
eru hugtök sem við mátum gjarn-
an við tilveru okkar og leitum hlut-
falla og svara við.
Í söknuði mínum yfir vannýtt-
um tækifærum til að deila fleiri
stundum með þessari einstöku
frænku minni, hugleiði ég aftur og
aftur persónuna og lífshlaupið
sem nú er á enda runnið.
Frammi fyrir mér stendur
bráðþroska, greint og fagurt
stúlkubarn, svipmikil kona,
hjartahrein og sönn, kraftmikil og
keik. Við hver lok tekur við nýr
kafli og frammi fyrir mér og öðr-
um þeim sem elska Önnu Kristínu
heitt, standa líka þrjú dásamleg
börn, afkomendur hennar sem
enduróma styrk hennar og móð-
urkærleik.
Ég kveð mína elskulega
frænku með vögguvísu eftir
ömmu Dúnu, föðurömmu okkar
systra og langömmu Önnu Krist-
ínar, vögguvísu sem ferjaði hana
inn í svefninn á bernskuárunum,
sinni mömmu Láru hjá.
Guð verndi öllu illu frá
elsku litlu Baldursbrá.
Hún er ósköp sæt og smá
sinni mömmu Dúnu hjá.
Ásta Kristrún Ragnarsdóttir.
Hver er þessi gáfulega þarna á
bekknum framar í stofunni? Já,
þessi háa, granna með bumbuna!
Við sátum saman í tímum í stjórn-
málafræði í háskólanum, hún
yngri, en svo miklu klárari, þrosk-
aðri. Uppgötvuðum skyldleikann í
næstu frímínútum. Stuttu síðar
sátum við splunkunýju frænkurn-
ar saman í Stúdentakjallararum
fram á nótt og skönnuðum ætt-
garðinn, ættareinkennin, söguna.
Komnar af sjófarendum og seig-
um formæðrum, harðduglegu
fólki og stoltu. Margar sögur
sagðar þetta kvöld, sumar lygileg-
ar, sumar sárar, aðrar bara fyndn-
ar. Einhvers staðar leyndust fleiri
sögur sem ekki voru sagðar fyrr
en síðar.
Hvað við vorum glaðar að hafa
fundið hvor aðra. Upphafið að
ævarandi vináttu.
Úr kjallararum lágu leiðir okk-
ar saman í stúdentapólitíkinni,
síðar inn í Kvennalistann með öðr-
um spútnikskvísum. Systralagið
varð til. Ótal myndir af sameig-
inlegum stundum birtast, matar-
boðum, plottfundum, skoðana-
skiptum, næturlangt hlegið,
grátið, tekist á, rifist hástöfum um
hugmyndir, aðferðir, kvenrétt-
indi, réttlátara samfélag, allt var
undir, allar með skoðanir. Stíf
fundarstjórn með mælendaskrá
oft nauðsynleg, fram á rauðan
morgun. Dálítið töff vinátta á
stundum en oftast svo fáránlega
skemmtileg. Svo mikið hlegið.
Anna Kristín hafði svo marga
kosti, átti sér ótal margar hliðar.
Leiftrandi klár, analýtísk, hug-
sjónamanneskja, tilfinningarík,
athugul, ábyrgðarfull, hlý, um-
hyggjusöm, elskaði ungana sína út
yfir allt, Lísu, litla bumbubúann
úr háskólanum forðum, Eystein
og Bjarka og Hjördísi. Svoddan
skutla, með blik í auga, ástfangin,
alvarleg, vandvirk, hamhleypa til
verka. Svo makalaust dugleg. Og
mesti hlauparinn í okkar hópi.
En veganestið var margvíslegt,
ýmislegt í því boxi sem ekki var
allt auðvelt að melta, eða finna út
úr. Dálítið í okkar ætt að halda
áfram og halda andlitinu, sama á
hverju gengur. Endalaus dugnað-
ur. Það getur tekið á til lengdar.
