Morgunblaðið - 03.09.2013, Page 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013
✝ Elín SóleyKristinsdóttir
fæddist á bænum
Hjalla (fyrir ofan)
á Dalvík 6. október
1931. Hún andaðist
á Hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli 23.
ágúst 2013.
Hún var yngsta
barn hjónanna
Gunnlaugs Kristins
Gunnlaugssonar,
trésmiðs og bónda á Hjalla við
Dalvík og Jóhönnu Guðrúnar
Jónsdóttur. Systkini Elínar
voru: 1) Friðjón Kristinsson,
maki Friðrika Margrét Guð-
jónsdóttir, bæði látin. Börn
þeirra eru Elsa Björg og Svein-
björn. Dóttir Friðriku og stjúp-
dóttir Friðjóns er Anna Jóna. 2)
Gunnar Reynir, maki Ingibjörg
Arngrímsdóttir. Börn þeirra
eru Gígja og Úlfar. Hálfsystkini
Elínar af fyrra hjónabandi föð-
ur hennar voru: Gunnlaugur
Tryggvi, Þorleifur Kristján og
Rósa Guðný, öll látin.
Elín eignaðist með Ólafi
Magnússyni, sem lést í júlí síð-
astliðnum, einn son, Kristin Jó-
hún var mjög virk í FEB (Félag
eldri borgara) í seinni tíð. Elín
var alla tíð útivinnandi. Hún
var meðal annars ráðskona,
vann við afgreiðslustörf, barna-
gæslu, ræstingar og hjá Póst-
inum, einnig annaðist hún
kaffisölu. Hún hafði ætíð gam-
an af börnum og var mjög stolt
af barnabörnunum sínum. Elín
var mjög söngelsk og söng í
nokkrum kórum, nú síðast í
kirkjukór Háteigskirkju. Hún
hafði gaman af dansi og fór á
marga dansleiki um ævina. Hún
þótti góður penni þó að hún
hafi ekki látið birta nein skrif
sín fyrir utan mjög fallegar
minningargreinar um vini og
ættingja, og eitt erindi í dag-
bók Íslendinga. Hún var oft
hnyttin í tilsvörum en gætti
þess ætíð að særa engan. Hún
talaði aldrei illa um nokkurn
mann, hafði sterka réttlæt-
iskennd og tók upp hanskann
fyrir þá sem henni fannst órétti
beittir. Árið 1995 greindist hún
með krabbamein sem varð
hennar banamein. Hún tók
veikindum sínum af einstöku
æðruleysi og talaði lítið sem
aldrei um þau, en leitaði sér
stuðnings hjá Styrk, samtökum
krabbameinssjúklinga og að-
standenda þeirra.
Útför Elínar fer fram frá Há-
teigskirkju í dag, 3. september
2013, og hefst athöfnin kl. 13.
hann Ólafsson, f.
19. apríl 1969,
kerfisfræðingur,
kvæntur Steinþóru
Þórisdóttur, f. 21.
nóvember 1972, líf-
eindafræðingi, þau
eiga þrjú börn;
Margrét Sóley, f.
23. febrúar 1997,
Benedikt Ólafur, f.
6. apríl 2000, og
Guðbrandur Helgi,
f. 28. júní 2008.
Elín ólst upp á Dalvík og
gekk þar í barnaskóla. Hún
flutti með móður sinni til Ak-
ureyrar og síðar til Reykjavík-
ur. Hún var mjög náin móður
sinni og hélt heimili með henni
allt þar til hún lést 1967. Elín
útskrifaðist frá Húsmæðraskól-
anum á Laugalandi og má
kannski rekja þangað áhuga
hennar á eldamennsku enda
fannst henni gaman að bjóða
vinum og vandamönnum í mat
og kaffi. Hún var mjög fé-
lagslynd þótt feimni hefði háð
henni á yngri árum og starfaði
hún bæði í kvenfélagi Nes- og
Háteigskirkju auk þess sem
Þegar komið er að kveðju-
stund er margs að minnast og þá
kann maður betur að meta þann
tíma sem samvistanna naut.
