Morgunblaðið - 20.09.2013, Síða 11

Morgunblaðið - 20.09.2013, Síða 11
Morgunblaðið/Rósa Braga Líf og fjör Björg Sonde Þráinsdóttir og Eva Bragadóttir dagmæður með börnin sem flesta daga eru tíu talsins. Í Grafarvogi hafa þrír dagfor- eldrar nýtt sér þann kost að leigja húsnæði gamals gæsluvallar og segir Björg að gömul skólahús sem eru færanleg, séu líka nýtt. „Þetta er mjög sniðug leið til að nýta hús sem annars væru í niður- níðslu,“ segir Björg. Þrátt fyrir ungan aldur eru stúlkurnar óhræddar við að prófa sig áfram og takast á við nýja hluti. Það að breyta gömlum gæsluskúr í ný- stárlega daggæslu, var áskorun sem þeim þótti báðum gaman að takast á við. Endurnýjun Það má vel nýta gömul hús og gefa þeim ný hlutverk. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013 Alltof margir hafa skoðan-ir á öllum fjandanum.Margt af því sem þessihópur fólks segir er lit- að af hvatvísi og vanþekkingu enda er engin leið að gaumgæfa hvert mál. Enginn ætti að skammast sín fyrir að segja pass með nokkuð reglulegum hætti. Það er heilbrigt að segja af og til einfaldlega: „Nei, ég hef ekki skoðun á þessu.“ Orð heimspekingsins Williams Kingdons Cliffords (1845-1879) koma óneitanlega í hugann þegar staldrað er við þetta málefni. „Það er ætíð rangt, alls staðar og fyrir hvern mann að trúa ein- hverju á ófullnægjandi for- sendum,“ sagði hann. Já, fleiri mættu hafa fast land undir fótum þegar þeir tjá sig, sem myndi ugglaust hafa það í för með sér að þeir hefðu eitthvað fram að færa. Þvæla er vitaskuld lítils virði. Mögulega má þetta rekja til þess að margir enduróma alltof oft við- horf annarra eða eru blindaðir af tilfinningum, eink- um reiði, í stað þess að beita rök- hugsun. Hópur fólks vonaðist eftir stökkbreyttum heimi eftir bankahrun og kallaði eftir því að gagnrýnni hugsun yrði beitt í hvívetna. En það er að sjálf- sögðu ómögulegt að hafa skoðanir á öllu og á sama tíma iðka sómakæra hugsun. Ætli það sé ekki ráðlegt að leita aftur í brunn mér vitrari manna. Páll Skúlason, prófessor í heimspeki, hefur skilgreint gagn- rýna hugsun með þessum orðum: „Gagnrýnin er sú hugsun sem fellst ekki á neina skoðun eða fullyrðingu nema hún hafi fyrst rannsakað hvað í henni felst og fundið fullnægjandi rök fyrir henni.“ Sá sem sannarlega er hugsandi getur því engan veginn haft ráðrúm til að hafa skoðanir á öllu. Já, það er öllum hollt að kunna að segja pass þótt það þýði að rakið tækifæri til að upplýsa heiminn um stórkostlega tíma- mótaskoðun fari for- görðum. »Alltof margir hafaskoðanir á öllum fjandanum. Margt af því sem sagt er því litað af hvatvísi og vanþekk- ingu. HeimurHelga Vífils Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is MYNDARLEGUR www.landrover.is NÝR LAND ROVER DISCOVERY 4 VERÐ FRÁ 10.990.000 KR. Land Rover Discovery 4 er einn glæsilegasti jeppi sem til er. 211 hestafla dísilvél sem eyðir aðeins 8,3 l/100 km í blönduðum akstri*, ný 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýrinu og loftpúðafjöðrun á öllum hjólum sem tengd er Terrain Response stillanlega fjöðrunarkerfinu. Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is E N N E M M / S ÍA / N M 5 8 7 5 8 *M ið að vi ð up pg ef na r vi ðm ið un ar tö lu r fr am le ið an da um el ds ne yt is no tk un íb lö nd uð um ak st ri . GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 421 8808 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.