Morgunblaðið - 03.09.2013, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 03.09.2013, Qupperneq 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013 Ískugga yfirvofandi fjárskaða-veðurs hlaut tónlistarvetur-inn 2012-13 fljúgandi startfyrir sannkallaða sjósprautu beint í æð með framkomu I, Culture Orchestra í Eldborg á fimmtudags- kvöld í beinni útsendingu RÚV 1. Ungmennahljómsveit þessi frá sex löndum fyrrverandi Sovétríkjanna auk Póllands, er á tilurð sína Adam Mickiewicz-stofnuninni í Varsjá að þakka, mun ekki nema tveggja ára gömul og því varla von að næði ekki að fylla sætin nema að ¾, jafnvel þótt um sambærilegt framtak sé að ræða við Bolívar-sinfóníu Dudamels frá Venezúelu er þegar hefur hlotið heimsathygli. Hvort tveggja frumkvæði gengur út á að veita hæfileikaríkum ungum hljóðfæraleikurum tækifæri til að koma sameiginlega fram á heims- vísu undir leiðsögn fremstu stjórn- enda af yngri kynslóð. Að sönnu lofs- verð viðleitni í fyrstu heimskreppu sögunnar sem áfram helzt gegnsýrð af efnis- og neyzluhyggju undan- gengins góðæris og skilur ekki sízt yngstu kynslóð eftir á vonarvöl markaðsafla fyrir vanrækslu menntakerfis á undirstöðuskyldum sínum – sérstaklega á tónlistarsvið- inu – með skelfilegum afleiðingum fyrir svokallað upplýst val. Því þó að börn vel stæðra heimila geti enn not- ið tónlistarmenntunar, þá verða fjöl- mörg önnur engu hæfileikaminni út- undan fyrir enga aðra sök en fjárskort. Því er aðeins hægt að fagna heils- hugar slíkri viðleitni til að jafna met- in. Og, í þessu tiltekna sambandi, góðfúslegu láni SÍ-félaga á hljóð- færum til austurevrópsku ungmenn- anna eins og fram kom af tónleika- skrá og segir sitt um fjárhags- aðstæður þar eystra. Síðan verður aðeins að vona að takist jafnframt að fjölga hlustendum sem spilurum, í ljósi þess hvað ungu fólki á Vest- urlöndum er orðið meira kappsmál að láta taka eftir sér – gerast „sýni- legra“ – en að njóta listar í kyrrþey. Fyrrnefnda hliðin kraftbirtist óneitanlega með glæsibrag þetta kvöld, því hvergi var að heyra að að- eins tíu daga samæfingar í Danzig lægju að baki tónleikaför ICO hing- að. Tæknilega léku ungmennin nán- ast eins og gamlar rottur í faginu; eldsnarpt og samtaka – og það sem meira var, af smitandi spilagleði er reyndari fagbræður gætu öfundað þá af. Persónulega hreifst ég ekki sízt af klukkuhvassri hrynstöðu strengjanna, en brass, tré og slag- verk stóðu líka vel fyrir sínu. Dagskráin var ósvikið eyrnayndi frá upphafi til enda. Sinfónísk ball- aða hins úkraínska Borisar Ljatos- jynskíjs (1895-1968) var hér líklega minnst þekkta verkið, en heróísk tónfrásögn hans í anda Sjostakovitsj bar samt öll merki þess að vera nán- ari kynna verð í leiftrandi túlkun Karabits og ICO. Öllu kunnari var eldsprækur 1. píanókonsert Prokofj- evs með funheitu einleiksframlagi hinnar georgísku Katju Buniatsji- vili, er kvittaði fyrir klapp hlustenda „á fæti“ með dúndrandi aukalagi úr ókynntri píanósónötu sama höf- undar með hamrandi la DO-la- sífrumi. Sömu undirtektir hlaut lokaverk- ið, snilldarkonsert Bartóks af bana- beði fyrir hljómsveit (1945), er hlust- endur geta síðar í haust (14.11.) borið saman við túlkun SÍ og Vol- kovs. Fáeinir staðir, t.a.m. í tré- blæstri, smullu að vísu ekki alveg 100% saman að ýtrustu hrynkröfum, en heildin var engu að síður bráð- skemmtileg áheyrnar, og fjölmörg eftirminnileg augnablik hlutu því að drífa salinn aftur upp á fætur að leikslokum með dunandi klappi að verðleikum. Morgunblaðið/Einar Falur Leikgleði „… fjölmörg eftirminnileg augnablik hlutu því að drífa salinn aft- ur upp á fætur að leikslokum með dunandi klappi að verðleikum,“ segir rýn- ir um leik I, Culture undir stjórn Kirills Karabits sem hér sést á æfingu. Leiftrandi færni, leikandi gleði Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikar bbbbn Ljatosjynskíj: Grazyna (1955). Prokofj- ev: Píanókonsert nr. 1. Bartók: Konsert fyrir hljómsveit. Khatia Buniatisjvili pí- anó; I, Culture Orchestra. Stjórnandi: Kirill Karabits. Fimmtudaginn 29.8. kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST GLER OG SPEGLAR 54 54 300 • smiðjuvegi7 • kópavogi handrið • skjólveggir einangrunargler • milliveggir • og margT Fleira