Morgunblaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013
krabbamein hefur hann tekið
mótlætinu af æðruleysi. Í byrjun
þessa árs lét hann formlega af
störfum. Þrátt fyrir það hélt
hann áfram að fylgjast með okk-
ur, með heimatengingu fór hann
yfir einstök verkefni og sendi
okkur tölvupósta fram á síðast
dag með ábendingum um það
sem betur mætti fara. Skúli
gegndi fjölmörgum trúnaðar-
störfum fyrir sjóðinn, sat í
stjórnum fyrirtækja og var þátt-
takandi í mörgum verkefnum
sem náðu út fyrir hans daglegu
störf. Í því starfi hafði hann
sterka skoðun á því sem hann
tók sér fyrir hendur. Hann var
rökfastur og kom skoðunum sín-
um umbúðalaust til skila. Það
þarf hugrekki til að standa á
sínum skoðunum og Skúli var
einn af þeim sem þorðu að segja
sína skoðun óháð því hver átti í
hlut. Það vær ætið upplýsandi
að skiptast á skoðunum við
Skúla og oftar en ekki hafði
hann rétt fyrir sér. Vitnisburður
þeirra sem unnið hafa með
Skúla ber þess glögg merki að
hann naut virðingar allra sem
með honum unnu. Í samskiptum
við sjóðfélaga sýndi hann á sér
þá hlið sem við þekkjum vel. Í
viðkvæmum málum var hann
einlægur og nærgætinn. Gaf sér
tíma til að tala við sjóðfélaga og
fór yfir málin með þeim. Skúli
hefur ekki bara létt okkur lífið
við vinnu í gegnum tíðina, held-
ur hefur hann glatt okkur með
nærveru sinni. Glaðvær, glettinn
og einstaklega skemmtilegur
vinur. Hann var félagsvera og
drífandi í öllum þeim viðburðum
sem við skipulögðum saman.
Hann var höfðingi heim að
sækja og mikill matgæðingur.
Það er sárt að kveðja góðan vin
allt of snemma og hans verður
sárt saknað. Hugur okkar er hjá
Írisi, Hildi, Markúsi og fjöl-
skyldunni og vottum við þeim
okkar dýpstu samúð.
F.h. starfsmanna Stafir,
Ólafur Sigurðsson.
Í öll þau ár sem Skúli Skúla-
son þurfti að kljást við illvígt
krabbamein var aðdáunarvert af
hve miklum kjarki og baráttu-
vilja hann tókst á við meinið
sem og erfiðar skurðaðgerðir og
lyfjameðferðir sem fylgdu. Alltaf
var stutt í brosið, aldrei var
kvartað og horft fram á veg af
yfirvegun og sannri karl-
mennsku.
Því miður fellir þessi alvarlegi
sjúkdómur alltof margt fólk á
besta starfsaldri og er þá ekki
spurt um hvernig á stendur og
hverjir standa eftir. Það er
sárara en orð fá lýst að sjá á
bak bráðgreindum og vel hæfum
einstaklingi úr starfsliði hvaða
fyrirtækis sem í hlut á, en sár-
ast er þó þegar eftir standa
jafnvel ung börn viðkomandi og
á viðkvæmum aldri, eins og í til-
viki Skúla heitins.
Sá sem þetta ritar kynntist
Skúla fyrir um það bil tuttugu
árum rúmum sem starfsmanni
Samvinnulífeyrissjóðsins, sem
þá starfaði og síðar hjá Lífeyr-
issjóðnum Stöfum, þar sem
hann var fjármálastjóri og
hægri hönd forstöðumanns,
samskonar starfi og hann hafði
áður gegnt hjá Samvinnulífeyr-
issjóðnum, sem var einn af þeim
sjóðum er sameinuðust í Stöf-
um. Skúli var afskaplega um-
gengnisgóður maður og gríðar-
lega vel að sér í öllum þeim
flóknu reglum sem þekkja þarf
við rekstur þessara mikilvægu
fjármálafyrirtækja almennings,
sem lífeyrissjóðirnir eru. Jafn
traustir menn og vandaðir til
orðs og æðis eins og Skúli heit-
inn var eru fágætir og mikil-
vægt fyrir sjóðfélaga að eiga
slíku fólki á að skipa til að sinna
jafn flóknum og mikilvægum
samfélagsþáttum.
