Morgunblaðið - 03.09.2013, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Það viðraði vel til heyskapar á Aust-
urlandi í sumar en heyfengur er lítill
á sumum bæjum vegna kals og
þurrka.
Guðfinna Harpa Árnadóttir, ráðu-
nautur hjá Ráðgjafamiðstöð Land-
búnaðarins á Egilsstöðum, segir að á
ákveðnum svæðum hafi verið þurrt
og spretta þar af leiðandi ekki sér-
staklega mikil. Þá hafi verið mikið kal
mjög víða í vor. „Á þeim svæðum sem
var bæði kal og þurrkar eru bændur
ekki að ná miklum heyfeng og reikna
með að þurfa að fækka skepnum eitt-
hvað til að mæta því,“ segir Guðfinna.
„Annars staðar tala menn um að
þetta sleppi ef veturinn byrjar ekki í
september og verður búinn fyrir 17.
júní. Undanfarin ár hefur gjafatíminn
verið langur og þá hefur maí ann-
aðhvort verið svo þurr eða kaldur að
ekkert hefur sprottið.“
Heybirgðir í fjórðungnum eru því
af skornum skammti. „Í vor var hver
einasta rúlla búin. Það voru þurrkar
sumarið á undan og kal þar á undan
svo bændur voru búnir að gefa allt
upp,“ segir Guðfinna.
Telst ekki með betri árum
Seinni sláttur er langt kominn víða
á Austurlandi en enginn byrjaður að
slá korn. „Það var lítið sett niður af
korni en það sem var sett niður lítur
vel út, enda verið sólríkt. Ég gæti trú-
að að menn fari í kornþreskingu
næstu daga.“
Guðfinna segir að þetta teljist ekki
með betri árum ef meðaltalið af svæð-
inu sé tekið en sumstaðar hafi sum-
arið verið mjög gott, til dæmis inni í
Fljótsdal þar sem rigndi meira. „Þar
eru bændur ágætlega heyjaðir og
geta kannski miðlað áfram annað. Ef
bændur eru með hey til sölu eða vant-
ar hey hvet ég þá til að hafa samband
við Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar-
ins,“ segir Guðfinna.
Beðið eftir þurrki
Heyskapur gekk þokkalega sunn-
anlands í sumar og er hvergi nærri
lokið því víða er háarsláttur eftir.
Sveinn Sigurmundsson, fram-
kvæmdastjóri Búnaðarsambands
Suðurlands, segir marga langt komna
með seinni slátt en bíði eftir þurrki til
að ljúka honum. Þá séu aðrir ekki
byrjaðir.
„Nú hefur ekki viðrað til heyskap-
ar nema mjög stutt í einu. Menn eru
að bíða eftir smá þurrkatíð til að ná
hánni,“ segir Sveinn. Heyfengur er í
meðallagi að sögn Sveins, almennt
hafi hann þó á tilfinningunni að hann
sé ívið minni en fyrri ár. Lítið hafi
verið á túnunum hjá þeim sem slógu
allra fyrst en þar sem landið er sendið
og aurar hafi komið ágætis uppskera
í ár.
Sveinn veit ekki til þess að byrjað
sé að slá korn á Suðurlandi enda ekki
verið mikil sprettutíð fyrir kornið,
sólina vanti. „Ef það myndi gera góða
sólardaga núna myndi bæta mikið í
kornið.“
Akrarnir líta ágætlega út
Eiríkur Loftsson ráðunautur á
Sauðárkróki segir að almennt séð
hafi verið góð sprettutíð á Norður-
landi og heyskapur gengið alveg með
ágætum. „Það var víða kal og tún gis-
in út af kali og það þurfti að end-
urrækta talsvert á ákveðnum svæð-
um en túnin voru samt að skila
ágætu,“ segir Eiríkur. Víða á eftir að
slá grænfóður í Skagafirðinum og
seinni sláttur hefur dregist. „Sumir
eru búnir en margir eru að bíða eftir
þurrki til að klára há og grænfóður.“
Margir bændur voru búnir með
heyforðann í vor eða gengnir lang-
leiðina á hann. Eiríkur segir heyfeng
líkast til góðan en þorir ekki að segja
til um hvort hann muni duga út vet-
urinn.
