Morgunblaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 40
40 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 Nýtt! Heilbrigt hár á náttúrulegan hátt! Hárvörurnar frá Weleda eru mildar en áhrifaríkar, örva hársvörðinn og stuðla að náttúrulegu heilbrigði hársins. Hárvörurnar eru unnar úr þremur ólíkum korntegundum, hirsi, hveiti og höfrum. Það er margt líkt með korni og hári. Korn vex í frjóum jarðvegi og til að hárið verði fallegt, þarf hársvörðurinn að vera heilbrigður. Hver vara hefur sinn sérstaka ilm. Í samhljómi við mann og náttúru. www.weleda.is Útsölustaðir Weleda eru heilsuverslanir og apótek um allt land www.facebook.com/weledaísland Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft að berjast fyrir sjálfstæði þínu bæði heima fyrir og í vinnunni. Leggðu þig fram um að leita sátta og hlustaðu vel á alla aðila því sjaldan veldur einn þá tveir deila. 20. apríl - 20. maí  Naut Fólk mun tala. En, ef þú leyfir þér að finna sársaukann rétt sem snöggvast áttu heila eilífð í bata framundan. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Rifrildi við fjölskyldumeðlimi er líklegt núna. Skuld sem þú taldir þig eiga vangoldna er nú að fullu greidd. Þú átt það til að mikla hlutina fyrir þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér kann að finnast þú umsetin/n og eiga erfitt með að gera nokkurn skap- aðan hlut. Vertu því opin/n og óhrædd/ur við að takast á við nýja og spennandi hluti. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Annríkið er svo sannarlega mikið en hægt er að stöðva allt með einu brotnu tannhjóli. Líttu í eigin barm og skoðaðu málin í rólegheitunum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er alltaf eitthvað að gerast í hausnum á þér. Þér líður afar vel þessar vikurnar, mundu eftir þessari líðan þegar syrtir í álinn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur heppnina með þér í dag. Oft- ar en ekki er nauðsynlegt að ræða út um hlutina svo allir séu sáttir við þá stefnu, sem mál taka. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Mundu að það er ekki bara það sem sagt er sem skiptir máli, líka hvernig það er sagt. Þó að skjólið sé gott er samt nauðsynlegt að takast á við lífið fyrir utan. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef þú ætlar þér að hafa vit fyrir öðrum kanntu að rata í harðar deilur í dag. Passaðu þig á að láta ekki lítið rifrildi spilla stóru verkefni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Fólk sækir að þér úr öllum áttum og þú skilur síst hvað veldur því. Einhver gerir eitthvað í dag, sem færir hana/hann úr ytri hring í hinn innri. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ekki leyfa rökhugsuninni að af- neita fyrirbærum á borð við töfra og heppni. Kannski er ekki úr vegi að leggja spilin á borðið á næstunni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft að eiga við vandræðageml- inga, erfitt fólk. Leggðu þig fram um að sjá málin í víðara samhengi. Þú hefur heppnina með þér á næstunni. Það er jafnan líf í tuskunum í ár-legri haustferð Iðunnar, en hún verður farin á laugardaginn kemur og er brottför frá BSÍ stund- víslega kl. 8.30. Á meðal við- komustaða verða Eiríksstaðir undir leiðsögn Sigurðar Jökulssonar á Vatni, Hjarðarholt kirkjustaður og bær Ólafs Pá, Sælingsdalslaug, Krosshólaborg bænastaður Auðar djúpúðgu, Hvammur fæðingar- staður Snorra Sturlusonar. Venju samkvæmt mun standurinn ganga um rútuna og er gert ráð fyrir að ritblý fyrir vísur, hlífðarföt og skór við hæfi verði í farteskinu. Þorvald- ur Þorvaldsson annast skráningu en hann er með netfangið: vivaldi@simnet.is. Í fréttabréfi Iðunnar kennir ým- issa grasa. Höskuldur Búi Jónsson kastar fram limru: Hugfangin heyrðum við forðum um hagvöxt í tölum og