Morgunblaðið - 20.09.2013, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013
VIÐTAL
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Vetur hefur sest snemma að víða,
meðal annars í Fljótunum á Norður-
landi. Fram við Stíflu innst í sveit-
inni er kominn töluverður snjór en
því er ekki fyrir að fara á Brúnastöð-
um sem standa niðri við Miklavatn.
Þar var mikið fannfergi í vor.
„Síðasti skaflinn fór af hlaðinu 28.
júlí í sumar. Það er enn skafl nokkur
hundruð metra frá bænum. Síðasti
vetur var alveg skelfilegur,“ sagði
Jóhannes H. Ríkharðsson, bóndi á
Brúnastöðum. Hann sagði að síðasta
sumar hefði verið mjög gott.
„Júní var alveg draumur, besti
júní sem við höfum fengið í manna
minnum, liggur við. Júlí var í sjálfu
sér ágætur en óvenjulegur að því
leyti að hann var mjög úrkomusam-
ur. Þegar við byrjuðum loksins að
heyja í lok júlí þá vorum við í erf-
iðleikum með að þurrka.
Töluvert mikil úrkoma í ágúst
stríddi okkur svolítið en það var
hlýtt og ágætis veður. Við höfum
ekki fengið svona mikla úrkomu í
ágúst í mörg ár. Það komu þó alltaf
tveir til þrír þurrir dagar inn á milli.
Grasspretta var alveg með ein-
dæmum góð, einhver sú besta í mörg
ár. Heyfengur varð mikill. Ætli ég sé
ekki með 250 rúllum meira en í fyrra
sem er um 20% aukning,“ sagði Jó-
hannes. Hann sagði að bleyta í jörð
hefði gert aðeins erfitt fyrir með að
klára heyskapinn og ná heyjunum
heim. Því verki er varla lokið enn.
Aðeins bar á kali í túnum á Brúna-
stöðum í vor. Nýræktir á fyrsta ári
fóru mjög illa út úr síðasta vetri.
Þær voru rétt að ná sér á strik í
haust. Það kom ekki að sök því göm-
ul harðbalatún skiluðu svo miklu. Af
sumum túnunum var tvöföld upp-
skera miðað við árin 2011 og 2012,
sem voru mikil þurrkaár.
Sluppu með skrekkinn
Jóhannes er fjallskilastjóri í sinni
sveit. Réttað var í Holtsrétt í Fljót-
um laugardaginn 14. september.
„Við sluppum með skrekkinn í
smalamennskunni eins og í fyrra.
Við kláruðum göngurnar í blíðskap-
arveðri hér á laugardeginum. Svo
komu ósköpin aftur á sunnudeg-
inum, eins og „taka tvö“ frá því í
fyrra,“ sagði Jóhannes. Verið var að
slátra fé frá honum í gær á Sauð-
árkróki.
„Mér sýnist áberandi hjá okkur að
lömbin undan yngstu ánum vanti
þroska. Þær hafa ekki náð alveg að
hafa sig fram úr vorinu. Það er
meira af litlum lömbum en und-
anfarin ár. Við höfum látið skera 400
lömb og meðalfallþunginn var tæp-
lega 17 kíló. Það er meira en maður
átti von á. Lömbin virðast vera mjög
holdgóð. Gróðurinn hefur verið
sterkur í fjöllunum bæði í ágúst og
september og nýgræðingur alveg
endalaust. Féð hafði það gott,“ sagði
Jóhannes. Hann sagði að þau ættu
töluvert af graslömbum og þau virð-
ast hafa spjarað sig ágætlega.
Graslömbin eru undan ám sem
drápust af slysförum í vor. Þau á
Brúnastöðum misstu töluvert marg-
ar ær ofan í læki og skurði í gegnum
snjóinn þar sem þær drukknuðu.
Reyna að bata minnstu lömbin
„Maður tekur fyrst lömbin sem
eru tilbúin á markaðinn og reynir að
gera hin lömbin markaðshæf,“ sagði
Jóhannes.
