Morgunblaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 Kvikmyndin Paradise: Lovehefur verið talsvert í um-ræðunni upp á síðkastiðen hún þykir heldur ögr- andi. Myndin er hluti af Paradísar- þríleiknum svokallaða en leikstjóri hennar, Ulrich Seidl, fylgir mynd- inni eftir með tveimur skyldum kvikmyndum, Paradise: Faith og Paradise: Hope. Paradise: Love segir frá miðaldra konu frá Austurríki, Teresu (Marg- arethe Tiesel), sem ferðast til Kenía sem kynlífsferðamaður. Þar hittir hún fyrir vinkonur sínar sem allar eiga það sameiginlegt að nýta sér fátækt heimamanna til að fá útrás fyrir kynferðislegar hvatir sínar. Teresa, sem í fyrstu er fremur feimin og hlédræg, verður fljótt kræf í samskiptum sínum við þær karlkyns hórur sem verða á vegi hennar. Handrit kvikmyndarinnar var sett upp sem nokkurs konar beina- grind sem leikararnir fóru síðan eft- ir. Mörg atriðanna, þá helst sam- ræður vinkvennanna, eru því hálfgerð spunaverk og leikstjórinn þurfti að endurvinna atriðin nokkuð oft. Aðferðin kemur skemmtilega út og samræðurnar verða mjög flæð- andi fyrir vikið. Það vill oft gerast með slík atriði að þau verði rugl- ingsleg og missi marks en Seidl nær að stýra þeim þannig að þeim fylgi ferskur blær. Beinagrindin sjálf er nokkuð jarðbundin og fram- vinda sögunnar ef til vill heldur ein- föld. Persónusköpunin er að sama skapi fín og áhorfandinn fær nokk- uð góða og raunsæja mynd af nokkrum persónum. Innri barátta Teresu er einnig áhugaverð, hvern- ig hún fer úr því að vera feimin og forvitin yfir í það að vera nokkuð sjálfsörugg í misnotkun sinni og loks buguð yfir eigin viðbjóði. Leik- arar myndarinnar eru margir hverj- ir ekki lærðir leikarar en það kemur ekki að sök. Allir stóðu þeir sig vel. Kvikmyndin er að mestu tekin upp í Kenía, fyrir utan byrjunaratriðið í Austuríki, og gefur það myndinni trúverðugan og skemmtilegan blæ. Nokkur atriði eru einkar vel útfærð og ljóst að Seidl og kvikmyndatöku- menn hennar hafa velt sér talsvert upp úr fagurfræði myndatökunnar. Það sem myndin hefur þó einna helst legið undir gagnrýni fyrir er siðferði hennar. Á meðan sumum finnst það ámælisvert að sýna vændi og nekt á svo blygðunar- lausan hátt finnst öðrum myndin gera lítið úr kynferðislegri misnotk- un á karlmönnum. Enn öðrum þykir kvikmyndin sýna fram á réttlæt- ingu vændis þar sem bæði kynin geri sig sek um verknaðinn. Rök sem eru svo fjarstæðukennd að ég nenni ekki einu sinni að fara nánar út í þau. Vændi er ömurlegt hvort sem þeir sem þátt í því taka eru karlkyns eða kvenkyns. Framan af eru í myndinni nokkur grátbrosleg atriði, sem eins og áður segir eru mörg hver spunnin á staðnum, og má þar nefna samræður miðaldra kvenna um rakstur skapahára. Þeir áhorfendur í Bíó Paradís sem höfðu sig hvað mest í frammi í kæfðum hlátri þögnuðu hins vegar fljótt þegar líða tók á myndina og raun- sær viðbjóðurinn kom í ljós. Teresa verður til að mynda fórnarlamb eig- in heimsku þegar uppáhaldshóran hennar lýgur að henni og upp úr því fer hún að beita andlegu og lík- amlegu ofbeldi á grófari hátt. Vændi á borð við það sem sýnt er í myndinni er staðreynd. Fólk sem hefur fjármuni til, hvort sem um konur eða karla er að ræða, á það til að nýta sér eymd og fátækt ann- arra til að fá útrás fyrir kynferðis- legar nautnir og er það miður. Paradise: Love sýnir fram á þann viðbjóð og hefði jafnvel mátt ganga ennþá lengra. Kynlífsferðamennska „Vændi er ömurlegt, hvort sem þeir sem þátt í því taka eru karlkyns eða kvenkyns.“ Stilla úr Paradise: Love. Sykurmömmur og sólskinsdrengir Bíó Paradís Paradise: Love bbbbn Leikstjórn: Ulrich Seidl. Handrit: Ulrich Seidl og Veronika Franz. Aðalhlutverk: Margarethe Tiesel, Peter Kazungu og Inge Maux. 120 mín. Austurríki, 2012. DAVÍÐ MÁR STEFÁNSSON KVIKMYNDIR Kvikmyndin Málmhaus eftir Ragn- ar Bragason hefur fengið inngöngu á eina af virtustu og stærstu kvik- myndahátíðum Asíu, Busan Inter- national Film Festival, BIFF. Ragn- ar mun sækja hátíðina sem fer fram 3.