Morgunblaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 ✝ IngibjörgLovísa Sæ- mundsdóttir fædd- ist í Valagerði í Seyluhreppi í Skagafirði 24. nóv- ember 1923. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnu- hlíð 19. ágúst 2013. Foreldrar Ingi- bjargar voru Sæ- mundur Jóhanns- son, f. 5.11. 1865, d. 2.4. 1941, og Guðný Jónsdóttir, f. 7.5. 1885, d. 18.12. 1963. Alsystkini: Svanhildur, f. 1919, d. 2011, Ei- ríkur, f. 1925, Sigurjón, f. 1927, d. 1990. Sammæðra: Björn, f. 1904, d. 1991, Guðvin Óskar, f. 1907, d. 1987, Jón Jóhann, f. 1908, d. 1965, Alfreð Ingiberg, f. 1910, d. 1991. Samfeðra: Jó- hann Steinn, f. 1893, d. 1899, Jóhanna Guðlaug, f. 1896, d. 1978. Ingibjörg giftist Lárusi Thorberg Halldórssyni hinn 20. júlí 1946. Lárus lést 24. júní 1999. Ingibjörg og Lárus eign- uðust tvo syni: Halldór Thor- berg framkvæmdastj., f. 31.8. 1946, og Sæmund Guðna, f. Thorberg er Anna Jóna Bald- ursdóttir, f. 5.11. 1972, saman eiga þau dótturina Katrínu, f. 8.4. 2008, einnig á Leifur dótt- urina Kristjönu Leifsdóttur, f. 24.9. 2000, af fyrra sambandi. Fóstursynir Leifs Thorberg eru Yngvi Leó Þráinsson og Bjarki Grettisson. Maður Ingu Láru er Guðmundur Þ. Ólafsson, f. 30.7. 1971. Börn Ingu Láru eru: Heiðrún Ósk Bergmannsdóttir, f. 6.10. 1998, Þorsteinn Árni Harðarson, f. 16.7. 2001, Sunna Líf Elvarsdóttir, f. 9.7. 2004, Guðjón Óli Inguson, f. 19.10. 2009, Bjartmey Ýrr Guðmunds- dóttir, f. 28.11. 2012. Ingibjörg ólst upp í Skaga- firði, hún fór þaðan í hús- mæðraskólann á Staðarfelli í Dölum. Fljótlega eftir skóla- dvölina fór hún til starfa í Reykjavík. Í Reykjavík kynntist hún eiginmanni sínum Lárusi. Ingibjörg og Lárus bjuggu lengst af í Reykjavík í Garða- stræti 19. Þaðan fluttu þau árið 1988 á Kópavogsbraut 1a í Kópavogi. Ingibjörg fluttist ár- ið 2010 á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Ingibjörg helgaði sig húsmóðurstarfinu en vann auk þess ýmis störf í gegnum tímann. Hún var mikil hann- yrðakona og liggja eftir hana mörg verk. Útför Ingibjargar verður gerð frá Digraneskirkju í dag, 5. september 2013, kl. 15. 27.9. 1949. Eig- inkona Halldórs Thorberg er Krist- jana Jónsdóttur fjármálastj., f. 14.10. 1947. Synir þeirra eru Lárus Gísli, f. 12.8. 1970, og Brynjar Jóhann, f. 7.1. 1976. Kona Lárusar Gísla er Guðríður Sverris- dóttir, f. 18.8. 1966. Börn þeirra eru Halldór Snær, f. 22.12. 2004, Lovísa Rós, f. 28.4. 2006, Oliver Ósk- arsson, f. 14.2. 1995. Kona Brynjars Jóhanns er Kristjana Friðbjörnsdóttir, f. 11.1. 1976. Synir þeirra eru Kristján Andri, f. 17.3. 2003, Róbert Óli, f. 7.1. 2005. Sæmundur Guðni á þrjú börn með fyrrv. konu sinni, Hrefnu E. Leifsdóttur, f. 10.4. 1950. Börn þeirra eru: Ingibjörg Svana, f. 19.3. 1968, Leifur Thorberg, f. 27.3. 1973, og Inga Lára, f. 8.10. 1979. Maður Ingibjargar Svönu er Hafsteinn Haukur Hreiðarsson, f. 3.9. 1968. Börn þeirra Tinna Dís, f. 27.12. 1996, og Leó Snær, f. 26.7. 