Með þessum fátæklegu orð-
um vill undirritaður þakka
Skúla fyrir góð kynni og traust
samstarf, sem hvergi bar
skugga á. Ættingjum hans og
vinum eru færðar innilega sam-
úðarkveðjur.
G. Þorkell Guðbrandsson
Sauðárkróki.
Sagt er að þeir deyi ungir
sem guðirnir elska og það gæti
vel passað um samstarfsmann
okkar og félaga hann Skúla sem
við kveðjum í dag.
Við unnum saman í yfir 20 ár
hjá Samvinnulífeyrissjóðnum og
síðar Stöfum lífeyrissjóði. Skúli
sá meðal annars um lífeyrismál
og var ákaflega vel liðinn af öll-
um enda traustur maður sem
vildi öllum vel og reyndi eftir
fremsta megni að greiða götu
þeirra sem til hans leituðu. Við-
kvæðið var jafnan ef einhver
kom í sjóðinn sem var ekki
ánægður með afgreiðslu mála:
„sendum hann til Skúla“ og þá
var nærri víst að sá sami kom
brosandi frá honum eftir smá-
stund. Við vorum ekki nema 5-6
sem unnum hjá Samvinnulífeyr-
issjóðnum og það má segja að
við höfum verið eins og lítil sam-
hent fjölskylda. Við eigum ynd-
islegar minningar þaðan og það
var ekki síst Skúla að þakka því
hann var mikill vinur okkar
allra. Við tókum þátt í gleði og
sorgum hvert annars og gerðum
margt skemmtilegt saman. Við
fórum til dæmis í margar utan-
landsferðir og sá Skúli um að
draga mánaðarlega af launum
okkar og ávaxta vel. Við fórum
til dæmis til Amsterdam, Barce-
lona, Parísar, Búdapest og Róm-
ar. Það tók verulega á okkur öll
þegar Skúli greindist með alvar-
legan sjúkdóm fyrir um 10 ár-
um.
Við sameiningu Samvinnulíf-
eyrissjóðsins og Lífeyrissjóðsins
Lífiðnar árið 2006 stækkaði
vinnustaðurinn okkar mikið. Það
gekk allt ótrúlega vel og Skúli
ávann sér traust meðal nýrra
samstarfsfélaga. Hann varð svo
síðar aðstoðarframkvæmdastjóri
sjóðsins. Það fór ekki á milli
mála að Skúli var oft illa haldinn
af sjúkdómnum sem ágerðist
mjög og fór hann í margar að-
gerðir og lyfjameðferðir, en
aldrei heyrði maður hann
kvarta, það var ekki hans stíll.
Hann var einstaklega vinnusam-
ur og ábyrgðarfullur og kom
hann oft í vinnuna beint úr lyfja-
meðferð.
Skúli vissi vel í hvað stefndi
og hann nýtti vel síðustu ár ævi
sinnar til samvistar við sína nán-
ustu og einnig fór hann í margar
golfferðir en hann var mjög
snjall golfari og var það hans
helsta áhugamál.
Hann eignaðist sitt fyrsta
barnabarn á síðasta ári sem
heiðraði afa sinn með því að
fæðast á afmælisdegi hans.
Skúli var einstaklega barngóður
maður og talaði oft stoltur um
börnin sín þrjú.
Við viljum að lokum þakka
fyrir allar ánægjulegu stundirn-
ar saman og ef við ættum að
lýsa Skúla með þremur orðum
þá væri það heiðarlegur, vinnu-
samur og skemmtilegur. Fjórða
orðið væri svo traustur.
