Morgunblaðið - 03.09.2013, Síða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013
Leikritið Eiðurinn og eitt-hvað fer nokkuðskemmtilega af stað.Verkið byrjar á hugleið-
ingum um flug sem er fimlega tengt
anda leikhúsgesta. Textinn er að-
eins móðgandi í garð gesta en auð-
vitað erum við öll viðbúin því að
Guðbergur segi okkur til syndanna.
Á miðju sviði stendur Erling Jó-
hannesson við straubretti í jakka og
á síðum nærbuxum. Hann er fulltrúi
höfundarins og stælir talanda Guð-
bergs alveg prýðilega. Hann kallar
fram persónur verksins: tvo karla,
sem leiknir eru af Sveini Ólafi
Gunnarssyni og Benedikt Karli
Gröndal og konu sem leikin er af
Sólveigu Guðmundsdóttur.
Leikararnir reyna að breyta í
samræmi við lýsingu höfundarins
en leikmunir eru ekki alltaf þeir
sem hann vill. Þá verða persón-
urnar að bjarga sér og reyna að
koma til móts við kröfur höfund-
arins eftir mætti. Skáldið stýrir per-
sónum af nokkurri hörku og lætur
meðal annars konuna hrista rassinn
framan í áhorfendur þegar hún
gengur út. Þegar á líður verkið
koma upp hálfgerð átök við skáldið
sem lyktar með því að það er bund-
ið og persónurnar halda áfram án
stjórnar.
Erfitt er að gera sér grein fyrir
hvern mann persónur verksins hafa
að geyma. Konan er ekki alltaf sú
sama. Stundum er hún hálfgerður
leiksoppur Guðbergs en stundum er
hún Ragnheiður Brynjólfsdóttir
biskups að því er virðist. Svipað á
við um karlana. Karlpersónurnar
hreyfa sig stundum eins og spýtu-
eða tölvukarlar. Kannski á það að
undirstrika að þeir eru ófullgerðar
persónur. Þeir flytja texta sinn
prýðilega. Sólveig stendur sig einn-
ig með ágætum en er sama marki
brennd. Hún er fyrst og fremst
flytjandi texta höfundar.
Öllum persónum er nokkuð mikið
niðri fyrir. Þó er erfitt að tengja
framvinduna í eitthvert rökrænt
kerfi í huganum. Í mínum eyrum
hljómaði margt eins og hver annar
texti eftir Guðberg. Stóri munurinn
var hins vegar sá að hér var enginn
möguleiki að fá að heyra eitthvað
aftur. Upplifun mín af textanum var
að inni á milli komu setningaleiftur
sem manni fannst snjöll. Þau
gleymdust hins vegar í þeim svelg
sem samtölin og einræðurnar vildu
verða. Enskur texti fylgdi verkinu
sem er eðlilegt þar sem verkið er
sýnt á alþjóðlegri leiklistarhátíð.
Mér fannst hann stundum styðja
textann en jafnoft rugla mig enn
frekar í ríminu sem áhorfanda.
Eins og sjá má af þessari lýsingu
eru ekki margir fastir punktar til að
styðja sig við í Eiðnum og ein-
hverju. Hér er ekki á hreinu hvort
er verið að segja sögu og þá hverra.
Sagan er fyrst á forræði höfund-
arins en síðan taka persónurnar við.
Þar sem maður er á vissan hátt í
frjálsu falli án haldreipis í sögu,
persónu eða aðstæðum tengist mað-
ur verkinu og persónunum tak-
markað. Það má næstum segja að
áhorfandanum sé fengin ófullburða
saga eða pæling til frekari úrvinnslu
og sé þannig settur í spor eða hlut-
verk höfundarins.
Sviðsmyndin er nokkuð einföld en
lagleg. Gamalt útvarps- og kass-
ettutæki lengst til vinstri. Úr því
streymdi í nokkrum tilvikum
skemmtileg tónlist sem Sölvi Blön-
dal er ábyrgur fyrir. Fyrir miðju er
strauborð, straujárn, stólar og borð
hægra megin. Aftast á sviðinu er
fleki. Á hann er varpað myndum,
meðal annars af steinum og einnig
myndbandi sem var skemmtilega
notað. Efst á flekanum var síðan
enskur texti.
Það er gott framtak að setja upp
verk af þessu tagi á leiklistarhátíð
þar sem reynt er á mörk leikhússins
í mörgum skilningi. Verkið er frem-
ur stutt, áttatíu mínútur og sýnt án
hlés. Óhikað má mæla með því fyrir
áhugamenn um leikhús vegna til-
rauna þess og pælinga. Hætt er
hins vegar við því að þeir sem kjósa
hefðbundin verk gætu orðið dálítið
langleitir á þessari sýningu.
Ljósmynd/Kristófer Helgi Sigurðsson
Órökrænt „Öllum persónum er nokkuð mikið niðri fyrir. Þó er erfitt að tengja framvinduna í eitthvert rökrænt
kerfi í huganum,“ segir m.a. í dómi um leikritið Eiðurinn og eitthvað eftir Guðberg Bergsson sem sýnt er á Lókal.
