Morgunblaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 2
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Barack Obama Bandaríkjaforseti fór á fundi með norrænum leiðtogum í Stokkhólmi í gær yfir sannanir fyrir því að stjórn Assads Sýrlandsforseta beri ábyrgð á efnavopnaárás nýverið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sat fundinn og sagðist aðspurður ekki vilja tjá sig um hvort rökstuðningur Obama væri sannfærandi. „Almennt virtist hann mjög viss í sinni sök,“ sagði Sigmund- ur Davíð sem kvaðst að öðru leyti bundinn trúnaði um þennan þátt við- ræðna. Norrænu leiðtogarnir hefðu verið sammála um að fordæma notk- un efnavopna í Sýrlandi. Alþjóðasam- félagið yrði að bregðast hart við og draga hina seku til ábyrgðar. Forsætisráðherra ræddi norður- slóðir. „Við skiptum með okkur verk- um, norrænu forsætisráðherrarnir. Ég fjallaði sérstaklega um norður- slóðamál. Ég fór yfir mikilvægi þeirr- ar þróunar sem þar á sér stað og mikilvægi þess þar af leiðandi að löndin störfuðu saman að því að und- irbúa þá þróun, tryggja umhverfis- vernd, öryggi og innviðina sem þarf til að nýta þau tækifæri sem eru að skapast, og svo framvegis. Það var mjög ánægjulegt hversu mikil við- brögð voru við þessu, ekki síst frá Bandaríkjaforseta. Ég hef haft áhyggjur af því undan- farin ár að Bandaríkjamenn hafa ekki sinnt þessum málaflokki sem skyldi en það er orðin breyting á því núna með Barack Obama forseta og ekki síst með John Kerry utanríkis- ráðherra sem leggur á þetta mikla áherslu. Obama hafði frumkvæði að því að bæta við þessa umræðu og halda henni gangandi. Ég held að það sé einlægur áhugi þar.“ Skuli vera miðpunktur Að sögn Sigmundar voru ekki teknar ákvarðanir um tiltekin skref í norðurslóðamálum heldur sammælst um að Norðurskautsráðið skyldi vera miðpunktur aukins samstarfs. Spurð- ur hvort hann hefði vakið máls á að efla þyrfti samskipti Íslands og Bandaríkjanna sagðist Sigmundur Davíð hafa lagt áherslu á ríkan vilja íslenskra stjórnvalda til að auka sam- starf og samskipti við Bandaríkin. Í yfirlýsingu leiðtoganna eftir fundinn segi að hugað skuli að viðskiptasam- bandi Íslands og Noregs annars veg- ar og Bandaríkjanna hins vegar sam- hliða viðræðum Bandaríkjanna og ESB um fríverslunarsamning. Utanríkismálanefnd öldungadeild- ar Bandaríkjaþings samþykkti í gær ályktun sem greiðir fyrir loftárásum á Sýrland. »22, 24 AFP Í Stokkhólmi Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, Sauli Niinistö Finnlandsforseti, Obama for- seti, Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, og Sigmundur. Obama ræddi efna- vopnaárás í Sýrlandi  Forsætisráðherra tjáir sig ekki um málflutning forsetans 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ef vöxtur í ferðaþjónustu verður að jafnaði 15% á ári út áratuginn munu gjaldeyristekjur af greininni aukast í 759 milljarða kr. árið 2020. Rætist spáin munu 2,14 milljónir erlendra ferðamanna koma til landsins 2020. Þetta áætlar Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Sam- tökum ferðaþjónustunnar, þegar hann er spurður út í horfur um gjaldeyrisöflun greinarinnar. Að sögn Gunnars Vals aflaði ferðaþjónustan 238 milljarða króna í erlendum gjaldeyri árið 2012, 285 milljarða í ár og að óbreyttu 328 milljarða 2014. Samkvæmt áður- nefndri áætlun verður talan komin í 377 millj- arða 2015, 434 milljarða 2016, 499 milljarða 2017, 574 millj- arða 2018, 660 milljarða 2019 og 759 milljarða 2020. Hér er horft mörg ár fram í tímann og leggur Gunnar Valur áherslu á að taka beri þessar tölur með þeim fyrirvara að um grófa áætlun sé að ræða, sem taki hliðsjón af vexti síðustu ára hjá greininni. Hlutur ferðaþjónustunnar í gjald- eyrisöflun þjóðarinnar var 23,5% ár- ið 2012 og var greinin þá í öðru sæti á eftir sjávarútvegi sem aflaði 26,5% gjaldeyrisins, eða ríflega 268 millj- arða króna. Rætist áætlunin um vöxt ferðaþjónustunnar verður greinin því farin að skapa um þrefalt meiri gjaldeyri fyrir þjóðarbúið árið 2020 en sjávarútvegurinn gerði í fyrra. Ber í því efni að horfa til þess að verð á sjávarafurðum sveiflast til og frá og útgefinn kvóti sömuleiðis. Um 800.000 ferðamenn í ár SAF áætla að hingað komi um 800.000 ferðamenn í ár. Miðað við 15% aukningu næstu ár munu hing- að koma 925.000 ferðamenn 2014, 1,064 milljónir 2015, 1,22 milljónir 2016, 1,4 milljónir 2017, 1,62 millj- ónir 2018, 1,86 milljónir 2019 og 2,14 milljónir árið 2020. Spurður hvort slíkur vöxtur sé raunhæfur ár eftir ár segir Gunnar Valur, sem telur að mikil tækifæri bíði Íslendinga: „Ef ferðaþjónustan nýtur stuðn- ings og ráðist er í að bæta innviði og gera þá mannsæmandi höfum við fulla möguleika á því að viðhalda góðum vexti, vegna þess að Evrópu- búar og íbúar annarra heimshluta vilja ferðast til Íslands. Möguleikar fólks á ferðalögum eru alltaf að aukast, þ.m.t. fólks í fjölmennum ríkjum á vaxandi mörkuðum, eins og til dæmis í Asíu og á Indlandi. Það gefur Íslandi mikla möguleika hvað varðar vöxt og fjölda ferðamanna.