Morgunblaðið - 03.09.2013, Síða 10

Morgunblaðið - 03.09.2013, Síða 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist & hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013 Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is É g er sjálf unglinga- mamma og er alin upp í ferðaþjónustu og var ekki til í að senda unglingana mína hvert sem er út í hinn stóra heim. Það er svo margt þarna úti sem mömmur eru ekki mjög spenntar fyrir. Sumarbúðirnar bjó ég til með það í huga að bjóða börnum upp á spennandi tækifæri í öruggu umhverfi. Til dæmis gista þau hjá fjölskyldum sem vinkona mín á Spáni velur. Þá er ég með krakkana í þorpi sem hefur allt sem unglingar vilja og er laust við það sem foreldrar vilja ekki og þau fá tækifæri í alþjóðaupplifun,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík um tilurð þess að hún hóf rekstur á sumarbúðum fyrir ungmenni í Extremadura-héraði á Spáni. Í þessum sumarbúðum fléttar Mar- grét saman spænskunámi og leið- togaþjálfun fyrir íslenska unglinga og er þetta orðið svo vinsælt að nærri uppselt er á námskeið hjá henni sumarið 2014. Haustbúðir fyrir fullorðna Nú hefur Mundo útvíkkað starfsemi sína og er í dag ferða- skrifstofa sem veitir einnig alþjóð- lega ráðgjöf. Mundo býður upp á nokkrar nýjungar í vetur og ber fyrst að nefna haustbúðir fyrir full- orðna. „Þar flétta ég saman spænskukennslu, gönguferðum um sveitina, heilnæmum mat úr héraði og jóga. Þetta er námskeið sem er Í göngu á Spáni á breytingaskeiði Margrét Jónsdóttir Njarðvík rekur ferðaskrifstofuna Mundo sem hefur undan- farin ár verið með sumarbúðir á Spáni. Mundo mun í vetur bjóða upp á nýjungar í ferðum til Spánar þar sem saman fara menntun, skemmtun, menning og þjálf- un. Þetta eru haustbúðir fyrir fullorðna, vetrarbúðir fyrir vel þroskaða, öðruvísi stúdentaferðir og gönguferð um Pílagrímsstíginn fyrir konur eldri en 45 ára. Morgunblaðið/Rósa Braga Ævintýrakona Margrét Jónsdóttir er með ýmislegt á prjónunum. Kirkjuklukkur Fornar byggingar eru eitt af því sem heimsótt er. Ekki er allt sem sýnist og á það vel við innan heilsugeirans. Á vefsíðunni Quackwatch.com eru ýmsar upplýs- ingar um vafasöm heilsufræði og sannindi sem eru á gráu svæði. Sá sem heldur úti síðunni er Stephen Barrett, geðlæknir á eftirlaunum, og ver hann tíma sínum í að hrekja eitt og annað sem hann telur vera sett fram til að selja fólki töfralausnir. Hann dregur í efa mátt ýmissa lyfja sem eiga að hægja á öldrun eða koma í veg fyrir myndun appelsínuhúðar. Megrunarkúrar eru teknir til skoð- unar og farið ofan í hvað gerist í lík- amanum, t.d þegar allri neyslu kol- vetna er haldið í lágmarki eða sleppt. Vefsíðan www.quackwatch.com Morgunblaðið/Ómar Hjólað M.a. er fjallað um hvernig best er að vernda hnén þegar við hjólum. Blásið á bábiljur um heilsuna Reykjanesmaraþon verður haldið á morgun miðvikudag. Það er árlegur viðburður sem fram fer í tengslum við Ljósanótt í Reykjanesbæ, sem er ein stærsta fjölskylduskemmtun lands- ins. Hlaupið er um götur Reykjanes- bæjar og er þetta tilvalið fyrir alla fjölskylduna, því hægt er að finna vegalendir við allra hæfi. Keppt er í eftirtöldum vegalengdum: 3 km, 7 km og 10 km. Forskráning fer fram á Hlaup.is og lýkur kl 23 í kvöld þriðjudag. Skrán- ingu á keppnisstað lýkur kl 18.15. Ræsing í allar vegalengdir kl 19. Rásmark og endamark verða við Lífsstíl Líkamsrækt (Hótel Keflavík) Vatnsnesvegi 12, Reykjanesbæ. Hlaupið er aldursflokkaskipt og eru verðlaun fyrir besta árangur í öllum flokkum í 7 km og 10 km. Einnig eru verðlaun fyrir besta árangur í 3 km. Glæsileg útdráttarverðlaun þar sem dregið er úr nöfnum allra þátt- takenda. Nú er lag að hlaupa saman. Endilega... Hlaup Fyrir alla fjölskylduna. takið þátt í Reykjanesmaraþoni Íþróttaskóli fjölskyldunnar er nýjung í íþróttaskólaflóru landsins en þar er lögð áhersla á að fjölskyldu- meðlimir, bæði börn og fullorðnir, komi saman til að stunda skemmti- lega og fjölbreytta hreyfingu. Skráning er hafin á fyrsta fjöl- skyldunámskeiðið sem hefst laugar- daginn 28. september og verður í átta vikur. Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 6-12 ára og for- eldrum eða forráðamönnum þeirra. Skipt verður í yngri og eldri hóp og fylgja foreldrar sínum börnum. Íþróttaskólinn verður haldinn í Íþróttahúsi Réttarholtsskóla á laugardögum frá klukkan 12-13. Áhersla verður lögð á að börn og fullorðnir taki jafnan þátt í tímunum og að allir þátttakendur fái notið sín. Á námskeiðinu verður farið í hópefli, leiki, þrautabrautir og þrautir sem henta öllum aldurs- hópum. Umsjón með íþróttaskólanum hafa íþróttakennararnir Bjarney Gunnarsdóttir og Maríanna Þórðar- dóttir en þær hafa mikla reynslu af fjölbreyttu íþrótta- og tómstunda- starfi með börnum, unglingum og fullorðnum. Knattspyrnufélagið Víkingur og Forvarnarsjóður Reykjavíkur styrkja verkefnið. Nánari upplýsingar er hægt að finna á Facebook undir heitinu Íþróttaskóli fjölskyldunnar. Nýjung í íþróttaskólaflóru landsins Börn og foreldrar hreyfa sig saman í Íþróttaskóla Fjölskyldufjör Áhersla er lögð á börnin í íþróttaskólanum en lagt er upp með að fullorðnir taki jafnan þátt og að allir þátttakendur fái notið sín sem best. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Stofnað Fæst eingöngu í Nýtt á Íslandi Fyrirbyggjandi lúsasjampó Gotitas de Oro - Anti-Lice Shampoo Fyrirbyggjandi lúsasjampó fyrir börn. Virk samsetning innihaldsefna ver hárið og hársvörðinn og kemur í veg fyrir lúsasmit án þess að valda óþægindum né ertingu. Afar milt en öflugt sjampó. Fyrir venjulegan hárþvott. Inniheldur ekki eitur- né skordýraefni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.