Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 238. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Segist vera að deyja úr ... 2. Vann 30 milljónir í lottói 3. Flutti verksmiðjurnar í ... 4. Hljóp maraþon í jakkafötum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Vetrardagskrá Kvikmyndasafnsins hefst í byrjun september og byggist svo til eingöngu á kvikmyndum frá Sovétríkjunum og Rússlandi. Opn- unarmyndin er fyrsti hluti stórmynd- arinnar „Bræðurnir Karamazov“ frá árinu 1969 sem var gerð í þremur hlutum. Rússneskur vetur í Bæjarbíóí í Hafnarfirði  Aukatónleikar heiðurstónleika Freddie Mercury verða 5. október í Hofi á Akureyri því uppselt var á fyrstu tónleikana sem auglýstir voru. 35 þúsund manns hafa mætt á téða tónleika og hefur verið uppselt á tólf þeirra. Eyþór Ingi, Friðrik Ómar, Matti Matt, Magni og Hulda Björk Garð- arsdóttir þenja raddböndin ásamt hljómsveit og röddum og flytja alla helstu smelli Mercury, forsöngvara bresku rokkhljómsveitarinnar Queen. Uppselt á 12 heiðurs- tónleika Mercury  „Flott að komast á þennan lista,“ segir Hrönn Marinósdóttir hjá RIFF. Í tímaritinu Variety er kvikmyndahá- tíðin RIFF á lista yfir minni kvikmyndahátíðir sem vekja samt athygli. Þar kemur m.a. fram að þær sækja styrk- leika sinn ekki síst til sérstöðunnar sem þær hafa náð að skapa sér, þrátt fyrir smæð sína. RIFF á lista yfir at- hyglisverðar hátíðir Á þriðjudag Vestan 5-13 m/s og víða væta framan af degi, síst þó austanlands. Suðlægari síðdegis, yfirleitt þurrt og bjart á köflum. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast austantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-13 m/s og skúrir, en hægari og bjart með köflum norðaustan- og austanlands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Austurlandi. VEÐUR Breiðablik varð um helgina bikarmeistari kvenna í knattspyrnu í tíunda sinn. Þetta var fyrsti stóri titill liðsins frá árinu 2005 og gæti markað upphaf nýrra góðæristíma hjá Blikum sem lönduðu hverjum titl- inum á fætur öðrum á tí- unda áratug síðustu aldar. Rakel Hönnudóttir skoraði sigurmarkið í 2:1-sigri gegn sínu uppeldisfélagi, með stórutá. »2 Bikartöfrar reynd- ust í tám Rakelar KR-ingar eru komnir í góða stöðu á toppi Pepsi-deildar karla í knatt- spyrnu eftir 3:1 sigur á FH í stórleik 17. umferð í Frostaskjólinu í gær- kvöldi. Hinn 18 ára gamli sonur Rún- ars Kristinssonar þjálfara, Rúnar Alex, átti stórleik í marki KR og varði til að mynda vítaspyrnu frá Davíð Þór Viðars- syni í stöðunni 0:0. »1 og 4 KR-ingar í kjörstöðu eftir sigur í stórleiknum „Ég hafði lítið hugsað út í þetta fyrr en mér var bent á þetta í viðtölum eftir leikinn. Ég var voða lítið að velta því fyrir mér hver myndi skora fyrsta markið á tímabilinu,“ sagði Aron Ein- ar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, meðal annars þegar Morgunblaðið ræddi við hann eftir að hann skoraði fyrsta mark Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. »7 Hugsaði lítið út í hver yrði fyrstur að skora ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Auðvitað var þetta mikið áfall en það var ekkert annað í boði en að taka slaginn,“ segir Aðalsteinn Ís- fjörð, harmonikkuleikari og múr- arameistari, sem gefið hefur út hljómplötuna Síðasti séns. Aðal- steinn greindist með byrjandi Alz- heimer-sjúkdóm fyrir tveimur ár- um, þá 64 ára gamall. Hann var þá í fullu starfi hjá Vörumiðlun á Sauð- árkróki við móttöku einnota um- búða en vinnur núna hálfan daginn. Aðalsteinn hefur verið viðloðandi tónlistina frá unga aldri, fyrst í poppinu á Húsavík þar sem leikið var á hljómborð, saxófón og klarin- ett, m.a. í hljómsveitinni Húsavík- ur-Haukum, en harmonikkan hefur verið hans hljóðfæri á seinni árum. Þetta er þriðja geislaplata Aðal- steins með harmonikku- og söng- lögum en hún hefur verið í vinnslu í