Morgunblaðið - 20.09.2013, Page 24

Morgunblaðið - 20.09.2013, Page 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013 Á miðvikudag var hinn árlegi Diner en Blanc haldinn í Bryant Park í New York en það er matarviðburður sem Bandaríkjamenn og fleiri hafa flutt inn frá Frakklandi. Reglum samkvæmt er staðsetningin aldrei tilkynnt fyrr en á síðustu stundu og þátttakendur beðnir um að klæðast hvítu og hafa með sér matarkörfur, postulínsborðbúnað og hnífapör, hvíta borðdúka, stóla og borð. Viðburðurinn er afar vinsæll og jafnan margir sem enda á biðlista. AFP Kvöldmatur í hvítu New York-búar í skyndilautarferð Í seinni hluta við- tals við banda- rísku sjónvarps- stöðina NBC, sem sýnt var í gær, lýsti Hassan Rowhani, forseti Írans, Ísrael sem hernámsveldi en sagði að Íran sæktist ekki eftir stríði. „Við trú- um á kjörkassann. Við sækjumst ekki eftir stríði við nokkurt ríki. Við leitum eftir friði og vináttu meðal þjóðanna á svæðinu,“ sagði hann. Rowhani sagði Ísrael hins vegar hafa leitt til óstöðugleika með hernaðarstefnu sinni. Spurður um helförina neitaði for- setinn að svara spurningunni og sagðist pólitíkus, ekki sagnfræð- ingur, en forveri hans, Mahmoud Ahmadinejad, var meðal þeirra sem hafa haldið fram að helförin hafi aldrei átt sér stað. Í fyrri hluta viðtalsins, sem fór í loftið á miðvikudag, sagði Rowhani að þjóð hans myndi aldrei gera til- raun til að koma sér upp kjarna- vopnum. Hassan Rowhani ÍRAN Sagði Írana ekki sækjast eftir stríði Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Shinzo Abe, forsætisráðherra Jap- ans, heimsótti Fukushima- kjarnorkuverið í gær og sagði stjórnendum versins að gera áætlun um aðgerðir til að koma í veg fyrir leka geislavirks vatns í og frá verinu. Hann sagðist standa við staðhæf- ingar sem hann setti fram á fundi al- þjóðaólympíusambandsins um að tekist hefði að takmarka áhrifin af geislavirku vatninu. Heimsókn Abes var m.a. ætlað að fullvissa umheiminn um að yfirvöld hefðu stjórn á ástandinu í verinu en komið hefur í ljós að aðeins nokkrum mánuðum eftir að fjórir kjarnakljúfa versins skemmdust illa í kjölfar jarðskjálftans í mars 2011 leyfðu stjórnvöld rekstraraðila versins, TEPCO, að fresta kostnaðarsömum aðgerðum til að vernda grunnvatn á svæðinu, af ótta við að þær myndu setja fyrirtækið á hausinn. Mengun hundraða tonna grunn- vatns eykst daglega, er það sam- blandast geislamenguðu vatni sem hefur verið notað til að kæla kjarna- kljúfana. TEPCO segir kjarnakljúf- ana stöðuga en á hverjum degi þarf meira vatn til að kæla þá. Mengaða vatnið er geymt í tönkum en fyrir- tækið hefur ekki getað svarað því hvernig það hyggst losa sig við það. Nokkrir þessara tanka eru farnir að leka og er vatnið úr þeim talið hafa farið niður í jarðveginn eða runnið áleiðis út í sjó. Segir menguninni haldið í skefjum  Forsætisráðherra Japans heimsótti Fukushima  Vill áætlun um aðgerðir AFP Varinn Shinzo Abe klæddist hlífð- arfatnaði í Fukushima-verinu í gær. Staðhæfingar forsætisráðherrans á fundi ólympíunefndarinnar í Buenos Aires, um að yfirvöld og stjórnendur Fukushima-kjarn- orkuversins hefðu fulla stjórn á ástandinu í verinu, voru lykilatriði í því að tryggja Tókýó Ólympíu- leikana 2020. Sumir sérfræðingar segja full- yrðingar forsætisráðherrans hins vegar jaðra við að vera óheið- arlegar en háttsettur yfirmaður hjá TEPCO, rekstraraðila kjarn- orkuversins, var m.a. á öndverðum meiði við ráðherrann fyrr í mán- uðinum þegar hann sagði að ekki hefði tekist að koma böndum á ástandið. Abe hét því í gær að hann myndi vinna ötullega að því að uppræta efasemdir um öryggismál í Fuku- shima-kjarnorkuverinu. Fullvissaði ólympíunefndina ÓLYMPÍULEIKARNIR Í TÓKÝÓ 2020 Vopnaðir ræn- ingjar ógnuðu Kathryn Blair, dóttur Tonys Blairs, fyrrver- andi forsætisráð- herra Breta, þeg- ar hún var á göngu ásamt unn- usta sínum síðast- liðið mánudags- kvöld. Atvikið átti sér stað í Marylebone í Lundúnum, þegar Kathryn var að viðra hundinn sinn, samkvæmt The Daily Tele- graph, en hún á heima í nágrenninu. Parið sakaði ekki og þjófarnir höfðu ekkert upp úr krafsinu en lögregla telur atvikið tengjast öðru ráni sem átti sér stað um 30 mínútum áður. Hún telur ekki að faðerni Kathryn hafi valdið því að óþokkarnir réðust að henni og unnustanum. BRETLAND Vopnaðir þjófar ógna dóttur Tonys Blairs Tony Blair Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, sagði í viðtali við bandarísku frétta- stofuna Fox News að það myndi taka að minnsta kosti ár og kosta Sýrland milljarð Bandaríkjadollara að láta efnavopn sín af hendi. Hann sagði átökin í landinu ekki borg- arastyrjöld, heldur væri Sýrland fórnarlamb stríðsmanna Al-Kaída, sem nytu stuðnings erlendra bak- hjarla. „Þetta er ekki borgarastyrjöld. Þetta er stríð. Ný tegund af stríði,“ sagði Assad og fullyrti að íslamskir skæruliðar frá fleiri en 80 löndum hefðu tekið þátt í átökunum. Hann dró í efa sérfræðiskýrslu þar sem 30.000 af 100.000 uppreisnar- mönnum eru sagðir harðlínumenn og sagðist vita að meðal andstæð- inga hans væru tugþúsundir jíhad- ista. Tyrkir lokuðu landamærunum að Sýrlandi tímabundið í gær eftir að átök brutust út í bænum Azaz milli sýrlenskra uppreisnarmanna og liðsmanna Al-Kaída. Aðgerðasinnar sögðu að samtökin Íslamska ríkið í Írak og Levant hefðu yfirtekið bæ- inn en innbyrðis átök andstæðinga Assads hafa aukist undanfarið. Innanríkisráðherra Frakklands, Manuel Valls, sagði í útvarpsviðtali í gær að um þrjú hundruð ríkisborg- arar eða íbúar Frakklands hefðu tekið þátt í átökunum í Sýrlandi eða væru á leiðinni til þess og varaði við því að af þeim gæti stafað ógn þegar þeir sneru aftur. Framkvæmdastjórn Efnavopna- stofnunarinnar mun funda á sunnu- dag til að ræða áætlun Bandaríkja- manna og Rússa um eyðingu efnavopnabirgða Sýrlandsstjórnar. Tekur ár að láta vopnin af hendi  Ekki borgarastyrjöld, segir Assad AFP Viðtal Assad ítrekaði að stjórnvöld hefðu ekki staðið að árásinni í ágúst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.