Morgunblaðið - 20.09.2013, Síða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013
Í Íslendingasögum er
það jafnan fyrir stórtíð-
indum þegar menn birt-
ast í draumi og yrkja
vísu. Mér þótti því vænt
um kveðjuna frá Stefáni
Jónssyni sem Kári sonur
hans kom á framfæri í
Morgunblaðinu í gær –
og ekki síður snjalla vís-
una sem fylgdi. Ég átti
ekki von á viðbragði úr
þessari átt. Óneitanlega hefði verið
gaman ef hann hefði í draumnum vik-
ið örstutt að fluguveiði, því að ég hef
mætur á bókum Stefáns um veiði-
skap. Guðjón Ó., afi minn, gaf margar
þeirra út og þeir voru miklir mátar.
Ég verð þó að taka ofan fyrir Kára
Stefánssyni að muna drauma sína svo
nákvæmlega; draumar mínir hafa
nefnilega tilhneigingu til að víkja þeg-
ar veruleiki dagsins blasir við. En ég
eignast þá alltaf aftur, sem betur fer.
Við erum öll sammála um að bregð-
ast verður strax við því neyðar-
ástandi sem komið er upp í heilbrigð-
isþjónustunni. Þar stend ég heilshug-
ar með Kára og heiti honum liðsinni
mínu í þeirri baráttu. Við eigum hins
vegar ekki að stilla reikningsdæminu
þannig upp að hús fyrir kennslu,
rannsóknir, miðlun og kynningu á ís-
lensku, handritunum og bókmennt-
um okkar komi í veg fyrir fjárfesting-
ar í sjúkrahúsum. Er fjárlagagerðin
og forgangsröðun fjárveitinga ekki
eilítið flóknari en svo? Veruleikinn er
sá að nú þegar hefur verið varið 600
milljónum króna í hús íslenskunnar á
Melunum. Framkvæmdin hefur verið
boðin út og ríkið því skaðabótaskylt
ef henni yrði frestað. Við eigum ekki
að kasta þessu fé á glæ, heldur leita
skynsamlegra lausna. Það gleymist
stundum að Hús íslenskra fræða er
sameiginlegt verkefni Háskóla Ís-
lands og stjórnvalda. Fyrir sjálfsafla-
fé Háskólans væri hægt að steypa
upp húsið og ganga frá lóðinni, án
þess að kæmi til neinna fjárframlaga
úr ríkissjóði á þessu ári og hinu
næsta. Þeir peningar
eru þegar til reiðu.
Meira en milljarði
væri þá strax veitt út í
svelt atvinnulífið, til
atvinnusköpunar og
virðisauka. Stjórn-
völdum væri í lófa lag-
ið að smíða raunhæfa
framkvæmdaáætlun
sem hentaði stöðu rík-
isfjármála og ljúka
verkinu með sóma.
Íslenskan breytist
vissulega með hverri kynslóð eins og
hún hefur alltaf gert. Í nýja húsinu á
Melunum verður hún hvorki sett í
krús né kerald, heldur verður þar
rými til að safna saman gögnum, fólki
og tækjum til sköpunar nýrra verð-
mæta, nýrrar þekkingar og bráð-
nauðsynlegra nýrra aðferða svo leysa
megi áskoranir íslenskunnar í tölvu-
heimum og sýna handritin í fyrsta
sinn með sóma í bókmenntaborginni.
Þetta nauðsynlega svigrúm vísinda-
starfsemi til rannsókna, athafna og
uppbyggingar staðfesti Kári Stef-
ánsson mætavel sjálfur þegar hann
byggði hús yfir Íslenska erfðagrein-
ingu. Hann vissi sem rétt var, að ekki
þýddi að bjóða nýrri kynslóð vísinda-
manna upp á sömu vinnuaðstöðu og
t.a.m. Björn Sigurðsson á Keldum
mátti búa við þegar hann vann sín
glæsilegu afrek í þágu íslenskra líf-
vísinda.
Eftir Guðrúnu
Nordal
Guðrún Nordal
» Þetta nauðsynlega
svigrúm vísinda-
starfsemi til rannsókna,
athafna og uppbygg-
ingar staðfesti Kári
Stefánsson mætavel
sjálfur þegar hann
byggði hús yfir Íslenska
erfðagreiningu.
Höfundur er forstöðumaður
Árnastofnunar.