Síðustu mánuðir voru erfiðir
þótt birt hafi til inn á milli. Okkar
kona ætlaði sannarlega að komast
í gegnum þetta. En það er oft svo
fjandi erfitt að eiga við sinn innri
mann, maður nær ekki alltaf landi
þótt margir leggist á árarnar með
manni. Og svo er tíminn allt í einu
búinn. Tækifærin til að finna út úr
þessu ekki lengur til.
Síðasta samtalið okkar var
þungt en samt svo hlýtt og elsku-
legt. Ég vonaði svo innilega að nú
færi að birta til hjá þér, elsku vin-
kona.
Nú erum við einni færri, þú hef-
ur ýtt úr vör, róin yfir á bjartari
mið. Eftir er sorgin, ennþá óbif-
anleg. Við öll sem eftir sitjum, vin-
konur, ættingjar, börnin og Hjör-
leifur, getum lítið annað en reynt
að vanda okkur enn betur við
framhaldið, rækta vináttuna og
fjölskylduböndin, rækta okkar
innri mann. Með sól í hjarta.
Reyna að ná landi, saman.
Þannig lifirðu áfram með okk-
ur, elskulegust.
Nína Helgadóttir.
Það eru líklega rétt um 20 ár
síðan hópur af ungum og efnileg-
um stúlkum gekk saman til liðs við
okkur í Kvennalistanum. Allar
hafa þær síðan látið til sín taka á
vettvangi stjórnmálanna, hver
með sínum hætti. Ég var svo sem
ekki gamalreynd stjórnmálakona
á þeim tíma en þær voru samt
kynslóð yngri en ég og komu með
nýja og ferska strauma inn í
Kvennalistann. Anna Kristín var í
þessum hópi og vakti strax áhuga
og athygli okkar sem fyrir vorum.
Að sumu leyti var það vegna þess
að mamma hennar var í herbúðum
Sjálfstæðisflokksins, sumpart af
því hún var frænka Möllu Schram
en að mestu leyti vegna þess hvað
hún var glæsileg og þroskuð ung
kona. Við dáðumst að henni og
andlitsfríð, grönn, leggjalöng og
spengileg var hún lifandi sönnun
þess að kvenfrelsiskonur eru ekki
bara greindar heldur líka glæsi-
legar. Seinna átti ég eftir að kynn-
ast henni enn betur þegar hún
réðst til mín sem aðstoðarkona
borgarstjóra á árunum 2001-2003.
Fór hún m.a. með mér í gegnum
borgarstjórnarkosningarnar árið
2002 sem og borgarstjóraskiptin
árið 2003 en sú atburðarás öll
reyndi mikið á okkur báðar.
Reyndist hún mér einstaklega vel
í þeim hremmingum og þá kynnt-
ist ég því best hvað hún var ósér-
hlífin, raungóð og traust. En hún
var jafnframt skapmikil tilfinn-
ingavera sem var allra kvenna
skemmtilegust í góðum fé-
lagsskap en brást líka hart við
hvers kyns óréttlæti og óheilind-
um. Held ég reyndar að fátt hafi
hún þolað verr en óheilindi. Allar
mínar minningar um Önnu Krist-
ínu eru góðar og þó að við höfum
ekki haft mikið saman að sælda
undanfarin ár þá sakna ég hennar
sárt nú þegar hún er horfin af
sjónarsviðinu. Það er sárt að fá
aldrei aftur að upplifa geislandi
fegurð hennar eða kraftmikla
nærveru og drífandi atorku. En
hún vildi fara og ákvað að ráða
sjálf stund og stað. Undir þann
vilja verðum við að beygja okkur
og í stað þess að dvelja við brott-
förina skulum við heiðra og næra
minninguna um þessa glæsilegu
konu sem lifði sterkt og til fulls
meðan hún lifði. Fjarlægð hindrar
að ég geti tekið þátt í kveðjuat-
höfninni í dag en hugur minn er
hjá þeim sem voru henni hjart-
fólgnastir; Hjörleifi, Margréti
Lísu, Eysteini og Bjarka sem og
föður hennar og bræðrum. Megi
allar góðu minningarnar um Önnu
Kristínu verma þeim og líkna.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, Kabul.
