Morgunblaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 ✝ Edda Páls-dóttir fæddist á Ísafirði 13. mars 1940. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi 26. ágúst 2013. Foreldrar henn- ar voru Gestína Þorbjörg Sumar- liðadóttir frá Ísa- firði, f. 11. júní 1914, d. 5. nóvember 1993 og Páll Guðjónsson frá Patreks- firði, f. 22. janúar 1914, d. 24. apríl 1984. Systkini Eddu eru Hreinn, f. 1938, Gísli, f. 1944, og Sólveig, f. 1955. Hinn 1. febrúar 1964 giftist Edda Elvari Geirdal, f. 25. desember 1939, d. 5. júlí 2000. For- eldrar Elvars voru Þórður S. Ásgeirs- son og Iðunn Geir- dal. Fósturfor- eldrar Elvars voru Geirlaug Gróa Gestsdóttir og maður hennar Jó- hannes R.Þ. Jónsson. Börn Eddu og Elvars eru 1) Geirlaug Geirdal, f. 1964, maki Kjartan Fr. Adólfsson, f. 1964, börn þeirra eru a) Jenný Geirdal, f. 2002, b) Davíð Geirdal, f. d. 2005, og c) Edda Geirdal, f. 2005. 2) Ása Geirdal, f. 1970, börn hennar eru a) Guðrún Ansnes, f. 1987, unnusti Einar Benedikt Sigurðson, f. 1982, og b) Eiður Már Geirdal, f. 2004. 3) Þóra Geirdal, f. 1970, barn hennar er a) Elva Geirdal, f. 1998. 4) Páll Geirdal, f. 1970, maki Kolbrún Rut Pálmadóttir, f. 1973, börn þeirra eru a) Pálmi Geirdal, f. 2003 og b) Ísabella Dís Geirdal, f. 2007. Fyrir átti Elvar soninn Ævar Geirdal, f. 1962, maki Súsanna Antonsdóttir, f. 1963, börn þeirra eru a) Páll Rúnar, f. 1983, b) Egill Geirdal, f. 1985, c) Ingvar, f. 1980 og d) Anton, f. 1984. Útför Eddu fer fram frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn í dag, 5. september 2013, kl. 11. Tengdamóðir mín Edda Páls- dóttir hefur nú kvatt þennan heim eftir stutta sjúkrahúslegu. Þrátt fyrir veikindi sín var alltaf stutt í hláturinn hjá henni og hvar sem hún fór var glaðværðin og skopskynið ávallt með í för. Þessi létta lund hennar smitaði yfirleitt út frá sér, jafnt til yngra fólksins, sem og þeirra sem eldri eru. Edda virtist líka hafa ein- stakt lag á að sjá björtu hliðarnar á flestum málum og oftar en ekki setti hún ofan í við mig, þegar ég málaði of dökka mynd upp af hlutunum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast Eddu seinnipart sumars árið 1996, skömmu eftir að við Gógó dóttir hennar fórum að rugla saman reytum. Að vísu fannst mér alltaf hálfundarlegt hversu mjög dóttirin dró að kynna drenginn, sem hugsanlega átti eftir að verða viðhengi henn- ar til frambúðar fyrir foreldrum sínum. Því það liðu einir tveir mánuðir frá fyrsta stefnumóti okkar Gógóar þar til ég hitti til- vonandi tengdaforeldra mína þau Eddu og Elvar. Eigi vissi ég hver ástæðan var, en sá grunur lædd- ist að mér að stúlkan vildi siða drenginn aðeins til áður en stóra stundin rynni upp. En þegar til kom voru það Edda og Elvar sem tóku af skarið. Því eitt laugar- dagskvöldið þegar Gógó var á kvöldvakt hringdi síminn, í sím- anum var Elvar, sem sagði mér að skottast strax yfir til þeirra Eddu og fá mér kaffisopa. Ekki gengi að ég væri að hanga einn yfir sjónvarpinu. Að sjálfsögðu þorði ég ekki annað en að verða við þessari tilskipun. Það var yf- irleitt ekkert verið að tvínóna á því heimilinu og talað hreint út. Allt frá þessari stundu var mér tekið opnum örmum á heimilinu og myndaðist ákveðinn vinskap- ur, sem hélst alla tíð. Því miður var tíminn með Elvari allt of stuttur, því hann lést af slysför- um í byrjun júlí árið 2000. Edda var mikil handavinnu- kona og liggja ófá sokka- og vett- lingapör eftir hana. Á árum áður var hún einnig iðin við fatasaum á börnin sín. Dætur okkar Gógó- ar, þær Jenný og Edda nutu oft- ar en ekki góðs af prjónaskap