Morgunblaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Leiðtoga-fundirhelstu for- kólfa heimsstjórn- mála eru heilmikið sjónarspil. Mest fer fyrir öryggis- sveitum hers og lögreglu. Því næst skara fjölmiðlamanna, sem fá þó sjaldnast miklar fréttir um- fram þær sem birtast beint. Þá er þess gætt að mótmælahópar af margvíslegu tagi sjáist á skjám, þótt þeir komist aldrei í færi við leiðtogana. Birtar niðurstöður leiðtoga- fundarins hafa verið í undirbún- ingi lengi í viðeigandi ráðu- neytum þeirra þjóða sem í hlut eiga. Leiðtogarnir kynna sér þær niðurstöður ekki seinna en í flugvélunum á leið á fundina en ræða þær í rauninni aldrei. Sjaldnast er því að vænta tíð- inda sem koma á óvart. Hvaða gagn er þá að slíkum fundum, sem krefjast svo mikils undirbúnings og kosta svo mik- ið fé? Það getur verið töluvert, þrátt fyrir allt. Fyrir það fyrsta er gott og gagnlegt að helstu valdamenn eigi fundi í friðsam- legu andrúmslofti og þannig mynd birtist af þeim um alla veröld. Í annan stað eru persónuleg kynni manna, sem fara með svo ríkulegt vald í umboði svo margra, þýðingarmikil og geta auðveldað lausnir í deilumálum þjóða löngu eftir að fundahöldum lýkur. Í þriðja lagi neyða undirbún- ingsfundir og vinna ríkisstjórnir aðild- arlanda til að orða sjónarmið og sætta, ef þörf er á, svo leiðtogarnir geti skrifað undir þau í fundalok. Af því er ávinningur þótt ekki sé um nið- urstöður að ræða sem marki sérstök tímamót. Í fjórða lagi eru slíkir fundir notaðir til að skapa skilyrði fyr- ir tveggja manna fundi og efla tengsl og slétta yfir hnökra sem kunna að vera í samskiptum einstakra ríkja. Því var óheppi- legt að Bandaríkin skyldu ákveða að hunsa Pútín, gest- gjafa leiðtogafundarins í St. Pétursborg, til að koma á fram- færi móðgun vegna hælisveit- ingar fyrir Snowden uppljóstr- ara. Vegna stöðunnar í Sýrlandi hefðu viðræður Obama og Pút- íns getað orðið þýðingarmesti þáttur þessa leiðtogafundar. Rússar eru helstu stuðnings- menn Assads, forseta Sýrlands. Ekki er víst að sá stuðningur dugi til þess að einræðisherr- ann haldi sæti sínu eftir vænt- anlegar árásir Bandaríkjanna. En ljóst virðist að án aðildar Pútíns verður lokakaflinn í Sýr- landi blóðugri en ella. Leiðtogafundir vekja ekki sömu væntingar og forð- um en þurfa ekki að vera gagnslausir} Sankti Pétur sé með þeim Margt er þaðsem mælir með staðsetningu Reykjavíkur- flugvallar þar sem hann er enda er góð samstaða meðal landsmanna, Reyk- víkinga sem ann- arra, um að ekki skuli flytja flugvöllinn. Þó eru enn ein- hverjir sem hafa bitið svo í sig að flugvöllurinn verði að víkja að hvorki rök sérfræðinga né hefðbundið hyggjuvit dugar til að fá þá ofan af þeirri skoðun. Þannig hafa komið fram í um- ræðunni þær fullyrðingar að tíminn sem tæki að aka með sjúklinga frá Keflavíkurflug- velli til Landspítalans við Reykjavíkurflugvöll skipti litlu máli fyrir öryggi sjúklinga. Jafnvel borgarstjórinn í Reykjavík hefur blandað sér í umræðuna með þessum hætti og í fréttum Stöðvar 2 var mál- flutningur fréttamanns á svip- uðum nótum og sérstaklega reynt að hrekja þær upplýs- ingar sem samtök um flugvöll í Vatnsmýrinni hafa birt. Í samtali við Morgunblaðið fyrr í vikunni sagði Stefán Þór- arinsson, læknir og framkvæmdastjóri lækninga á Heil- brigðisstofnun Austurlands: „Tím- inn í sjúkraflugi og í sjúkrabíl flokkast sem óvirkur tími til hjálpar sjúklingn- um. Því er mikilvægt að stytta þann tíma eins mikið og mögu- legt er til að þeir komist sem fyrst undir læknishendur.