Morgunblaðið - 20.09.2013, Síða 25

Morgunblaðið - 20.09.2013, Síða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013 BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 LAUGARD. 11 - 16 EASY Hönnun Jahn Aamodt Stóll kr. 206.600 Stóll + skemill kr. 264.300 Lækjargötu og Vesturgötu ÚTSA LA AFP Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, sagði í gær að nýnasistum yrði ekki leyft að eitra samfélagið, fremja glæpi né grafa undan stoðum ríkisins sem gat af sér lýðræðið. Þúsundir mótmæltu hægriöfgastefnu í Aþenu á miðvikudagskvöld, eftir að stuðningsmenn nýnasistaflokksins Gullnar dögunar réðust á hipp- hopp-listamanninn Pavlos Fyssas og einn mannanna, George Roupakias, stakk hann til bana. Sérfræðingar telja vandkvæðum bundið að banna Gullna dögun samkvæmt gildandi lögum en flokkurinn hlaut yfir 400 þúsund atkvæði í síðustu þingkosn- ingum. Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði hins vegar í gær að skref yrðu tekin til að afhjúpa hvernig flokkurinn hefði beinlínis hvatt til glæpsamlegs atferlis. Grískir fjölmiðlar kölluðu eftir því í gær að starfsemi flokks- ins yrðu settar þrengri skorður og gagnrýndu yfirvöld fyrir að hafa leyft honum að starfa óáreittum. Fá ekki að eitra samfélagið MÓTMÆLA NÝNASISMA Í KJÖLFAR MORÐS Á HIPPHOPP-LISTAMANNI Ný skoðanakönnun Insa-rannsókn- arstofnunarinnar bendir til þess að Alternative für Deutschland (AfD) fái nægilegt fylgi í þingkosningunum í Þýskalandi á sunnudag til að ná mönnum á þing og gera út um vonir Angelu Merkel um að viðhalda nú- verandi stjórnarsamstarfi. Samkvæmt könnuninni mælist fylgi AfD 5% og þótt Kristilegir demókratar, flokkur Merkel, og samstarfsflokkurinn, Frjálsir demó- kratar, haldi sínu og rúmlega það, gerir úthlutun sæta það að verkum að flokkarnir tapa samkvæmt þessu þingmeirihlutanum. Verði þetta niðurstaðan neyðist Merkel til að ganga í eina sæng með sósíaldemókrötum en þeir njóta ekki nægilegs fylgis til að mynda meiri- hluta með sínum helstu bandamönn- um, græningjum. Stofnendur AfD segja evrópska myntbandalagið hinn mesta pen- ingasvelg fyrir Þýskaland og vilja að Þjóðverjar taki aftur upp þýska markið. Flokkurinn hefur verið sak- aður um popúlisma í þýskum fjöl- miðlum og þá hafa sumir flokks- félaga verið vændir um að aðhyllast hægriöfgastefnu. Flokkurinn hefur hingað til mælst með 3-4% fylgi í könnunum en vin- sældir hans hafa vaxið í kjölfar fregna af enn einum björgunarpakka til handa Grikklandi. Ógna stjórnarsamstarfinu  Evrópuandstæðingar sækja í sig veðrið í Þýskalandi Það má með sanni segja að heið- arleiki borgi sig, það á að minnsta kosti við í tilfelli hins heimilislausa Glens James, sem fann 2.400 Bandaríkjadollara í peningum og 40.000 dollara í ferðatékkum í bak- poka í verslunarmiðstöð í Boston á laugardag. James kom bakpokanum í hend- ur yfirvalda hið snarasta og fékk góðar þakkir fyrir og viðurkenn- ingu frá yfirlögreglustjóra borg- arinnar, Ed Davis. Hinum 27 ára gamla Ethan Whittington fannst James hins vegar eiga enn betra skilið og hóf söfnun fyrir hann á vefnum gofundme.com. Um kaffileytið í gær stóð söfn- unin í 104.625 Bandaríkjadollurum, jafnvirði nærri 12,5 milljóna ís- lenskra króna. James, sem er 54 ára gamall og hefur verið heimilislaus frá 2005, sagðist aldrei hefðu haldið eftir einu penníi af peningunum sem hann fann en með styrktarfénu gæti hann hafið nýtt líf. „Ég vil bara þakka þér fyrir að vera svona góður,“ sagði hann í símasamtali við Whittington. AFP Fundið fé Einn af þeim sem létu fé af hendi rakna í söfnuninni fyrir James bauð honum einnig afnot af stúdíóíbúð í New York. Myndin er úr safni. Stórgræddi á því að skila peningunum  Efndi til söfnunar fyrir finnandann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.