Morgunblaðið - 03.09.2013, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 03.09.2013, Qupperneq 44
ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 246. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. 125 milljóna króna villa í Garðabæ 2. Hreinsuðu málningu fyrir mistök 3. Í haldi krókódíls í tvær vikur 4. Ársgamalt barn myrt í stað föður síns »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Næsta kvikmynd hins víðfræga leikstjóra Christophers Nolans, Int- erstellar, eða Milli stjarna, verður tekin upp að stórum hluta hér á landi ef marka má frétt á vef kvikmynda- ritsins Empire. Myndin á að gerast í fjarlægri framtíð og segja af hópi vís- indamanna í leit að ræktarlandi. Ferðast þeir milli vídda í þeirri leit, í gegnum svokölluð ormagöng. Í frétt Empire segir að mikilvægasti töku- staður myndarinnar verði Ísland og að landið verði sífellt eftirsóttara sem tökustaður vegna landslagsins, eins og sjá megi af kvikmyndunum Oblivion, Prometheus og Thor: The Dark World sem teknar voru ýmist að hluta til eða miklu leyti hér á landi. Með helstu hlutverk í Interstellar fara Hollywood-stjörnur, þau Matt Damon, Matthew McConaughey, Anne Hathaway, Jessica Chastain, Michael Caine og John Lithgow, svo nokkrar séu nefndar. AFP Ísland verður mikil- vægur tökustaður  Útvarpsleikhús norska ríkisútvarps- ins, NRK, hefur tryggt sér réttinn á leikriti Hrafnhildar Hagalín, Opið hús, sem frumflutt var í Útvarpsleikhúsi RÚV síðasta vetur og undirbýr nú eigin upptökur á því. Verk- ið hlaut Norrænu útvarpsleikhús- verðlaunin sem besta leikna útvarpsverk árs- ins og Grímu- verðlaunin sem útvarps- verk ársins. Opið hús í útvarps- leikhúsi NRK Á miðvikudag Hæg breytileg átt og bjart með köflum, en smá- skúrir sunnan- og vestanlands. Hiti 5 til 12 stig, en líkur á nætur- frosti í innsveitum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 3-12 m/s. Skúrir sunnan- og vestanlands en annars skýjað með köflum. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast austast á landinu. VEÐUR Ég er mjög ánægður með að vera kominn til Sampdoria,“ sagði landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason við Morg- unblaðið í gær á leið sinni til Bern þar sem Sviss og Ísland mætast í undan- keppni HM á föstudags- kvöld. Birkir mun því leika áfram í ítölsku A-deildinni. Hann spil- aði þar með Pescara á síðustu leiktíð en liðið féll í B-deildina. »1 Ánægður að fara til Sampdoria Lítilláti Wales-verjinn Gareth Bale er genginn í raðir Real Madrid á Spáni sem keypti kappann fyrir 100 millj- ónir evra, 16 milljarða íslenskra króna. Þetta hæsta verð sem greitt hefur verið í sögu fót- boltans jafngildir kostnaði við gerð Héðinsfjarð- arganga. »4 Gareth Bale kostaði á við Héðinsfjarðargöng Þróttur fékk náðarhöggið í Pepsi-deild kvenna í knatt- spyrnu í gær. Liðið tapaði fyrir Íslandsmeisturum Stjörnunnar og þar með varð ljóst að Þróttur er fallinn úr deildinni. Valur komst upp í annað sæti eftir stórsigur á HK/Víkingi og FH náði stigi gegn bikarmeisturum Breiðabliks. »2 Þróttur féll og Valur komst í annað sætið ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Um þessar mundir eru um 40 ár síð- an Þráinn Kristjánsson hóf rekstur steikhússins The Round Table í Winnipeg í Kanada og af því tilefni verða ýmsar uppákomur á veitinga- staðnum á næstunni. „Það er ekki sjálfgefið að reka veitingastað í 40 ár og við ætlum að minna á okkur með ýmsum hætti,“ segir Kristján Kristjánsson, sem tók við rekstrin- um af föður sínum fyrir nokkrum árum eftir að hafa starfað við hlið hans um árabil. Að sögn Kristjáns var útlitið ekki sérlega gott í veitingarekstrinum árið 2004 en Þráinn gerði nauðsyn- legar breytingar og stóð uppi með pálmann í höndunum fjórum árum síðar. Kristján segir að til greina hafi þá komið að selja steikhúsið, en að vel athuguðu máli hafi hann ákveðið að kaupa það. „Við feðg- arnir unnum vel saman og hann er enn mín helsta stoð og stytta,“ segir Kristján og bætir við að Stefán, sonur sinn, sé byrjaður að vinna á Round Table. Stöðugleiki Kristján segir að markaður fyrir veitingahús í Winnipeg sé erfiður, því fólk hafi tilhneigingu til að halda í sitt og sóa ekki fjármunum. „Hér er ákveðinn stöðugleiki og þótt vel gangi á landsvísu hefur það ekki áhrif á stöðuna í Winnipeg,“ segir hann. Kristján bætir við að al- gengur líftími veitingastaða í Winnipeg sé 10 til 12 ár. „Þetta er að mörgu leyti svip- að og í Reykjavík Ég fer til Ís- lands einu sinni til tvisvar á ári og það bregst ekki að mörg veit- ingahús hafa skipt um nafn frá síðustu heimsókn, en inn á milli eru traustar stoðir eins og Humarhúsið.“ Undanfarna mánuði hafa staðið yfir miklar breytingar á Round Table. „Við höfum í raun tekið allt húsnæðið í gegn; lagað lýsinguna, lagað tónlistina að þörfum gest- anna og breytt merki steikhússins auk þess sem matseðillinn er í stöð- ugri endurnýjun,“ segir Kristján. „Samfara þessu höfum við farið í markvissa markaðskynningu og viðskiptin hafa aukist um 12 til 14%.“ Kristján segir breytingarnar nauðsynlegar til þess að ná til nýrra viðskiptavina. „Veitinga- staðir tapa um 3% viðskiptavina sinna á ári einungis vegna þess að fólkið eldist og því verðum við stöð- ugt að vera á tánum og höfða til nýrra einstaklinga og hópa.“ Hringborðið heillar hungraða  Fjölskyldan hef- ur rekið steikhúsið í Winnipeg í 40 ár Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Tímamót Kristján Kristjánsson fyrir utan steikhúsið The Round Table, sem er skammt frá miðbænum í Winnipeg. Þráinn Kristjánsson flutti með fjölskyldu sinni til Winnipeg eftir að hafa lagt stund á hótel- og veitingahúsarekstur við Minnesota- háskóla og opnaði The Round Table 1973. Veitingahúsið skiptist í nokkur afmörkuð rými og síðan þáverandi borgarstjórar Reykjavíkur og Winnipeg, Davíð Oddsson og Bill Norrie, komu ríðandi á íslenskum hestum með Þráni á staðinn 1989 er ein stofan, borgarstjórastofan, tileinkuð þeim. Önnur stofa, Bessason-stofa, er tileinkuð Haraldi Bessasyni heitnum, for- stöðumanni íslenskudeildar Manitoba-háskóla í áratugi. Í tilefni 40 ára afmælis steikhússins verður sérstök fjöl- miðlakynning á Round Table 11. september nk. og í kjölfarið verður sérstökum gestum undanfarin 40 ár boðið í mat næstu daga á eftir. Viðskiptavinum boðið til veislu THE ROUND TABLE LÍFSEIGT STEIKHÚS Þráinn Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.