Eddu. Edda var fædd og uppalin á Ísafirði og fékk ég oft að heyra hvað allt væri vænt og fallegt á Vestfjörðunum. Hún var óþreyt- andi að minna mig á að hún væri af hinu vestfirska úrvalskyni. Ef einhver af Vestfjörðunum var að gera það gott lét hún mig vita af því að það væri ekki skrýtið, því hann/hún væri nú að vestan. Ekki þýddi fyrir mig að benda á fegurð og glæsileika Vestmanna- eyja. Þær kæmust ekki í hálf- kvisti við hennar heimahaga. Í þessu dæmi mátti helst ekki hall- mæla forseta vorum, því hann væri sko að vestan. Ég veit að hann Elvar mun taka vel á móti þér. Ég veit líka að þið munið hugsa vel um strák- inn okkar Gógóar, hann Davíð. Elsku Edda, komið er að kveðjustund. Kveðjustund sem komin er allt of fljótt. Minningar um þig munum við geyma í hjört- um okkar um ókomna tíð. Ég kveð þig með þessum fátæklegu orðum og loforði um að passa vel upp á stelpurnar þínar. Þinn tengdasonur, Kjartan Fr. Minningargreinar hafa mér lengi þótt sérkennilegt fyrirbæri. Í þvermóðsku minni hef ég talið skilvirkara að koma tilfinningun- um frá mér á meðan viðkomandi getur notið þeirra. Þetta er dæmigert umræðuefni sem við amma áttum við eldhúsborðið hjá henni, yfir 10 dropum og kexi eða tveim. Við vorum ósammála og það var allt í lagi, það mátti svo sem alveg ræða hlutina. Minn- ingargreinar þóttu henni afar mikilvægar. Svo mikilvægar að hún dundaði sér við að lesa þær, burtséð frá hvort hún þekkti við- komandi eður ei. Mér dettur því engin í hug sem á frekar skilið að vera lof- sömuð í slíkri grein. Nú er komið að henni ömmu. Amma var nefni- lega alveg laus við að hefja sig upp eða hreykja sér af eigin ágæti. Þrátt fyrir að hafa efni á því á svo mörgum vígstöðvum. Það er ekki lítið afrek að ganga með þrjú börn í einu, gef ég mér. Á 7. áratug seinustu ald- ar, þegar planið var að koma með eitt systkini fyrir frumburðinn. Þetta er svo sem lýsandi fyrir ömmu, en hún taldi að ef fólk ætl- aði ekki að gera hlutina almenni- lega væri allt eins gott að sleppa þeim. Sú var aldeilis alltaf jafn stolt þegar þetta umræðuefni bar á góma. Margur hefði þakkað pent fyr- ir sig og prísað sig sælan þegar börnin komust til manns. Ekki amma. Hún tók næstu áskorun opnum örmum og rúmlega það. Þau afi voru varla búin að losa sig við grislingana sína þegar þau fengu nýtt dýr upp í hendurnar, og ekki af einfaldari gerðinni. Ekki gaf hún afslátt af sér í því hlutverki frekar en öðrum, held- ur dundaði við barnabarnið af mikilli natni og þolinmæði. Hún sagði stundum við mig að ég væri yngsta barnið hennar. Það sem mér hefur alltaf þótt jafn vænt um þá litlu setningu. Ég jafnvel lokkaði það markvisst upp úr henni, bara svona fyrir mig. Það er auðvelt að verða eigingjarn á hana ömmu, ég viðurkenni það. Hún passaði sig samt að gæta hófs, maður mátti ekki verða of montinn. Henni mistókst, ég er afar montin af að vera hennar. Þessi kona sem ég er svo guðs lifandi fegin að geta kallað ömmu mína var einhver óeigingjarnasta kona sem ég hef kynnst. Hún bjó yfir ósérhlífni sem fáir geta stát- að sig af, var afar ráðagóð og í þokkabót meinfyndin. Hún sá alltaf ljósa punkta í ótrúlegustu aðstæðum og var stundum sér- lega óviðeigandi, einkum á loka- sprettinum. Henni fyrirgafst þó ansi fljótt, enda ekki illt bein í henni að finna. Svona fannst henni bara best að tækla aðstæð- ur og iðulega var um einstaklega fyndna athugasemd að ræða svona þegar öllu var á botninn hvolft. Fólk móðgaðist. Fólk jafnaði sig. Hún mundi ekki einu sinni eftir þessu við næsta tæki- færi og brosti sínu blíðasta, nú eða sagði eitthvað