eitt ár. Einnig hefur hann leikið inn á plötur með Karlakórnum Hreim og fleirum. Á plötunni eru 16 lög, öll leikin af Aðalsteini og félögum, og þar af eru fjögur sönglög. Rataði ekki í heimabyggð „Þetta verður minn síðasti disk- ur, ég legg þetta ekki á fleiri aftur. Einhver hafði á orði, þegar hann heyrði að ég væri að vinna að plötu, að þetta væri minn síðasti séns. Þá var nafnið á plötunni komið,“ segir hann. Það var fyrir hvatn- ingu eiginkonunnar, Unnar Sigfúsdóttur, að Aðalsteinn fór til læknis fyrir tveimur árum. „Ég var farinn að gleyma hlut- um meira en góðu hófi gegndi, mundi fátt stund- inni lengur og meira að segja hættur að rata um mína heimabyggð. Þá var þetta orðið slæmt,“ segir hann og slær á létta strengi. Aðalsteinn er fæddur og uppalinn á Húsavík og bjó þar og starfaði í múrverki allt til ársins 2005 að þau hjón fluttust til Sauðár- króks. Þangað var kominn sonur þeirra, Sigurpáll, sem á og rekur veitingastaði á Sauðárkróki ásamt eiginkonu sinni, Kristínu. Aðspurður segist Aðalsteinn til allrar hamingju ekki hafa gleymt hvar takkarnir á harmonikunni eru og fer létt með að spila á hana á dansleikjum. „Ég er hættur að spila tónleikaprógramm, hef ekki úthald í það, en spila ennþá á dansleikjum og líður að mörgu leyti ágætlega í dag þrátt fyrir allt. Þarf bara að passa mig á að stressast ekki upp við að einbeita mér of mikið. Ef ég verð stressaður þá fer allt á hvolf,“ segir hann og lýsir einstakri þolin- mæði upptökustjórans á plötunni, Rögnvaldar S. Valbergssonar. Þakkar aðstoðina „Án hans hefði þessi plata aldrei komið út. Um leið og hann fann að ég kæmist ekki í gegnum eitthvert lag lét hann gott heita í bili og sendi mig heim að hvílast. Ég er afskap- lega þakklátur honum og öllum öðr- um sem aðstoðuðu við vinnslu plöt- unnar,“ segir Aðalsteinn sem selur og dreifir plötunni sjálfur. Hún er komin í verslanir á Sauðárkróki og Húsavík og stendur til að dreifa henni á Akureyri og víðar. Eins og kemur fram hér til hliðar syngja barnabörnin í einu lagi plöt- unnar og einnig góðvinur hans, Steingrímur Hallgrímsson. „Við Steingrímur stofnuðum hljómsveit í Gagnfræðaskóla Húsavíkur, sem við kölluðum GH-kvartett, og seinna fórum við í hljómsveit sem nefndi sig Hauka. Þá urðu þeir vit- lausir í Reykjavík sem voru með þetta sama nafn, það lá við dóms- máli en sýslumaður lét okkur sætt- ast með því að nota nafnið Húsavík- ur-Haukar. Sú sveit starfaði í mörg ár við góðan orðstír,“ segir Aðal- steinn þegar hann rifjar upp gamla og góða tíma í tónlistinni. „Nikkan átti nú ekki upp á pallborðið hjá unga fólkinu en ég er að spila fyrir aðeins eldra fólk í dag.“ Síðasti séns að gefa út plötu  Með byrjandi Alzheimer og dreif sig í hljóðver Ljósmynd/Bjarni Gunnarsson Harmonikkuleikari Aðalsteinn Ísfjörð með nikkuna undir fossinum Dynj- anda. Eins og eftirnafnið ber með sér á Aðalsteinn rætur að rekja vestur. Fjölskyldubragur er yfir nýrri hljómplötu Aðalsteins. Sonur hans, Sigurpáll, leikur undir á Hammond-orgel í flestum lag- anna og fimm barnabörn syngja raddir í laginu Sjösalsavals, eða Vorkvöld í Reykjavík, þau Brynja Dögg, Unnur Rún og Ein- ar Ísfjörð Sigurpálsbörn, Tanja Mjöll Magnúsdóttir og Thelma Ósk Bjarnadóttir. Æskufélagi Aðalsteins og hljómsveitar- félagi frá árum áður, Steingrímur Hallgrímsson, syngur lagið Angelíu ásamt dóttur sinni, Bylgju. Aðrir söngvarar á plöt- unni eru Jóhann Már Jóhannsson, Baldur Baldvinsson og Guðni Bragason. Rögnvaldur S. Valbergsson, tónlistarkenn- ari og organisti á Sauðárkróki, stjórnaði upptökum og lék á ýmis hljóð- færi. Fleiri hljóðleikarar spila með Aðalsteini, sem á þrjú frumsamin lög af 16 á hljómplötunni. Trymbill í öllum lögunum er Jóhann Friðriksson. FJÖLMARGIR LÖGÐU AÐALSTEINI LIÐ VIÐ ÚTGÁFUNA Barnabörnin syngja undir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.