2007. Kona Leifs Þegar ég hugsa um ömmu mína hellast minningarnar yfir eins og straumur og af nógu er að taka því þeir eru sjálfsagt ekki margir sem notið hafa þeirra forréttinda að hafa átt ömmu sína að í 45 ár í gegn um sætt sem súrt. Amma var frekar hæglát kona en föst fyrir og mikill dugnaðarforkur alla tíð. Hún var mikil búkona og var af þeirri kynslóð er mundi tímana tvenna og barátta var að hafa í sig og á. Á heimili ömmu og afa ríkti öryggi og ást og þau voru samhent alla tíð við leik og störf. Amma mín var snilldar- kokkur og eyddi ófáum stundum í eldhúsinu að útbúa kræsingar fyrir fjölskyldu og vini og er óhætt að segja að það fara ekki margir í sporin hennar í þeim efnum. Þau voru ófá málin sem voru rædd við eldhúsborðið hjá þeim og skemmtilegar umræður spruttu um ýmis mál sem gjarn- an voru leyst á staðnum. Amma var líka meistari hannyrða og föndurs og það var ekki til sá hlutur sem ekki lék í höndunum á henni. Því bera hinir mörgu munir sem eftir hana eru fagurt vitni. Hún var mikið náttúru- barn og kenndi mér að veita at- hygli litunum og fegurðinni í ís- lenskri náttúru og var stundum ekki laust við sveitarómantík. Hún notaði oft liti og þemu úr íslenskri náttúru í listaverkin sín hvort sem það var vatnslita- mynd eða saumar. Hún hafði mikið yndi af plöntum og var sannarlega með „græna fingur“, það lifnaði allt hjá henni hvort sem það voru sítrónusteinar, vínberjasteinar eða laukar eins og begóníur og glossíur. Mér er minnisstætt að í stofugluggun- um í Garðastræti, þar sem afi og amma bjuggu lengst af, voru blómstrandi plöntur eins og skógarkaktus og jólakaktus svo fallegar að þær vöktu athygli vegfarenda. Það er ómetanlegt að hafa átt ömmu sem lét sig mig varða alla tíð, hún hafði einlægan áhuga á því sem ég tók mér fyrir hendur og hvatning til dáða fylgdi með. Hún amma mín trúði á það góða í fólki og fannst að það ætti að forðast þátttöku í því sem hún kallaði stundum veiðibjöllusam- félag, þar sem hver hrifsar til sín án tillits til annarra. Þau góðu gildi sem hún amma mín kenndi mér munu fylgja mér alla tíð og oft hef ég spurt mig ef ákvarðanir þurfti að taka hvað henni ömmu hefði nú fundist um þetta eða hitt. Það er því með huga fullan af þakklæti, ást og virðingu sem ég kveð ömmu mína og er þess fullviss að afi hafi tekið vel á móti henni ásamt öllum þeim góðu ættingjum og vinum sem á undan eru farnir. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Jóhannes úr Kötlum) Ingibjörg Svana Sæmundsdóttir. Ingibjörg Lovísa Sæmunds- dóttir, föðursystir mín, lést mánudaginn 19. ágúst sl. Kveðjuorð frá okkur Henný. Þegar ég var námsmaður í Reykjavík var gott að eiga at- hvarf hjá henni Öbbu frænku í Garðastrætinu. Það var eins um mig og ætíð um námsmenn að ég var ekki fjáður. Ég heimsótti hana því oft á matmálstímum og þessi elska hvatti mig til að koma sem oftast í mat hjá sér og Lalla, manni hennar. Þannig fór að ég var ansi oft í Garðastræt- inu og alltaf var mér jafn vel tekið þó að ég hafi ekkert verið að gera boð á undan mér. Þegar ég heimsótti hana fyrir allmörgum mánuðum, en þá var hún nokkuð sjóndöpur, tók hún í höndina á mér og vildi halda sem lengst. Því fylgdi mikill söknuður og margar samveru- stundir rifjuðust upp. Henni á