Morgunblaðið - 20.09.2013, Page 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013
Íslendingar neyta mests allra
þjóða af fiski og er neyslan rúm-
lega fjórföld meðalneysla Evrópu-
þjóða og rúmlega fimmföld með-
alneysla á heimsvísu. Samt sem
áður hefur neyslan hér á landi
dregist saman um 3,5% á rúmum
áratug. Á sama tíma hefur með-
alneysla Evrópubúa aukist um
tæp 15%. Þetta kemur fram í
nýrri skýrslu Íslandsbanka um
stöðu sjávarútvegsins á Íslandi.
Ísland skipar 17. sætið af þeim
löndum sem framleiða hvað mest
af fiski og nemur veiðin um 1,1
milljón tonna árið 2011 sem sam-
svarar um 1,4% af heildarafla. Ís-
land hefur fallið um sex sæti frá
árinu 2001 en þá var Ísland ellefta
umsvifamesta fiskveiðiþjóðin.
Kína er hins vegar umsvifamesta
fiskveiðiþjóð heims með tæplega
14,5 milljónir tonna í heildarafla.
Asíulönd veiða langmest eða um
50% af heildarsjávarfangi árið
2011. Þar á eftir kemur Ameríka
með um 27% og loks Evrópa með
tæplega 16%.
25% aukning sl. áratug
Heildarframleiðsla á fiski hefur
aukist um tæp 25% síðastliðinn
áratug og árið 2011 nam heildar-
framleiðsla fisks á heimsvísu um
156,2 milljónum tonna. Samkvæmt
spá Matvælastofnunar Sameinuðu
þjóðanna (FAO) um þróun á heild-
arframleiðslu fisks er gert ráð
fyrir að árið 2022 verði hún komin
í rúma 181 milljón tonna sem
samsvarar um 16% aukningu frá
árinu 2011 eða um 1,4% árlegri
meðaltalsaukningu og er það að
mestu tilkomið vegna aukinnar
áherslu á fiskeldi, segir í skýrsl-
unni.
Veiðar á villtum fiski hafa hald-
ist frekar stöðugar síðustu ár eða
í um 90 milljónum tonna. Fram-
boð hefur haldist stöðugt þó svo
að stöku breytingar hafi orðið á
aflaþróun eftir löndum, svæðum
og tegundum. Ekki er búist við að
fiskveiðar muni aukast mikið
næstu ár þar sem talið er að fiski-
stofnar þoli ekki miklu meiri veiði.
Afli flestallra fisktegunda hefur
lítið breyst undanfarin ár fyrir ut-
an afla á ansjósum. Ansjósur (Pe-
ruvian anchovy) eru mest veidda
fisktegund í heimi, 8,3 milljónir
tonna árið 2011. Frá árinu 2004
hefur veiði á ansjósum dregist
verulega saman, að mestu leyti
vegna aðgerða stjórnvalda til að
vernda stofninn.
Fram kom í skýrslu Íslands-
banka að rekstur útgerða á Ís-
landi sé heilt yfir góður og ytri
skilyrði hagkvæm þó svo að af-
koman sé misgóð milli fyrirtækja.
helgivifill@mbl.is
Íslendingar neyta
mests allra af fiski
Ísland fellur um sex sæti yfir mestu fiskveiðiþjóðirnar
Skipuðum 11. sætið árið 2011 en sitjum nú í því 17.
Ísla
nd
Por
túg
al
Jap
an
S-K
óre
a
Nor
egu
r
Spá
nn
Lith
áen
Fin
nla
nd
Fra
kkla
nd
Sví
þjó
ð
Kín
a
Ban
dar
íkin
Kan
ada
Rús
slan
d
Dan
mö
rk
Me
ðal
t. E
vró
pu
Bre
tlan
d
Hol
lan
d
Þýs
kala
nd
Níg
ería
Meðaltal heimsins
18,518
61 57 56 51
43 41 37 34 32 31
24 23 22 22 22 21 20 15 14
Heildarframleiðsla 20 stærstu fiskveiðiþjóða heims árið 2011
Kín
a
Per
ú
Ind
óne
sía
Ban
dar
íkin
Rús
slan
d
Jap
an
Ind
lan
d Síle
Víe
tna
m
Nor
egu
r
Filip
pse
yjar
My
anm
ar
S-K
óre
a
Tæ
lan
d
Me
xíkó
Ma
lasí
a
Ísla
nd
Spá
nn
Ma
rok
kó
Kan
ada
M
ill
jó
n
to
nn
16
14
12
10
8
6
4
2
0
Meðaltal 20 stærstu
Heimild: FAO
Neysla sjávarafurða á heimsvísu árið 2009 (kg/íbúa á ári)
Hlutabréfamark-
aðir hafa tekið
vel í ákvörðun
bankastjórnar
Seðlabanka
Bandaríkjanna
um að gera eng-
ar breytingar á
stefnu bankans í
peningamálum.
Þegar í fyrrakvöld hækkuðu vísi-
tölur á Wall Street, í fyrrinótt í Asíu
og í Evrópu í gær. Kom ákvörðunin
mjög á óvart þar sem flestir töldu
að bankinn myndi draga úr stuðn-
ingi við efnahagslífið, en hann til-
kynnti þess í stað að hann myndi
áfram að kaupa ríkisskuldabréf
fyrir 85 milljarða Bandaríkjadala í
hverjum mánuði.
Hlutabréfamarkaðir
tóku víða vel við sér
Lufthansa, stærsta flugfélag
Þýskalands, hefur lagt inn pöntun
á 59 þotum. Um er að ræða 34 Bo-
eing 777-9X og 25 Airbus A350-
900 þotur og er listaverð þeirra
14 milljarðar evra, 2.270 millj-
arðar króna.
Samkvæmt upplýsingum sem
Lufthansa veitti í gær verða
fyrstu þoturnar afhentar árið
2016.
Lufthansa segir þetta stærstu
einstöku fjárfestingu einkafyr-
irtækis í Þýskalandi en það sem
þoturnar sem pantaðar hafa verið
eiga sameiginlegt er að þær eyða
minna eldsneyti en þær vélar sem
eru nú í notkun hjá félaginu.
AFP
Lufthansa Christoph Franz, stjórnar-
formaður Lufthansa, á blaðamannafundi.
Lufthansa hefur
pantað 59 þotur
STUTT
Markaðsherferðin Inspired by Ice-
land hlaut í fyrradag Euro Effie-
verðlaunin í flokknum afþreying og
skemmtun. Samtök evrópskra aug-
lýsingastofa standa að veitingu
þeirra. Herferðin hefur áður hlotið
Euro Effie-verðlaun, hlaut aðal-
verðlaun keppninnar árið 2011 fyrir
bestu notkun samfélagsmiðla.
Herferðin er á vegum Íslandsstofu
og miðar að því að fá fleiri ferða-
menn til Íslands árið um kring.
Inspired by Iceland
hlaut verðlaun
Lopi 33
Sjá sölustaði á istex.is
Til leigu, 80 fermetra, gott verslunarhúsnæði með góðum sýninga-
gluggum á besta stað við Laugaveg. Laust 1. nóv. 2013.
Áhugasamir leggi inn tilboð á netfangið: laugavegur44@gmail.com
Laugavegur 44Til leigu