Kornið er líka seint á ferðinni í
Skagafirði. „Það er mjög algengt að
kornsláttur sé byrjaður um þetta
leyti en það má gera ráð fyrir að hann
hefjist upp úr miðjum mánuði núna.
Akrarnir líta ágætlega út og ef það
kemur sól og það næst þroski getur
uppskeran orðið alveg ágæt.“
Heyfengur þykir í meðallagi
Lítill heyfengur á Austurlandi vegna kals og þurrka og bændur reikna með að þurfa að fækka
skepnum fyrir veturinn Beðið eftir þurrki á Suðurlandi fyrir seinni slátt Korn seint á ferðinni
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Uppskera Heyskapur hefur gengið þokkalega á landinu í sumar en vætutíð á Suðurlandi og þurrkar og kal á
Austurlandi hafa sett strik í reikninginn. Menn eru sammála um að heyfengur sé í meðallagi á landinu.
Kristján Gestsson, kartöflubóndi í Forsæti IV í Flóa-
hreppi, segir kartöfluuppskeruna frekar seint á ferðinni
í ár og það vanti svolítið upp á sprettu ennþá. „Grösin
standa enn fanngræn og fín og eru að spretta en það er
spurning hvað þau fá að standa lengi. Það gæti komið
næturfrost.“
Fyrstu kartöflurnar frá Forsæti komu í verslanir í lok
júlí, um þremur vikum seinna en vanalega. „Við byrj-
uðum á því sem var plast yfir og það var gott en það
sem er ræktað á venjulegan hátt er lakara. Ef þær fá að
standa næsta hálfan mánuðinn og við fáum sólardaga
þá gæti nú gerst heilmikið. Í fyrra var búið að slá grösin
og kartöflurnar fullsprottnar í ágúst,“ segir Kristján.
Kartöflugrösin standa enn
KARTÖFLUUPPSKERAN UM MÁNUÐI SEINNA Á FERÐINNI
Kartöflur Seinna
á ferðinni í ár.
Lirfa fiðrildsins brandyglu eyðilagði
fimm hektara gulrótaakur hjá
bændunum á Fljótshólum í Flóa-
hreppi á Suðurlandi í sumar.
Sturla Þormóðsson bóndi segir að
þetta hafi ekki gerst áður hjá þeim.
Þau rækta gulrætur á um tuttugu
hekturum og það tók brandyglulirf-
una aðeins um fimm daga að eyði-
leggja fimm hektara.
„Þetta gerist í miðjum júní þegar
gulræturnar eru pínulitlar, þegar
hin eiginlegu blöð eru aðeins komin
upp. Í flestum tilfellum klippa lirf-
urnar blöðin af og þá hætta gulræt-
urnar að vaxa,“ segir Sturla. „Það
sem var komið lengst á leið var étið
fyrst og seinkar þetta gulrótaupp-
skerunni hjá okkur um tvær til þrjár
vikur. Veðráttan spilar líka inn í.“
Sturla segir þau ekki farin að taka
upp gulrætur en ef allt hefði verið
eðlilegt væru þau farin að kíkja und-
ir grösin núna.
„Þetta hefur verið mjög slæmt
sprettuár, en það þyrfti ekki marga
góða daga núna til að heilmikið gerð-
ist,“ segir Sturla. Hann býst við því
að grænmetisuppskera verði víða lé-
leg í ár og grænmetið smátt.