-12. október og verður Málmhaus eina íslenska kvikmyndin á henni. BIFF er haldin árlega og helsta markmiðið með henni að kynna nýj- ar kvikmyndir og nýja leikstjóra og þá einkum frá Asíu. Þá er hátíðin afar mikilvæg hvað varðar sölu á kvikmyndum til sýninga í Asíulönd- um. Málmhaus fer á BIFF Asíuferð Ragnar fer með Málm- haus til Busan í S-Kóreu. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Segja má að handritsgerð sé eins og að skrifa IKEA- bæklinga. Með því á ég við að handritshöfundur þarf að geta skrifað og gengið þannig frá handriti að leikstjóri eða framleiðandi skilji hvað höfundurinn er að fara,“ seg- ir Jón Atli Jónasson leikskáld og handritshöfundur, sem býður upp á námskeið í handritsgerð fyrir kvikmyndir og sjónvarp sem hefst annað kvöld. Jón Atli hefur talsverða reynslu af handritsskrifum, en hann hefur bæði skrifað leikrit og kvikmyndahandrit á borð við Djúpið, Brim, Strákana okkar, Blóðbönd og verið handritsráðgjafi á óteljandi handritum sem hafa orðið að kvikmyndum. Nú starfar hann sem handritshöf- undur hjá danska kvikmyndafyrirtækinu Nimbus sem framleiddi m.a. kvikmyndirnar Festen og Submarino auk sjónvarpsþáttaraðanna sem nefnast Broen. „Ég er með tveggja mynda samning hjá Nimbus,“ segir Jón Atli og tekur fram að sér hafi boðist samning- urinn við Nimbus í kjölfar velgengni Djúpsins. „Ólafur Darri [Ólafsson] er að fara til Hollywood þar sem Balti [Baltasar Kormákur] er fyrir. Mig langaði hins vegar til að gera eitthvað evrópskara. Mig hafði lengi langað til að vinna með Nimbus, því þar er mikið lagt upp úr góðum handritum,“ segir Jón Atli sem byrjaði að vinna fyrir Nimbus í upphafi þessa árs. „Ég er þegar búinn að skrifa kvikmyndahandrit upp úr nóvellu sem ég gaf út í vor og heitir Börnin í Dimmuvík, en Nimbus verður meðfram- leiðandi að þeirri mynd,“ segir Jón Atli og tekur fram að enn sé ekki búið að ráða leikstjóra í verkefnið, en hand- ritið leggist vel í menn. „Hin myndin sem ég er að skrifa handritið að er stærri í sniðum og samningar á því stigi að ég má ekkert segja um hana enn sem komið er,“ segir Jón Atli, en getur þó upplýst að sú mynd verði tekin upp erlendis og muni flokkast sem skandinavísk mynd frem- ur en íslensk. „En það verða íslenskar persónur í mynd- inni,“ segir Jón Atli leyndardómsfullur. Gefur fólki nauðsynleg verkfæri Námskeið Jóns Atla sem hefst annað kvöld ber yfir- skriftina: „Frá hugmynd að handriti“ og verður kennt dagana 6.-8. september á vinnustofu listamannsins á Hverfisgötunni. „Ég hef verið með þetta námskeið tvisv- ar áður auk þess sem ég hef verið gestakennari við Listaháskóla Íslands sem og í háskólum og kvikmynda- skólum í Evrópu. Ég fæ reglulega beðnir um að lesa yfir handrit og taka fólk í einkatíma,“ segir Jón Atli og tekur fram að þannig megi segja að hann sé með námskeiði sínu að anna eftirspurninni sem sé augljóslega fyrir hendi. „Námskeiðið er byggt upp þannig að fyrst læra þátt- takendur undirstöðuatriði í handritsskrifum og eru svo settir af stað í að skrifa handrit með öllu sem því fylgir,“ segir Jón Atli og tekur fram að í framhaldinu skili þátt- takendur svo uppkasti að handriti til sín sem hann vinni áfram með hverjum og einum. Spurður hvort námskeiðið sé opið öllum svarar Jón Atli því játandi og bendir á að til hans leiti jafnt kollegar í faginu sem og fólk sem gengið hafi með kvikmynda- handrit í maganum en viti ekki hvernig skuli koma draumunum í framkvæmd. „Ég læt þátttakendum í té ákveðin verkfæri sem þeir geta nýtt sér. Auk þess hjálpa ég fólki að hafa eyra fyrir því hvað sé góður díalógur, þ.e. hvernig fólk talar saman.“ Allar nánari fyrirspurnir skal senda á: hugmyndoghandrit@gmail.com, en í því netfangi er einnig tekið við skráningum. „Handritsgerð eins og að skrifa IKEA-bæklinga“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Lærimeistari Frá hugmynd að handriti nefnist ritnám- skeið Jóns Atla þar sem hann kennir réttu handtökin.  Kvikmyndahandritið að Börnunum í Dimmuvík er tilbúið og Nimbus verður meðal framleiðenda Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst ALVÖRU MÓTTAKARAR MEÐ LINUX ÍSLENSK VALMYND Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is 25 1988-2013

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.