jafnvel beitt- ara. Ég er sem sagt ekki ekki bara að kveðja hana ömmu mína, held- ur heilmikla vinkonu sem ég sakna meira en ég get mögulega útlistað hér í prentformi. Enda er það allt í lagi, hún vissi vel hvern- ig í pottinn var búið og það eitt og sér hlýjar vissulega á þessum erfiðu tímum. Þeir sem misstu af henni þessari, misstu af miklu og mikið skelfilega var ég heppin. Óendanlega full af þakklæti. Guðrún Ansnes. Elsku amma, það eru margar gleðilegar og góðar stundir sem við áttum. Það var svo gott að koma til þín. Þegar við komum heim úr skólanum varstu alltaf búin að tína fram allt það kex sem þú átt- ir til eða varst búin að skera nið- ur epli og svo sátum við saman fyrir framan sjónvarpið og horfð- um á Nágranna. Eða spiluðum Olsen Olsen, furðulegt hvað við unnum þig oft. Það var alltaf svaka spenning- ur að fá að gista heima hjá ömmu og hafa kósíkvöld. Að horfa á mynd og borða nammi saman var æðislegt. Þegar ég bjó í blokkinni var alltaf svo gott að vita af þér á hæðinni fyrir neðan og geta kom- ið við hjá þér hvenær sem var. Takk, elsku besta amma, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okk- ur, við elskum þig. Elva og Eiður Már. Edda Pálsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma, minningin um þig verður ávallt í hjarta okkar. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og að vera svona góð við okkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Takk fyrir allt. Jenný og Edda. ✝ Jón Kristins-son fæddist í Vestmannaeyjum 5. febrúar 1925. Hann lést á líknar- deild Landspítal- ans í Kópavogi 24. ágúst 2013. Foreldrar hans voru Kristinn Jóns- son, fæddur á Háv- arðsstöðum í Þistil- firði 28.1. 1886, d. 1.8. 1967 og Helga Jónsdóttir, fædd í Njarðvík í Desjarmýrar- sókn 1.1. 1896, d. 10.12. 1989. Þau bjuggu lengst af í Reykja- vík. Systkini Jóns eru: 1) Áróra veig Eyjólfsdóttir. Synir Sigríð- ar eru Eysteinn Sigurðsson og Pjetur Sigurðsson. Eiginkona Eysteins er Elísabet Árnadóttir. Jón hóf mjög ungur störf sem sendill í Reykjavík en síðar lá leið hans á sjóinn þar sem hann byrjaði fyrst á bátum og síðar á togurum. Mestan hluta síns starfsferils starfaði hann hins vegar sem jarðvinnuverk- taki eða allt fram til sjötugs. Þá tók við tímabil þar sem hann verkaði lax og silung, pakkaði í neytendapakkningar og seldi í verslanir á höfuðborgarsvæð- inu. Við þetta starfaði hann allt til síðustu áramóta. Útför Jóns fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 5. sept- ember 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Kristinsdóttir, f. 19.8. 1918, d. 3.4. 1958; 2) Mínerva Kristinsdóttir, f. 8.9. 1919, d. 18.4. 2003; 3) Iðunn Kristinsdóttir, f. 7.11. 1920, d. 19.11. 1991; 4) Halldór Kristinsson, f. 5.2. 1925, d. 31.7. 2013 og 5) Sólveig Krist- insdóttir, f. 2.1. 1934. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Sigríður Eysteinsdóttir, f. 2.2. 1933. Foreldrar hennar voru Eysteinn Jónsson og Sól- Hann Jón okkar er fallinn frá, góður maður sem gerði hana móður mína svo hamingjusama í öll þessi ár. Kveðjustundin var erfið í faðmi fjölskyldunnar en þó einnig falleg þar sem hann kvaddi svo friðsæll eftir erfiða baráttu við sjúkdóm sinn. Ég kynntist honum Jóni okkar fyrst þegar ég var rétt innan við fermingu. Samskipti okkar í upp- hafi voru ekki alltaf dans á rós- um, enda ég unglingur sem hafði alist einn upp hjá móður minni um árabil og það má segja að eig- ingirni mín hafi ráðið ferðinni í þeim efnum. Margir þekkja slíka sögu. Það skarst stundum í odda þegar Jón var með tilburði í þá átt að siða unglinginn