Mamma var fædd á Dalvík og
hafði ætíð sterkar taugar til
heimabyggðarinnar. Hún missti
föður sinn á barnsaldri og ég
skynjaði að það hefur haft djúp-
stæð áhrif á hana.
Mamma og amma fluttu saman
til Reykjavíkur og það bar svo við
að mamma leigði hjá eldri manni í
Eskihlíð 16a (síðar 22), fyrir-
komulag sem breyttist í ævilang-
an vinskap og þar áskotnaðist
mér nýr afi. Í Eskihlíðinni var
ýmislegt brallað, oftar en ekki
gripið í spil, tafl, púsl eða límd
saman fínustu flugvélalíkön.
Mamma vann ætíð fyrir sér við
ýmis störf og þó að vinnudagur-
inn væri oft langur var alltaf tími
fyrir mig, auk þess sem hún stillti
vinnutímanum upp þannig að hún
gæti verið heima þegar ég kom
heim úr skólanum lítill snáði.
Þegar ég hóf skólagöngu mína
var ekki mikið um að vera á sumr-
in fyrir skólakrakka í fríi, því réði
mamma sig sem ráðskonu úti í
sveit og fékk ég að taka þátt í
sveitastörfunum, njóta náttúru
landsins og eignuðumst við
marga góða vini á þessum árum.
Aldrei mátti hafa neitt fyrir
mömmu, oft þurfti ég að heimta
að fá að sækja hana ef hún ætlaði
að koma í heimsókn, því ekki vildi
hún ómaka mig. Hún var með ein-
dæmum nægjusöm og þakklát
fyrir allt það sem aðrir gerðu fyr-
ir hana. Þó að hún hafi verið frek-
ar hlédræg gat hún líka verið
þrjósk og ákveðin, sérstaklega ef
réttlætiskennd hennar var mis-
boðið. Hún var með eindæmum
trygglynd og bast eilífum vina-
böndum þeim sem voru hreinir og
beinir, því ekki þoldi hún fals eða
undirferli. Hún var mikil barna-
gæla og naut þess að gæta barna
og ljómaði þegar barnabörnin
voru nálægt. Hún var mjög trúuð
og sótti styrk þangað á erfiðum
stundum. Hún var fjölskyldu
sinni náin alla tíð. Alltaf stóð hún
með mér á sinn ljúfa hátt og helg-
aði líf sitt uppeldi mínu.
Árið 1995 greindist mamma
með krabbamein sem varð henni
svo að aldurtila. Aldrei heyrði ég
hana kvarta yfir þessu hlutskipti
og sem betur fer átti hún mörg
góð ár með sjúkdómnum. Sum-
arið 2012 fór að halla undan fæti
og fór svo að hún fékk pláss á
hjúkrunarheimilinu Skjóli í des.
sl. Þar fékk hún frábæra umönn-
un og þökkum við starfsfólki 3.
hæðar kærlega fyrir. Hún var nú
ekki sátt til að byrja með enda
stefndi hugur hennar heim í
Eskihlíðina og það sem fyrst.
Hún aðlagaðist þó fljótt og átti
góðan tíma í félagsskap annarra
vistmanna, enda mjög félagslynd.
Þrátt fyrir að veikindin sæktu
hart að henni síðustu mánuði,
ljómaði hún alltaf þegar maður
kom í heimsókn og þannig minn-
ist ég hennar.
Einnig viljum við þakka Jóni
Hrafnkels krabbameinslækni
fyrir samfylgdina sem og starfs-
fólki á deild 11B og E.
Mamma skrifaði oft niður góð-
ar vísur og vísdómsorð sem henni
þótti falleg, ég fann þessi orð á
blaði frá henni, ekki þekki ég höf-
undinn, en mér finnst þau eiga vel
við hennar minningu.