Meðalfallþungi dilka frá Brúna-
stöðum var um 15,5–16 kg eftir
þurrkasumarið í fyrra. Jóhannes
ætlar að reyna að ala minnstu lömb-
in lengur og bata þau eitthvað fyrir
slátrun. Vandinn er sá að illa gekk
að rækta grænfóður vegna þess
hvað sumarið var stutt. Ef tíðarfarið
batnar þá eiga lömbin eitthvað að
geta bætt við sig. Verði haustið nú
svipað og í fyrra, þegar september
var skelfilegur, þá er ekki við því að
búast að lömbin stækki mikið.
Ljósmynd/Hjördís Leifsdóttir
September 2013 Mikill snjór er kominn í fjöllin og innst í sveitinni en ekki á Brúnastöðum.
Eins og „taka tvö“ frá í fyrra
Síðasti vetur var mjög erfiður í Fljótunum Það vetraði líka snemma nú Grasspretta var með
eindæmum góð í sumar Féð virðist hafa haft það gott í sumar Meira er af litlum lömbum nú
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Maí 2013 Kristinn Jóhannesson, sonur hjónanna á Brúnastöðum, við skafl við útihúsin í vor.
Framkvæmdir eru hafnar við nýja ljósastýrða gangbraut yfir Hring-
braut á móts við Sæmundargötu. Önnur ljósastýrð gangbraut er fyrir
á Hringbrautinni við Þjóðminjasafnið, en aðeins nokkrir tugir metra
verða á milli gangbrautanna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins
hefur lögreglu höfuðborgarsvæðisins ekki verið tilkynnt um þessa
nýju gangbraut, sem verið er að setja upp. Meirihluti umhverfis- og
skipulagsráðs Reykjavíkur samþykkti í mars sl. að ráðist yrði í gerð
göngu- og hjólastíga á Sæmundargötu og þverun fyrir gangandi og
hjólandi yfir Hringbraut í framhaldi hennar. Júlíus Vífill Ingvarsson,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var eini fulltrúinn í ráðinu sem
greiddi atkvæði gegn tillögunni. Fram kom á sínum tíma að kostnaður
við þessa framkvæmdir væri áætlaður um 90 milljónir króna.
Morgunblaðið/Júlíus
Stutt verður milli gangbrauta á Hringbraut
„Það hefur löngum verið
vandamál að leigutekjur
eru í of mörgum tilfellum
ekki gefnar upp til
skatts,“ segir Skúli Egg-
ert Þórðarson ríkisskatt-
stjóri.
Í Morgunblaðinu í gær
var haft eftir einum af
stofnendum væntanlegra
Samtaka leigjenda, að
dæmi væru um að leigu-
salar byðu fólki að leigja svart, meðal ann-
ars með þeim hætti að leigutakar borguðu
hærra verð en greint væri frá í þinglýsingu.
„Þetta er eitt af mörgum sviðum í skatt-
lagningu þar sem grunur er um töluverð
undanskot, því miður,“ segir ríkisskatt-
stjóri.
Eftirlit skattsins með skattskilum á leigu-
markaði getur þó verið örðugt þar sem
margir leigja aðeins út eina og eina íbúð.
Viðvarandi vandamál?
Skattyfirvöld hafa haft áhyggjur af því að
þetta verði viðvarandi vandamál, nema tak-
ist með einhverjum hætti að fá leigutaka til
að sjá sér ávinning í því að greina frá þess-
um málum með skýrari hætti en verið hef-
ur, t.d. í gegnum húsaleigubótakerfið, að
sögn Skúla Eggerts.
Hann segir skattyfirvöld hafa litið sér-
staklega til þeirra aðila sem eru með um-
fangsmeiri leigu með höndum.
Löngum verið vandamál
Skúli Eggert
Þórðarson
Grunur um
töluverð skatt-
undanskot