ég svo mikið að þakka og Lalla líka. Þau héldu lífi í mér fyrstu árin mín í Reykjavík því hinn svokallaði dreifbýlisstyrkur fyr- ir námsmenn utan af landi, eins og það hét þá, dugði skammt. Þegar ég var um 12 ára fór ég ásamt Össa bróður mínum hringferð um landið. Ferðin hófst í Reykjavík. Abba tók á móti okkur og við gistum hjá henni í góðu yfirlæti eins og allt- af. Þetta var um miðjan júní svo við fengum að upplifa 17. júní í Reykjavík, sem var mikil upp- lifun fyrir okkur. Á þessum ár- um gat ég alltaf leitað til henn- ar. Hún var svona eins og önnur mamma mín þegar ég dvaldi í Reykjavík. Mig langar líka að nefna að þegar ég kom í Garða- strætið með þá stúlku sem varð konan mín, var henni álíka vel tekið. Hún fann alltaf fyrir hlýju og góðri nærveru hjá þeim hjón- um og voru þau fyrst til að óska okkur til hamingju hvort með annað. Ég þakka þér Abba mín fyrir alla þína ástúð sem þú sýndir mér. Ég mun ætíð hugsa til þín þó að þú sért komin á annan stað í tilverunni. Þú tekur örugglega vel á móti mér í fram- tíðarlandinu. Takk fyrir allt. Ég bið góðan guð að taka þig að sér og gefa vatn úr himins tæru lind. Ég veit að allir farnir vinir fagna þér. Í fögrum sölum í almættisins mynd. Reynir Sigurjónsson, Henný Júlía Herbertsdóttir og dætur. Eftir bjartan daginn kemur nótt og nú er nóttin sár. Amma sem hefur gefið okkur svo mikið kveður. Alla tíð frá því að ég sem pjakkur fór að fara í Garða- strætið til afa og ömmu hefur óendanlegt hlýja og væntum- þykja umlukið mann frá þeim. Alltaf voru þau bæði tilbúin að gefa tíma og natni til að kenna litlum dreng hagnýta og skemmtilega hluti. Við amma hnýttum m.a. túpur ýmist þaul- reyndar eða skáldaðar á staðn- um, pökkuðum sökkum og rot- urum. Ég fékk að reyna spennandi hluti sem ekki marg- ir krakkar á mínum aldri fengu að reyna. Ekki latti það mann að heimsækja ömmu ef von var að komast í hádegismat eða kaffi. Amma dró alltaf fram veislur þegar mann bar að garði allt frá því að ég kom sem pjakkur í Garðastrætið og síðar þegar ég kom með börnin og konu í Sunnuhlíðina. Amma lærði í húsmæðraskólanum á Staðarfelli við Hvammsfjörð, ekki veit ég hvort kenndur var pitsubakstur í þeim skóla en maturinn hjá ömmu var alltaf góður. Mér er það í fersku minni þegar amma spurði mig hvað ég vildi fá í hádegismat næsta dag þar sem það var ljóst að þá yrði ég yrði í mat. Ég var ekki lengi að svara og bað um pitsu. Amma var ekki viss um hvað það var og fékk lýsingar hjá stráknum. Daginn eftir kom strákurinn í mat og þá blasti við sú magnaðasta pitsa sem ég hef séð en þann dag í dag. Pitsan var með álíka þykkum botni og við þekkjum en kjötið og ost- urinn var almennilega útilátið. Þegar ég spurði ömmu af hverju hún væri svona þykk, þá svaraði hún, mér fannst þetta svo ræf- ilslegt svona þunnt með engu of- an á. Þetta er besta pitsa sem ég hef fengið. Í þeim fjölmörgu veiðiferðum sem ég fór með pabba og afa var alltaf hægt að reiða sig á eitt, sama hvernig viðraði og veiddist, og það var gómsætt nesti frá ömmu og oft- ast sérstakur pakki handa stráknum með uppáhaldssam- lokunni. Best