Við sendum börnum, barna-
barni, foreldrum, systkinum og
öðrum ástvinum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og biðjum
guð að syrkja þau í þeirra miklu
sorg.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Þínar samstarfs- og vinkonur,
Karen Emilsdóttir og
Jóna Guðrún Ólafsdóttir.
✝ Steinn EyjólfurGunnarsson
fæddist í Hlíð í
Þorskafirði 13.
febrúar 1929. Hann
lést á Landspítal-
anum í Reykjavík
27. ágúst 2013.
Foreldrar hans
voru Sólrún Helga
Guðjónsdóttir hús-
móðir, f. 24. febrúar
1899, d. 21. janúar
1985, og Gunnar Jónsson bóndi,
f. 18. maí 1896, d. 25. febrúar
1979. Systkini Steins eru Ólafur,
f. 1921, Guðjón, f. 1922, Skúli, f.
1924, Jón Halldór, f. 1927, Sig-
rún, f. 1931, Elín, f. 1933, Sigfús,
f. 1937, og Halldór, f. 1943. Hálf-
bræður Steins samfeðra eru:
Halldór Dalkvist, f. 1936, og Guð-
jón Dalkvist, f. 1944.
Hinn 11. júní 1955 giftist
Steinn Sigríði Guðbjörnsdóttur,
f. 7. nóvember 1927, d. 10. októ-
ber 2009. Foreldrar hennar voru
Kristbjörg Jónsdóttir matráðs-
kona, f. 11. janúar 1898, d. 7.
mars 1977, og Guðbjörn Ás-
mundsson sjómaður, f. 26. júní
1893. Börn Steins og Sigríðar
konu hans eru: 1) Kristbjörg bók-
ari, f. 18. sept. 1951 (faðir hennar
Áslaugur Bjarnason, f. 1925, d.
Guðmundsson, börn þeirra: a)
Bergdís Ýr, f. 1988, í sambúð
með Martin Vogt, b) Arnar
Númi, f. 1995, c) Breki, f. 2000.
Steinn ólst upp hjá foreldrum
sínum í Hlíð fyrstu árin og síðan
á Gilsfjarðarmúla. Hann fór ung-
ur að heiman og á þrettánda ári
fór hann í skóla til séra Árelíusar
Níelssonar austur á Eyrarbakka
og var þar í tvo vetur. Að lokinni
dvöl á Eyrarbakka gerðist Steinn
vinnumaður á Fitjakoti á Kjalar-
nesi næstu fimm árin. Eftir það
vann hann ýmis störf, m.a. við
sjómennsku, pípulagnir, smíðar
og verslunarstörf. Árið 1968
réðst Steinn til starfa hjá Hús-
gagnaverslun Kristjáns Siggeirs-
sonar og starfaði þar uns hann
lét af störfum vegna aldurs 72
ára að aldri. Steinn sat í trún-
aðarráði Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur í mörg ár. Hann
söng í kórum öll sín fullorðinsár,
oftast fleiri en einum, m.a. í Þjóð-
leikhúskórnum, sem hann söng í
yfir 30 ár. Hann var virkur í kór
Átthagafélags Strandamanna og
fór með þeim í söngferðalag til
St. Pétursborgar í júní sl. Hann
var virkur félagi í Lions-
klúbbnum Þór í fjölda ára. Steinn
kunni mikil býsn vísna og ljóða
og var ákaflega ættfróður. Hann
var víðlesinn og stálminnugur og
bjó yfir miklum upplýsingum um
land og fólk.
Útför Steins fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 5.
september 2013, kl. 15.
2000), hún var áður
gift Gísla Maack,
börn þeirra eru: a)
Sigríður Ása, f.
1972, gift Róberti
Gíslasyni, börn
þeirra eru Ísabella,
f. 2010, og Óliver
Leo, f. 2012, börn
Róberts af fyrra
sambandi eru Perla
Sóley, f. 2000, og
Róbert Dagur, f.
