Morgunblaðið - 20.09.2013, Page 6

Morgunblaðið - 20.09.2013, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013 BAKSVIÐ Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Þegar samfélagið í heild er skoðað hefur ársverkum hjá ríkinu fjölgað um 198, milli áranna 2007 til 2011, en fjárheimildir dregist saman um rúma 27 milljarða. Á heildina litið er því ljóst að niðurskurðurinn hefur frekar bitnað á öðrum þáttum en fjölda starfsmanna,“ segir í ítarlegri skýrslu, sem Hagfræðistofnun Ís- lands hefur unnið um breytingar á fjölda ríkisstarfsmanna í kjölfar efnahagshrunsins. Skýrsluhöfundar benda á að nið- urskurðurinn hjá ríkinu eftir hrunið hafi t.d. komið fram í lækkun launa og skertri þjónustu. „Niðurskurð- urinn er því alls ekki mikill á heild- ina litið,“ segir í skýrslunni en bent er á að hjá einstökum stofnunum hafi orðið umtalsverður samdráttur. Mörg ársverk tapast í heilbrigðisgeiranum Úttekt Hagfræðistofnunar leiðir í ljós að ársverkum fækkaði mest hjá Landspítalanum og næstmest hjá Tryggingastofnun. Þær fimm stofn- anir þar sem mest fækkun hefur orðið á ársverkum eru á höfuðborg- arsvæðinu, en á stofnunum á lands- byggðinni fækkaði starfsmönnum mest á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Skorið var niður um tæpa 11 millj- arða á Landspítalanum á þessu ára- bili á verðlagi ársins 2011 eða um 24% og hjá heilsugæslu höfuðborg- arsvæðisins um 1,9 milljarða. Alls nam niðurskurðurinn til sjúkrahúsa og heilsugæslu á höfuðborgarsvæð- inu rúmum 15 milljörðum. „Mörg ársverk hafa tapast í heil- brigðisgeiranum og er ljóst að tölu- vert af því starfsfólki hefur farið ut- an til vinnu,“ segir í umfjöllun um höfuðborgarsvæðið. Með niður- skurði í heilbrigðisgeiranum og á fleiri stofnunum hafi kostnaður minnkað en líklegt sé að óhjá- kvæmileg afleiðing niðurskurðar komi fram með t.d. lengri biðlistum, styttingu legutíma á sjúkrahúsum, frestun á tækjakaupum og end- urnýjun tækja, minni löggæslu, minni rannsóknum og skertu náms- framboði. „Er þetta þjónusta sem í flestum tilfellum er ekki hægt að nálgast annars staðar á landinu í staðinn. Bitnar þessi niðurskurður á öllum landsmönnum. Sérstaklega er vert að líta nánar á niðurskurð Landspít- alans, en þessi fækkun ársverka bitnar bæði á starfsmönnum og sjúklingum. Starfsmenn missa vinn- una eða vinnutími skerðist með til- heyrandi tekjutapi. En það starfs- fólk sem er eftir vinnur undir meira álagi en áður, sem bitnar á heilsu þess og getur einnig bitnað á þeim sjúklingum sem það annast. Vegna niðurskurðar á heilbrigðisstofn- unum á landsbyggðinni þarf fólk þaðan í auknum mæli að leita til Reykjavíkur. Við það eykst álagið á starfsfólk heilbrigðisstofnana á höf- uðborgarsvæðinu enn frekar.“ Skýrsluhöfundar segja athygl- isvert að sjá að þær heilbrigðisstofn- anir sem ekki hafa lent í sjáanlegum niðurskurði, heldur hefur árs- verkum fjölgað þar verulega, eru á Suðurnesjum og Selfossi en íbúar þessara svæða ættu að eiga auðveld- ast með að sækja þjónustu til Reykjavíkur. „Niðurskurðurinn á landsbyggðinni veldur síðan auknu álagi á heilbrigðisstofnanirnar á Ak- ureyri og Reykjavík sem þó hafa einnig lent í miklum niðurskurði.