Morgunblaðið - 03.09.2013, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Ríki heims líta til Norðurlandanna
eftir innblæstri og bera virðingu
fyrir því hvernig norrænar þjóðir
hafa tekist á við efnahagskreppur á
ólíkum tímum með því að leggja
áherslu á stöðugleika og öryggi en
jafnframt umbætur og skilvirkni.
Þetta segir Dagfinn Høybråten,
sem tók við starfi framkvæmda-
stjóra Norrænu ráðherranefnd-
arinnar í mars sl.
Høybråten hefur mikla reynslu af
stjórnmálum og opinberri stjórn-
sýslu, var m.a. þingmaður og ráð-
herra fyrir Kristilega þjóðarflokkinn
í Noregi til fjölda ára og fram-
kvæmdastjóri norsku trygginga-
stofnunarinnar. Hann hefur ætíð
verið mikill áhugamaður um nor-
ræna samvinnu en spurður um mik-
ilvægi hennar í ljósi samvinnu
ríkjanna á alþjóðavettvangi segir
hann þörfina fyrir svæðisbundið
samstarf hafa farið vaxandi.
„Ef þú hefðir spurt mig að þessu
snemma á níunda áratugnum, þeg-
ar Svíþjóð og Finnland gengu í
Evrópusambandið og Danmörk var
þar fyrir auðvitað, hefði ég verið ef-
ins um hvað yrði um norræna sam-
vinnu gegnum þær breytingar. Það
sem við höfum hins vegar séð á síð-
ustu tíu árum er að norrænt sam-
starf spilar stærra hlutverk en áð-
ur, þrátt fyrir ólík tengsl ríkjanna
við Evrópusambandið og NATO,“
segir hann.
Samræming reglugerða
Høybråten segir að samfara
stækkun Evrópusambandsins og
auknum fjölbreytileika, sem og
breyttum áherslum í öryggis- og ut-
anríkismálum, hafi áhugi Norður-
landanna á samvinnu við nágranna
sína aukist. Þrátt fyrir að þjóðirnar
fimm; Ísland, Noregur, Danmörk,
Svíþjóð og Finnland, séu allar í
minni kantinum sé samtakamáttur
þeirra mikill.
„Ég sé mikla möguleika í sam-
hæfðri stefnumótun, til dæmis er
varðar alþjóðlegar samninga-
viðræður um loftslagsmál. Þar hafa
Norðurlöndin samið á sameigin-
legum grundvelli og samhæft af-
stöðu sína og þannig haft áhrif en
ekki bara verið þátttakendur. Í
öðru lagi eru öll þessi ríki, ekki
bara Ísland, hlutfallslega lítil en
saman mynda þau tíunda stærsta
hagkerfi í heimi, sem þýðir að við
getum gert meira, betur og á skil-
virkari hátt en við getum hvert í
sínu lagi.
Í þriðja lagi eru ákveðnir hlutir
sem hefðu aldrei gerst nema í sam-
vinnu. Ég get t.d. nefnt þær að-
gerðir sem ráðist var í til að varð-
veita líffræðilegan fjölbreytileika
norðurslóða með byggingu sameig-
inlegs fræbanka á Svalbarða, sem
er fordæmi fyrir allan heiminn og
nokkuð sem ég held að löndin hefðu
ekki ráðist í hvert fyrir sig.“
Íslendingar taka við forsætinu í
ráðherranefndinni á næsta ári en
Høybråten segir að meðal þess sem
nefndin hafi lagt áherslu á undan-
farið sé „grænn vöxtur“, þ.e. at-
vinnusköpun í sjálfbærum greinum,
og heilbrigðis- og velferðarmál, þar
sem einnig þurfi að miða að sjálf-
bærni. Þá segir hann samræmingu
ýmissa regluverka ofarlega á for-
gangslistanum, s.s. þegar kemur að
flutningi fólks og vöru og þjónustu
þvert á landamæri.
„Ef reglur og viðmið eru ólík og
það liggur engin góð ástæða því til
grundvallar ætti að breyta þeim,
því annars skapar það vandamál
fyrir bæði almenna borgara og fyr-
irtækin,“ segir hann. Markvisst sé
unnið að því að fjarlægja það sem
hann kallar „landamærahindranir“
til að auðvelda alla flutninga innan
Norðurlandanna.
Samtakamátturinn mikill
Ríki heims líta til Norðurlandanna eftir innblæstri, segir framkvæmdastjóri
Norrænu ráðherranefndarinnar Norræn samvinna sífellt mikilvægari
Morgunblaðið/Rósa Braga
Framkvæmdastjóri Høybråten tók við starfi framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar af Halldóri Ás-
grímssyni en Íslendingar taka við forsætinu af Svíum á næsta ári og er undirbúningur í fullum gangi.