Það er þyngra en orð fá lýst að
fá þær fregnir að heiman að kærr-
ar vinu, Önnu Kristínar Ólafsdótt-
ur, sé saknað. Enn þyngra er til
þess að vita að hún hafi verið
stödd í slíku hyldýpi sálar og heilla
að það hafi leitt hana út yfir ystu
sjónarrönd. Anna Kristín var
sterk hugsjónakona og á þeim ár-
um sem við vorum nánar voru
engar hindranir henni óyfirstígan-
legar. Það gustaði af henni, kraft-
urinn taumlaus, og hugurinn sí-
kvikur og skapandi. Um leið var
hún allt umlykjandi, hlý og næm.
Þannig stendur Anna Kristín
mér lifandi fyrir hugskotssjónum,
í erilsömu starfi þar sem hún naut
þess að láta til sín taka og finna
lausnir á krefjandi málum, og sem
góð vinkona og nágranni.
Það er ekki í mannlegum mætti
að skilja né dæma um hvenær og
hvernig öngstræti í sinni nær slík-
um undirtökum að ekki verður
aftur snúið. Mér verður tíðhugsað
til orða Sigfúsar Daðasonar sem
segir svo á einum stað í bók sinni
Ljóð, 1947-1951:
Ég bið ekki um sálarró, stað-
settur miðja vega milli himnaríkis
og helvítis, nýs og gamals, austurs
og vesturs, miðja vega milli hins
örðuga og hins fyrirhafnarlausa,
þess sem ég verð að gera sjálfur
og hins sem þeir liðnu hafa búið í
hendur mér – nei það væri til of
mikils mælst.
En ég bið um að mér sé veitt
lausn frá tómi sálarinnar, hinu
hluttektarlausa og ónæma, sem
sér ekki ljósið, finnur ekki loftið né
vatnið né jörðina, ég bið um að
mér sé veitt lausn frá slíkum degi
sem nú er liðinn að kveldi, yfir
tómlegan frosthimin í apríl.
Ég sendi Önnu Kristínu hinstu
kveðju yfir fjöll og höf með kæru
þakklæti fyrir að lýsa upp til-
veruna öll góðu árin. Fólkinu sem
hún elskaði takmarkalaust, Hjör-
leifi manni hennar og börnunum
Lísu Margréti, Eysteini og Bjarka
sendi ég hugheilar samúðarkveðj-
ur og bið allar góðar vættir um að
styðja þau og sefa sorg þeirra.
Kristín A. Árnadóttir, Peking.
Sorgin er kynleg skepna. Einn
daginn er hún bjarg sem ekki er
hægt að bifa. Þann næsta er kom-
in svartaþoka. Á svipstundu um-
breytist hún í hvíta reiði. Þess á
milli er hún ljúfsár verkur undir
bringspölum.
Í bókinni Líf mitt með Mozart
eftir Erci-Emmanuel Schmitt
segir (í þýðingu Sigurðar Pálsson-
ar). „Frá sjónarhóli Guðs fáum við
dauðann í vöggugjöf, það er sam-
eiginlegt hlutskipti allra.“ Ég
reyni að hafa þessi einföldu sann-
indi í huga á meðan ég hugsa um
lífið þitt. Mozart er með í spilinu.
Tónlistin líkt og græðandi smyrsl
á opið sár. Það var líka alltaf tón-
list í kringum þig. Klassíkin í allri
sinni dýrð. Fortissimo. Ég hef
ekki tölu á tónleikunum sem við
þræddum í gegnum árin. Allt frá
Patti Smith á Nasa til Kammer-
sveitar Reykjavíkur í Hörpu fyrir
síðustu jól. Allt nema Carpenters-
tribjútinn sem þú afþakkaðir pent.