Geymd er minning konu,
sem lítils krafðist af öðrum,
en þess meira af sjálfri sér.
Elsku mamma, takk fyrir allt
og guð blessi þig og varðveiti.
Þinn sonur,
Kristinn Jóhann.
Í dag kveð ég tengdamóður
mína. Ég kallaði hana alltaf Elínu
því í mínu uppeldi lærði ég að
kalla fólk því nafni sem það heitir
þar til það gaf manni leyfi til ann-
ars.
Eftir að hafa þekkt hana í
mörg ár spurði hún mig einn dag-
inn af hverju ég kallaði hana ekki
Ellu. „Nú, af því þú baðst mig
aldrei um það,“ sagði ég. En á
þeirri stundu var ég orðin svo vön
því að kalla hana Elínu að ég átti
erfitt með að breyta því. Það var
ekki fyrr en eftir að hún veiktist
að ég fór að kalla hana Ellu, henni
þótti mjög vænt um það.
Maðurinn minn var einkason-
ur Ellu. Hún kallaði hann alltaf
„Kristin minn“ þegar hún talaði
um hann við mig. Þetta þótti mér
afskaplega fallegt enda var hann
hennar ljós og yndi. Hún elskaði
að sýna mér gamlar myndir af
honum og segja mér sögur af
honum.
Við Ella áttum ekki alltaf skap
saman, en við hlógum mikið og
grínuðumst með það. Við höfðum
báðar mjög ákveðnar skoðanir á
uppeldi barnanna og vissum báð-
ar að það væri best að vera sam-
mála um að vera ósammála. Ella
var mjög hnyttin, með skemmti-
legan húmor og átti það til að
skjóta mjög skemmtilega á mig
og hafði ég mjög gaman af því
þegar þannig lá á henni.
Ella hefur verið stór partur af
lífi mínu síðan ég kynntist honum
Kristni hennar og hún elskaði að
vera nálægt barnabörnunum sín-
um. Ef hún komst ekki í heim-
sókn eða ef það leið meira en vika
milli heimsókna átti hún það til að
hringja í mig þrisvar sinnum á
dag eða oftar, bara til að tékka á
þeim, spyrja hvernig við hefðum
það eða bara til að segja mér að
hún væri að skreppa út úr húsi.
Þótt símtölin væru mörg og
stundum erfitt að svara vegna
álags í vinnu þá saknaði ég þeirra
ef hún hringdi ekki, fór strax að
hafa áhyggjur og ávallt hringdi
ég til hennar. Þegar ég var ólétt
og stutt í fæðingu eða jafnvel
komin fram yfir settan dag voru
símtölin orðin sex eða fleiri. Ég
hló mikið að þessu eftir að börnin
voru fædd og skaut á hana en
hafði fullan skilning á því að hún
var auðvitað jafnspennt og við
Kristinn.
Ella var hörkudugleg kona,
hún var alltaf dugleg að hjálpa
öðrum, fór allra sinna ferða gang-
andi eða í strætó, alltaf var nóg að
gera hjá henni, hún kvartaði aldr-
ei og fannst afskaplega gaman að
syngja og dansa. Ella var mikil
félagsvera og leitaði mikið í félag
eldri borgara á seinni árum, ann-
aðhvort til að dansa eða bara
spjalla.
Hún hafði einnig mjög gaman
af því að fá barnabörnin í heim-
sókn, var alltaf búin að baka
handa þeim lummur eða pönnu-
kökur þegar þau komu í heim-
sókn og átti það til að lauma að
þeim gjöfum eða aur.
Mikið þótti mér erfitt eftir að
sjúkdómur hennar ágerðist að
fara með hana til læknis eða í
meðferðir en núna þegar ég
hugsa til baka á þessari stundu þá
eru þessar stundir með henni
mjög fallegar og góðar. Ég er
mjög þakklát að hafa haft þetta
tækifæri með henni. Þakklát fyrir
þessar nánu og dýrmætu stundir
sem við áttum saman.
