Morgunblaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Grænmetisuppskeran er um mánuði seinna á ferðinni nú en í venjulegu árferði. Útiræktað grænmeti er mestmegnis ræktað á Suðurlandi og mikil vætutíð þar í sumar hefur áhrif á uppskeruna. Gunnlaugur Karlsson, fram- kvæmdastjóri Sölufélags garðyrkju- manna, segir árið hafa verið mjög óvanalegt og ræktunarskilyrði erfið. Sérstaklega verður gulrótaupp- skeran lítil. „Gulrætur hafa ekki skilað sér inn á markaðinn ennþá í neinu magni. Við búumst ekki við miklu af þeim vegna uppskeru- brests, bæði vegna bleytu og svo eyðilagði frost í vor sáninguna hjá stórum ræktanda,“ segir Gunn- laugur. Bleyta og kuldi hefur líka tafið kartöfluuppskeruna og býst Gunn- laugur við að hún verði undir með- alári. „Kartöflurnar eru ekki nægi- lega vel sprottnar. Það verður að treysta á að þær braggist núna í september og þá gæti uppskeran orðið ágæt,“ segir Gunnlaugur. Eftirspurn eftir íslensku græn- meti hefur sjaldan verið meiri að sögn Gunnlaugs. „Í síðustu viku var gífurleg sala í þeim vörum sem eru komnar í gang. Við erum búin að vera hér meira og minna með tóm- an lager á hverjum einasta degi í sumar, það hefur aldrei gerst áður. En inn í það spilar að varan er sein á markað, magnið er lítið og svo er eftirspurnin ofboðsleg.“ Ýmist í ökkla eða eyra Ragnhildur Þórarinsdóttir hjá S.R. grænmeti á Flúðum var að taka upp gulrætur með höndunum í gærmorgun þegar blaðamaður hafði samband. Hún segir virkilega erfitt að komast um garðana núna vegna bleytu, sérstaklega þá sem eru í mýrarjarðvegi. „Þetta er bara allt á kafi í vatni, meira og minna. Ég kemst ekki með gulrótaupptökuvélina um garðinn og því þurfum við að taka upp með höndunum og það gengur miklu hægar. Sex manns ná kannski að taka upp um 300 kg á einum og hálfum tíma en vélin tekur upp hálft tonn á tuttugu mín- útum.“ Ragnhildur man ekki eftir öðru eins sumri og segir margt spila inn í lélega uppskeru. Fræin sem hún sáði í vor hafi skilað sér illa. „Í svona rigningu skolast áburðurinn úr jarðveginum og við höfum þurft að bera tölvert oftar á en ég hef kynnst. Svo við tölum ekki um arf- ann, þetta eru kjörskilyrði fyrir hann.“ Ragnhildur segir þau vera búin að taka upp töluvert en allt sé um þremur vikum á eftir því sem er í venjulegu árferði, auk þess að vera miklu smærra og léttara. Tekjutap- ið er nokkurt. „Síðasta mánuð hafði ég ekki einn þriðja af tekjunum sem ég var með eftir sama tíma í fyrra, en það var sérstaklega gott ár. Í fyrra fór mikill tími og kostnaður í að vökva en það er frá þetta sum- arið. Það er ýmist í ökkla eða eyra.“ Morgunblaðið/RAX Uppskerutími Gærdagurinn var vel nýttur í upptöku á Melum enda lét sólin loksins sjá sig. Hér má sjá starfsfólkið taka upp kál af kátínu. Lítil gulrótauppskera  Kuldi og rigningar í sumar seinka grænmetisuppskerunni um mánuð  Uppskerubrestur í gulrótum  Mikil eftirspurn eftir íslensku grænmeti Mál sérstaks saksóknara gegn þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis var þing- fest í Héraðs- dómi Reykjavík- ur í gær. Mennirnir neituðu allir sök, en þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot gegn lögum um ársreikninga. Þeir ákærðu eru Birkir Kristins- son, fyrrverandi starfsmaður einka- bankaþjónustu Glitnis, Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmda- stjóri