Morgunblaðið - 05.09.2013, Qupperneq 19
100 ÁRA 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Ólympíuleikarnir í München 1972
höfðu heppnast mjög vel. Fjölmörg
afrek höfðu litið dagsins ljós og
stjarna leikanna var bandaríski
sundkappinn Mark Spitz, sem vann
til sjö gullverðlauna á leikunum. Öll
afrekin féllu hins vegar í skuggann
hinn 5. september 1972, þegar átta
palestínskir hryðjuverkamenn, sem
tilheyrðu samtökunum Svarti sept-
ember, tóku níu ísraelska íþrótta-
menn í gíslingu og drápu tvo.
Gíslingin stóð yfir í 19 klukkutíma
og hugðist vesturþýska lögreglan
reyna að bjarga íþróttamönnunum
með áhlaupi á herbergið þar sem
þeim var haldið, en hætta varð við
vegna beinnar útsendingar sjón-
varps sem gerði hryðjuverkamönn-
unum viðvart um hvað væri í vænd-
um.
Gíslatökunni lauk með því að
björgunartilraun vesturþýsku lög-
reglunnar á flugvellinum í München
misheppnaðist með þeim afleiðing-
um að allir gíslarnir níu sem eftir
voru létust. Að auki féllu fimm af
mannræningjunum og einn vestur-
þýskur lögreglumaður.
Yfirþyrmandi að keppa á ÓL
Lára Sveinsdóttir, íþróttakennari
í Menntaskólanum í Reykjavík, var
fyrsta íslenska frjálsíþróttakonan til
þess að taka þátt í Ólympíuleikum
fyrir Íslands hönd en hún keppti í
hástökki. „Ég var mjög ung þarna,
kannski aðeins of ung,“ segir Lára,
en hún var 17 ára þegar leikarnir
fóru fram. Hún lýsir tilfinningunni
þannig að hún hafi upplifað mann-
hafið í München sem yfirþyrmandi.
„Að auki var ég að keppa við miklar
stjörnur sem maður leit upp til á
þessum tíma,“ segir Lára, og bætir
við að árangurinn hafi því miður orð-
ið lakari en vonir stóðu til, en hún
stökk aðeins byrjunarhæðina, 160
cm, sem var níu cm undir fyrri ár-
angri hennar. Það eftirminnilegasta
af leikunum sem slíkum segir Lára
hafa verið opnunarhátíðina, þar sem
hún gekk inn, eina konan í hópnum á
eftir fánaberanum, og svo allir karl-
arnir fyrir aftan hana. „Opnunarhá-
tíðin var gríðarmikil upplifun.“ Þá
minnist Lára þess einnig þegar ól-
ympíueiðurinn var svarinn fyrir leik-
ana. „Það var mjög hátíðleg stund,
eins og kannski keppnin öll.“
Sem íþróttakeppni segir Lára að
leikarnir hafi verið frábær reynsla í
flesta staði, hún hafi kynnst mörgu
áhugaverðu fólki, ekki síst hinum Ís-
lendingunum í ólympíuliðinu. Lára
segist hafa hitt nokkra þeirra á fundi
hinna nýstofnuðu samtaka íslenskra
ólympíufara sem ÍSÍ hefur sett á fót.
Öryggisgæslan stóraukin
Í kjölfar árásarinnar var heims-
byggðin í uppnámi. Íþróttamennirn-
ir í ólympíuþorpinu fundu hins vegar
minna fyrir því en þeir sem fyrir ut-
an voru. „Maður varð mest var við
það að öryggisgæslan var aukin til
muna eftir þetta,“ segir Lára og
bætir við að leikunum hafi verið
frestað um einn dag. Einu fréttirnar
sem var að hafa komu frá mótshöld-
urum eða í gegnum sjónvarpsfréttir.
„Svo var haldin minningarathöfn,
sem flestir fóru á,“ segir Lára. Lára
segir fáa utan fjölskyldunnar hafa
forvitnast um reynslu sína af leik-
unum eftir að hún kom heim. „Það er
orðið mjög langt síðan og ég flíka því
heldur ekki sjálf,“ segir Lára að lok-
um.
Svartur skuggi á Ólympíuleikunum
41 ár liðið frá gíslatökunni í München 11 ísraelskir íþróttamenn létust á svartasta degi Ólympíu-
leikanna Lára Sveinsdóttir, fyrsta íslenska frjálsíþróttakonan sem tók þátt í Ólympíuleikunum 1972
AP
München Einn af palestínsku hryðjuverkamönnunum gægist út á svalir
hótelsins þar sem gíslatakan fór fram. Alls létust 11 ísraelskir íþróttamenn.
Morgunblaðið 6. september
1972 greindi ítarlega frá örlög-
um gíslanna á Ólympíuleikunum
í München 1972. Björn Vignir
Sigurpálsson, fréttaritari blaðs-
ins á leikunum, ritaði pistla
heim þar sem hann lýsti því að
hryllingurinn lægi eins og mara
á öllum þar í borg. Í leiðara
blaðsins daginn eftir sagði að
vegið hefði verið að þeim hug-
sjónum sem lægju til grundvall-
ar Ólympíuleikunum.
Harmleikur
alls heimsins
MORGUNBLAÐIÐ
BMW X5 MODERN LINE
= ALLT INNIFALIÐ
Nú bjóðum við BMW X5, í nýrri MODERN LINE útgáfu, hlaðinn aukabúnaði. Nýja útgáfan er t.a.m. með 8 gíra sjálfskiptingu,
BMW Professional hljómtæki, 19" álfelgum, leðurinnréttingu með rafdrifnum, upphituðum framsætum og minnisstillingum,
fjarlægðarskynjurum að framan og aftan, Bluetooth tengibúnaði fyrir síma, Cruise Control, glæsilegum viðarlistum í
mælaborði, sjálfdekkjandi baksýnisspegli, toppgrindarbogum, málmlit, rafdrifnu dráttarbeisli og þægilegu Servotronic léttstýri.
BMW xDrive 30d
6,7 l / 100 km* – CO2 195 g – 7,6 sek. í hundrað Verð: 12.690 þús.
BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
8
6
4
6
*Miðað við uppgefnar viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.
Hrein
akstursgleði
BMW
www.bmw.is