Morgunblaðið - 03.09.2013, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013
„Þetta er áhugaverð rannsókn. Í
fyrsta lagi gefur hún mikla mögu-
leika á rannsóknum í framhaldinu og
vonandi á hún eftir að gagnast sjúk-
lingum líka,“ segir Jórunn Erla Ey-
fjörð, prófessor á rannsóknastofu í
krabbameinsfræðum við læknadeild
Háskóla Íslands, um niðurstöðu
rannsóknar á krabbameini sem hún
tók þátt í.
Jórunn er eini Íslendingurinn í al-
þjóðlegum hópi vísindamanna sem
vann fyrstu ítarlegu greininguna á
stökkbreytingum sem valda æxlis-
myndun í 30 algengustu tegundum
krabbameins í mönnum.
Niðurstöðurnar eru birtar í nýj-
asta hefti vísindatímaritsins Natur.
Rannsókninni er lýst sem tímamót-
um í krabbameinsrannsóknum.
Stökkbreytingar tengjast við-
brögðum við veirusýkingum
Í sumum tilfellum má rekja stökk-
breytingarnar til þekktra skaðvalda
eins og efna í tóbaksreyk eða út-
fjólublárrar (UV) geislunar. Reyk-
ingatengt stökkbreytingamynstur
sést t.d. skýrt í krabbameini í munni
og lungum og mynstur tengt út-
fjólublárri geislun í húðkrabbameini.
Í flestum öðrum tilfellum er minna
vitað um orsakir, en þessi rannsókn
er mikilvægt innlegg í að finna skýr-
ingar á þeim, að sögn Jórunnar.
„Áhugaverðast í rannsókninni er
að sjá nýjar tengingar stökkbreyt-
inga við galla í viðgerð erfðaefnis og
einnig er merkilegt hvað stökk-
breytingar í genum sem tengjast
viðbrögðum við veirusýkingum, svo-
kölluðum APOBEC-genum, koma
víða við sögu,“ segir Jórunn.
Rannsóknin byggist á alþjóðlega
samstarfsverkefninu „The human
cancer genome project“ sem miðar
að því að skilgreina allar tegundir
krabbameins í mönnum, hvers vegna
það myndast, hvað valdi því og
hvernig megi þróa sértækar aðferðir
til að meðhöndla eða koma í veg fyrir
ýmsar tegundir krabbameins. Verk-
efnið er unnið undir forystu Sanger-
stofnunarinnar í Bretlandi og að því
kemur fjöldi vísindamanna víðs veg-
ar að úr heiminum. thorunn@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Rannsókn „Áhugaverðast í rannsókninni er að sjá nýjar tengingar stökk-
breytinga við galla í viðgerð erfðaefnis,“ segir Jórunn Erla Eyfjörð.
Tók þátt í tíma-
mótarannsókn á
krabbameini
Fyrsta ítarlega greiningin á stökk-
breytingum sem valda æxlismyndun
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Jóhann Haukur Hafstein og Björg-
vin Björgvinsson, fyrrverandi lands-
liðsmenn í skíðaíþróttum, hafa stofn-
að fyrirtækið Viking Heliskiing og
stefna að því að
bjóða upp á
þyrluskíðaferðir
frá Siglufirði.
Byrjað verður í
mars. Á Trölla-
skaga er fyrir
fyrirtækið Berg-
menn sem hefur
boðið upp á
þyrluskíðaferðir í
nokkur ár og hef-
ur gert samninga
um einkaleyfi á tilteknum fjöllum,
m.a. samning til tólf ára við
Dalvíkurbyggð og Grýtubakka-
hrepp, en þeir Jóhann og Björgvin
segja nægt svigrúm fyrir tvö fyrir-
tæki á svæðinu.
Í liðinni viku fór Jóhann á fund
bæjarráðs Fjallabyggðar og óskaði
eftir samningi um afnotarétt á jörð-
um og landsvæði í eigu sveitar-
félagsins á tímabilinu 1. mars til 20.
júní ár hvert, að því er segir í fund-
argerð bæjarráðs.