“ Útgjöld til sýslumanna drógust saman um fjórðung Mestur niðurskurður í ársverkum hefur verið hjá stofnunum á vegum velferðarráðuneytis og iðnaðarráðu- neytis. Aftur á móti hefur starfs- mönnum fjölgað mest í stofnunum menntamálaráðuneytis og umhverf- isráðuneytis. Í krónum talið var mest skorið niður hjá stofnunum sem heyra undir innanríkisráðu- neytið. Sá niðurskurður sem ríkið greip til á árunum eftir fjármálahrunið kom misjafnt niður eftir málaflokk- um og landsvæðum. Fram kemur í úttektinni að alls voru fjárheimildir ráðuneyta skornar niður um 64 milljarða króna frá 2007 til 2011, á föstu verðlagi ársins 2011. „Mest voru framlög skorin niður til innanríkisráðuneytins, eða um 26 milljarða. Undir það ráðuneyti heyr- ir Vegagerðin, en útgjöld hennar minnkuðu um fimmtung, eða rúma 8 milljarða frá 2007 til 2011 sam- kvæmt Ríkisreikningi. Á sama tíma drógust útgjöld til sýslumanna sam- an um fjórðung , en löggæsla er á vegum þeirra. Samdrátturinn er svipaður um land allt, en er þó mest- ur á Suðurnesjum,“ segir þar. Fjölgaði á höfuðborgarsvæði, Suðurnesjum og Suðurlandi Þá kemur fram að fjárheimildir til velferðarráðuneytis voru skornar niður um 14 milljarða frá 2007 til 2011. Félagsmálaútgjöld jukust þó um 38 milljarða á þessu sama tíma- bili en útgjöld til sjúkrahúsa og heilsugæslu drógust hins vegar sam- an um tæpan fjórðung á sama tíma, eða um 19 milljarða. Fjárheimildir menntamálaráðu- neytis voru skornar niður um 13 milljarða frá 2007 til 2011. Þar af drógust útgjöld til háskóla saman um 2 milljarða. Útgjöld til framhald- skóla drógust einnig saman um 2 milljarða. Mikill munur er einnig á breyt- ingum á fjölda ríkisstarfsmanna eft- ir landsvæðum. Starfsmönnum fækkaði á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum, en þeim fjölgaði á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi frá 2007-2011. Niðurskurður í landshluta sem á undir högg að sækja Í samantekt skýrsluhöfunda er vakin athygli á því að þau svæði landsins sem ekki hafa orðið fyrir niðurskurði hvað varðar árs- verkafjölda á heildina litið eru höf- uðborgarsvæðið, og landshlutarnir í kring, það er Suðurnes og Suður- land. „Eru þetta þau landsvæði sem hafa verið hvað best sett hvað varðar íbúaþróun. Aftur á móti hefur til að mynda Norðurland vestra lent í miklum niðurskurði en sá lands- hluti átti undir högg að sækja hvað varðar íbúaþróun fyrir banka- hrun.“ Skýrslan er þannig tilkomin að Byggðastofnun leitaði til Hag- fræðistofnunar varðandi úttekt á áhrifum efnahagshrunsins með sérstakri áherslu á fjölda ríkisstarfsmanna á landsbyggðinni. Mest fækkun á Landspítala  Ársverkum hjá ríkinu fjölgaði eftir hrunið til 2011 skv. úttekt Hagfræðistofnunar  Útgjöld til sjúkrahúsa og heilsugæslu drógust hins vegar saman um tæpan fjórðung eða 19 milljarða Breyting á fjölda ársverka frá 2007 til 2011 eftir ráðuneytum og landshlutum Breyting Höfuðb. Suður- Vestur- Vest- Norðurl. Norðurl. Austur- Suður- Óstað- 2007-2011 svæðið nes land firðir eystra vestra land land sett Samt. Æðsta stjórn -11,9 0 0 0 0 0 0 0 0 -11,9 Forsætisráðuneyti 6,9 0 0 0 0 0 0 0 0 6,9 Menntamálaráðuneyti 187,9 57,2 -3,7 9,8 -0,7 9,2 0,5 -1,4 3,7 262,5 Utanríkisráðuneyti 29,6 0 0 0 0 0 0 0 -10,9 18,7 Sjávar.- og landbúnaðarr. -17,8 -2,9 2,4 -3 1,1 -2 -2 12,8 21,9 10,5 Innanríkisráðuneyti 140,1 -86 -10 -2,5 -4,8 -17,2 -15,1 16,2 -14,6 6,1 Velferðarráðuneyti -309,8 23,1 -11 -21,7 -19,2 -42,7 -17,9 46,9 49,7 -302,6 Fjármálaráðuneyti 4,4 53,3 -0,8 1 -2,8 1,8 1,4 0,4 0 58,7 Iðnaðarráðuneyti -43,4 0 0 2 0,8 1,3 2 1 0 -36,3 Efnah.- og viðsiptaráðun. 76,5 0 0 0 0 0 0 0 0 76,5 Umhverfisráðuneyti 32,8 7,5 2,2 8,2 0 -5,9 5,3 2,9 56,3 109,3 Alls 95,3 52,2 -20,9 -6,2 -25,6 -55,5 -25,8 78,8 106,1 198,4 Heimildir: Fjármálaráðuneytið, eigin áætlanir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fækkun Ársverkum fækkar mest á Landspítalanum eða um 345,7. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, sem sæti á í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar, segir niður- stöður skýrslu Hagfræðistofn- unar mjög athyglisverðar. Þar komi skýrt í ljós að opinberum starfsmönnum fjölgar á sama tíma og mikil fækkun varð á al- mennum vinnumarkaði. Breyt- ingarnar komi þó mjög misjafnt niður á ákveðnum sviðum. Þannig fjölgaði t.d. starfs- mönnum í stofnunum sem heyra undir umhverfisráðu- neytið um á annað hundrað á sama tíma og ársverkum á Landspítalanum fækkaði um 345,7. Sparnaðurinn virðist hafa komið mjög hart niður á heilbrigðisþjónustunni. ,,Þetta er kolröng forgangsröðun. Með fullri virðingu fyrir stofnunum umhverfisráðuneytisins, þá er það alveg frá- leitt að fækka um hundruð starfs- manna á Landspít- alanum en fjölga þeim í stofnunum umhverfisráðuneyt- isins. Það er al- gerlega út í hött.“ Kolröng for- gangsröðun GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐ- ARSON ALÞINGISMAÐUR Guðlaugur Þór Þórðarson Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Talsverð brögð eru að því að fólk keyri í burtu með byssuna í tanknum eftir að hafa fyllt tanka bíla sinna með eldsneyti. Í flest- um tilvikum slitnar byssan frá slöngunni, en tjónið sem af hlýst er að lágmarki 30-40 þús- und krónur. Olíudreifing þjónustar hátt í 300 bensínstöðvar og segir Sæþór Árni Hall- grímsson, þjónustustjóri, að í fyrra hafi fyr- irtækinu borist tilkynningar um rúmlega 200 slit og í ár séu tilkynningarnar orðnar um 150. Meðaltalið sé um 4-5 slit á viku. Til að minnka tjón í tilvikum sem þessum gefur öryggi eða slitliður eftir við átak. Hann er staðsettur á milli byssu og slöngu og lokar fyrir lögnina þegar byssan slitnar frá þannig að bensín eða olía leki ekki út. Kostnaður við hvert slit er að meðaltali um 30-40 þúsund krónur, þ.e. útkall viðgerða- manns og slitliðurinn sem skipta þarf um. Oft þarf einnig að skipta um byssu þar sem viðkomandi ekur með byssuna með sér og áttar sig ekki á slitinu. Þá fer kostnaðurinn yfir 50 þúsund krónur og eins getur byssan skemmst við átakið. Skelli byssan utan í bíl viðskiptavinar þeg- ar hún slitnar frá getur það valdið tjóni á bifreiðinni. Slík tjón koma hins vegar ekki inn á borð Olíudreifingar. Gleyma upphaflegu erindi Taki fólk skarpa beygju frá dælu með byssuna í tanknum getur farið verr. Dæmi eru um að ökumenn haldi á brott með dæl- una sjálfa í eftirdragi með tilheyrandi skruðningum og margföldu tjóni. Slíkt gerð- ist síðast í Hveragerði í sumar. Ekki vill Sæþór Árni bollaleggja um hvað valdi því að ökumenn keyri í burtu. Segir þó að olíufélög bjóði upp á margs konar vörur og þjónustu inni á stöðvunum. Þar fái öku- menn sér gjarnan kaffi og veitingar og að loknu spjalli þar um daginn og veginn sé of- ur auðvelt að gleyma upphaflega erindinu á bensínstöðina. Einnig virðist nokkuð um það að ef kalt er í veðri setjist fólk inn í hlýja bíla sína meðan dælt er á tankinn og keyri síðan í burtu án umhugsunar að dælingu lokinni. Þá má nefna að með fækkun svokallaðra útimanna á bensínstöðvum og fleiri sjálfafgreiðslu- stöðvum hefur þetta aukist. Keyra á brott með byssuna í tanknum  Olíudreifing fékk um 200 slíkar tilkynningar í fyrra  Kostnaður við hvert slit að lágmarki 30-40 þúsund  Enn meira tjón í þeim tilvikum þegar bílar keyra í burtu með dæluna í eftirdragi Morgunblaðið/Ásdís Bensín Margt getur glapið viðskiptavini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.