er þó veganestið sem ég hef fengið frá þessari hlýju og óeigingjörnu ömmu sem allt vildi fyrir mann gera. Jólaboð á jóladag sitja ofarlega í minningunni, jólaandinn var alltaf svo hreinn. Það þarf ekki annað en að loka augunum til að sjá fyrir sér jólaskrautið og jólatréð sem amma og afi höfðu sjálf búið til og fönguðu athygli ungra barnabarna svo tímunum skipti. Ég man hvað það var margt á jólaborðinu sem fangaði athygli augans og bragðlauk- anna. Amma og afi voru alltaf að, lögðu mikið á sig í vinnu. Á kvöldin var unnið fyrir framan sjónvarpið við að gera svipur, rotara, túpur, sökkur og fleira klárt fyrir veiðiverslanir. Amma og afi framleiddu og hönnuðu veiðivörur sem margan fönguðu fiskinn en hvergi fást í dag. Alla þessa vinnu lögðu þau á sig meira og minna fyrir aðra. Landið sem þau lögðu fjölskyld- unni til er ómetanlegt. Ég get ekki sagt að upptaka á kart- öflum hafi verið tilhlökkunar- efni á haustin, en að fara með ömmu og afa upp í land og borða nesti í skúrnum toppaði kalda putta og sultardropa. Á þessum stað lærði maður að bera virð- ingu fyrir náttúrunni og hvað hún getur gefið til baka ef um- hyggja og metnaður er gefinn til hennar. Mér er ótakmarkað þakklæti efsti í huga að hafa átt svo fallegt fólk að. Það er mér svo dýrmætt hvernig amma tengdist börnum mínum og konu sterkum böndum. Hún sveipaði þau ólýsanlegri um- hyggju og hlýju. Hlýju sem maður fann allt fram til þess síðasta. Amma, það er sárt að sakna þín, þú hefur gefið okkur svo mikið. Söknuðurinn er tak- markalaus en nú getur þú loks- ins hitt afa aftur og það er hugg- un harmi gegn. Lárus Halldórsson og fjölskylda. Ingibjörg Lovísa Sæmundsdóttir ✝ Þórunn Örn-ólfsdóttir fædd- ist á Suðureyri við Súgandafjörð 21. október 1937. Hún lést á Landspítala- Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 23. ágúst 2013. Foreldrar Þór- unnar voru Örn- ólfur Valdimarsson kaupmaður og út- gerðarmaður á Suðureyri, f. 5.1. 1893 á Ísafirði, d. 3.12. 1970, og seinni kona hans, Ragnhildur Kristbjörg Þorvarðsdóttir, f. 24.2. 1905 á Stað í Súgandafirði, d. 16.9. 1986. Börn þeirra eru Þorvarður, f. 1927, d. 2013, Anna, f. 1928, d. 1999, Guðrún, f. 1929, d. 1933, Valdimar, f. 1932, Ingólfur Óttar, f. 1933, Arnbjörg Auður, f. 1935, Margrét, f. 1941, Guðrún Úlfhildur, f. 1943, og Sigríður Ásta, f. 1946. Með fyrri konu sinni, Finnborgu J. Krist- jánsdóttur, átti Örnólfur dótt- urina Finnborgu, f. 1918, d. 1993. Börn Þórunnar eru Þorvarður ára fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem Örnólfur og Ragnhildur bjuggu sér og börnum sínum nýtt heimili á Langholtsvegi 20. Þórunn var góðum náms- og tónlistarhæfi- leikum gædd, hún stundaði nám við Laugarnesskóla og Kvenna- skóla Reykjavíkur og sótti einnig píanótíma. Hún lauk landsprófi árið 1953 og nam síðan einn vet- ur við lýðháskóla í Danmörku. Þórunn giftist árið 1962 Dougl- asi H. Carr, fyrstu sambúðarárin bjuggu þau á Suðurnesjunum og í Reykjavík, en fluttust árið 1967 til Bandaríkjanna og bjuggu þar á nokkrum stöðum fram til árs- ins 1971 þegar leiðir þeirra