Andleg upphafning eða frjálst fall?
Lókal í Tjarnarbíói
Eiðurinn og eitthvað bbmnn
Eiðurinn og eitthvað eftir Guðberg
Bergsson. Leikarar: Sveinn Ólafur
Gunnarsson, Sólveig Guðmundsdóttir,
Erling Jóhannesson og Benedikt Karl
Gröndal. Leikmynd: Eva Vala Guðjóns-
dóttir og Bergur Þór Ingólfsson. Bún-
ingar: Eva Vala Guðjónsdóttir. Lýsing:
Magnús Arnar Sigurðsson. Tónlist: Sölvi
Blöndal. Hreyfimyndagerð: Una Loren-
zen.Tungumál: Íslenska með enskum
texta í þýðingu Þórdísar Elvu Þorvalds-
dóttur. Aðlögun og leikstjórn: Bergur
Þór Ingólfsson. Frumsýning 28. ágúst
2013 í Tjarnarbíói.
SIGURÐUR G.
VALGEIRSSON
LEIKLIST
Skoski tónlist-
armaðurinn Sim-
on Kempston frá
Edinborg heldur
tónleika í húsinu
sem kennt er við
heimaborg hans,
Edinborgarhús-
inu, á Ísafirði í
kvöld kl. 20.30.
Kempston mun
vera mikilsvirtur lagahöfundur og
hefur hlotið verðlaun fyrir list-
sköpun sína. Hann þykir með ein-
dæmum fingrafimur og ljóðmæltur
þegar kemur að lagatextum.
Frekari fróðleik um Kempston
má finna á vefsíðu hans, www.si-
monkempston.co.uk
Frá Edinborg til
Edinborgarhúss
Simon Kempston
Sænsk-íslenskur
kvartett saxófón-
leikarans Sig-
urðar Flosasonar
og gítarleikarans
Hans Olding
heldur tónleika í
kvöld kl. 20.30 á
Kex Hosteli. Með
Sigurði og Old-
ing leika Þor-
grímur Jónsson á kontrabassa og
Einar Scheving á trommur. Fluttir
verða djassstandardar, brasilísk
tónlist og frumsamin lög.
Olding og félagar
leika á Kex Hosteli
Hans Olding
Japanski teikni-
myndaleikstjór-
inn Hayao Miya-
zaki er sestur í
helgan stein, 72
ára að aldri. Frá
þessu var greint
á kvikmyndahá-
tíðinni í Fen-
eyjum sem nú
stendur yfir.
Miyazaki er einn virtasti teikni-
myndahöfundur kvikmyndasög-
unnar og hlaut árið 2001 Ósk-
arsverðlaunin fyrir Spirited Away.
Miyazaki sest
í helgan stein
Hayao Miyazaki
Einhver þekktasta og vinsælasta
ópera allra tíma, Carmen eftir
Georges Bizet, í uppfærslu Íslensku
óperunnar, verður frumsýnd 19.
október nk. og hófust æfingar á
henni í gær. Með titilhlutverkið fara
Hanna Dóra Sturludóttir og Sess-
elja Kristjánsdóttir en Don José
syngja þeir Kolbeinn Jón Ketilsson
og Garðar Thór Cortes. Auk ann-
arra einsöngvara taka þátt í sýning-
unni kór Íslensku óperunnar, barna-
kór og sextíu manna hljómsveit en
leikstjóri er Jamie Hayes. Hljóm-
sveitarstjóri er Guðmundur Óli
Gunnarsson.
Söngvarar, leikstjóri og hljóm-
sveitarstjóri tóku sér hlé frá æfingu
í gær og stilltu sér upp fyrir ljós-
myndara Morgunblaðsins. Á mynd-
inni sjást frá efri röð til vinstri þau
Viðar Gunnarsson, Kolbeinn J. Ket-
ilsson, Björn Guðmundsson, Ágúst
Ólafsson, Kristján Jóhannesson,
Garðar Thor Cortes, Rakel Stef-
ánsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir,
Ólafur Haukur Matthíasson, Stefán
Baldursson, Jamie Hayes, Helga I.
Stefánsdóttir, Bjarni Thor Krist-
insson, Guðmundur Óli Gunnarsson,
Jean Hayes, Snorri Wium, Elín
Smáradóttir, Antonia Hevesi, Þóra
Einarsdóttir, Valgerður Guðnadótt-
ir, Hallveig Rúnarsdóttir, Hanna
Dóra Sturludóttir, Sesselja Krist-
jánsdóttir.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Úrvalslið Hópurinn sem kemur að uppfærslu Íslensku óperunnar á Carmen.
Æfingar hafnar á Carmen
Þjónusta og síur
fyrir allar tegundir
af loftpressum
ÞRÝSTILOFT FYRIR ALLAN IÐNAÐ
LOFTPRESSUR – SÍUR – LOFTÞURRKARAR
idnvelar@idnvelar.is | www.idnvelar.is | Smiðjuvegur 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700
Gott ú
rval á
lager
ÞÝSKAR GÆÐA
PRESSUR