2005, b) Árni Pétur, f. 1978, gift-
ur Jasminu Chow. Barn þeirra er
Emil, f. 2010. 2) Friðbjörn Arnar
blikksmíðameistari, f. 26. des.
1955, maki Halldís Hallsdóttir,
börn þeirra: a) Anna María, f.
1977, og b) Atli Steinn, f. 1979, í
sambúð með Hörpu Rún Garð-
arsdóttur, sonur þeirra er Dagur
Orri, f. 2011, sonur Atla og Krist-
ínar M. Kristjánsdóttur er Mikael
Máni, f. 2001. 3) Björgvin Þór
skipstjórnarkennari, f. 10. ágúst
1960, maki Sigrún Anný Jónas-
dóttir, dætur þeirra: a) Þórdís
Björg, f. 1984, í sambúð með Jó-
hannesi Páli Friðrikssyni, börn
þeirra eru Sigrún Sara, f. 2012,
og Theodóra Sóley, f. 2012, b)
Stefanía Fanndís, f. 1991. 4)
Svana Ingibjörg lyfjafræðingur,
f. 11. maí 1964, maki Sigurður
Elsku afi Steini er látinn. Fyr-
ir okkur systkinin er erfitt að
hugsa til þess að geta ekki komið
við í Eyjabakkanum og heilsað
upp á afa Steina eða séð hann
renna í hlaðið eftir sunnudags-
gönguna sína. Það rifjast upp svo
margar góðar minningar um afa,
allar sögurnar sem hann kunni,
hvað hann þekkti margt fólk og
hvað hann hafði upplifað margt.
Þegar við vorum yngri voru ófá
skiptin sem við sátum í fanginu á
afa að hlusta á hann segja sög-
una af Steini Bollasyni eða feng-
um hann til þess að lesa bækur
fyrir okkur. Það var hápunktur
hverrar heimsóknar að fá að til
spila á munnhörpuna sína og
þegar það þurfti að róa okkur
niður eftir hamaganginn var koll-
inum stillt upp við gluggann í
litla herberginu og keppnin um
að telja bíla í réttum lit byrjaði.
Afi var alltaf áhugasamur um að
fylgjast með hvað var að gerast
hjá okkur og lét sig sjaldan vanta
á tónleika eða aðrar uppákomur.
Afi var einstaklega ljúfur og
góður maður. Hann var alltaf
tilbúinn til þess að hjálpa þeim
sem áttu í vanda og hafði þann
hæfileika að sjá aðeins það góða í
fólki.
Þegar við hugsum til afa kem-
ur alltaf upp minningin um
ömmu Siggu. Samheldnari hjón
en þau verður erfitt að finna. Þau
voru bæði gestrisin og frænd-
rækin og áttu ótrúlegan fjölda
vina.
Hvíl í friði, elsku afi, við mun-
um geyma allar góðu minning-
arnar um þig í hjörtum okkar.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Bergdís Ýr, Arnar Númi
og Breki.
Afi Steini er dáinn og margar
góðar minningar koma upp í
hugann. Kynni okkar hófust
samt ekki vel, hann sagði mér oft
frá því síðar. Ég var nefnilega
lengi hrædd við hann sem ung-
barn og fór iðulega að gráta þeg-
ar hann reyndi að nálgast mig,
og tók hann það ákaflega nærri
sér. En þetta rjátlaðist af mér
sem betur fer. Það var alltaf
gaman að gista hjá afa og ömmu,
og sundferð fylgdi oftast með í
kaupunum. Hann var mikill
sagnamaður og óþreytandi að
segja okkur krökkunum sögur,
aftur og aftur. Sagan um Stein
Bollason sem kreisti mjólk úr
steini fyrir tröllin var sú vinsæl-
asta. Hann viðurkenndi nú um
daginn að þetta hefði verið ansi
leiðigjarnt að segja sömu söguna
svona oft, en aldrei sagði hann
nei við okkur. Gaman var að
ferðast um landið með honum,
hann kunni öll staðarnöfn og ör-
nefni og margar skemmtilegar
sögur í kringum þau. Afi var
lengi virkur í Þjóðleikhúskórnum
og það var mikið ævintýri að fá
að heimsækja hann í leikhúsið,
stundum var hann í barnaleik-
ritum, og fengum við þá að fara á
generalprufu og jafnvel oftar að
sjá leikritið. Ég man sérstaklega
vel eftir honum í Línu Langsokk,
ég kunni öll lögin úr sýningunni
þann veturinn.