til en ung- lingurinn var ekki á sömu skoðun og var ekki tilbúinn til að hlíta þessum leiðbeiningum. Slíkar stundir voru nokkrar og er ég ekki stoltur af. Margir mega draga lærdóm af og kemur upp í huga minn boðorðið „heiðra skaltu föður þinn og móður“. Unglingurinn, ég, þroskaðist hins vegar hægt og rólega og með árunum varð ég þess áskynja hversu góðum manni hún móðir mín hafði kynnst. Hann var henni afskaplega góður eiginmaður, tryggur og trúr og hennar langbesti vinur. Harð- duglegur maður og ósérhlífinn með eindæmum. Auðvitað hafði ég fyrir löngu gert mér grein fyr- ir því á hvaða grunni samband hans Jóns okkar og móður minn- ar var byggt, en þó aldrei eins og á síðustu vikum og mánuðum. Þegar upp er staðið og árin eru skoðuð þá var það svo mikil lukka fyrir þau bæði að leiðir þeirra lágu saman. Hann Jón okkar eignaðist fjölskyldu og góða eiginkonu og mamma eign- aðist góðan eiginmann og vin sem henni leið svo vel með. Al- gerlega ómetanlegt. Fullkomin virðing beggja aðila einkenndi þeirra samband og ég þreytist aldrei á að minnast á að hann Jón okkar kallaði mömmu aldrei ann- að en Sigríði. Flestir aðrir kalla hana Siggu, Ég vil að eyða nokkrum orðum til að þakka starfsfólki Líknar- deildar Landspítalans sem stað- sett er í Kópavogi. Það starf sem þetta fólk vinnur er ómetanlegt og gerði það Jóni og henni mömmu minni lífið svo miklu auðveldara síðustu þrjár vikurn- ar. Það líður mér aldrei úr minni brosið sem starfsfólkið fékk frá Jóni þegar umönnun var í gangi. Starfsfólk líknardeildar á vísan stað í hjarta mínu, örugglega í hjarta hennar mömmu og klár- lega í hjarta hans Jóns okkar. Síðustu orð mín til þín, Jón minn, eru þessi: Það hefur verið heiður og ánægja að hafa kynnst þér og átt þessi fjölmörgu ár með þér, þó kveðjan hafi oft verið stutt til að byrja með, eins og segir í kvæðinu sem þú þekkir. Ég þakka þér óendanlega hversu góður þú ávallt varst við hana móður mína og því mun ég aldrei gleyma. Takk fyrir mig og hvíl í friði. Pjetur Sigurðsson. Hann Jón hennar Siggu hefur lokið baráttu sinni. Það var mikið gæfuspor fyrir Siggu systur að kynnast öðlingnum Jóni Krist- inssyni. Þegar hún missti eigin- mann sinn Sigurð Pétursson ungan að árum frá tveimur ung- um sonum átti Sigga erfið ár sem hún þó tókst á við af æðruleysi. Strax og þau Jón kynntust var augljóst að gagnkvæm virðing og væntumþykja ríkti milli þeirra. Þau áttu gott skap saman og voru sem einn maður í öllum sínum störfum. Þau voru samvistum í hartnær 40 ár og ég þori að full- yrða að aldrei hafi hlaupið snurða á þeirra samskipti. Jón tók strax ástfóstri við syni Siggu þá Ey- stein og Pjetur og er óhætt að fullyrða að gagnkvæm og góð vinátta og traust hafi ríkt milli þeirra. Jón var góður maður í þess orðs fyllstu merkingu. Dugnaður hans við öll þau verk sem hann tók sér fyrir hendur var rómaður en eftir að hann hætti á sjónum starfaði hann lengst af við vinnuvélar sem hann rak sjálfur og síðan voru þau Sigga í tugi ára með frágang á reyktum silungi og laxi og graf- laxi sem þau seldu í búðir. Þess skal getið til marks um dugnað og þrautseigju Jóns að þrátt fyrir alvarleg veikindi hans undanfar- in ár hélt hann ótrauður áfram vinnu sinni með aðstoð Siggu og það var ekki fyrr en um síðustu áramót, sem þeim störfum linnti, en það var ekki gert af fúsum og frjálsum vilja, því hugurinn var mikill og hjartað stórt. Hún Sigga hefur í veikindum Jóns staðið við hlið hans sem stoð og stytta og ekki vikið frá honum, en það er mikil þraut að horfa upp á ástvin sinn verða að lúta í lægra haldi hægt og