Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 13
Í Hvalfirði eru tveir þéttbýlis­ kjarnar Hvalfjarðarsveit nær frá Hvalfjarðarbotni í austri, Skorradal í norðri, Borgarfjarðarbrú í vestri og Akranesi í suðri. Sveitarfélagið varð til 1. júní 2006 með sameiningu fjögurra hreppa sem oft voru kallaðir hrepparnir sunnan Skarðsheiðar; Hvalfjarðar- strandarhrepps, Skilmannahrepps, Leirár- og Melahrepps og Innri-Akraneshrepps. Íbúar eru u.þ.b. 630. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikil eru mannvirkin á Grundartanga Norðurál er dótturfyrirtæki bandaríska fyrirtækisins Century Aluminium. leiðslu um allt að 50.000 tonn á ári. Til þess þarf m.a. að stækka aðveitu- stöð og endurnýja tæki í skaut- smiðju. Kostnaður við þetta verkefni verður yfir 10 milljarðar króna. Mikil umhverfisvöktun Framleiðsla Norðuráls hefur aukist mikið frá upphafi þegar hún var um 60.000 tonn og var í fyrra 284.000 tonn. Álverið hefur starfs- leyfi fyrir framleiðslu á allt að 300.000 tonnum, leyfið gildir til árs- ins 2020 og er gefið út af Umhverf- isstofnun, sem er jafnframt eftirlits- aðili með starfsemi fyrirtækisins. Til þess að fá starfsleyfi þarf að standast ítarlegt umhverfismat. Umfangsmikil vöktun óháðra aðila er á hugsanlegum áhrifum starfsem- innar á umhverfið, t.d. á sjó, gróður, mosa, loftgæði, ár, vötn og grasbíta. „Þessar rannsóknir sýna að við stöndum okkur vel í umhverfis- málum. Til að svo sé verður rekst- urinn að vera góður og í jafnvægi,“ segir Sólveig Bergmann, upplýs- ingafulltrúi Norðuráls. „Að sjálf- sögðu stöndumst við þær kröfur sem gerðar eru í starfsleyfi. Kröfur sem líklega eru þær ströngustu í heimi.“ Morgunblaðið/Eggert Heppinn með starfsfólk Gunnar Guðlaugsson framkvæmdastjóri álversins. Í stundarhléi frá stjórnmálunum var Haraldur í útiverkum þegar Morgunblaðið var á ferðinni á Vesturlandi. Bóndinn var í vatnsgallanum að spúla skítadreifarann sem stóð fyrir utan fjósið. Og kýrnar voru úti á túni. „Þetta er fínt; bæði að taka til hend- inni og svo vakna oft góðar hugmyndir þegar maður er í svona ati. Margt fer um hugann,“ segir Haraldur sem býr á föðurleifð sinni. Raunar hefur ætt Har- aldar setið í meira en öld á jörðinni og fyrir vikið segir Haraldur að tengsl sín við staðinn séu sterk. „Starf bóndans var samt sem áður ekki sjálfgefið og aðrir möguleikar fyrir hendi,“ segir Haraldur sem ungur hóf afskipti af félagsmálum. Í sveitunum sé slíkt í raun skylda; svo sem að syngja í kirkju- kórnum eða sitja í hreppsnefnd. „Þannig höfum við byggt sveitirnar. Mannlífið og samfélagið byggist á þátttöku.“ Röksemdirnar ná í gegn Haraldur segir málefni dreifbýlisins í víðasta skilningi koma til með að verða áberandi í sinni póli- tík. Reynslan sýni að skýr málflutningur með sterk- um röksemdum nái í gegn að lokum. Almennt líti fólk svo á í dag, að sinni hyggju, að landbúnaðurinn skipti máli. Og þetta segir Haraldur bóndi sem með eiginkonu sinni, Lilju Guðrúnu Eyþórsdóttur, er með 38 kýr í fjósi en á almennan mælikvarða telst slíkt vera með- alstórt fjölskyldubú, eins og sagt er. „Á tímabili var nánast erfitt að halda fram mik- ilvægi landbúnaðar, þegar við töldum okkur svo rík að við hefðum ekki efni á því að framleiða okkar eig- in