sólvarnargler SÍðAN 19 69 allT í gleri alhliða lausnir í einangrunargleri haFðu samband sendum um allT land allT að 80% minna gegnumFlæði hiTa og óþægilegra ljósgeisla vo TTu ðF ra ml eið sl a Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 6/9 kl. 19:00 1.k Fös 20/9 kl. 19:00 9.k Fös 4/10 kl. 19:00 17.k Lau 7/9 kl. 19:00 2.k Lau 21/9 kl. 19:00 10.k Lau 5/10 kl. 19:00 18.k Sun 8/9 kl. 15:00 3.k Sun 22/9 kl. 13:00 11.k Fim 10/10 kl. 19:00 19.k Fim 12/9 kl. 19:00 4.k Fim 26/9 kl. 19:00 13.k Mið 16/10 kl. 19:00 20.k Fös 13/9 kl. 19:00 5.k Fös 27/9 kl. 19:00 14.k Mið 23/10 kl. 19:00 21.k Lau 14/9 kl. 19:00 6.k Lau 28/9 kl. 19:00 15.k Fim 24/10 kl. 19:00 22.k Sun 15/9 kl. 15:00 7.k Sun 29/9 kl. 13:00 aukas Fös 25/10 kl. 19:00 23.k Fim 19/9 kl. 19:00 8.k Fim 3/10 kl. 19:00 16.k Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala. Rautt (Litla sviðið) Fim 5/9 kl. 20:00 1.k Sun 15/9 kl. 20:00 4.k Sun 22/9 kl. 20:00 7.k Sun 8/9 kl. 20:00 2.k Fös 20/9 kl. 20:00 5.k Fim 26/9 kl. 20:00 8.k Fim 12/9 kl. 20:00 3.k Lau 21/9 kl. 20:00 6.k Fös 27/9 kl. 20:00 9.k Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar. Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið) Fös 4/10 kl. 20:00 frums Lau 12/10 kl. 20:00 6.k Lau 19/10 kl. 20:00 11.k Lau 5/10 kl. 20:00 2.k Sun 13/10 kl. 20:00 7.k Sun 20/10 kl. 20:00 12.k Sun 6/10 kl. 20:00 3.k Mið 16/10 kl. 20:00 8.k Mið 23/10 kl. 20:00 13.k Fim 10/10 kl. 20:00 4.k Fim 17/10 kl. 20:00 9.k Fim 24/10 kl. 20:00 14.k Fös 11/10 kl. 20:00 5.k Fös 18/10 kl. 20:00 10.k Fös 25/10 kl. 20:00 15.k Benni Erlings, Bragi Valdimar og Megas seiða epískan tón - sjónleik Rautt – HHHHH „Alvöru listaverk“ – MT, Ftíminn Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fös 6/9 kl. 19:30 23.sýn Sun 8/9 kl. 19:30 25.sýn Mið 30/10 kl. 19:30 Aukas. Lau 7/9 kl. 19:30 24.sýn Mið 16/10 kl. 19:30 Aukas. Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús! Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 8/9 kl. 14:00 Aukas. Sun 15/9 kl. 13:00 Aukas. Sun 15/9 kl. 16:00 Lokas. Aðeins þessar þrjár sýningar! Maður að mínu skapi (Stóra sviðið) Lau 14/9 kl. 19:30 Frums. Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 7.sýn Fim 19/9 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/9 kl. 19:30 5.sýn Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 6.sýn Nýtt íslenskt leikrit eftir Braga Ólafsson! Harmsaga (Kassinn) Fös 20/9 kl. 19:30 Frums. Fim 26/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn Lau 21/9 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/9 kl. 19:30 4.sýn Sun 6/10 kl. 19:30 7.sýn Mið 25/9 kl. 19:30 Aukas. Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn Ofsafengin ástarsaga sótt beint í íslenskan samtíma! Skrímslið litla systir mín (Kúlan) Lau 14/9 kl. 12:00 Frums. Lau 21/9 kl. 14:00 4.sýn Lau 28/9 kl. 14:00 7.sýn Lau 14/9 kl. 14:00 2.sýn Sun 22/9 kl. 12:00 5.sýn Sun 29/9 kl. 12:00 8.sýn Lau 21/9 kl. 12:00 3.sýn Lau 28/9 kl. 12:00 6.sýn Barnasýning ársins 2012 Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 5/10 kl. 13:30 Lau 12/10 kl. 19:30 Lau 5/10 kl. 15:00 Lau 12/10 kl. 19:30 Karíus og Baktus mæta aftur í október! Hættuför í Huliðsdal (Kúlan) Sun 8/9 kl. 16:00 Frums. Lau 14/9 kl. 16:00 3.sýn Lau 14/9 kl. 13:00 2.sýn Sun 15/9 kl. 13:00 4.sýn Hugrakkir krakkar athugið - aðeins þessar sýningar! 4 sýningar á 13.900 kr. HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Qanga nefnist sýning sem opnuð verður í Norræna húsinu í dag kl. 11. Sýningin sam- anstendur af teikningum eftir grænlenska listamanninn Nuka K. Godtfredsen, 31 vatns- litaverki úr teiknimyndaseríu sem hann gerði fyrir Þjóðminjsafnið í Danmörku. Verkin eru hluti af grafískum skáldverkum sem fjalla um upphaf Grænlands og tilurð: „Fyrstu skrefin“ og „Hermelín“, að því er segir í tilkynningu en fyrir þá síðarnefndu er Godtfredsen tilefndur til Barna- og unglinga- bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem Norræna húsið hefur umsjón með. Sérstakt tónverk var samið fyrir sýninguna af dönsku tónlistarmönnunum Kristian Bjerre Harting og Lill Rasted Bjørst. Qanga Verk á sýningunni. Grænlenskar teiknimyndir á Qanga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.