Ég kveð þig í dag elsku Ella
mín, við sjáumst síðar.
Þín tengdadóttir,
Steinþóra Þórisdóttir.
Elsku Ella amma, við kveðjum
þig í dag með söknuði. Þegar við
hugsum til þín þá birtast okkur
falleg minningabrot; jólin með
þér, matarboðin í Eskihlíðinni,
lummurnar sem þú bakaðir,
göngutúrarnir út í Sunnubúð og
strætóferðirnar með baukinn í
bankann. Okkur finnst erfitt að
koma orðum að því hversu mikils
virði þú varst okkur og völdum
við þetta ljóð til að hjálpa okkur.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku amma, það er erfitt að
þurfa að kveðja þig og afa með
svona stuttu millibili en við vitum
að þið eruð bæði komin á góðan
stað, megi góður Guð varðveita
þig og gæta þín.
Margrét Sóley, Benedikt
Ólafur og Guðbrandur
Helgi.
Ella vinkona mín fæddist og
ólst upp á Hjalla, litlu býli á Dal-
vík. Faðir hennar sem var smiður
góður byggði þar hús og ræktaði
tún.
Á Hjalla höfðu foreldrarnir
bæði kýr og kindur og faðirinn
sótti sjóinn svo nóg var að bíta og
brenna fyrir fjölskylduna. Ella
naut föður síns ekki lengi. Hann
lést þegar hún var tæplega níu
ára. Móðir hennar og móðurafi
bjuggu áfram á Hjalla ásamt
börnunum fjórum, Ellu og þrem-
ur bræðrum.
Á Hjalla ríkti hlýr og góður
heimilisbragur. Enginn var þar
auður í garði, nægjusemi mikil og
allt nýtt sem hægt var. Ella
minntist oft þessara ára og taldi
sig hafa átt góða æsku.
Ég kynntist Ellu í barnaskól-
anum á Dalvík. Hún var mjög hlé-
dræg og hafði sig lítt í frammi. Ég
man að hún varð fljótt fljúgandi
læs og las betur en flestir.
Eftir fermingu fór Ella í vist
eins og alsiða var á þessum árum.
Var hún á ýmsum heimilum bæði
á Dalvík og Akureyri.
Um tvítugsaldur settist hún í
Hússtjórnarskólann á Lauga-
landi og stundaði þar nám einn
vetur. Ég held að sú menntun
sem Ella hlaut á Laugalandi hafi
reynst henni notadrjúg. Þar eign-
aðist hún líka vinkonur sem hún
hitti oft, a.m.k. þegar þær voru
allar í blóma lífsins.
Á seinni árum fór Ella viku-
lega í Stangarhyl, félagsheimili
aldraðra, og tók þátt bæði í söng
og dansi.
Ella eignaðist soninn Kristin
Jóhann sem varð líf hennar og
yndi. Hún var góð og kærleiksrík
móðir og mér er nær að halda að
hún hafi aldrei talað til drengsins
styggðaryrði eða ávítað hann
nokkru sinni.
Hún hefði helst viljað vera
heima og hugsa um barnið sitt en
slíkt var ekki um að tala. Hún var
einstæð móðir og varð að vinna
fyrir brauði sínu. Þegar Kristinn
var á barnsaldri réð hún sig í
kaupavinnu mörg sumur, til þess
að hann gæti notið sumra í sveit
með henni.
En Ella átti hauka í horni. Hún
leigði árum saman hjá rosknum
einstæðum manni, Guðmundi
Benediktssyni, sem reyndist
þeim mæðginum einstaklega vel.
Þeir Kristinn urðu mestu mátar
og má segja að Guðmundur hafi
verið honum góður afi.
Faðir Kristins leit og til með
syni sínum eins oft og aðstæður
leyfðu.
