Morgunblaðið - 03.09.2013, Side 22

Morgunblaðið - 03.09.2013, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Veruleg gagn-rýni og al-menn hefur beinst að Ríkis- útvarpinu að und- anförnu. Á því er þó sú undantekning að talsmenn Samfylkingarinnar eru næstum jafn eindregnir talsmenn frétta- stofu „RÚV“ og Evrópusam- bandsins og er þá mikið sagt. Þeir sjá því, af einhverjum ástæðum, enga hnökra á skiln- ingi þessarar ríkisstofnunar á þeim lögum sem um hana gilda. Á það hefur verið bent, að þeg- ar tekið er til varna fyrir tilveru „RÚV“ eru gjarnan notuð sömu rök og gert var fyrir áratugum, þegar almenn fátækt og vanþró- að atvinnulíf leiddi til þess að enginn nema ríkið var talinn fær um að ráðast í eða reka verkefni sem einhvers þurfti til. Þeir tímar eru liðnir, sem betur fer. Enn er gjarnan fullyrt að Rík- isútvarpið gegni sérstöku „ör- yggishlutverki.“ Löngu er þó orðið ljóst að þessi stofnun gegn- ir ekki því hlutverki af þeirri ástæðu að enginn annar geti við slíkt hlutverk ráðið. Sú forsenda hvílir því ekki lengur á góðum grunni. Og í annan stað er líka ljóst að stofnunin sjálf tekur hið meinta hlutverk sitt ekki mjög hátíðlega, eins og Arnar Sigurðs- son nefndi þekkt dæmi um í grein í gær: „Því er oft haldið fram að útvarp og sjónvarp hafi þýðing- armiklu öryggishlutverki að gegna ef náttúruhamfarir verða varðandi miðlun upplýsinga til almennings. Nýlegt dæmi þessu til stuðnings er frá árinu 2000 þegar Suðurlandsskjálfti reið yf- ir. Þá útvarpaði Bylgjan upplýs- ingum frá Almannavörnum á meðan RÚV hélt úti beinni íþróttalýsingu fyrir þá sem þurftu ekki á öryggisupplýs- ingum að halda.“ Enn nýlegra dæmi mætti nefna. Það er um eldgosið á Fimmvörðuhálsi, síðar í Eyjafjallajökli. Frá þeim miklu atburðum hafði verið sagt í tæpan klukkutíma á Mbl.is áður en hin mikilvæga „öryggis- stofnun“ rankaði við sér! Hefur „RÚV“ gert innanhússrannsókn á þessum ósköpum og beðið þjóð- ina afsökunar á þeim? Í lok eftirtektarverðrar grein- ar sinnar segir Arnar Sigurðs- son: „Talsvert er rætt um vinstri- slagsíðu í fréttaflutningi RÚV sem og í fréttaþættinum Vinstri Speglinum. Þessi slagsíða grefur undan og gerir að engu meinta almannaþjónustu RÚV. Þeir sem eru uppteknir af mikilvægi sk. fréttaflutnings ríkisins ættu reyndar að hafa hugfast að les- efni eins fréttatíma í sjónvarpi kemst fyrir á hálfsíðu í dagblaði. Fréttaþyrstir ættu því að hafa hugfast að lestur er eina leiðin að kjarna málsins. Með tilkomu netsins er tilvistargrundvelli hefðbundinna sjónvarpsstöðva varpað um koll og sama á við um útvarp. Ríkisútvarpið hefur að mörgu leyti staðið sig vel við gerð menningarefnis og þannig hlúð að þjóðararfinum í gegnum tíðina og á það sama við um einkaaðila í greininni. Ríkisútvarpið hefur hins vegar staðið sig afleitlega í ráðstöfun almannafjár og sóun á ekki að líðast. Með tilkomu óend- anlegs magns frá efnisveitum á netinu er núverandi hlutverk RÚV á sviði dreifingar ámóta tímaskekkja og Viðtækjaverslun eða Ferðaskrifstofa ríkisins á sínum tíma.“ Vörn „RÚV“ við vax- andi gagnrýni er þóttafull } Vinstri slagsíðan veikir grundvöllinn Meginhlutverkspyrjenda á fjölmiðli snúa eftir eðli sínu einkum að því að leiða fram frétt, fá fyllri upp- lýsingar um atburð sem þegar hefur verið sagt frá, koma sjónarmiðum þeirra sem helst koma við sögu á framfæri og þar fram eftir götunni. Bestir eru þeir fréttamenn sem ná slík- um þáttum fram án þess að ýta sjálfum sér fram eða glenna sig að öðru leyti úr hófi. Önnur viðtöl eru fréttatengd eða tengjast umræðuefnum sem eru áhugaverð, þótt þau séu ekki endilega efst á baugi það augna- blikið. Fréttamaðurinn David Frost sem er nýlátinn varð fljótt velþekktur á sínu sviði, en heimsfrægur varð hann er hann „skúbbaði“ samtali við Nixon fyrrverandi Bandaríkjaforseta um framgöngu forsetans