Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 6. Á G Ú S T 2 0 1 3  197. tölublað  101. árgangur  YFIR HÁLENDIÐ Á ENDURO- HJÓLUM STEMNING, HLAUP OG TÓNLEIKAR STÆRSTI VINNUSTAÐUR VESTURLANDS MENNINGARNÓTT, 2, 28 NORÐURÁL 12-13LILJA OG HILDE 10 ÁRA STOFNAÐ 1913 Morgunblaðið/Ásdís  Hulda Lind Stefánsdóttir, eigandi leikskólans 101, segir margar sög- ur vera á kreiki varðandi leikskól- ann í kjölfar þess að honum var lok- að í síðustu viku. „Það er margt svo ljótt sem er verið að bæta við þetta leiðinlega mál og ég skil ekki tilganginn. Það er ekki til kústaskápur í leikskól- anum og það eru ekki til myrkra- kompur,“ segir Hulda. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu rannsakar nú meint harðræði starfsmanna leikskólans í kjölfar þess að tveir sumarstarfsmenn settu sig í samband við Barnavernd Reykjavíkur í síðustu viku. Hulda ákvað að loka leikskólanum til að gefa rannsóknaraðilum vinnufrið. Í dag fer fram fundur á vegum Barnaverndar og Reykjavíkur- borgar vegna málsins. »4 Hvorki kústaskápur né myrkrakompa í leikskólanum 101 Uppboðsmál » Mikil fjölgun hefur verið í uppboðsmálum á þessu ári. » 65% þeirra sem eru á van- skilaskrá eru með árangurs- laust fjárnám á bakinu. » Endurspeglar alvarlega stöðu skuldara. Viðar Guðjónsson Árni Grétar Finnsson Um 65% þeirra sem eru á van- skilaskrá eru með árangurslaust fjárnám á bakinu og 16% þeirra sem eru í alvarlegum vanskilum tengjast félögum í gegnum stjórn- arsetu eða eru framkvæmdastjórar fyrirtækja. Þetta er meðal þess sem fram kemur í gögnum frá Credit- info. „Þetta segir okkur að van- skilin séu mjög alvarleg. Það hve margir eru með árangurslaust fjár- nám á bakinu segir okkur einnig að vandamálin eru í mörgum tilfellum óyfirstíganleg,“ segir Hákon Stef- ánsson, framkvæmdastjóri Credit- info. Hann segir umhugsunarvert hvort stórum hluta sé ekki betur borgið með því að lýsa sig gjald- þrota. Sérstaklega í ljósi þess að gjaldþrotalögum var breytt og fyrn- ingartími krafna styttur. „Þegar þú ert með árangurslaust fjárnám á þér, þá er hægt að halda kröfunum lifandi út í hið óendanlega,“ segir Hákon. Hann segir að tölur um hátt hlutfall fólks á vanskilaskrá sem situr í stjórnum eða stýrir fyrirtækjum beri því vitni hve hart er í ári. „Þegar fjárhagsstaða versnar hjá fyrirtækjum hefur það áhrif á stjórnendur og eigendur, sérstaklega minni fyrirtækja,“ segir Hákon. Alvarleg staða skuldara  65% fólks á vanskilaskrá með árangurslaust fjárnám á bakinu  Uppboðsmál- um fjölgað mikið  16% á vanskilaskrá sitja í stjórn eða stýra fyrirtækjum MFjöldi uppboðsmála »16 Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Grásleppuhrogn Mikil verðlækkun hefur verið á mörkuðum í ár. Viðar Guðjónsson Ágústi Ingi Jónsson Útflutningsverðmæti saltaðra grá- sleppuhrogna og grásleppukavíars á fyrri helmingi ársins er aðeins 44% af því sem það var á sama tíma í fyrra. Verðmætið í ár var samanlagt 518 milljónir króna, 2/3 hlutar af því voru söltuð hrogn. Guðmundur R. Guð- mundsson grásleppusjómaður segir að verðlækkunin komi sér mjög illa fyrir einyrkja á grásleppuveiðum. „Meirihlutinn af tekjum sjómanna yfir árið fer vegna þessa,“ segir Guð- mundur. Hann segir að sumir sjó- menn sitji uppi með hrognin frá því í vor. „Allt útlit er fyrir að svipað ástand verði á næsta ári. Offramboð- ið er það mikið,“ segir Guðmundur. Hann telur að hyggilegt hefði verið að sleppa veiðum þetta árið til þess að leyfa markaðnum „að jafna sig“. Samdrátturinn kemur bæði fram í magni og lægra verði. Mest er verð- lækkunin í söltuðum hrognum eða 43% og útflutt magn af kavíar minnk- ar um 40% á milli ára. Algengt fob- verð fyrir tunnu af grásleppu- hrognum nú var 90 þúsund krónur á móti 184 þús. í fyrra. „Ástæður þessara miklu sveiflna í verði og magni má rekja til of mikils framboðs. Markaðurinn er við- kvæmur og hefur ekki vaxið í takt við aukna heildarveiði. Ljósið í myrkrinu fyrir grásleppukarla er að markaður fyrir grásleppuna er góður og hefur verð á þeim markaði hækkað á milli ára,“ segir á vef Landssamtaka smá- bátasjómanna en verð á grásleppu hefur hækkað um nálægt 30%. Er það vegna aukinnar eftirspurnar í Kína. Heildarútflutningsverðmæti salt- aðra grásleppuhrogna og kavíars á síðasta ári var 2,3 milljarðar króna. Grásleppukavíar er einkum fluttur á markað í Frakklandi. Helstu út- flutningsþjóðir auk Íslands eru Grænland, Noregur og Nýfundna- land. Tekur meirihlutann af tekjum sjómanna  Útflutningsverðmæti grásleppu- hrogna lækkað um meira en helming „Nú er gott veður framundan og það á ekki að vera neitt sem hefur áhrif á siglingar Herjólfs næstu daga. Fólk er auðvitað beðið um að fylgj- ast vel með tilkynningum,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, en Herjólfur siglir hér inn í Landeyjahöfn. Ólafur segir sum- arið í ár hafa verið mjög gott, reyndar hafi að- eins dregið úr farþegum miðað við árið í fyrra. Það skýrist m.a. af því að veðrið í ár hafi verið með lakara móti og ekki hægt að sigla í nokkra daga. „Að öðru leyti gekk sumarið vel fyrir sig og mikil ánægja var meðal farþega.“ Siglt í örugga höfn samkvæmt áætlun Morgunblaðið/Árni Sæberg Sumarið í ár hefur verið gott fyrir siglingar Herjólfs í Landeyjahöfn  Í ljósi niður- stöðu lesskim- unarkannana lögðu sjálfstæð- ismenn og fulltrúar VG fram tillögu á fundi skóla- og frístundaráðs sem samþykkt var einróma. Til- lagan kveður á um að niðurstöður lesskimunarkönnunar verði kynnt- ar fyrir nemendum og foreldrum og að foreldrar fái upplýsingar um frammistöðu barna sinna. Þá sé mikilvægt að foreldrar fái einnig upplýsingar um frammistöðu þess skóla sem barn þeirra gengur í. Í grein í blaðinu í dag eftir Kjartan Magnússon er meirihlutinn í borg- inni gagnrýndur fyrir skort á póli- tískri forystu í menntamálum. »17 Foreldrar fái upp- lýsingar um skóla Kjartan Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.