Morgunblaðið - 20.09.2013, Síða 9

Morgunblaðið - 20.09.2013, Síða 9
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013 Aukablað alla þriðjudaga Túnikur kr. 8.900.- Str. M-XXXL Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Margar gerðir og litir Færðu ekki nógan svefn, eldist húð þín of hratt? Kynnum nýtt Advanced Night Repair. Athugaðu hvað það getur gert fyrir þína húð. 20% afsláttur af öllum húðdropum frá Estée Lauder þessa viku. KAUPAUKI KAUPAUKINN INNIHELDUR: Take it Away Makeup Remover - nýjan farðahreinsi, 30ml Advacned TimeZone Creme, - dagkrem sem vinnur á línum og hrukkum, 15ml Perfectionist [CP+R] – serum sem dregur úr línum og hrukkum, 7ml Advanced TimeZone Eye Creme – augnkrem sem vinnur á línum og hrukkum, 5 ml Pure Color Lipstick – full stærð, litur Candy Sumptuous Extreme Mascara – svartan maskara Beautiful EDP Spray – ilmvatn 4,7ml Fallega snyrtibuddu. Kaupaukinn þinn DAGANA 19. – 25. SEPTEMBER Í HYGEA KRINGLUNNI OG SMÁRALIND Glæsilegur *kaupauki fyrir þig ef þú kaupir vörur frá Estée Lauder fyrir 6.900 eða meira. *meðan birgðir endast Kringlunni og Smáralind TÍSKU MARKAÐUR POP-UP MC PLANET VÖRUMERKIÐ HÆTTIR! OPNUNARTÍMI: MÁN.-FÖS: 13-18 - LAU.12-16 50-80% afsláttur! MÖRKINNI 6 -108 REYKJAVÍK Allt á að seljast! Mest selda ævisagan í Eymundsson þessa vikuna 11.09.13 – 17.09.13 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Borgarráð Reykjavíkurborgar sam- þykkti í gær úthlutun á lóð við Suð- urlandsbraut til Félags múslima á Íslandi. Fulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna greiddu allir at- kvæði með tillög- unni, en fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins sátu all- ir hjá við at- kvæðagreiðsluna og létu fylgja bókun. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að ákvörðun ráðs- ins í gær hafi verið síðasta stigið á löngu ferli en ákveðið hafi verið fyrir um 14 árum að úthluta lóðum til fjögurra trúfélaga; ásatrúarmanna, búddista, rússnesku rétttrún- aðarkirkjunnar og svo múslima sem hefðu verið síðastir í röðinni. Endurskoða lög um Kristnisjóð Þeir borgarráðsfulltrúar sem samþykktu tillöguna létu bóka að þeir óskuðu Félagi múslima á Ís- landi til hamingju með lóðina. Í bók- un meirihlutans var einnig óskað eft- ir því að Alþingi myndi hefja endurskoðun á þeim ákvæðum í lög- um um Kristnisjóð og fleiri nr. 35/ 1970 sem leggja þær skyldur á herðar sveitarfélögum að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og und- anskilja þær gatnagerðargjaldi. „Það sem vekur athygli er að sveitarfélögin eru skyldug með lög- um að finna lóðir og afhenda þær án endurgjalds,“ segir Dagur en sú af- hending er á meðal þess sem hefur verið gagnrýnt við úthlutun lóð- arinnar. „Auðvitað skil ég að fólk setji spurningarmerki við það og það gerði borgarráð líka,“ segir Dagur. Í bókun meirihlutans segir meðal annars að á þeim tíma sem lögin um Kristnisjóð hafi verið sett hefði mátt færa fyrir því rök að eðlilegt væri að Reykjavíkurborg léti frá sér án end- urgjalds lóðir undir kirkjur. Það væri hins vegar tímaskekkja að skylda sveitarfélög einhliða til að ráðstafa dýrmætu borgarlandi án endurgjalds til þeirra trúfélaga sem sækjast eftir því. Reykjavíkurborg styður eftir sem áður fjölbreytt trúarlíf í borginni. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokks ákváðu að sitja hjá við af- greiðslu málsins. Í bókun þeirra er meðal annars gagnrýnt að ekki hafi verið farið eftir sérstökum skil- málum sem samþykktir voru ein- róma í borgarráði í apríl 2011, þar sem kveðið var á um að sett væru tímamörk á lóðaúthlutanir til trú- félaga þannig að lóðum yrði skilað aftur til borgarinnar eftir tvö ár ef framkvæmdir hefðu ekki hafist. Á sama tíma var samþykkt að trú- félög ættu við úthlutun lóða að upp- lýsa um fjármögnun framkvæmda. Þessi hóflegu skilyrði væru eðlileg ráðstöfun í ljósi þess að trúfélög greiða ekki gatnagerðargjöld. Þrátt fyrir það væru engir skilmálar fyrir úthlutun lóðarinnar nú. Segir í bók- uninni að slík stjórnsýsla sé óskilj- anleg og fordæmalaust að borgarráð kannaðist ekki við eigin ákvarðanir. Því gætu fulltrúar Sjálfstæðisflokks ekki stutt tillöguna nú. Í bókuninni var tekið fram að borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokks styddu fjölmenningu, fjöl- breytt trúarlíf og jafnræði borg- arbúa. Var því tekið undir bókun meirihlutans um að eðlilegt væri að endurskoða lög um úthlutanir lóða til trúfélaga. Bygging mosku sam- þykkt í borgarráði  Vilja að Alþingi skoði lög um úthlutun lóða til trúfélaga Morgunblaðið/Ómar Bænastund Samþykkt hefur verið í borgarráði að afhenda múslimum lóð undir mosku. Langan tíma hefur tekið að útvega lóð fyrir moskuna. Lóð undir mosku » Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna samþykktu út- hlutun lóðar en fulltrúar Sjálf- stæðisflokks sátu hjá. » Lög nr. 35/1970 um Kristni- sjóð skylda sveitarfélög til þess að úthluta trúfélögunum lóðum án endurgjalds. Dagur B. Eggertsson Íbúasamtök miðborgar Reykjavík- ur sendu í gær Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar athugasemdir við tillögu að Að- alskipulagi 2010 til 2030. Íbúasamtökin gera athugasemd við áform um að heimila fimm hæða byggingar meðfram strandlengj- unni norðanverðri í miðborginni og enn hærri byggingar á skil- greindum þróunarsvæðum einkum meðfram samgönguásum og strandlengju í norðri. Þau telja slík- ar byggingar rýra gæði þeirra íbúðahverfa sem fyrir eru og ekki vera í samræmi við eldri byggð. Þá hafa samtökin verulegar efa- semdir um frekari áform um enn þéttari byggð í miðborginni. Í þriðja lagi er gerð athugasemd við þá skipulagstillögu að heimila megi rekstur veitingastaða í flokki III á miðborgarsvæðinu. Samtökin telja að þær heimildir muni leiða til enn frekari ágangs og ónæðis fyrir íbúa miðborgarinnar vegna áfengisveit- inga og mótmæla harðlega öllum frekari heimildum til reksturs veit- ingahúsa í flokki III. Morgunblaðið/Ómar Reykjavík Ýmsar athugasemdir voru gerðar við skipulag miðborgarinnar. Gera athugasemdir við aðalskipulagið Verð á kaffi í íslenskum verslunum hækkaði að meðaltali um 14,5% frá ágúst 2011 til ágúst 2013. Á sama tímabili lækkaði heimsmarkaðsverð á Robusta kaffibaunum um 15,1%, en um 40% af öllu kaffi í heiminum eru framleidd úr slíkum baunum. Á vefsvæði Neytendasamtakanna segir að neytandi hafi haft samband og fullyrt að heimsmarkaðsverð á kaffi hafi farið lækkandi án þess að sú verðlækkun hefði skilað sér í verslunum hér. Neytendasamtökin spyrja af hverju kaffiverðið hér þró- ist ekki í samræmi við heimsmark- aðsverð og þróun gengis. Ekki í samræmi við heimsmarkaðsverð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.