“ Tekjur í 759 milljarða 2020  Samtök ferðaþjónustunnar áætla að gjaldeyristekjur af greininni margfaldist  Þær voru 238 milljarðar 2012 en verða ef spár rætast 759 milljarðar 2020 Gunnar Valur Sveinsson Tekjur Íslendinga af alþjóðlegri flugumferðarstjórn aukast ár frá ári. Þær voru um 3,6 millj- arðar 2012, 3,35 milljarðar 2011, 2,9 milljarðar 2010, 2,1 milljarður 2009, 1,7 milljarðar 2008 og 1,4 milljarðar 2007. Þetta má lesa út úr árs- skýrslum Isavia 2010-2012 og eldri ársskýrslum Flugstoða. Um er að ræða yfirflug sem Isavia þjónar á grundvelli samn- ings við Alþjóðaflugmálastofn- unina. Greitt er fyrir þjónustuna með enskum pundum. Tekjurnar skapast innan ísl. flugupplýs- ingasvæðisins og hluta þess grænlenska og færeyska. Spáð er að tekjurnar verði tæpir fjórir milljarðar í ár. Stöðug tekjuaukning FLUGUMFERÐARSTJÓRN F ÍT O N / S ÍA F I0 4 3 2 5 9 568 8000 | borgarleikhus.is Dúfu rnar – 18 vin a leikh úshó pur 4 sýn ingar að eig in val i Áskri ftar- kortið okkar Sigmundur Davíð segist aðspurður hafa boðið Obama til Íslands. „Ég bauð honum og fjölskyldunni til Íslands. Það vildi svo vel til að hann var nýbúinn að ræða heilmikið um Ísland við upplýsingafulltrúa sinn sem var á Íslandi fyrir skömmu. Upplýsingafulltrúi þessi hafði talað þannig um landið að Obama var orðinn spenntur fyrir að koma. Vonandi getur orðið af því,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir leiðtogana hafa sýnt íslenskum jarðhita áhuga. „Það var heilmikið rætt um umhverfismál og endurnýjanlega orkugjafa og mikill áhugi á framlagi Íslands í þeim efnum, ekki síst í tengslum við þróunarmál, þ.e.a.s. mikilvægi þess að byggja upp endurnýjanlega orku- gjafa í Afríku,“ sagði Sigmundur Davíð. Bauð Obama til Íslands BANDARÍKJAFORSETI SPENNTUR Lægsta tilboð í lagningu ljósleiðaranets í Hval- fjarðarsveit er 66 prósent af kostnaðaráætlun en verktakinn Þjótandi ehf. bauð lægst í verk- ið, eða um 198 milljónir króna. „Núna erum við að fara yfir tilboðin og sjá hvort þau standist ekki og að tilboðsgjafinn hafi ekki gleymt ein- hverju,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Laufey segir að aflafé sveitarfélagsins sé í kringum 500 milljónir á ári. „Þetta er auðvitað stór biti en við erum vel sett sveitarfélag og skuldum mjög lítið. Það er líka brýnt verkefni að nútímavæða íbúa í Hvalfjarðar- sveit.“ Aðeins tilboð Þjótanda var undir 300 milljónum króna, fimm tilboð voru á bilinu frá 202 milljónum upp í 235 milljónir. Hæsta tilboð í verkið var hins vegar upp á tæplega 340 milljónir. Ljósleiðari lagður í Hvalfjarðarsveit Persónuvernd hefur synjað prófessor við Háskóla Ís- lands um samkeyrslu persónuupplýsinga sem urðu til við rannsókn á hreyfingu og holdafari barna árið 2003 við upplýsingar Námsmatsstofnunar. Keyra átti upplýsingarnar úr rannsókninni saman við námsárangur nemenda í samræmdum prófum. Þar sem rannsakandi sendi ekki tilkynningu til Persónuverndar á sínum tíma um vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar, sem honum bar skylda til, og jafnframt liggur ekki fyrir samþykki þátttakenda fyrir áframhaldandi varðveislu gagnanna eða reynt hafi verið að tryggja lögmæti vinnslunnar með öðrum hætti, var umsókn um samkeyrslu synjað. Eins ber að eyða persónulegum gögnum ef ekki fæst samþykki fyrir 1. nóvember frá þátttakendum rannsóknarinnar frá 2003. Prófessor synjað um samkeyrslu gagna Ölvaður maður hótaði í gær að kveikja í Kútter Sigur- fara sem er á safnasvæðinu á Akranesi. Hann hafði hellt bensíni á dekk skipsins, sullað á sjálfan sig og hótaði að kveikja í sér og Sigurfara. Lögreglumenn reyndu að ræða við manninn og fá hann til að yfirgefa bátinn með góðu. Erfitt var hins vegar að semja við manninn, en lög- reglumenn náðu á endanum að yfirbuga hann. Kútter Sigurfari er 86 smálesta eikarseglskip, smíðað árið 1885 í Englandi og notað við handfæraveiðar við Ís- landsstrendur til 1919, og síðan af Færeyingum til 1970. Hótaði að kveikja í Sigurfara á Akranesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.