Til að mæta niðurskurði í fjárframlögum var sú ákvörðun tekin innan ráð-
herranefndarinnar fyrr á árinu að hætta stuðningi við Norrænu blaða-
mannamiðstöðina í Árósum. Blaðamannafélag Íslands var meðal þeirra
sem gagnrýndu ákvörðunina og hefur hvatt íslensk stjórnvöld til að
leggja sitt af mörkum til að halda rekstri miðstöðvarinnar gangandi.
Høybråten segir að sér sé kunnugt um að ákvörðunin hafi verið hita-
mál en endanleg niðurstaða í málinu muni liggja fyrir í lok október.
Umdeild ákvörðun
NIÐURSKURÐUR
Umsóknarfrestur um embætti
framkvæmdastjóra Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna rann út 26.
ágúst sl. Mennta- og menningar-
málaráðuneytinu bárust 29 um-
sóknir um stöðuna, þar af 18 frá
konum og 11 frá körlum.
Umsækjendur eru: Anna Sig-
urðardóttir, Brynja Þorbjörns-
dóttir, Elín Sigrún Jónsdóttir,
Gerður Ríkharðsdóttir, Herdís
Gunnarsdóttir, Hildur Friðleifs-
dóttir, Hrafnhildur Ásta Þorvalds-
dóttir, Inga Ósk Jónsdóttir, Ingi-
björg Guðmundsdóttir, Jóhann
Kristjánsson, Karítas Skarphéð-
insdóttir, Kjartan Örn Kjart-
ansson, Kristín Egilsdóttir, Krist-
ján Eiríksson, Ólafur Örn
Ingólfsson, Margrét Hermanns
Auðardóttir, Páll Haraldsson, Páll
Ólafsson, Petrína Ásgeirsdóttir,
Ragnar Þorgeirsson, Rakel Lind
Hauksdóttir, Regína Fanný Guð-
mundsdóttir, Rut Reykjalín Parr-
ish, Sigríður Hrund Guðmunds-
dóttir, Sigrún Kjartansdóttir,
Sigurður Nordal, Stefán Að-
alsteinsson, Steinar Almarsson og
Þorvaldur Ingi Jónsson.
Fram kemur í tilkynningu frá
ráðuneytinu að miðað sé við að
mennta- og menningarmálaráð-
herra skipi í stöðuna til fimm ára,
frá 1. október nk., að fenginni um-
sögn stjórnar Lánasjóðs íslenskra
námsmanna.
LÍN Lánasjóður íslenskra náms-
manna er til húsa við Borgartún.
29 vilja
stýra
lánasjóði
Umsóknir bárust
frá 18 konum
og 11 körlum
Heimild hefur verið gefin til að fjölga
um einn starfsmann á næturvöktum
á meðferðarstöðinni Stuðlum, í kjöl-
far rannsóknar á meintum kyn-
ferðisbrotum meðal barna sem þar
voru vistuð.
Barnaverndarstofa, sem rekur
Stuðla, óskaði eftir því við velferðar-
ráðuneytið að úttekt yrði gerð á
starfsemi meðferðarstöðvarinnar í
ljósi málsins sem kom upp fyrir
rúmri viku og er nú til rannsóknar
hjá lögreglu vegna gruns um kyn-
ferðisbrot.
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu, segist ekki vita
hvenær úttektinni ljúki en telur að
hún muni ganga fljótt fyrir sig. Í
millitíðinni sinnir Barnaverndar-
stofa innra eftirliti.
„Það eru athuganir í gangi á okkar
vegum sem lúta að öryggi barnanna
og eftirliti með þeim inni á deild-
inni,“ segir Bragi. Aðspurður hvort
verklagi hafi að einhverju leyti verið
breytt síðan málið kom upp segir
hann að m.a. hafi verið ákveðið að
bæta einum starfsmanni við á nætur-
vakt.
„Við höfum gert ýmislegt sem
miðar að því að auka eftirlit og bæta,
með því meðal annars að fá betri úr-
lausn í tæknibúnaði með hreyfi-
skynjurum og öryggismyndavélum,“
segir Bragi. Þessar aðgerðir verði
svo endurskoðaðar þegar niðurstaða
ráðuneytisins liggi fyrir.
Það er einsdæmi í sögu Stuðla að
mál af þessu tagi komi upp. Enn er
óljóst hvað nákvæmlega átti sér stað
í samskiptum unglinganna. Piltarnir
þrír sem málið varðar eru ekki leng-
ur á Stuðlum. una@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Meðferðarstöð Unnið er að úttekt
á starfseminni á Stuðlum.
Heimilt að bæta við
starfsmanni á Stuðlum
Unnið að úttekt á starfseminni
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C
Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16
Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri
Full búð af nýjum vörum
á frábærum verðum