skildi. Þórunn fluttist þá aftur til Íslands með börn sín tvö og bjó eftir það í Reykjavík. Er líða tók á ævi Þórunnar urðu stigvaxandi andleg veikindi þess valdandi að hún þarfnaðist æ meiri umönn- unar og varð hún að lokum vist- maður á geðdeild Landspítalans og síðar á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Síðustu árin sem Þórunn lifði bráði þó heldur af þessum erfiðu veikindum og átti hún þá um margt góða ævi, ekki síst eft- ir að barnabörn hennar komu til sögunnar, en á þeim hafði hún mikið dálæti. Útför Þórunnar verður gerð frá Áskirkju í dag, 5. september 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Árnason nátt- úrufræðingur, f. 15. maí 1960, og Christine Carr leik- kona, f. 9. maí 1965. Þorvarður er kvæntur Soffíu Auði Birgisdóttur bókmenntafræð- ingi, f. 25. sept- ember 1959. Börn þeirra eru Sigríður Þórunn, f. 1995, og Árni Birgir, f. 1998, en eldri syn- ir Soffíu og fóstursynir Þorvarð- ar eru Jökull, f. 1981, og Kol- beinn, f. 1985. Faðir Þorvarðar er Árni Grétar Árnason, f. 1934. Christine er í sambúð með Níels Hermannssyni lögreglumanni, f. 20. september 1968. Börn henn- ar og Glenns Roberts Hodge lög- fræðings, f. 1954, eru Kumasi Máni, f. 1996, og Þóranna Kika, f. 1999. Dóttir Níelsar er Herdís Hrönn, f. 1987, og sonur hennar Daníel Rafn, f. 2007. Faðir Christine var Douglas Harold Carr, f. 1940, d. 2003. Þórunn ólst fyrstu árin upp á Suðureyri en þegar hún var átta Harmar fönn á heitum degi hreinleika gengins vetrar eða fagnar hún frelsi í fangi svipulla vinda? (Stefán Hörður Grímsson) Þegar ég kynntist Þórunni, tengdamóður minni, fyrir tuttugu árum, höfðu veikindi hennar þeg- ar tekið mikinn toll af lífsfjöri hennar og orku. Engu að síður varð mér strax ljóst að þar fór kona sem hafði fengið bæði góðar gáfur og fegurð í vöggugjöf. Það fyrsta sem ég tók eftir í fari Þór- unnar voru augun, stór, athugul og spegluðu hyldýpi af reynslu, og þykkt og mikið hárið sem hélt sín- um dökka lit fram yfir sjötíu árin. Að upplagi var Þórunn kát og félagslynd og hún hafði sérstakt yndi af tónlist og söng. Hún lærði ung að spila á píanó og lék gjarnan undir þegar stórfjölskyldan hittist í árlegum fjölskylduboðum á Langholtsveginum, þar sem sam- söngur var órjúfanleg hefð – og er enn. Þórunn kunni alla texta, öll erindi langra sönglaga, og hún söng áreynslulaust, hátt og lag- visst og raddaði fallega þar sem það átti við. Á slíkum gleðistund- um lék um hana ljómi sem vakti grun að það sem gæti hafa orðið ef miskunnarlausar krumlur sjúk- dómsins hefðu ekki gripið eins harkalega inn í lífið og raunin varð. Þórunn var svo gæfusöm að eiga stóra og hjartahlýja fjöl- skyldu sem sinnti henni vel í veik- indum hennar sem lögðust þungt á um langt árabil. Að öðrum ólöst- uðum voru systur hennar, Adda, Úlla, Magga og Sigga, óþreytandi í umhyggju sinni og alúð og skipt- ust þær á að heimsækja hana þeg- ar hún átti ekki lengur sjálf heim- angengt. Fyrir þá umhyggju verður þeim seint þakkað. Þórunn var mjög stolt af börn- um sínum og barnabörnunum og það var henni vafalaust sárt að geta ekki