er hann reyndi að hylma yfir þátt samflokks- manna í innbroti í kosningaskrifstofur Demókrataflokks- ins í Watergate- byggingunni. Frost varð tákngervingur þeirra sjón- varpsspyrjenda sem ná miklum árangri gagnvart sínum viðmæl- endum með því að vera í senn sérlega vel undirbúinn og fylginn sér án þess að slá í nokkru af í eðlilegri kurteisi og háttvísi. Fór hann iðulega betur frá slíkum samtölum en hinir svokölluðu „aðgangshörðu“ fréttamenn sem héldu að frammígrip og einkunnagjöf af hálfu þeirra sjálfra væri stóri galdurinn. Slíkir skila einatt helst því að fá klapp á kollinn frá kollegunum í viðtalslok, en lítið annað situr eftir. Áhorfendur sem leita hanaats annars staðar voru illa sviknir. David Frost var í fremstu röð frétta- skýrenda og spyrj- enda í hálfa öld} Kurteis fréttahaukur Í viðtölum sem birtust hér í Morg- unblaðinu á dögunum lýstu stjórn- endur tveggja framhaldsskóla á Vesturlandi því hvernig starfshættir þar væru að breytast. Nú er fram- vinda náms og skilningur nema á viðfangs- efnum í skólanum gjarnan mældur með leið- sagnarmati, verkefnastarf hefur komið í stað hefðbundinnar bekkjarkennslu, starfsdagar yfir veturinn eru fleiri en var o.s.frv. Dugleg- ir nemendur ná 45 til 50 námseiningum yfir veturinn og geta því, ef vel tekst til, lokið stúdentsprófi á þremur árum. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra boðar að í framtíðinni skuli menntaskólanám aðeins taka þrjú ár og ætlar að fylgja því eft- ir, sem er gott mál. Að ráðamenn hafi skýra stefnu og séu tilbúnir að vinna henni braut- argengi með skýrum rökum er ekki algengt. Nýmælin á Vesturlandi gefa þó ástæðu til þess að spyrja hvort nokkuð þurfi að breyta regluverki um stúdentsprófið. Oft þróast mál af sjálfu sér og í grasrót- inni án þess að ráðamenn komi nærri. Getur hugsast að ráðherrann sé beinlínis of seint á ferð og hyggist beita sér í máli sem þegar hefur fundið eigin farveg? Senni- lega er mikilvægast í skólastarfi að unglingar hafi val og svigrúm; sumir geta náð stúdentsprófi á tveimur ár- um, aðrir á þremur og aðrir þurfa jafnvel meira en fjóra vetur. Við slíku er ekkert að segja; námsgeta fólks er eins misjöfn og það er margt. Umfjöllun um nám á Íslandi er mjög pen- ingadrifin. Sagt er að stytta eigi nám til stúdentsprófs og fá ungt fólk í iðngreinar í ríkari mæli en nú er, enda kalli atvinnulífið eftir slíku. Mikilvægt sé að krakkar fari sem fyrst út á vinnumarkaðinn, þá komin með menntun sem eykur hagvöxt. Það er sann- arlega rétt en samt finnst mér skelfilega leiðinlegur tónn í þessari umræðu, sem ýmis hagsmunasamtök hafa leitt. Á þessum vettvangi hef ég áður sagt að fyrst og síðast eigi að hvetja krakka til að læra það sem hugur þeirra stendur til. Ein- hvers konar þjóðnýting á fólki í þágu fyr- irtækja mun alltaf mislukkast. En gott og vel; nú við skulum bara kokgleypa að best sé að ljúka stúdentsprófinu nítján ára, fara svo í iðnnám eða gera eitthvað sem smellur í tannhjól atvinnulífsins, sem þurfa að komast á snúning. En hagsmunaöfl þurfa þá líka að vera sér sjálf sam- kvæm og útfæra betur fagnaðarboðskap sinn og hvatn- ingu til krakka um að flýta sér að verða fullorðin. Þau ættu þá, komin út á vinnumarkað, að kaupa sér íbúð ekki miklu eldri en tvítug því slíkt örvar byggingariðn- aðinn. Svo er líka alveg þjóðráð að hvetja til barneigna á barnsaldri, að fólk sé komið með þrjá til fjóra krakka fyrir þrítugt er innspýting í hagkerfið með sama hætti og skemmra framhaldsskólanám. Boðskapurinn er því skýr og alveg sáraeinfaldur: Kyndum undir kynsæld- inni. sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Kyndum undir kynsældinni STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sérfræðingar á vegum for-sætisráðuneytisins hafafrá því í sumarbyrjununnið að tillögum sem ætlað er að gera regluverkið um atvinnulífið skilvirkara. Hyggst ríkisstjórnin taka nokkrar þeirra fyrir á haustþingi þannig að þær geti komið til framkvæmda á næsta ári. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið að loknu málþingi Viðskiptaráðs um einföldun regluverksins í gær. Hann telur aðspurður rétt að taka hagrænan ávinning af ein- földun regluverks með í hagvaxt- arspár og vísar til jákvæðrar reynslu erlendra ríkja af slíkum kerfisbreytingum. „Dæmi eru um að einföldun regluverks hafi haft verulega hvetjandi áhrif til hag- vaxtar og til þess er auðvitað leik- urinn gerður. Því þykir mér rétt að taka það með í reikninginn,“ segir Sigmundur Davíð. Að sögn forsætisráðherra munu erlendir sérfræðingar sem fluttu erindi á málþinginu verða ríkisstjórninni innan handar og leggja mat á þær tillögur sem þeg- ar hafa mótast. Er þeim einnig ætlað að benda á hvað megi læra af reynslu annarra ríkja og starfi alþjóða- og sérfræðistofnana á þessu sviði. Tvíþætt nálgun Sigmundur Davíð segir að horft verði til hinnar nýju stefnu- mótunar við lagasetningu. „Í gróf- um dráttum má skipta þessari vinnu í tvennt. Annars vegar ný lög, þ.e. að menn hugi að þessu þegar þeir semja ný lög. Hins veg- ar er það vinna við að yfirfara nú- gildandi lög og reglur, en það er augljóslega verkefni sem mun taka langan tíma. Við munum leggja mikla áherslu á að vinna með at- vinnurekendum til að ná árangri á þessu sviði, enda er hann grund- vallaratriði til þess […] að auka verðmætasköpun, fjölga störfum og auka framleiðni. Það gerist ekki nema lítil og meðalstór fyr- irtæki séu í aðstöðu til að starfa og dafna. Þess vegna er þetta mjög brýnt mál fyrir Íslendinga,“ segir Sigmundur Davíð. Peter Bex, stjórnandi ráðgjaf- arfyrirtækisins SIRA-Consulting í Hollandi, ræddi þann ávinning sem endurskoðun regluverks hefði haft fyrir hollenskt efnahagslíf. Spurður út í hin hagrænu áhrif segir Bex að undir lok tíunda ára- tugarins hafi atvinnulífið í Hol- landi farið að þrýsta á stjórnvöld vegna íþyngjandi regluverks. Í kjölfarið hafi sú stefna verið mótuð að lækka kostnaðinn af regluverkinu um 25% en hann var þá áætlaður 16 milljarðar evra. Samsvarar niðurskurðurinn 3,2 milljörðum evra. Segir Bex hag- fræðinga hafa áætlað að hagvöxtur hafi verið um 1,7% meiri í Hol- landi þegar endurskoðuninni lauk átta árum síðar en ella hefði orðið. Áttundi hluti kostnaðarins Þá tekur Bex dæmi af bak- aríum í Hollandi, Litháen, Írlandi og á Spáni. Það kosti þau sem svarar 12,5% rekstrarkostnaðar að eiga við regluverkið. 2,5% séu bein útgjöld, svo sem vegna kostnaðar við leyfi og þess háttar, og 10% óbeinn kostnaður vegna þeirrar vinnu sem fari í að framfylgja reglugerðum. Til samanburðar sé hagnaður bakaríanna fyrir af- skriftir, fjármagnsliði og skatta um 2% í Hollandi og nær enginn í Litháen. Dæmigerð bakarí á Spáni og á Írlandi séu nú rekin með tapi. Einfaldara regluverk styðji við hagvöxt Morgunblaðið/Kristinn Á málþinginu Sigmundur Davíð og Peter Bex stinga saman nefjum. Meðal fyrirles- ara á mál- þinginu í gær var Michael Gibbons, for- maður nefndar sem falið var að yfirfara allt regluverk í Bretlandi. Fram kom í máli Gibbons að nefndin væri ekki pólitísk og hún hefði verið sett á fót í tíð Gordons Browns sem forsætisráðherra Bretlands. Nefndin starfar samkvæmt kjörorðinu „Ein inn, tvær út“ sem vísar til þess að við innleið- ingu nýrra reglugerða sé minnst ein felld niður, ef ekki tvær, þannig að smátt og smátt verði undið ofan af regluverkinu. Lýsti Gibbons því hvernig frammi- stöðu einstakra ráðuneyta í Bretlandi væri gefin einkunn eft- ir því hvernig miðaði í þessa átt. Hann segir verkefnið ekki ná til reglugerða sem Bretum berist frá Evrópusambandinu. Undið ofan af regluverki REYNSLA BRETA Michael Gibbons

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.