Hann var bóngóður með af-
brigðum og greiðvikinn og taldi
ekki eftir sér að sækja okkur og
skutla þegar á þurfti að halda.
Hann var opinn og hjartahlýr,
tók öllum vel og án fordóma.
Hann og amma tóku marga að
sér sem áttu erfitt, máttu ekkert
aumt sjá. En þver var hann, og ef
hann beit eitthvað í sig þá varð
honum ekki hnikað, en aldrei átti
hann í útistöðum við fólk svo ég
viti. Hann og amma kynntust alls
konar fólki, í þeirra stóra vina-
hópi voru gamlir nágrannar,
fyrrverandi samstarfsmenn og
ferðafélagar úr fjölmörgum ut-
anlandsferðum, enda kom það oft
fyrir að ókunnugt fólk var í heim-
sókn hjá þeim þegar við komum.
Og þetta fólk virtist vita allt um
okkur, enda iðulega á kafi í
myndaalbúmunum hennar
ömmu. Ég man eftir mynd af afa
ásamt félaga sínum, þeir voru
málaðir og klæddir eins og kettir
að syngja kattadúettinn á Kan-
arí, svona var afi, alltaf til í glens
og söng.
Afi og amma voru mjög sam-
rýmd hjón þó að ekki hafi þau
alltaf verið sammála. Umræð-
urnar á heimilinu voru oft lífleg-
ar, enda hún ör í skapi og hann
þrjóskur. Samband þeirra ein-
kenndist þó fyrst og fremst af
mikilli ást og væntumþykju alla
tíð. Mér þótti virkilega vænt um
að fá þau í heimsókn til Edin-
borgar á 50 ára brúðkaupsaf-
mælinu sínu 2005 og fá að halda
upp á daginn með þeim, þessi
dagur varð svo líka minn brúð-
kaupsdagur 2011, að fengnu leyfi
hjá afa að sjálfsögðu. Þegar
amma veiktist og dó fyrir 4 árum
tók hann því af æðruleysi eins og
öllu öðru, en líklega hefur hann
verið ákaflega einmana síðan.
Þegar hann veiktist í sumar
sagðist hann sáttur og vilja fara
fljótt, þetta væri komið gott.
Æðrulaus og yfirvegaður allt til
enda. Hvíl í friði, afi minn, ég bið
að heilsa ömmu.
Hamraborgin
rís há og fögur
og minnir á ástir
og álfasögur.
Á hamarinn bláa
og bergið háa
sló bjarma lengi.
Þar var sungið
á silfurstrengi.
(Davíð Stefánsson.)
Sigríður Ása.
Þegar maður hitti afa Steina
mætti maður alltaf brosi og
hlýju.
Mér leið alltaf vel í návist
Steina. Sögurnar sem hann sagði
frá sínu lífshlaupi voru bæði
fræðandi og skemmtilegar. Alltaf
gat hann komið með sögur eða
annað sjónarhorn á hlutina þar
sem hann hafði upplifað eitthvað
svipað áður. Nýjasta sagan sem
hann sagði mér var af kórferða-
lagi sem hann fór í til Rússlands.
Þar sagði hann mér að hann
hefði gefið síðasta gjaldeyrinn
sinn heimilislausri konu sem
faðmaði hann að sér. Hann mátti
ekki neitt aumt sjá án þess að
rétta fram hjálparhönd, og var
þessi kona í Rússlandi bara ein af
þeim fjölmörgu sálum sem afi
Steini hefur snortið á lífsleiðinni.