bítandi fyrir hinum ósigrandi óvini, en á þeim stundum naut hún ómetanlegs stuðnings sona sinna, tengda- dóttur og ekki síst systur Jóns hennar Sólveigar sem voru ætíð til staðar. Elsku Sigga, Eysteinn, Pjetur og fjölskyldur,við Magga og fjöl- skyldur okkar sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Magnúsína (Magga) og Jón bróðir. Móðurbróðir okkar, Jón Krist- insson, fæddist í Vestmannaeyj- um árið 1925 og ólst þar upp til 14 ára aldurs. Þá flutti hann með foreldrum sínum og systkinum til Reykjavíkur. Hann bjó foreldr- um sínum síðar heimili, fyrst í Skipasundi og síðar móður sinni í Sólheimum í Reykjavík. Þannig bar hann hag foreldra sinna fyrir brjósti eins og reyndar allra ætt- menna sinna alla tíð. Það vissi alltaf á gott ef blái Willys-jeppinn var í hlaðinu í Sól- heimunum í gamla daga. Þá var víst að Nonni frændi væri heima og það var alltaf gaman að hitta hann, hann var svo skemmtileg- ur. Oftast var hann þó bara í stuttu stoppi til að fá sér eitthvað að borða en gaf sér þó tíma til að spjalla og segja skemmtilegar sögur. Hann bauð okkur gjarnan að borða með sér, sem við þáðum, en vorum ekki eins sólgin og hann í soðna fiskinn og settum al- gjörlega mörkin við mysuna sem hann drakk með. Í bílskúrnum í Sólheimum átti hann líka þennan flotta Buick; árgerð 6́3, 8 sílindra, hvítan með eldrauðu leðuráklæði og það þótti ekki amalegt að fá að fara í bíltúr með Nonna á góðviðris- dögum. Það var endalaust pláss, allir komust með. Mest spenn- andi var þó að sitja frammí þar sem var pláss fyrir a.m.k. tvo far- þega auk bílstjórans því í stað tveggja framsæta eins og við þekkjum flest var heill bekkur. Umhyggja Nonna fyrir okkur systkinum var ómetanleg og á stundum óborganleg. Eitt sinn þegar fiskbein festist í hálsinum á einu okkar og leita þurfti á slysavarðstofuna fannst honum öruggast að koma sjálfur með og stökk út á eftir á sokkunum. Þá var það eitt sinn þegar hártopp- urinn var orðinn fullsíður hjá einni okkar systra, þá var Nonni sá eini sem mátti setja límband á hann og klippa eftir – það var ekki hægt að mótmæla svo dásamlegum frænda. Þegar Nonni var orðinn rúm- lega fimmtugur urðu breytingar í lífi hans þegar hann kynntist Sig- ríði konunni sinni. Hún var ekkja og átti tvo syni, Eystein og Pjet- ur, og þannig eignaðist hann sína eigin fjölskyldu og var það hon- um til mikillar gæfu. Það fór vel á með þeim, bæði létt og skemmti- leg og alltaf stutt í hláturinn í ná- vist þeirra. Þau nutu samvist- anna við hvert annað, fóru í leikhús og ferðuðust mikið til út- landa og alltaf var jafn gaman að heyra ferðasögur frá þeim, því oftast lentu þau í einhverjum ótrúlegum ævintýrum í þessum ferðum sínum. Þegar venjulegum starfsferli lauk fann hann sér ný verkefni. Hann keyrði suður með sjó þar sem hann keypti fisk sem hann síðan verkaði og setti í reyk, pakkaði og keyrði út í verslanir. Þau Sigríður voru samhent í þessu. Þannig hélt hann alltaf ótrauður áfram, fram til síðustu áramóta, iðjusamur eins og alltaf. Jón lést á líknardeild Land- spítalans 24. ágúst eftir erfið veikindi. Við kveðjum ljúfan frænda með söknuði, yljum okk- ur við skemmtilegar og góðar minningar um hann og þökkum honum umhyggjusemina í okkar garð alla tíð. Guðmundur, Helga, Kristín Andrea og Berghildur Ýr. Jón Kristinsson ✝ Faðir okkar og tengdafaðir, GUÐNI ÞÓRÐARSON, verður jarðsunginn í Kristskirku, Landakoti, þriðjudaginn 10. september kl. 13.00. Jón Snævarr Guðnason, Þórdís Unndórsdóttir, Sigrún Halla Guðnadóttir, Ólafur Ólafsson og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.