Morgunblaðið - 20.09.2013, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku,
alþingismaður og fyrrverandi
menntamálaráðherra, er 99 ára í
dag. Hann er elstur af þeim mönn-
um núlifandi sem setið hafa á Al-
þingi. Vilhjálmur er við hestaheilsu,
þrátt fyrir háan aldur. „Já, bless-
aður vertu, það er ekkert að mér,
nema ég er lélegur í hnjánum og
boginn eins og kengur eins og langa-
langafi var, samkvæmt vísu hans, en
að öðru leyti er ekkert að mér.“
Á næstunni kemur út ný bók
eftir Vilhjálm, Allt upp á borðið.
Hann segir að allt verði uppi á borði
í bókinni, en í formála hennar segir
að bernskuminningar sæki nokkuð á
höfundinn. „Og svo á ég vantalað við
Seyðfirðinga!“ segir Vilhjálmur og
bætir við að margt fróðlegt hafi hent
sig á lífsleiðinni, þó að hann hafi ekki
lifað neinu hasarlífi. Vilhjálmur hef-
ur gefið út fjölda bóka á lífsleiðinni.
Hann vísar í orð Braga Kristjóns-
sonar fornbókasala, sem hafi sagt í
Kiljunni eitthvað á þá leið að Vil-
hjálmur hefði gefið út margar bæk-
ur um sjálfan sig og bætt svo við:
„Og sumar bara ágætar.“
Vilhjálmur segir að hann sé
hættur að skrifa bækur. Þrátt fyrir
það er rithöfundarferlinum ekki enn
lokið, því að á næsta ári kemur út
bók sem hann var búinn að vinna
fyrir löngu um örnefni í Mjóafirði.
„Það verður síðasta bókin og ég
stend við það.“
Vilhjálmur 99 ára í dag
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Er við hestaheilsu Vilhjálmur
Hjálmarsson er 99 ára í dag.
Ný bók vænt-
anleg og önnur
bók í vinnslu
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Krabbameinslæknar íhuga upp-
sagnir í ljósi erfiðrar stöðu krabba-
meinsdeildarinnar en ítarlega hefur
verið fjallað um hana í fjölmiðlum
undanfarið. Samkvæmt áreið-
anlegum heimildum Morgunblaðsins
kemur til skoðunar hjá yfirstjórn
Landspítalans að færa einn sérfræð-
ing krabbameinsdeildar til í starfi,
yfir á lyflækningadeild. Heimild-
armenn telja að ef til þess komi þá
nýtist kraftar sérfræðingsins síður
deildinni og sé það mikil blóðtaka á
versta tíma. Heimildarmenn leggja
áherslu á að þeir séu ekki ósammála
því að ráðast þurfi í einhvers konar
breytingar en gagnrýna þó harðlega
tímasetningu þessara breytinga og
samráðsleysi við aðra sérfræðinga
innan deildarinnar.
Vilhelmína Haraldsdóttir, fram-
kvæmdastjóri lyflækningasviðs, get-
ur ekki gefið neitt upp um starfssvið
einstakra lækna en segir að verið sé
að skoða starf og verkefni deildanna.
„Það er mikil áhersla lögð á bætta
mönnun í þessari vinnu sem fram-
undan er,“ segir Vilhelmína. „Þetta
eru mál sem þarfnast mikillar um-
ræðu og samráðs til þess að ná fram
bestu mögulegu niðurstöðu fyrir alla
aðila.“
Kornið sem fyllti mælinn
Röð atburða undanfarna mánuði
hefur orðið til þess að sérfræðingar
íhuga nú stöðu sína. Sú ákvörðun að
taka aðstoðar- og deildarlækna af
krabbameinsdeildinni og sú stað-
reynd að yfirlæknir deildarinnar
hætti störfum varð til þess að veikja
deildina mjög og margir telja að
ekki hafi verið brugðist nógu vel við
þeim sviptingum.
Yfirvofandi skipulagsbreytingar á
lyflækningadeild þar sem krabba-
meinslæknir mun mögulega sinna
starfi yfirlæknis eru sagðar vera
kornið sem fylli mælinn. Í staðinn
fyrir að bregðast við ástandi sem er
á hættumörkum og styrkja deildina
þá sé farið í breytingar sem muni, að
sögn heimildarmanna, auka álagið á
sérfræðingum enn frekar.
Fimm til sex krabbameinslæknar
starfa nú á spítalanum.
Minna öryggi
Verkefnum krabbameins-
deildarinnar fjölgar stöðugt
eða um 8% á ári en mann-
eklunni hefur ekki verið
mætt. Þessu hefur að einhverju leyti
verið mætt með því að aðrar stéttir
eins og hjúkrunarfræðingar hafa
lagt meira á sig en upp úr stendur að
álagið er orðið meira á deildinni allri.
Með því að aðstoðar- og deild-
arlæknir eru teknir af krabbameins-
deildinni vinna sérfræðingar undir
auknu álagi. Þeir standi nú einir og
vinni við aðstæður sem ekki eru
öruggar og fyrir hendi sé hætta á að
eitthvað fari úrskeiðis. Gæði þjón-
ustunnar eru sögð verulega skert og
margir innan þessa hóps krabba-
meinslækna eru að íhuga að segja
upp með þriggja mánaða fyrirvara í
von um að staða deildarinnar verði
bætt að þeim tíma liðnum.