Kristinn Jóhann óx úr grasi, er
vel menntaður og hinn besti
drengur. Hann á góða konu og
þrjú mannvænleg börn. Uppeld-
isaðferðir Ellu hafa bersýnilega
verið ágætar.
Síðustu árin hafa verið erfið.
Ella hefur strítt við langvinn og
erfið veikindi. Kristinn og fjöl-
skylda hafa staðið þétt við hlið
hennar og létt henni lífsbaráttuna
eftir föngum. Nú er stríðinu lokið
og hún öll. Ég þakka vináttu Ellu
sem hún ávallt sýndi mér og mín-
um.
Ingibjörg Þórarinsdóttir.
Ég kynntist Elínu Sóleyju
Kristinsdóttur þegar ég flutti í
Eskihlíð 22 sumarið 2002 þegar
eldri dóttir mín var fárra mánaða
gömul. Atvikin höguðu því svo til
nokkru síðar að Elín tók hana að
sér um tíma eftir að ég hóf störf á
nýjan leik eftir fæðingarorlof.
Það var indæll tími fyrir þær báð-
ar og eftir að þeim kafla lauk var
ávallt vinsælt hjá barninu að fá að
fara í heimsókn til Ellu, eins og
hún var kölluð.
Í Eskihlíð 22 voru fjölmargar
fjölskyldur með ung börn og leit-
uðu þau gjarnan í heimsókn til
Elínar. Hún var eiginlega amman
í húsinu og til hennar þótti þeim
gaman að koma.
Það ríkti fallegt nágrannasam-
band milli heimila okkar Elínar,
aðstoð við ýmislegt smálegt veitt
á báða bóga. Hana var gott heim
að sækja og voru afbragðsgóðar
pönnukökur hennar oft á borðum.
Eftir að ég flutti úr húsinu hélst
vináttan og heimsóknir til Elínar
urðu allnokkrar.
Elín kom fyrir sjónir sem
dugnaðarforkur. Hafði alið upp
son sinn einsömul og komið til
manns samhliða því að vinna ýmis
þjónustustörf. Hún var fé-
lagslynd, hafði sungið í kirkju-
kórum og var seinustu árin mjög
dugleg við að iðka dansæfingar
eldri borgara.
Elín gat verið glettin við börn-
in og var iðulega ljúf í skapi. Hún
var góðum gáfum gædd, talaði
einstaklega fallegt mál og var
greinilega sögumaður í sér og vel
ritfær þótt sá hæfileiki fengi ekki
mikið að njóta sín.
Ég kveð í dag kjarnmikla konu
og góða manneskju. Blessuð sé
minning Elínar.
Guðrún Harðardóttir.
Elín Sóley
Kristinsdóttir
Okkur langar til þess að minn-
ast bekkjarbróður okkar og vin-
ar, Jónasar Viðars, sem nú er
fallinn frá langt um aldur fram.
Leiðir okkar lágu saman þegar
við hófum skólagöngu í gamla
Glerárskóla, þá sjö ára gömul.
Þetta var fjölmennur bekkur og
oftast mikið líf og fjör.
Listrænir hæfileikar Jónasar
komu snemma í ljós og naut
hann sín best við að teikna og
dunda sér. Það kom okkur því
ekki á óvart að Jónas yrði þessi
frábæri listamaður sem hann
varð. Jónas var hæglátur og góð-
ur vinur og félagi okkar allra.
Við undirritaðar bekkjarsystur
hans erum saman í „saumó“ og
sýndi Jónas því mikinn áhuga að
fá að vera með í „klúbbnum“.
Hann „fundaði“ stundum með
Jónas Viðar
Sveinsson
✝ Jónas ViðarSveinsson
fæddist á Akureyri
2. febrúar 1962.
Hann lést á Land-
spítalanum í
Reykjavík 12. ágúst
2013.
Útför Jónasar
fór fram frá Ak-
ureyrarkirkju 23.
ágúst 2013.
okkur á Bláu könn-
unni þegar hann
kom því við og var
þá mikið skrafað og
hlegið.