“ Hann segir einnig að síðustu mínúturnar í sjúkraflugi vegi mun meira en þær fyrstu þar sem áhættan vaxi með marg- feldishætti því lengur sem dragist að koma við varanlegri hjálp. Augljóst er hverjum þeim sem veltir hlutunum fyrir sér fordómalaust og setur sig í spor þeirra sem staddir eru úti á landi og þurfa bráða aðstoð að miklu skiptir að ekki þurfi að aka langa leið frá flugvelli að Landspítala. Þetta er svo aug- ljóst að ekki ætti að þurfa um að deila. Því miður eru sumir svo ákafir á móti Reykjavíkurflug- velli að þeir kjósa frekar að horfa framhjá staðreyndum en að endurmeta eigin afstöðu. Æskilegt væri að andstæðingar flug- vallarins myndu í það minnsta viður- kenna staðreyndir} Auðvitað skiptir tíminn máli N ú er í móð að skrifa undir alls skyns ályktanir á netinu og veifa framan í stjórnmála- menn. Vissulega má deila um það hversu mikið mark stjórn- málamenn eiga að taka á undirskriftalistum, en ef einhvern tíma hefur verið ástæða til þess þá er það núna. Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 65.000 manns skrifað undir áskorun um að þeir vilji flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Þetta er slíkur fjöldi að stjórn- málamenn geta ekki horft framhjá svo ríkum vilja. Það þýðir ekki að benda á ársgamla könnun sem sýndi ekki svo afdráttarlausan stuðning. Flugvallarmálið er í brennidepli á þessari stundu, fólk er búið að gera upp hug sinn og margir sem áður vildu flugvöllinn burt hafa skipt um skoðun. Borgaryfirvöld verða að hlusta. Flugvallarmálið er ekki flokkspólitískt mál og borg- arfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar, sem virðast svo til allir vilja flugvöllinn burt, geta ekki látið eins og kjósendur þeirra fylgi þeim staðfastlega í þessu máli. Þeir ættu að láta af því að gefa í skyn að almenningur hafi ekki næga þekkingu til að taka afstöðu með því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Hrokinn í mál- flutningi þessa fólks er orðinn ansi hvimleiður. Ef borgaryfirvöld vilja alls ekki hlusta á skoðun al- mennings er ráð að gera flugvallarmálið bæði að próf- kjörsmáli og kosningamáli. Það myndi ekki henta Besta flokknum og Samfylkingunni sem gætu misst þónokkurn slatta af atkvæðum vegna einstrengings- legrar afstöðu sinnar. Þeir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sem vilja að flugvöllur sé áfram í Vatnsmýrinni gætu hins vegar laðað til sín fylgi. Fjölmargir kjósendur eru þeirrar gerðar að þeir líta ekki á það sem sáluhjálp- aratriði að kjósa stöðugt sama flokkinn. Þess- ir kjósendur horfa til einstakra mála sem þeir telja mikilvæg og kjósa þá stjórnmálamenn og þann flokk sem styður þau málefni. Og hvað er að því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum þótt maður hafi kosið Besta flokkinn í þeim síðustu? Flugvallarmálið er alveg þess virði að at- kvæði manna ráðist af afstöðu til þess. Höfuðröksemd þeirra sem vilja flugvöllinn burt virðist vera að það þurfi að þétta byggð. Um þetta er það að segja að sennilega er æskilegt að þétta byggð á einhverjum stöðum en þegar maður sér þvílíkar hörmungar eru skapaðar á nýjum svæðum í höfuðborginni og víðar koma upp í hugann orð skáldsins: Ekki meir! Ekki meir! Stílleysið og ljótleikinn æpir á mann. Ekki virðist sérstök ástæða til að ætla að smekkvísi og áhugi fyrir samræmi yrðu skyndilega í for- grunni ef farið væri að þétta byggð í Vatnsmýrinni. Er það reyndar efni í annan pistil. Aðalatriði málsins er að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er á afar heppilegum og þægilegum stað. Staðsetningin nýtur víðtæks stuðnings meðal landsmanna. Þeir kæra sig ekki um að flugvöllurinn sé fluttur. Það á að hlusta á raddir þessa fólks. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Ekki meir! Ekki meir! STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Var um að ræða blekkingaruppreisnarmanna til aðsverta stjórn Bashar al-Assads forseta? En sér- fræðingar um efnavopn sannfærð- ust fljótt og einnig vestrænir læknar sem sinntu fórnarlömbunum eftir árásina í Damaskus 21. ágúst. Bæði uppreisnarmenn og ráðamenn í Damaskus, einnig Íranar, segja nú að slík vopn hafi verið notuð. Í raun er ekki deilt um það lengur. Beðið er eftir skýrslu rann- sóknarnefndar Sameinuðu þjóð- anna. En nefndin hefur eingöngu umboð til að kanna hvort raunveru- lega hafi verið beitt efnavopnum, ekki hver hafi verið að verki, stjórn- völd eða uppreisnarmenn. Hún mun staðfesta það sem allir vita. En hugsanlegt er samt að skýrsla henn- ar geti varpað einhverju ljósi á það hver beitti vopnunum, að sögn L.A. Times. Oft hefur komið í ljós að leyni- þjónustumenn hafa haft rangt fyrir sér. En Assad gæti hafa misreiknað sig. Hann gæti hafa talið að hann kæmist upp með að skella skuldinni á uppreisnarmenn þótt flestir sér- fræðingar efist um að illa skipulagð- ir uppreisnarhópar kunni að nota háþróuð vopn eins og sarín og VX. Aðrar skýringar sem varpað hefur fram er að lægra settir her- foringjar hafi tekið ákvörðunina án samþykkis Assads. Loks má ekki geyma að misskilningur og mistök verða í herjum eins og öðrum stofn- unum, afleiðingarnar geta stundum orðið afdrifaríkar. BBC hefur þó eftir breskum leyniþjónustumönn- um að Sýrlandsher hafi þegar beitt efnavopnum 14 sinnum síðustu tvö og hálft ár. Íranskir ráðamenn halda áfram að styðja við bakið á Assad og hafna öllum ásökunum um að stjórn hans sé sek um árásina 21. ágúst. En á suðurafríska vefmiðlinum news24 kemur fram að Akbar Hashemi Raf- sanjani, fyrrverandi Íransforseti, hafi í viðtali við hálfopinbera frétta- veitu, ILNA, á sunnudag ráðist harkalega á Assad. „[Sýrlendingar] hafa orðið fyrir efnavopnaárás af hálfu eigin ríkisstjórnar og nú verða þeir einnig að gera ráð fyrir árás er- lendra aðila,“ sagði hann. Rafsanj- ani gegnir enn háum trúnaðar- stöðum í Íran og ummælin gætu verið merki um að stuðningur við Assad fari minnkandi þar á bæ. Sprengjur sem eyða efnavopnum Ljóst er að Bandaríkjamenn íhuga að reyna að granda efnavop- nabirgðum Assads (og hugsanlegum sýklavopnum) með loftárásum. Þeir ráða yfir sprengjum sem geta eytt að mestu efnavopnum með því að framleiða geysimikinn hita, allt að 1.500 gráður á Celsíus, á vettvangi. Hvort það er gerlegt án þess að valda miklu mannfalli í röðum óbreyttra borgara er hæpið, að sögn sérfræðinga. Eitthvað af gasinu myndi dreifast yfir byggð svæði; sumar birgðastöðvarnar eru rétt hjá þéttbýli, líklega af ásettu ráði. Lík- legra er því að reynt verði að valda tjóni á eldflaugum, flugvélum og þungavopnum auk stjórnstöðva hersins. En sé eina takmark Bar- acks Obama forseta að refsa Assad og vara hann við má að sjálfsögðu ekki ganga svo langt að árásar- geta Sýrlandsforseta minnki um of. Þá væri búið að grípa inn í átökin, gera sigur uppreisnarmanna líklegri. Sem ekki mun vera ætlunin. Vopnin sem flestum þykja allt of hryllileg AFP Gegn árás Mótmæli við Hvíta húsið vegna áætlana Bandaríkjastjórnar um loftárásir til að refsa Sýrlandsher fyrir meinta efnavopnanotkun. Efnavopn hafa verið bönnuð með alþjóðasamningi í meira en 80 ár. Aðeins nokkur staðfest dæmi eru um að ríki hafi beitt efnavopnum eftir 1918, ekki einu sinni Þýskaland Hitlers gerði það. En stórveldin áttu miklar birgðir. Og Gamal Nasser Egyptalandsforseti notaði efna- vopn þegar hann studdi lýðveld- issinna í Jemen á sjöunda ára- tugnum, Saddam notaði þau gegn Kúrdum 1988 en einnig í átta ára styrjöld sinni gegn Íran sem lauk sama ár. Mörg hundruð þúsund manns féllu í því stríði. Enn kemur fyrir að fyrrver- andi, íranskir hermenn deyja af völdum skaða sem þessi efnavopn ollu þeim. Eru þeir jarðsettir með mikilli við- höfn. Efnavopn bönnuð ALÞJÓÐASAMNINGAR Assad

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.