Þó að ég hafi aðeins þekkt
hann í fimm ár er það stundum
með sumt fólk að manni finnst
Steinn Eyjólfur
Gunnarsson
maður hafa þekkt það alla sína
ævi. Móttökurnar voru ævinlega
þannig. Þó að maður væri
ókunnugur var manni tekið opn-
um örmum og var ávallt velkom-
inn. Elstu börnin mín kölluðu
hann alltaf afa Steina frá byrjun
þó að þau væru alls óskyld hon-
um. En það var ekki hægt að
kalla hann neitt annað. Hann var
bara afi Steini.
Ég sá Steina aldrei nema
brosandi eða hlæjandi allt fram
til þess að hann var orðinn fár-
sjúkur. Þá gantaðist hann enn og
tók aðstæðunum með æðruleysi.
Rólyndi og glaðlyndi hans smit-
aði út frá sér og nærveru hans
verður sárt saknað.
Þegar ég kvaddi hann vissi ég
ekki alveg hvernig sú kveðja ætti
að vera. Ég tók því í höndina á
honum og bað hann fyrir kveðju
og óskaði honum góðs gengis.
„Okkur gengur öllum vel,“ sagði
hann af sinni einstæðu glaðværð
og bjartsýni.
Það voru forréttindi að kynn-
ast þér, afi Steini.
Róbert Marvin Gíslason.
Kveðja frá
Lionsklúbbnum Þór
Þegar Steinn Gunnarsson
gekk í Lionsklúbbinn Þór árið
1984 fundum við stax að þar var
kominn góður liðsmaður. Hann
var hress, áhugasamur, vanur fé-
lagsstörfum og ekki síst góður
söngmaður. Hann tók fljótt að
sér störf í klúbbnum, var fljót-
lega kosinn í stjórn og formaður
nokkrum árum síðar. Tvisvar var
hann svæðisstjóri og var kjörinn
í heiðursráð umdæmis 109A árið
1998. Hann fékk að frumkvæði
klúbbsins viðurkenningu Al-
þjóðahreyfingarinnar kenndrar
við Melvin Jones árið 1995.
Steinn var skemmtilegur félagi
og hrókur alls fagnaðar á fund-
um og í ferðum á vegum klúbbs-
ins. Og þá kynntumst við líka
konunni hans henni Siggu. Sigga
bræddi öll hjörtu með ástúð
sinni, umhyggju og glaðværð.
Ekki er hægt að hugsa sér inni-
legra samband en var milli
Steins og Siggu. Þau virtust allt-
af vera ástfangin eins og ungling-
ar. Það var mikið áfall fyrir Stein
þegar hann missti Siggu sína. En
hann bugaðist ekki og hélt sínu
striki áfram einn í Eyjabakkan-
um.
Steinn Gunnarsson var svo
ríkur þáttur í fundarstarfi Lions-
klúbbsins Þórs að nú er erfitt að
hugsa sér fundi án hans. Hann
var forsöngvari á fundum og gaf
félögunum tóninn sem ekki veitti
af. Hann var fróður um menn og
málefni og kom oft með
skemmtilegar athugasemdir í
umræðum eftir fyrirlestra á
fundum. Einu sinni stjórnaði
hann söng Þórsfélaga í Hörpu (í
hljóðeinangruðu herbergi bak-
sviðs!).
Við kveðjum Stein Gunnars-
son með söknuði og sendum fjöl-
skyldu hans okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Lionsklúbbsins
Þórs,
Gunnar Már Hauksson.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Einnig má smella á Morgunblaðs-
lógóið efst í hægra horninu og
velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, jafnvel þótt
grein hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minning-
argreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og hvenær út-
förin fer fram. Þar mega einnig
koma fram upplýsingar um for-
eldra, systkini, maka og börn, svo
og æviferil. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum,
sem er feitletraður, en ekki í
minningargreinunum.
Minningargreinar