mat. Landbúnaður sparar og skapar milljarða króna gjaldeyri,“ segir Haraldur sem skynjar vel- vilja gagnvart um landbúnaðinum. Vísar þar m.a. til víðtækrar samstöðu við afgreiðslu Alþingis á bú- vörusamningum á undanförnum árum. Íslenskar bú- vörur hafi hækkað mun minna en innfluttar. Nú sé hins vegar mikilvægt að hækka skilaverð til bænda, til samræmis við að aðföng til búrekstrar eru dýrari nú en var. Grunngerðin sé sterk Efling og stuðningur við byggðir út um land snýst ekki alltaf um milljarða og stjórnvaldsaðgerðir, seg- ir Haraldur. Afkoman skipti máli en ekki síður að grunngerð samfélagsins sé sterk. Ungt fólk horfi til dæmis á skólamál. Áhorfsmál sé hvort boðlegt sé að senda barn marga tugi km á dag í skólabíl. Stuðning við litla sveitaskóla hljóti því að verða að skoða. Sömuleiðis séu góðar vegasamgöngur og örugg fjar- skipti mikilvæg mál. Þar megi fjarskiptafyrirtækin stilla betur saman strengi sína svo fólk úti í hinum dreifðu byggðum komist í betra samband. sbs@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2013 –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 2. september. Barnavagnar Kerrur Bækur Leikföng Ungbarnasund Fatnaður FatnaðurBarnaljósmyndir Öryggi barna Gleraugu Uppeldi Námskeið SÉRBLAÐ Börn og uppeldi Víða verður komið við í uppeldi barna, í tómstundum, þroska og öllu því sem viðkemur börnum. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað tileinkað börnum og uppeldi föstudaginn 6. september Sveitaball, stríðsminjar, sveita- markaður og golfmót eru meðal dagskrárliða á Hvalfjarðardeg- inum næstkomandi laugardag, 31. ágúst. „Reyndar hefst dag- skráin á föstudagskvöldið, þá verður sveitaball með Sálinni á Hlöðum,“ segir Björn Páll Fálki Valsson, bóndi á Þórisstöðum og einn skipuleggjenda Hvalfjarð- ardagsins. Að sögn Björns verður hátíðin haldin á fimm stöðum í Hvalfjarð- arsveit: á Bjarteyjarsandi, á Hótel Glym, Ferstikluskála, Þór- isstöðum og Hernámssetrinu á Hlöðum. „Klukkan níu á laugardags- morguninn hefst golfmót á Þór- isstöðum, ungmennafélagið verð- ur með göngu á Akrafjall klukkan tíu og Hernámssetrið verður opið allan daginn,“ segir Björn. Af öðrum dagskrárliðum má nefna uppboð á Hótel Glym, bingó á Þórisstöðum, kvöldvöku á Bjarteyjarsandi og tónlistarveislu í boði ungs fólks á Vesturlandi. Þá verður boðið upp á grillaðar pylsur við Ferstikluskála. Dagskrána má sjá á vefsíðu Hvalfjarðarsveitar. Hvalfjarðardagurinn er á laugardaginn Morgunblaðið/ÞÖK Hvalfjörður Þar verður margt um að vera á Hvalfjarðardeginum. Hvalfirðingar gera sér glaðan dag „Þetta er stór, fjölbreyttur og skemmtilegur vinnustaður,“ segir Birna Björnsdóttir verkfræð- ingur og vaktstjóri í kerskála Norðuráls á Grund- artanga. Hún segir það líklega einstakt hversu fjölbreytilegur starfsmannahópurinn sé, bæði hvað varðar menntun, reynslu og aldur. „Við vinnum um 350 til 400 tonn af áli á hverri vakt og það eru tvær vaktir á sólarhring,“ segir Birna . „Það eru fjórir vakthópar í kerskálanum, þeir vinna 12 tíma í senn og 50 manns eru á hverri vakt.“ 400 tonn á vakt STARFSMANNAHÓPURINN ER FJÖLBREYTILEGUR  Leiðin liggur í Borgarfjarð- arsveitir á morgun. Á morgun Skannaðu kóðann til að lesa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.