Og fáir vita að við blótuðum við
bandaríska sveitatónlist á laun.
Vinkonur, samstarfskonur,
baráttusystur, femínistar og sein-
þroska græningjar. Við áttum
sálufélag upp á gott og vont en
vorum samt eins langt frá því að
vera já-systur eins og hægt er að
hugsa sér. Það var oft tekist á og
margt látið flakka. En það var svo
gaman, Anna Kristín. Svartur
húmor og hlátrasköll komu okkur
oftar en ekki yfir torfærurnar.
Ég læt aðra um að lýsa kven-
kostum þínum. Þeir voru augljósir
öllum sem kynntust þér. Afburða-
manneskja í hverju því sem þú
tókst þér fyrir hendur. Og dugn-
aðurinn; maður minn. Ekkert gat
stöðvað þig. Ekki heldur þetta síð-
asta kvöld.
Veturinn hafði verið þungur
fyrir þig og þína nánustu. Miklu
þyngri en flesta grunaði. Það vill
gleymast að geðræn vandamál og
fíkn geta verið banvæn blanda.
Geðsjúkdómar draga fleiri Íslend-
inga til dauða en samfélagið kærir
sig um að horfast í augu við.
Ósjaldan fólk í blóma lífsins. Fá-
mennisbölvunin gerir það líka að
verkum að í heilbrigðiskerfi sem
komið er á ystu nöf er ekki hægt
að sérsníða lausnir fyrir einstak-
lingana sem veikjast. Margir
reyndu sitt besta en allt kom fyrir
ekki.
Þegar við töluðum síðast saman
var lífið sjálft í húfi; heilsan, fjöl-
skyldan, samskiptin og sársauk-
inn sem felst í því að horfast í augu
við þetta allt saman. Þegar ég
horfi til baka þá sé ég að það sam-
tal hafði staðið með hléum í meira
en aldarfjórðung, enda ræturnar
djúpar.
En hvernig sem allt velkist þá
muntu lifa með okkur, elsku vin-
kona. Í hjörtum þeirra sem elsk-
uðu þig. Í hjörtum barnanna
þinna. Og þannig muntu halda
áfram að auðga líf okkar. Vittu til,
Anna Kristín, á endanum sigrar
lífið, kærleikurinn og sumarið.
Þórunn Sveinbjarnardóttir.
„Flest er hægt að segja í ljóði
en margt er ekki hægt að segja
öðruvísi en í ljóði. Margt er þess
eðlis að ljóðið eitt getur tjáð það“.
Þannig komst Snorri Hjartarson
skáld að orði og þannig líður mér
við að setjast niður og skrifa orð til
minnar kæru vinkonu Önnu Krist-
ínar.
Snorri orti um mannsbarn á
myrkri heiði.
Dimm og köld er þokan
ég veit ekki hvar ég er
veit ekki hvert ég fer
en þó held ég áfram.
Ég veit ekki hvort syrtir
veit ekki hvort birtir
en þó held ég áfram
Dimm og köld er þokan
og þó held ég áfram.
Anna Kristín vinkona mín hvarf
inn í myrkrið og gat ekki haldið
áfram. Við því er ekkert að segja
nema minnast góðra stunda.
Klárari, skemmtilegri, hlýrri og
húmorískari konu var vart hægt
að finna. Hún Anna Kristín gat
einfaldlega allt nema kannski að
lifa. Við kynntumst í Háskólanum
og höfum haldið hópinn síðan þá,
sex ólíkar vinkonur sem höfum
deilt gleði-, sorgar- og hamingju-
stundum á undanförnum tæplega
25 árum. Ég horfi á ljósmyndina
sem við létum taka af okkur þegar
Anna Kristín
Ólafsdóttir