Draumur og veruleiki
Í nýju aðalskipulagi Reykjavík-
ur er gert ráð fyrir því, að gamla
Landsímahúsinu verði breytt í
hótel. Há nýbygging á að rísa þétt
að Kirkjustræti milli kirkjugarðs-
ins og Austurvallar andspænis hin-
um gömlu og fallegu húsum Al-
þingis, þrátt fyrir ítrekuð mótmæli
forseta Alþingis og forsæt-
isnefndar. Í hótelinu verða 159
herbergi og á aðalinngangurinn að
snúa að Kirkjustræti. Ekki er gert
ráð fyrir aðstöðu fyrir hópferða-
og leigubíla eða aðra nauðsynlega
aðkomu vegna þjónustu við hót-
elið. Þar má því búast við örtröð
og umferðaröngþveiti.
Alþingisreiturinn markast af
Kirkjustræti, Templarasundi, Von-
arstræti og Tjarnargötu. Það hef-
ur legið fyrir síðan 1981 að hann
yrði notaður fyrir starfsemi þings-
ins. Í fyrstu var gert ráð fyrir
myndarlegri skrifstofubyggingu
við Kirkjustræti en gömlu húsin
yrðu rifin. Um það voru þó skiptar
skoðanir og varð að samkomulagi
við Reykjavíkurborg, að gömlu
húsin yrðu gerð upp og hús Theó-
dóru og Skúla Thoroddsens flutt
að Kirkjustræti, en að öðru leyti
yrði götumyndin óbreytt. Þetta er
rakið í ágætri grein Friðriks
Ólafssonar, fyrrverandi skrif-
stofustjóra Alþingis, í Morg-
unblaðinu 15. júní. Aldrei kom til
greina að nýbyggingu yrði þrengt
milli Austurvallar og Aðalstrætis
enda hluti af götumyndinni. Við
hljótum að líta á slíka ákvörðun í
trássi við vilja Alþingis sem brigð
við Alþingi.
Í stjórnarskránni er kveðið á
Í því felst, að þeim ber að vinna í
góðri samvinnu og samstarfsvilja
við forseta Alþingis og er það
gagnkvæmt. Svo komið verði í veg
fyrir að Alþingi þurfi að grípa til
þess úrræðis að taka til sín skipu-
lagsvaldið yfir Alþingisreitnum,
Austurvelli og Kirkjustræti, hvetj-
um við undirritaðir fyrrverandi
forsetar Alþingis borgaryfirvöld til
góðrar samvinnu við forseta Al-
þingis.
Skorum við á borgarstjórn
Reykjavíkur að falla frá áformum
um að leyfa byggingu sem þrengir
svo mjög að húsum Alþingis.
Þannig verði staðið við sam-
komulag um óbreytta götumynd
sem gert var milli Alþingis og
Reykjavíkurborgar þegar ákveðið
var að gera upp gömlu húsin við
Kirkjustræti.
Eftir Ástu R. Jóhannesdóttur,
Sturlu Böðvarsson, Sólveigu
Pétursdóttur, Halldór Blöndal,
Ólaf G. Einarsson, Salome Þor-
kelsdóttur, Guðrúnu Helgadótt-
ur og Jón Helgason
» Svo komið verði í veg
fyrir að Alþingi þurfi
að grípa til þess úrræðis
að taka til sín skipulags-
valdið yfir Alþingis-
reitnum, Austurvelli og
Kirkjustræti, hvetjum
við undirritaðir fyrrver-
andi forsetar Alþingis
borgaryfirvöld til góðr-
ar samvinnu við forseta
Alþingis.
Höfundar eru fyrrverandi forsetar
Alþingis.
Skyldur borgaryfirvalda
við Alþingi Íslendinga
Ásta R.
Jóhannesdóttir
Ólafur G.
Einarsson
Guðrún
Helgadóttir
Sólveig
Pétursdóttir
Sturla
Böðvarsson
Salome
Þorkelsdóttir
Halldór
Blöndal
Jón
Helgason
um, að Alþingi skuli vera í Reykja-
vík og svo um búið að ekkert raski
friði þess né frelsi. Þessi ákvæði
leggja ríkar skyldur á herðar
borgaryfirvöldum, sem þeim er
rétt að rækja af hógværð og festu.
Litskrúðugur Hjartagarðurinn í Reykjavík hefur sett skemmtilegan svip á miðborgina, með litríkum listaverkum og fjölskrúðugu mannlífi. Þessi ferðamaður féll vel inn í umhverfið.
Eggert