Jóhann segir að þeir hafi talið rétt
að óska eftir samningi um afnotarétt
enda von á þyrluumferð í grennd við
bæinn og eðlilegt að fyrirtækið láti
vita af áhuga sínum á því að starfa
þar. Hann vill að svo stöddu ekki
segja til um hvort félagið sækist eft-
ir einkarétti í Fjallabyggð eða hvort
samningur um afnotarétt sé nauð-
synlegur til að fyrirtækið geti starf-
að á svæðinu. Þá vill hann ekkert
ræða um hvaða áhrif samningar
Bergmanna við Dalvík og Grýtu-
bakkahepp muni hafa á starfsemi
Viking Heliskiing.
Bergmenn gerðu í fyrravetur
samning til tólf ára við Dalvík og
Grenivík og leituðu eftir sambæri-
legum samningi við Fjallabyggð.
Fjallabyggð treysti sér hins vegar
ekki til að semja til svo langs tíma.
Unnið að samningum
Þeir Jóhann og Björgvin hafa
sjálfir stundað fjallaskíðamennsku
af miklum móð frá því þeir hættu
keppni og stundað þyrluskíða-
mennsku víða erlendis.
Þeir eiga nú í samningaviðræðum
um gistingu fyrir viðskiptavini fyr-
irtækisins og eru að semja við
Reykjavík Helicopters um þyrlu-
ferðirnar. Þá er verið að ganga frá
samningum við leiðsögumenn. Jó-
hann tekur fram að leiðsögumenn-
irnir séu þaulreyndir fjallaskíða-
menn og þyrluflugmennirnir vanir
að fljúga yfir Tröllaskaga.
Viking Heliskiing mun bæði bjóða
upp á stakar ferðir og dagsferðir
upp á fjöll, sem Jóhann telur að
muni höfða til Íslendinga, og nokk-
urra daga pakkaferðir sem höfði lík-
lega frekar til útlendinga.
Það auki á möguleika þyrluskíða-
mennsku á Íslandi að besta tímabilið
fyrir hana sé á öðrum árstíma en
víðast annars staðar. Hér sé best að
fara í þyrluskíðaferðir frá mars og
fram í júní en víðast erlendis standi
tímabilið frá janúar og fram í mars.
Jóhann bendir á að á Siglufirði og
nágrenni sé mikið um ferðaþjón-
ustufyrirtæki og því sé hægt að
bjóða upp á fjölbreyttar ferðir, sem
sé mikill styrkur. Ekki sé nóg með
að hægt sé að skíða í geysifögru
landslagi og renna sér í kvöldsólinni
frá fjallstoppum niður í fjöru, heldur
sé einnig hægt að fara í hvalaskoðun,
sjóstangveiði, hestaferðir og ým-
islegt fleira. „Þetta er ekki hægt að
gera í Ölpunum,“ segir hann.
Samkeppni í þyrluskíðaferðum
Nýtt fyrirtæki, Viking Heliskiing, ætlar að bjóða upp á þyrluskíðaferðir á Norðurlandi næsta vetur
Telja nægt svigrúm fyrir tvö fyrirtæki Hafa óskað eftir afnotarétti af landi Fjallabyggðar
Jóhann Haukur
Hafstein
Paradís Aðstæður til skíðamennsku á Tröllaskaga eru frábærar.
Við færum þér
nýtt heyrnartæki
ALTAerþróaðastaheyrnartækið fráOticonframtil þessa.
Öflugörflaga íALTAsérumaðþúheyrir ávallt semskýrast,
í hvaðaaðstæðumsemer. ALTAerhannaðtil aðuppfylla
þínarþarfir ogeralgjörlegasjálfvirkt.
MeðALTAheyrirþúbetur.Alltaf.Alls staðar.
Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu
og fáðu Alta til prufu í vikutíma
Sími 568 6880
Upplifðu það besta
- prófaðuALTA
Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880
| www.heyrnartækni.is |