sinnt þeim eins og hún hefði viljað ef aðstæður hefðu ver- ið aðrar. Á allra síðustu árum bjó Þórunn við mjög skert lífsgæði; hún var bundin hjólastól og þurfti að kljást við síhrakandi heilsu. Ég trúi því að hún hafi dáið södd líf- daga og „fagni nú frelsi í fangi svipulla vinda“. Soffía Auður Birgisdóttir. Nú þegar Dúdda systir er látin leitar hugur minn til æskuáranna á Suðureyri, sem voru okkur svo gæfurík í faðmi góðra foreldra og systkina. Stutt var á milli okkar systra í aldri, svo við vorum nán- ast eins og tvíburar, alltaf eins klæddar á fjölskyldumyndum fram að tvítugu. Við lékum okkur við krakkana í plássinu þar sem allir þekktu alla eins og ein stór fjölskylda. Dúdda fékk marga góða hæfileika í vöggugjöf og var orðin fluglæs á þykkustu doðranta sex ára gömul. Hún lærði snemma á píanó og gítar og kunni alla tíð ótal lög og texta betur en flestir og naut fjölskyldan góðs af. Dúdda tók landspróf frá Kvennó þar sem Vassi bróðir kenndi stærðfræði við góðan orðstír, blessuð sé minn- ing hans. Hún var í lýðháskóla í Danmörku þar sem hún undi sér vel og var gaman að skoða vinnu- bækur hennar þaðan. Að námi loknu vann hún almenn skrifstofu- störf og var vel metinn starfs- kraftur. Hún dvaldi með fjöl- skyldu sinni í Bandaríkjunum og á Spáni í nokkur ár. Dúdda bjó alla tíð að því góða í lífinu, að eiga tvö vel gerð börn og fjögur barnabörn sem hún var svo hreykin af og bar mikla umhyggju fyrir. Hún var þakklát fjölskyldu sinni og trygg- um vinum sem létu sér annt um hana. Kær systir mín var umfram allt falleg og góð kona sem ætíð hélt reisn sinni þrátt fyrir margs- konar mótlæti í lífinu. Við Þórhall- ur munum sakna heimsóknardag- anna til hennar að Skjóli þar sem svo vel var að henni búið. Guð geymi elsku systur mína og fjöl- skyldu hennar. Arnbjörg Örnólfsdóttir. Það er eru ekki margir í húsinu sem við hér á 2. hæðinni náðum að tengjast á sama hátt og við tengd- umst Þórunni, það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast henni. Hún kom daglega niður á skrif- stofu, hringdi bjöllunni um leið og hún tók dagblöðin til að færa fólk- inu þau nógu snemma fyrir morg- unmatinn. Hún gaf sér ævinlega góðan tíma til að spjalla við okkur og var alltaf jafn hlý í viðmóti og hrósaði okkur í hástert og tók eftir öllu, svo sem ef við vorum ný- klipptar og þessháttar. Þórunn var mikill fagurkeri og hafði gaman af að punta sig og hafði ævinlega sögu að segja um skartið sem hún bar, hver gaf henni og af hvaða tilefni. Oft á tíð- um spurði hún okkur hvort hún ætti að klippa hárið stutt og fékk ævinlega sama svarið frá okkur að það mætti hún ekki gera, hún yrði að leyfa þessu fallega hári að njóta sín. Á hverjum degi lá leið hennar inn í leikfimisalinn og þótti okkur mjög skemmtilegt að heyra söng- inn hennar óma fram á skrifstofu til okkar. Einnig þegar skemmtun var á sal þá naut hún sín verulega vel, kunni alla texta og söng með. Kæra fjölskylda, við vottum ykkur samúð og megi góður Guð geyma minningu Þórunnar. Ragnhildur og Sif. Þórunn Örnólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.