Ástæðan fyrir árás lirfunnar er
ekki kunn en talið er að veðráttan
spili inn í. „Síðasta sumar var sér-
staklega þurrt, þá verpir brandygl-
an frekar í sandgarða eins og hjá
okkur. Núna var kalt vor og þá
seinkar því að lirfan klekist úr eggj-
um og hún klekst út á lengra tíma-
bili. Þá rekst hún á tímabilið þar sem
okkar plöntur eru að vaxa en væri í
venjulegu árferði fyrr á ferðinni.“
Lirfa eyði-
lagði fimm
hektara
Uppskera Fjölskyldan á Fljóts-
hólum í gulrótagarðinum í fyrra.
Nýliðinn ágústmánuður í Reykjavík
var sá kaldasti í 20 ár, samkvæmt yf-
irliti Veðurstofunnar. Meðalhiti í
höfuðborginni mældist 10,1 stig í
ágúst, sem er 0,2 stigum neðan með-
altals áranna 1961 til 1990 en 1,6 stig-
um undir meðaltali síðustu tíu ára.
Fara þarf aftur til ágústmánaðar
1993 til að finna lægri meðalhita.
Í yfirliti Veðurstofunnar segir
m.a. að tíð hafi verið lengst af óhag-
stæð um landið sunnan- og vestan-
vert í ágústmánuði, með þrálátri úr-
komu og þungbúnu veðri. Úrkoman í
Reykjavík mældist 86,3 mm og er
það tæplega 40% umfram meðal-
úrkomu og það mesta í ágúst síðan
2007, eða í sex ár. Mun hagstæðara
tíðarfar ríkti um landið norðan- og
austanvert.
Sólskinsstundir í Reykjavík
mældust 135,3 og er það 19 stundum
undir meðallagi áranna 1961 til 1990
en aftur á móti 54 stundum undir
meðallagi síðustu 10 ágústmánaða.
Svo fáar sólskinsstundir hafa ekki
mælst í Reykjavík í ágúst síðan árið
2000, eða í 13 ár, en þá voru þær tals-
vert færri en nú.
Meðalhitinn á Akureyri var 10,6
stig og er 0,6 stigum ofan meðaltals-
ins 1961 til 1990 en 0,5 undir með-
altali síðustu 10 ára. Einnig var sól-
arlítið á Akureyri. Þar mældust
sólskinsstundirnar 99,9 eða 36
stundum undir meðallagi áranna
1961 til 1990. Enn færri stundir
mældust á Akureyri í ágúst 2009.
Hlýjast autanlands
Langhlýjast að tiltölu var um
landið austanvert. Hiti var 1,5 stig-
um ofan meðaltals áranna 1961 til
1990 á Dalatanga og 1,4 yfir því á
Teigarhorni. Á báðum stöðunum var
hiti nú 0,4 stigum ofan við meðaltal
ágústmánaða síðustu tíu ára.
Í Stykkishólmi var úrkoman
óvenjumikil eða 111,4 mm. Þetta er
meira en tvöföld meðalúrkoma og sú
mesta í ágúst síðan 1976. Mest mun-
aði um úrkomuna sem mæld var hinn
30., 55,2 mm. Þetta er mesta sólar-
hringsúrkoma sem mælst hefur í
ágúst í Stykkishólmi frá upphafi úr-
komumælinga þar 1856.
Úrkoman á Akureyri mældist 18,8
mm og er það ríflega helmingur með-
alúrkomu. Á Höfn í Hornafirði
mældist úrkoman 84,8 mm.
Ágúst blautur og kaldur
Þrálát úrkoma og þungbúið í ágúst, segir Veðurstofan
Mesta úrkoma í Reykjavík í sex ár og minnsta sól í 13 ár
Veðrið Ágúst var blautur og kaldur.
Morgunblaðið/Ómar
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Wisa innbyggðir
WC kassar
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Vestmannaeyjum
10 ár á Íslandi
– veldu gæði
XS kassi
23.990
Argos Hnappur
hvítur
3.190
Excellent kassi
Front & Top
83cm
25.990
Ýmsar gerðir
fáanlegar af
hnöppum.