markaðsviðskipta, Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðl- ari, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Atvik málsins eru þau að í nóvem- ber 2007 veitti Glitnir félaginu BK-44, sem var í eigu Birkis, lán upp á 3,8 milljarða króna vegna kaupa á hlutabréfum í Glitni. Glitnir seldi bréfin og veitti BK-44 peningamark- aðslán til kaupanna. Á sama tíma gerði Glitnir annan samning við BK-44, en efni samningsins er ekki ljóst vegna þess að fyrir mistök var hann ekki bókaður í kerfi bankans, að því er fram kemur í bókun sem lögð var fram við þingfestingu í gær. Þó er vitað að samningurinn tak- markaði bæði mögulegt tap og hagn- að BK-44. Þegar upp komst um stöðu mála var gengið frá uppgjöri á umræddum viðskiptum, en efnislega fór það fram þannig að BK-44 skilaði hlutabréfunum í Glitni aftur til Glitnis og gerði þannig upp peninga- markaðslánið, en félagið hafði í milli- tíðinni selt hluta bréfanna og gekk afrakstur þeirrar sölu til lækkunar á peningamarkaðsláninu. Atburðarásin slitin í sundur Reimar Pétursson, verjandi Jó- hannesar Baldurssonar, lagði fram bókun við þingsetninguna, en í henni segir að enginn hafi hagnast eða tap- að á viðskiptunum og engin sérstök áhætta hafi tengst þeim. Ennfremur segir að ekkert í atburðarásinni í heild sinni geti talist refsivert, en ákæruvaldið hafi í því skyni kosið að slíta atburðarásina í sundur með ósanngjörnum hætti. Af hálfu Jó- hannesar var þessari ákæruaðferð mótmælt í bókuninni. agf@mbl.is Glitnis- menn neita sök  Mótmæla ósann- gjarnri ákæruaðferð Tveir menn voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í 16 og 18 mánaða fangelsi fyrir rán og frelsis- sviptingu. Í dómnum segir að við ákvörðun refsingar verði að líta til þess að brot mannanna tveggja sé „mjög ófyrirleitið og alvarlegt“. Mennirnir tveir sem fengu þyngsta dóma voru ákærðir fyrir að ráðast inn á heimili manns í Reykja- vík, berja hann, sparka í hann, ógna honum með hnífi og fjötra hann. Þeir neyddu hann til að afhenda sér lykil að skotvopnaskáp í íbúðinni, þaðan sem þeir tóku átta skotvopn, fimm haglabyssur, tvo riffla og kindabyssu, og höfðu á brott með sér. Þeir skildu manninn eftir fjötr- aðan á höndum og fótum. Þriðji maðurinn fékk sex mánaða dóm fyrir aðild að málinu. Mennirnir játuðu brot sín. Sá sem fékk 16 mán- aða dóm var einnig ákærður fyrir vörslu fíkniefna. Þeir sem fengu þyngsta dóma eru báðir fæddir 1993, en þriðji maðurinn 1989. Brotið sagt „ófyrirleitið og alvarlegt“ „Það er mun minni uppskera en vanalega. Það sem var plantað út í júní og átti að uppskera í ágúst fór illa. En uppskeran er að komast í gang núna,“ segir Guðjón Birgisson, garðyrkju- bóndi á Melum á Flúðum. „Sum- arið var svo kalt og blautt. Það sem er plantað út í lágum með- alhita vex hægt. Vöxturinn stoppaði eiginlega í júlí. Það verður minni uppskera á hekt- ara í ár og allt sem kom í ágúst var léttara og smærra,“ segir Guðjón. „Þetta verður ekki úrvalssumar fyrir okkur tekjulega, ég verð feginn ef ég kemst á núllið þetta árið. En við getum ekki svarað neinu fyrr en við sjáum hvernig haustið ræðst. Ef haustið er gott er framtíðin bjartari.“ Verður ekki úrvalssumar „EF HAUSTIÐ ER GOTT ER FRAMTÍÐIN BJARTARI“ Guðjón Birgisson Svað Erfitt er að komast um garðana núna vegna bleytu, sérstaklega þá sem eru í mýrarjarðvegi. Einstakt Ragnhildur grænmetisbóndi man ekki eftir öðru eins sumri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.