Krabbameinslæknar
sagðir íhuga uppsagnir
Óttast um öryggi starfsemi deildarinnar verði sérfræð-
ingur færður til í starfi Hugað að mönnun deildarinnar
Morgunblaðið/ÞÖK
Landspítalinn Krabbameinslæknar eru sagðir óánægðir með samráðsleysi
vegna skipulagsbreytinga. Þeir óttast blóðtöku á versta tíma.
Björn Zoëga, forstjóri Landspít-
alans, segir enga ákvörð-
un hafa verið tekna
hvað varðar skipulags-
breytingar á krabba-
meinsdeild og lyf-
lækningasviði en
vonast til þess að
málin skýrist sem
fyrst.
„Það er verið
að skoða ýmsa möguleika út frá
ýmsum forsendum. Sérstaklega
er verið að skoða málefni
krabbameinsdeildarinnar sem og
lyflækningadeildar en engar
ákvarðanir hafa enn verið tekn-
ar.
Hart hefur verið unnið að mál-
efnum deildarinnar og vonandi
náum við að finna þeirri vinnu
farveg sem fyrst,“ segir Björn.
Engar ákvarðanir teknar
YFIRVOFANDI SKIPULAGSBREYTINGAR
Björn
Zoëga
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Samþykkt var samhljóða á fjöl-
mennum félagsfundi Varðar, full-
trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík, að halda prófkjör þann
16. nóvember næstkomandi til þess
að ákveða lista Sjálfstæðisflokksins
fyrir borgarstjórnarkosningarnar
næsta vor.
Tillaga um að veita undanþágu
frá greiðslu félagsgjalda var felld
naumlega þar sem hún náði ekki til-
skildum meirihluta, en tveir þriðju
fundarmanna þurftu að samþykkja
hana. Þar með verða þeir einir kjör-
gengir sem greitt hafa félagsgjöld
til aðildarfélags síns innan Sjálf-
stæðisflokksins, en mismunandi er
eftir félögum hversu há þau eru eða
hvort aðildarfélagið rukkar fé-
lagsgjöld.
Hætt við leiðtogaprófkjör
Mikil eftirvænting hafði verið eft-
ir fundinum, þar sem stjórn Varðar
hafði ætlað sér að láta kjósa um
tvær tillögur, eina um prófkjör og
aðra sem fæli í sér að einungis yrði
kosið um efsta sæti framboðslistans.
Af því varð ekki, því á stjórnarfundi
Varðar fyrr um daginn ákvað Óttarr
Guðlaugsson, formaður félagsins, að
leggja fram sáttatillögu um að hald-
ið yrði prófkjör 16. nóvember næst-
komandi í samræmi við 23. grein
prófkjörsreglna Sjálfstæðisflokks-
ins. Þar með var hætt við hugmynd-
ir um leiðtogaprófkjör, en nokkur
aðildarfélög höfðu ályktað gegn því
að sú leið yrði farin.
Óttarr segir fundinn hafa verið
vel heppnaðan og skemmtilegan, en
um 200 manns tóku þátt í honum.
Óttarr segir einhug hafa verið um
að halda prófkjör enda tillagan sam-
þykkt með öllum greiddum atkvæð-
um. „En hin tillagan féll og nú er
það verkefni okkar að vinna út-
færslu af því með gjaldið og und-
irbúa prófkjörið í heild sinni sem er
aðalatriðið.“
Ætti að hleypa sem flestum að
Gísli Marteinn Baldursson, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagð-
ist fagna niðurstöðunni. „Ég fagna
því að prófkjör hafi orðið niðurstað-
an enda er það lýðræðislegasta og
besta leiðin til að velja á lista. Á
þessum tímum lítils trausts á stjórn-
málamönnum ætti Sjálfstæðisflokk-
urinn að sjálfsögðu að hleypa sem
flestum að ferlinu og leyfa þeim að
taka þátt í að velja sína fulltrúa á
lista. Þetta er ekki tíminn til að
reyna að loka hurðunum í Valhöll og
hleypa bara útvöldum inn.“
Pressphotos/Geirix
Húsfyllir Fundurinn í Valhöll var vel sóttur og mættu um 200 manns.
Samþykkt að
halda prófkjör
Tekist á um greiðslu félagsgjalda
Prófkjör í Reykjavík
» Samþykkt var samhljóða á
félagsfundi Varðar að halda
prófkjör 16. nóvember næst-
komandi fyrir borgarstjórn-
arkosningarnar í Reykjavík.
» Fellt var að veita undanþágu
frá reglum flokksins um að til
þess að vera kjörgengur þurfi
að vera búið að greiða fé-
lagsgjöld.
Tæknideild lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu rannsakaði í gær
eldsvoðann í Trésmiðju Akraness í
fyrrinótt. Engar upplýsingar var að
fá um orsök eldsins í gær en beðið er
niðurstaðna rannsóknarinnar. Byrj-
að var í gær að rífa það sem eftir stóð
af Trésmiðjunni og færa af vett-
vangi.
Eiginlegu slökkvistarfi við Tré-
smiðju Akraness lauk um tvöleytið í
fyrrinótt. Þráinn Ólafsson, slökkvi-
liðsstjóri Akraness, sagði í samtali
við mbl.is ljóst að gríðarlegt tjón
hefði orðið í eldsvoðanum og að
mesta mildi væri að ekki hefði farið
verr. Enginn var inni í húsinu þegar
eldurinn kom upp. Þá var logn á
Akranesi sem hindraði frekari út-
breiðslu eldsins. sgs@mbl.is
Ekkert vitað enn
um orsök eldsins
Byrjað að rífa Trésmiðjuna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bruni Enn er ekki vitað um orsök.