Morgunblaðið - 20.09.2013, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Upphafleg áætlun okkar þegar við
komum hingað á Hvammstanga í
vor var sú að vera hér meðan á
foreldraorlofi stæði. Þegar leið á
sumarið varð okkur æ fjarlægara
að fara aftur í bæinn. Við ákváðum
því að taka af skarið og flytja hing-
að. Skapa okkur verkefni og störf
sem komu fyrr en varði,“ segir
Unnur Vilborg Hilmarsdóttir, sem
nú er að taka við framkvæmda-
stjórn Selaseturs Íslands á
Hvammstanga.
Ferðaþjónusta,
sýning og rannsóknir
Unnur Valborg segir áhugavert
að taka við stjórn Selaseturs Ís-
lands. „Sjálf hef ég unnið sem
stjórnendaþjálfari undanfarin ár og
ætlaði að sinna því áfram að hluta
og búa til fleiri ný verkefni héðan.
En með föstu starfi er staðan önn-
ur,“ segir Unnur sem tekur við
nýju starfi 1. nóvember.
Starfsemi Selasetursins hófst ár-
ið 2002. Er því ætla að vera inn-
legg til efldrar ferðaþjónustu í í
Húnaþingi vestra, það er miðla
upplýsingum um íslenska selastofn-
inn en hann heldur sig mikið t.d. á
Vatnsnesi og þar í kring í Húna-
vatnssýslum. Áhugaverð sýning er
uppi og jafnframt unnið að ýmsum
rannsóknarverkefnum.
Unnur Valborg er uppalin á
Hvammstanga og bjó þar til átta
ára aldurs. Eftir það var hún oft
nyrðra hjá föður sínum, Hilmari
Hjartarsyni, og hans fólki, svo ræt-
urnar slitnuðu aldrei. Fyrir nokkr-
um árum festi hún með systkinum
sínum kaup á ættarhúsinu Valhöll
– og hefur síðan dvalið þar í fríum.
„Þegar við Alfreð Alfreðsson
maðurinn minn vorum nú í vor
komin með tvö lítil börn ásamt
unglingi fannst okkur gott að
skipta um umhverfi og vera í sveit-
inni. Og við tókum ákvörðun um að
vera hér áfram. Alfreð vinnur á
meðferðarheimili fyrir sunnan; er á
vöktum í tvo daga en á sex daga
frí þar á milli,“ segir Unnur Vil-
borg.
Síðustu vikurnar, frá því fjöl-
skyldan flutti endanlega norður,
segist Unnur Valborg hafa fundið
vel að mörgum finnist ákvörðunin
bráðsnjöll. Marga fýsi að flytja út
á land, en taki ekki af skarið.
Þarf varla að hreyfa bílinn
„Jú, auðvitað er á einhvern
mælikvarða dýrara að búa úti á
landi en á Reykjavíkursvæðinu.
Þetta er allt spurning um viðmið.
Hér í þorpinu þarf ég varla að
hreyfa bílinn og get komist flestra
minna ferða fótgangandi. Tveggja
ára sonur minn komst strax inn á
leikskóla, verslunarferðum fækkar
sem og ferðum á skyndibitastaði
sem sparar peninga. Svona gæti ég
haldið áfram. Hvammstangi er
góður kostur.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hvammstangi „Hér þarf ég varla að hreyfa bílinn og get komist flestra minna ferða fótgangandi,“ segir Unnur.
Varð æ fjarlægara
að fara aftur suður
Sneri aftur á heimaslóðir á Hvammstanga Tekur við
rekstri Selaseturs Íslands Upplýsingum miðlað um seli
Selur á skeri Óvíða er að finna jafn mörg sellátur og við Miðfjörð.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hæstiréttur þyngdi í gær fangels-
isdóm yfir Aroni Pétri Karlssyni
fyrir fjársvik í tvö og hálft ár, en
héraðsdómur hafði áður dæmt
hann í tveggja ára fangelsi. Að
auki var Aron Pétur dæmdur til að
greiða Arion banka 64.323.376
krónur, Íslandsbanka 48.748.312
krónur og Glitni banka 48.551.779
krónur, í öllum tilvikum með
dráttarvöxtum. Honum var einnig
gert að greiða hverjum um sig
250.000 krónur í málskostnað.
Eins er honum gert að greiða verj-
anda sínum 4.354.850 krónur í
málskostnað. Ennfremur er fyr-
irtæki hans gert að sæta upptöku
á 96.931.458 krónum. Hæstiréttur
staðfesti þar fyrri dóm héraðsdóm.
Málavextir voru þeir að í janúar
2010 tilkynnti kínverska sendiráð-
ið um kaup á húsnæðinu Skúla-
götu 51 þar sem Sjóklæðagerðin
var áður til húsa. Húsið var í eigu
félagsins Vindasúlna en þar í for-
svari var Aron Pétur ásamt föður
sínum. Fasteignin var veðsett fyrir
rúman milljarð króna vegna lána í
Arion banka, Íslandsbanka og
Glitni. Um miðjan desember 2009
var gengið að tilboði frá indversku
fyrirtæki í fasteignina fyrir 575
milljónir króna. Bankarnir féllust
á þessa sölu og léttu af fasteign-
inni áhvílandi veðum sínum á
fyrsta veðrétti gegn andvirði söl-
unnar. Skömmu síðar var hins
vegar samþykkt tilboð frá kín-
verska sendiráðinu upp á 875
milljónir. Í millitíðinni var búið að
færa fasteignina í nýtt félag, 2007
ehf., í eigu sömu aðila, en það fé-
lag hét AK fasteignir. Upplýsti Ar-
on Pétur bankana ekki um þá ráð-
stöfun.
Hæstiréttur þyngdi dóm Arons
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
8
7
0
9
*Miðað við uppgefnar eyðslutölur framleiðanda í blönduðum akstri
www.renault.is
SPARNEYTNIR
Á GÓÐU VERÐI
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
SPORT TOURER 1,5 l, sjálfsk. dísil
EXPRESSION 1,5 l, beinsk. dísil
Sjálfsk. dísil
GRAND, 7 MANNA: 4.690 þús. kr.
Verð: 3.890 þús. kr.
Verð: 2.890 þús. kr.
Verð: 4.290 þús. kr.
RENAULT MEGANE
RENAULT CLIO
RENAULT SCENIC
L/100 KM*
L/100 KM*
L/100 KM*
4,2
3,4
4,7
GE bílar / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622
Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands / Egilsst. / 470 5070
IB ehf. / Selfossi / 480 8080