Morgunblaðið - 20.09.2013, Qupperneq 20
NORÐURLAND-VESTRA
DAGA
HRINGFERÐ
HOFSÓS
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Vissulega hefur fennt í sporin en
tengsl okkar Íslendinga við frænd-
fólk okkar í Vesturheimi verða þó
til staðar svo lengi sem rækt er við
þau lögð. Margir voru fullir efa-
semda þegar starfsemi hér hófst
fyrir sautján árum en áhuginn
reyndist svo sannarlega til staðar
þegar að var gætt,“ segir Valgeir
Þorvaldsson, forstöðumaður Vest-
urfarasetursins á Hofsósi.
Vestur-Íslendingar
eru helmingur gesta
Starfsemi Vesturfarasetursins
hefur vaxið fiskur um hrygg á und-
anförnum árum; bæði sýning-
arhaldi auk þess sem gestum fjölg-
ar jafnt og þétt. Í ár voru gestirnir
um 8.000 og telur Valgeir að nærri
láti að helmingur þeirra sé Vestur-
Íslendingar sem hingað koma til
að kanna rætur sínar og slóðir for-
feðra.
Talið er að rösklega 16 þúsund
manns hafi flutt frá Íslandi til
Vesturheims á árunum 1870 til
1914. Segja má að flutningar þess-
ir hafi byrjað árið 1873, en þá hélt
allstór hópur fólks til að mynda úr
Bárðardal og Vopnafirði til Bras-
ilíu. Um svipað leyti fóru Íslend-
ingar svo að flykkjast til Kanada,
þaðan sem sendir voru agentar
sem kynntu fólki fagra framtíð í
fjarskanum. Margir þekktust boð-
ið, ekki síst fólk af Norður- og
Austurlandi. Þetta voru erfiðir
tímar nyrðra; um langt skeið á síð-
ari hluta 19. aldarinnar lagðist haf-
ís á hverju ári að landinu og
Öskjugosinu árið 1875 fylgdi ösku-
fall og búsifjar. Margir kusu því að
róa á ný mið.
„Þetta var hrun, kannski á
einhvern hátt hliðstætt því sem
hér varð fyrir fáum árum,“ segir
Valgeir sem á stóran frændgarð í
Kanada – og hefur raunar látið svo
ummælt að litlu hafi munað að
hann yrði Vestur-Íslendingur.
Flestir Íslendinganna fluttust
til Kanada og árið 1875 fengu þeir
að stofna eins konar sjálfstjórnar-
nýlendu við Winnipegvatn, það er
Nýja-Ísland. Síðar urðu þessar
slóðir hluti af Manitoba-ríki og þar
er mikill fjöldi fólks af íslenskum
ættum eins og raunar víðar í Kan-
ada og nálægum ríkjum Banda-
ríkjanna, svo sem Minnesota og
Norður- og Suður-Dakota.
Endurbyggt og ný hús
„Þegar við opnuðum Vestur-
farasetrið árið 1996 var starfsemin
aðeins í Gamla kaupfélagshúsinu.
Síðan þá höfum við endurbyggt og
reist ný hús, til dæmis húsið
Ljósmynd/Kristín Sigurrós Einarsdóttir.
Leiðsögn Valgeir Þorvaldsson á bryggjunni meðal gesta sinna sem gjarnan eru af Íslendingaslóðum í Vesturheimi.
Áhuginn endist og
frændsemin lifir
Tengsl við Vesturheim styrkjast Brasilía í brennidepli
Sundlaugin á Hofsósi er af mörgum talin ein fallegasta laug landsins. Laugin
var tekin í notkun árið 2010 og er gjöf tveggja athafnakvenna, þeirra Lilju
Pálmadóttur og Steinunnar Jónsdóttur, til íbúa Skagafjarðar, en báðar eiga
þær ættir að rekja í Skagafjörð. Sundlaugin, sem er 25 metra löng og 10,5
metrar á breidd, er á sjávarbakka sunnarlega í þorpinu, við Staðarbjargarvík
og var hönnuð af Sigríði Sigþórsdóttur arkitekt. Þegar synt er frá suðri til
norðurs í lauginni rennur vatnsflötur hennar saman við hafflötinn neðan henn-
ar og úr henni er stórbrotið útsýni yfir hafið og Drangey.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Drangeyjarsund Kátir sundlaugargestir í boltaleik og Drangey í fjarska.