orðum. Lifnar því lund og léttist um stund er brauðmylsnan hrynur af borðum. Sigrún Haraldsdóttir orti yfir sjónvarpsfréttum: Þótt háin taki Huppu í kvið og hylji meðal tík er ekki slegið slöku við slátt í Reykjavík. Fundir Iðunnar fara fram í Gerðubergi og verður kvæðalaga- æfing þar 2. október en félags- fundur þar sem hagmælskunni er gert hátt undir höfði 4. október. Fundirnir hefjast kl. 20 og eru öll- um opnir. Eflaust mun Þórarinn M. Baldursson láta að sér kveða, en hann yrkir: Varkárni ég mikils met, minna gæti skrefa, fyrirvara fyrst ég set, flest svo dreg í efa. Konráð Erlendsson las vísuna um að Valdimar Gunnarsson væri sest- ur í helgan stein: Líða fer á lífs míns hlaup litlu fæ ég um það breytt. Í framtíðinni fæ ég kaup fyrir að gera ekki neitt. Hjálmar Freysteinsson gerðist háfleygur er hann frétti af því að Pétur Stefánsson hefði selt bílinn sinn norður: Laufblöð sölna og litka börð líður senn að vetri. En ekki prýðir Eyjafjörð Elantran frá Pétri. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af efasemdum, slætti og haustferð Iðunnar Í klípu BANKAÐU ALLTAF! LEYDARDÓMAR SNYRTIATHAFNA KARLMANNA ERU BEST GEYMDIR Í LEYNI. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EINHVERN DAGINN MUNTU GLEÐJAST YFIR ÞVÍ AÐ VERA MEÐ ÞESSA LÍFTRYGGINGU“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hita handa henni súkkulaði þegar hún getur ekki sofnað. SÖTR HRÓLFUR, MÉR FINNST EINS OG ÞÚ TAKIR MÉR SEM SJÁLFSÖGUÐM HLUT! ÞAÐ ER EKKI SATT, HELGA... ...ÞÚ ERT STÆRSTI HLUTINN AF LÍFI MINU ÉG TÓK BARA SVONA TIL ORÐA, ÁSTIN MÍN! HVERNIG ER KAFFIÐ? ÞAÐ SKILAÐI SÍNU! Víkverja finnst pólitísk umræðaiðulega festast í hjólfari, sem hún kemst ekki upp úr, og snúast fremur um aukaatriði en aðalatriði. „Nútím- inn er trunta með tóman grautar- haus,“ söng Egill Ólafsson á fyrstu plötu Þursaflokksins og uppfærði þar rómverska orðskviðinn o tempora, o mores, sem útleggst hvílíkir tímar, hvílíkir siðir. Nýlega hlustaði Víkverji á pallborðsumræður í tilefni af vænt- anlegum kosningum í Þýskalandi á þýskri vefsíðu þar sem heimspeking- urinn Richard David Precht var með- al þátttakenda. Þar talaði hann um að stjórnmálamenn væru fangar nú- tímans. Öll pólitísk umræða snerist um núið, samtímann. Alla sýn skorti á framtíðina. Ekki heyrðist til dæmis aukatekið orð um það hvernig Evr- ópusambandið ætti að líta út eftir tíu ár eða tuttugu. x x x Precht, sem er höfundur bókar-innar Hver er ég – og ef svo er hve margir? er kom út á íslensku í fyrra, rakti þetta meðal annars til þess mikla magns upplýsinga, sem steyptist yfir nútímamanninn. Úti- lokað væri að nokkur maður kæmist í gegnum upplýsingaflóðið og það gerði að verkum að nánast væri ógerningur að fá yfirsýn. Allt færi að snúast um hvernig ætti að vinna á vanda dagsins í stað þess að leggja línur til framtíðar. Á slíku ferðalagi er hætt við því að tilviljanir ráði för fremur en ásetningur. x x x Framkvæmdir á Hofsvallagötu hafaverið í fréttum. Þar hefur verið þrengt að umferð bíla og málaðir hjólreiðastígar. Þessu fylgir mikil litagleði, en mesta athygli hafa þó vakið fuglahús, sem standa á staur- um. Sumir hafa velt fyrir sér hvort þetta sé leið til þess að fjölga íbúum við Hofsvallagötu og eigi að verða til þess að þétta byggð. Víkverja finnst ólíklegt að fuglum finnist eftirsóknar- vert að gera sér bústað ofan í umferð- inni á Hofsvallagötu. Einhver benti hins vegar á að ætlunin gæti verið að ganga lengra en bara þrengja að um- ferð í götunni. Nú yrði hægt að banna alla umferð um hana meðan á varp- tíma stæði. víkverji@mbl.is Víkverji Að óttast Drottin er upphaf speki, þeir vaxa að viti sem hlýða boðum hans. Lofstír hans stendur um eilífð. (Sálmarnir 111:10)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.