Þá var ekki síður
glatt á hjalla þegar
bekkurunn hittist
og Jónas mikill tals-
maður þess að við
heldum partí og
skáluðum saman í
Pernod. Þegar við
urðum fertugar fékk Jónas það
verkefni að mála fyrir okkur
myndir af því tilefni. Jónas fékk
að ráða myndefninu og málaði
okkur sem engla á mosa, þrjá
dökkhærða og þrjá ljóshærða,
enda sagðist hann sjá okkur
þannig. Mikið eigum við eftir að
sakna Jónasar og hlýju og fal-
legu orðanna hans í okkar garð.
Jónas talaði alltaf fallega um
Karlottu dóttur sína, sem hann
var einstaklega stoltur af – fal-
legasta listaverkið hans. Við
sendum henni og öllum aðstand-
endum hans okkar innilegustu
samúðarkveðjur, blessuð sé min-
nig Jónasar Viðars.
Með kveðju,
Björk, Gunnhildur, Ingunn,
Lovísa Björk, Laufey
Petrea, Steinunn.
Hún Selma er látin. Lífið er
svo mikið fátækara en áður fyrir
svo marga. Söknuðurinn er mik-
ill. Við höfðum verið nánar vin-
konur í áratugi. Fyrst sá ég
Selmu í gagnfræðaskóla Austur-
bæjar og varð mér starsýnt á
þessa glæsilegu konu, rautt sítt
hárið á henni glóði í sólinni. Síðar
þegar börn okkar voru orðin
stálpuð hófst með okkur góður
vinskapur sem entist ævina út.
Það sem mér er efst í huga núna
er hversu yndisleg og góð mann-
eskja hún var. Hún var ótrúlega
flink listakona á mörgum sviðum
og allt sem hún snerti bar vott
um ótrúlega smekkvísi og lék allt
í höndum hennar. Heimilið var
glæsilegt og prýddu fallegar
myndir hennar veggina. Fyrst
þegar ég sá jólakortin sem hún
teiknaði trúði ég ekki í fyrstu að
hún hefði málað þau. Það er langt
síðan að það var og er ég auðvitað
ekki hissa í dag. Eitt strik frá
Selma Jónsdóttir
✝ Selma PollyJónsdóttir
fæddist í Reykjavík
30. desember 1940.
Hún andaðist á
Landspítalanum
við Hringbraut 2.
ágúst 2013.
Útför Selmu fór
fram frá Bústaða-
kirkju 13. ágúst
2013.
henni, þegar hún
var að kenna málun
gjörbreytti mynd-
inni sem skjólstæð-
ingar hennar unnu
við. Ég var í einum
þeirra hópa sem
hún kenndi. Ég
sagðist ekki geta
málað en með
hvatningu hennar
og mildi gat hún tal-
að mig inn á það og
gekk það bara vel. Fyrir u.þ.b. 25
árum gerði hún mér stóran
greiða, sem aldrei var hægt að
borga til baka. Ég var í miklum
vandræðum og hún aðstoðaði
mig. Ég stend í þakkarskuld við
hana eins lengi og ég lifi. Þannig
var Selma alltaf tilbúin að gera
öðrum greiða og með bros á vör.
Listakonan Selma, mín kæra vin-
kona er horfin mér í bili en minn-
ingin um hana lifir. Ég hugsa um
hana á hverjum degi og þakka
forsjóninni fyrir að hafa kynnst
henni. Við hjónin áttum góðan
vinskap með þeim hjónum í ára-
tugi. Við fórum saman til útlanda,
fórum í leikhús saman og var
okkur boðið í dýrindisveislur
heim til þeirra og svo að sitja
saman í fallegum garðinum við
húsið. Ég bið guð að styrkja fjöl-
skyldu hennar sem á um sárt að
binda. Megi guðs englar vaka yfir
þér og hafðu þökk fyrir allt.
Hrafnhildur.