Athafnakonur gáfu sundlaug
Stóð verður dregið í dilka í Lauf-
skálarétt í Skagafirði næsta laug-
ardag, 28. september. Hrossin verða
að morgni dags rekin úr Kolbeinsdal í
réttina við holtið sem hún stendur á,
Laufskálaholt í Hjaltadalnum.
Að jafnaði eru úr dal til réttar rekin
um 600 hross; folöld sem fullorðnir
hestar. Þá er sagt nyrðra að ámóta
margir, það er heimamenn og gestir,
fylgi stóðinu ríðandi til réttar. Rétt-
arstörf hefjast um hádegisbil og lýk-
ur um kaffileytið – og hefst þá rekst-
ur heim á bæi í hinum gamla
Viðvíkur- og Hólahreppi. Um kvöldið
er svo réttardansleikur í reiðhöllinni
Svaðastöðum við Sauðárkrók – og
hafa gestir þar verið um 2.000 þegar
best lætur. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Hross Laufskálarétt og sérstök
stemning þar er mikið aðdráttarafl.
Réttir og dans
Margir áhugaverðir atburðir verða á
dagskránni á Hólum í Hjaltadal í vet-
ur. Séra Solveig Lára Guðmunds-
dóttir, vígslubiskup Hólastiftis, seg-
ist hafa áhuga á að auka veg
staðarins sem alhliða menningarset-
urs þannig að fólk geti gert sér sann-
anleg og gagnleg erindi á staðinn. Í
vetur verður til dæmis fræðimönn-
um og rithöfundum boðið að koma
heim að Hólum og dveljast eina viku
í fræðimannsíbúð, sem þeir endur-
gjalda svo með fyrirlestri í dvalarlok. Nú á haustdögum
verða á Hólum þær Bryndís Zoëga, Árelía Eydís Guð-
mundsdóttir og Hildur Hákonardóttir en þær hafa hver
á sínu sviði látið að sér kveða við ýmis fræðistörf. Fleiri
koma svo á staðinn síðar á vetrinum.
Aðra helgina í nóvember verða svo kyrrðardagar á
Hólum, þar sem fólk getur átt næðisstundir við íhugun,
útivist og bænagjörð. „Já, það má til sanns vegar færa
að ég hafi flutt mig milli stórra staða,“ segir Solveig
Lára sem var sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörg-
árdal í rúman áratug áður en hún varð Hólabiskup. Við
því embætti tók hún í byrjun september í fyrra og flutti
á staðinn þegar komið var fram í október. Fyrr á tíð
Hundrað
kirkna biskup
Alhliða menningarsetur
Kyrrðardagar og fræði
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hóladómkirkja Ein af fallegustu kirkjum landsins. Var
vígð árið 1763 og setur sterkan svip á Hólastað.
Solveig Lára
Guðmundsdóttir
Hofsósi
Verið velkomin í
M
ynd
:aatla
Eigendaskipti hafa orðið á bifreiða- og
búvélaverkstæðinu Pardus og munu þeir halda
rekstrinum áfram í óbreyttri mynd.
Almenn viðgerðaþjónusta, varahlutir og alltaf heitt á könnunni.
Starfsfólk Pardus
PARDUS RAF
Bíla- og búvélaverkstæðið Pardus ehf. • Suðurbraut 1, 565 Hofsósi
sími 453 7380 / 8932881• Fax 453 7382 • Netfang: pardus@pardusehf.is