Morgunblaðið - 20.09.2013, Page 17
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013
Grafarvogssöfnuður ætlar að
leggja sitt af mörkum við söfnun
línuhraðals fyrir Landspítalann um
helgina en á sunnudag verður upp-
skerumessa í kirkjunni kl. 11. Þar
verður uppskeru sumarsins safnað
saman og hún boðin upp eftir
messu.
Fram kemur í tilkynningu, að
fólk geti til dæmis komið með
grænmeti, kartöflur, ávexti, brauð,
kökur, sultur eða hvað annað sem
því dettur í hug. Góðgætinu verði
stillt upp í kór kirkjunnar, það bor-
ið út að lokinni messu og síðan boð-
ið upp.
Guðrún Karls Helgudóttir, prest-
ur í Grafarvogskirkju, þjónar í upp-
skerumessunni á sunnudaginn. Slík
messa var einnig haldin á síðasta
ári til styrktar Kvennaathvarfinu.
Grafarvogskirkja Uppskeran verður boð-
in upp eftir messu á sunnudag.
Uppskerumessa
í Grafarvogskirkju
STUTT
Kjaranefnd Félags eldri borgara í
Reykjavík skorar á ríkisstjórnina
að hækka skattleysismörkin mynd-
arlega í tengslum við afreiðslu fjár-
laga fyrir árið 2014.
Í ályktun frá félaginu segir, að
hækkun skattleysismarka sé besta
kjarabótin fyrir eldri borgara.
Jafnframt krefst kjaranefndin
þess, að það verði forgangsmál á
haustþingi að leiðrétta kjara-
gliðnun þá, sem lífeyrisþegar hafi
orðið fyrir síðastliðin fjögur ár.
Skattleysismörk
verði hækkuð
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Hvalaskoðunarfyrirtæki hafa stutt
rannsóknir á hvölum og eru sífellt
meðvitaðri um að starfsemi þeirra
hafi ekki áhrif á
hvalina. Þetta segir
Rannveig Grét-
arsdóttir, fram-
kvæmdastjóri
hvalaskoðunarfyr-
irtækisins Elding-
arinnar í Reykja-
vík.
Doktorsrann-
sókn sem sagt var
frá í Morgun-
blaðinu í gær bend-
ir til þess að ferðir hvalaskoð-
unarbáta hafi áhrif á hegðun hrefna í
Faxaflóa. Rannveig segir hins vegar
að rannsóknin sýni fyrst og fremst
fram á að umferð skipa almennt hafi
áhrif á dýrin.
„Þetta er nokkuð sem við höfum
verið að skoða. Við leggjum okkur öll
fram um að draga úr neikvæðum
áhrifum ef þau eru til staðar,“ segir
Rannveig.
Hún segir að fyrirtækið hafi bæði
hjálpað til við þessa rannsókn og aðra
sem hefur verið í gangi frá 2007.
„Við fáum bráðabirgðaniðurstöður
hjá rannsakendum og notum þær á
fundum hjá Hvalaskoðunarsamtök-
unum til að fá stjórnendur fyrirtækj-
anna til að skilja að þeir gætu mögu-
lega haft áhrif á dýrin. Við erum að
reyna að vera eins ábyrg og við get-
um í þessu,“ segir hún.
Meiri kröfur um reglur
Eftir því sem hvalaskoðunarfyrir-
tækjum fjölgar er þörf á frekari
reglum að sögn Rannveigar. Fyrir-
tæki bæði í Reykjavík og fyrir norðan
hafa hist og farið yfir hvernig þau
haga sér nálægt hvölunum. Þá séu
Hvalaskoðunarsamtök Íslands með
reglur og þær hangi um borð í bát-
unum.
„Það eru meiri og meiri kröfur um
að farið sé eftir reglunum. Skipstjór-
arnir passa hver annan. Um leið og
einhver skipstjóri fer ekki eftir regl-
unum þá tala menn saman. Það er
aukin meðvitund um að það skiptir
gríðarlega miklu máli að við höfum
ekki áhrif á hvalina því þeir eru nátt-
úrlega það sem við erum að sýna.
Þess vegna höfum við stutt þessar
rannsóknir því við viljum vita hvaða
áhrif við höfum,“ segir hún.
Morgunblaðið/Kristinn
Skoðunarferð Ferðamenn sækja í hvalaskoðunarferðir hér á landi. Ferðir
bátanna hafa áhrif á hrefnu í Faxaflóa skv. rannsókn sem gerð var þar.
Vilja vita um
áhrifin á hvalina
Rannveig
Grétarsdóttir
Fleiri skip en hvalaskoðunarskip hafa áhrif
Ákveðið hefur verið að kynjakvóti
verði í spurningakeppni framhalds-
skólanna, Gettu betur, vorin 2015
og 2016. Þetta var ákveðið á fundi
stýrihóps keppninnar nýlega, en
þar sitja fulltrúar þeirra fjögurra
menntaskóla sem komust í undan-
úrslit í síðustu keppni ásamt
fulltrúum Ríkisútvarpsins. Sam-
kvæmt nýja fyrirkomulaginu mega
aldrei vera fleiri en tveir af sama
kyninu í liðum skólanna, en í hverju
liði eru þrír þátttakendur.
Skarphéðinn Guðmundsson, dag-
skrárstjóri RÚV, segir að hópurinn
sitji til eins árs og taki afstöðu til
leikreglna keppninnar á hverju ári.
Stýrihópur næsta árs gæti breytt
þessari ákvörðun áður en keppnin
vorið 2015 fer fram.
Kynjakvóti verður
í Gettu betur