Morgunblaðið - 03.09.2013, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013
„Tíminn í sjúkraflugi og í sjúkrabíl flokkast sem óvirk-
ur tími til hjálpar sjúklingnum. Því er mikilvægt að
stytta þann tíma eins mikið og mögulegt er til að þeir
komist sem fyrst undir læknishendur,“ segir Stefán
Þórarinsson, læknir og framkvæmdastjóri lækninga á
Heilbrigðisstofnun Austurlands. Hann segir að síðustu
mínúturnar í sjúkraflugi vegi mun meira en þær fyrstu
þar sem áhættan vex með margfeldishætti því lengur
sem dregst að koma við varanlegri hjálp.
Þá segir hann að öryggi sjúklinga yrði stefnt í mikla
hættu ef sjúkraflugið þyrfti að fara í gegnum Keflavík-
urflugvöll í stað Reykjavíkurflugvallar eins og það er
nú.
Sjúkraflugi er skipt upp í fjóra flokka, F-1 til F-4 út
frá forgangi. Viðbragðstími F-1 er hámark 35 mínútur,
þá er um að ræða lífsógn/bráðatilvik sjúklings. Í F-2 er
einnig hámarksviðbragðstími 35 mínútur, þá er um að
ræða mögulega lífsógn sjúklings en ekki eins alvarlegt
og F-1.
Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Ís-
lands voru farnar 264 sjúkraflugsferðir árið 2012 sem
stofnunin greiddi fyrir. Þar af voru 119 flokkaðar F-1
eða 45% og 80 flokkaðar F-2 eða 30%. Svipað hlutfall
var á árunum 2009-2011.
Alls voru sjúkraflugsferðir á síðasta ári 452 talsins
þegar talið er með annað flug, sem Sjúkratryggingar
greiða ekki fyrir. Hlutfallið í flokki F-1 og F-2 er sam-
tals rúmlega 54%.
Yfirleitt er læknir með í för í flugi sem flokkað er F-1
og F-2. Í skýrslu sem Ríkisendurskoðun sendi frá sér
um sjúkraflug í gær segir m.a.: „Mikilvægt er að hafa í
huga að þótt mínútur geti skipt sköpum í sjúkraflutn-
ingum hefur aðbúnaður sjúklinga og aðstaða lækna,
sjúkraflutningamanna og aðstandenda veruleg áhrif.
Mýflug sinnir sjúkraflugi á norðursvæði, þ.m.t. á Vest-
fjörðum, og í Vestmannaeyjum nær eingöngu með sér-
útbúinni sjúkraflugvél, menntuðum sjúkraflutninga-
mönnum og læknum frá Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Þetta stuðlar að auknu öryggi sjúklinga, heilbrigðis-
starfsfólks og aðstandenda meðan á flutningi stendur
sem og landsmanna allra.
Í umsögn sinni í júní 2013 um drög að þessari skýrslu
tók velferðarráðuneyti fram að það teldi ekki að lengri
heildartími ógnaði öryggi sjúklinga þar sem sjúkrahús
með skurðstofuvakt væri stutt frá flugvelli sem gæti
sinnt sjúklingi fram að flugi.“
Tæplega helmingur sjúkra-
flugs er forgangsflug
Mínútur skipta sköpum og einnig aðbúnaður sjúklinga
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Öryggi Mínútur geti skipt sköpum í sjúkraflutningum.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Bæjarráð Norðurþings samþykkti
nýverið að fara í viðræður við félagið
Sjóböð ehf. um að útvega lóð undir
fyrirhugaðan rekstur sjóbaðsstaðar
á Húsavíkurhöfða, eða Höfðanum
eins og heimamenn tala gjarnan um.
Stærð baðsvæðis er áætluð nærri
1.000 fermetrar en stærð húsnæðis
um 500 fermetrar. Félagið er einnig
með áform um að byggja 70 til 100
herbergja heilsuhótel í tengslum við
sjóböðin og þá í tveimur áföngum.
Sjóböð ehf. er í eigu Orkuveitu
Húsavíkur, Norðursiglingar, fjár-
festingafélagsins Tækifæris á Akur-
eyri og fleiri aðila. Stjórnarformaður
Norðursiglingar, Pétur J. Eiríksson,
sendi erindið inn til bæjarráð fyrir
hönd félagsins.
„Verkefnið hefur verið í þróun í
nokkur ár og núna liggur fyrir frum-
hönnun sem og rekstraráætlanir og
rannsóknir á vatninu,“ segir Pétur
en sjóböðin eiga að rísa í grennd við
borholur orkuveitunnar þar sem upp
kemur heitur sjór.
Ekki langt frá Bakka
Sjóböðin yrðu það skammt frá
Húsavík að til stendur að leggja
einnig göngustíg inn í bæinn.
Nokkru norðar frá Höfðanum er
iðnaðarlóðin á Bakka, þar sem álver
og kísilver hafa verið fyrirhuguð.
Pétur segir sjóbaðsstaðinn vera í
hvarfi frá Bakka. Staðsetningin mið-
ast við nálægð við borholurnar og
einstakt útsýnið yfir Skjálfandaflóa,
segir Pétur, auk þess sem stutt er í
heita uppsprettu í fjörunni.
„Þarna skapast einstakar aðstæð-
ur til að sjá miðnætursólina og norð-
urljósin,“ segir Pétur en áform Sjó-
baða ehf. miðast við þá þróun í
ferðaþjónustu sem orðið hefur á
seinni árum á Húsavík. „Húsavík er
orðin ferðamannastaður sem fólk vill
dvelja á,“ segir hann og vísar þar til
hvalaskoðunarferða, hvalasafnsins
og uppbyggingar almennt í ferða-
þjónustu á svæðinu.
Nýtt hótel hafi verið opnað sl. vor,
áform séu um að stækka Hótel
Húsavík og fleiri aðilar vilja reisa
þarna hótel. „Öll þessi þróun styrkir
mjög stað eins og Húsavík. Við
reiknum með því seinna meir að
reisa hótel við sjóböðin,“ segir hann.
Lækningamáttur
Í kynningarbæklingi um verkefnið
kemur m.a. fram að í seinni áföngum
þurfi að gera ráð fyrir stækkun sjó-
baðanna; hugsanlegri meðferð
tengdri heita sjónum og stækkun á
hóteli í allt að 70-100 herbergi.
Einnig segir að möguleikar til
lengri þjónustutíma á ársgrundvelli
gætu skapast með samstarfi við
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á
Húsavík. Heit sjóböð eru hvergi ann-
ars staðar hér á landi en þau eru m.a.
talin hafa mikinn lækningamátt, sér í
lagi fyrir fólk með húðsjúkdóma.
Sjóböð og hótel á Húsavík
Viðræður fyrirhugaðar milli Norðurþings og Sjóbaða ehf. um lóð á Höfða
Sjóböð sem gætu tekið á móti 200 manns í einu Heilsuhótel í síðari áföngum
Teikning/Basalt arkitektar
Sjóböð Tölvugerð mynd af fyrirhuguðum sjóbaðstað á Húsavíkurhöfða, sem gæti tekið á móti um 200 manns.
Sjóböð við Húsavík
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Sjóböð
Borhola
Iðnaðarlóð
við Bakka
Húsavík
Fyrirhuguð staðsetning sjóbaða við Húsavík
N
„Ég tel að Steingrímur J. Sigfússon
viðurkenni í samtali við Morgun-
blaðið að greining mín á makríldeil-
unni var rétt. ESB reynir að deila og
drottna og við megum ekki gangast
undir það. Við verðum að standa með
Færeyingum,“
segir Jón Bjarna-
son, fv. sjávar-
útvegsráðherra,
og vísar til viðtals
við Steingrím J. í
Morgunblaðinu í
gær, þar sem sá
síðarnefndi segir
að síðasta ríkis-
stjórn hafi komið
þeim sjónar-
miðum á framfæri að ekki væri
heppilegt að Færeyingar lönduðu
makrílafla hér. Menn hafi enda metið
stöðuna sem svo að ágætt væri ef
ekki reyndi á að Íslendingar þyrftu
að taka afstöðu til þess hvort Fær-
eyingum yrði leyft að landa makríl
eða síld á Íslandi.
„Þá voru menn að huga að hinni
taktísku stöðu. Að verja sig fyrir
ásökunum frá Norðmönnum og ESB
um að þessar þjóðir stunduðu ein-
hvers konar stjórnlausar veiðar,“
sagði Steingrímur m.a. í viðtalinu.
Vildi nánara samstarf
Jón segir Steingrím aðeins lýsa
sinni eigin ráðherratíð og afstöðu til
samskipta við Færeyinga og ESB í
makríldeilunni. Jón hafi sem ráð-
herra heimilað löndun færeyskra
skipa í íslenskri höfn. „Ég tók upp
sem ráðherra mun nánara samband
við Færeyinga í samskiptum við
ESB. Eftir að mér var vikið úr stjórn
var henni hins vegar mikið í mun að
ná samkomulagi milli Íslands og ESB
um makrílinn og gefa þar eftir vegna
þess að ESB-viðræðurnar voru í raun
strand meðan makríldeilan stóð yfir,“
segir Jón sem tekur undir orð fær-
eyska sjávarútvegsráðherrans um
tengsl málsins við ESB-umsókn Ís-
lendinga. baldura@mbl.is
ESB vó
þyngra en
Færeyjar
Makríldeilan tafði
ESB-umsóknina
Jón Bjarnason
Í tilefni af úgáfu bókarinnar
Í spor Jóns lærða verður
haldin málstofa í bókasal
Þjóðmenningarhússins,
fimmtudaginn
5. september kl. 16:00.
Nokkrir af höfundum bókarinnar flytja stutt erindi
um viðfangsefnið og flutt verða tónlistaratriði.
Jón lærði Guðmundsson var einn sérstæðasti Íslendingur
á siðskiptaöld: listamaður, skáld, náttúrufræðingur og
þjóðfræðingur, ofsóttur og útlægur gerður vegna afstöðu
sinnar gegn Spánverjavígunum.
Öllu þessu eru gerð skil í bókinni, sem Jónas Kristjánsson
telur „merkasta rit ársins“ (jonas.is, 12. ág.).
Allir eru velkomnir.
MÁLSTOFA UM
JÓN LÆRÐA
„Hér er komið
hið veglegasta verk
og afar fróðlegt“
(Mbl. 4. ág.)