Morgunblaðið - 20.09.2013, Page 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð
Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is
Skrúfupressur
Lofthreinsibúnaður - loftkútar
loftsíur - lofttengibúnaður
loftþurrkarar
Ýmsar stærðir
Hafið samband við sölumann
Ólafur F. Magn-
ússon, fyrrverandi
borgarstjóri, hefur í
sumar skrifað röð
greina í Morgunblaðið
og komið fram í fjölda
fjölmiðla þar sem hann
varar við þeirri hættu
sem hann telur stafa af
múslimum og trúar-
brögðum þeirra, íslam.
Jafnframt andmælir
hann þeim sem standa
vilja vörð um þau mannréttindi músl-
ima hér á landi að lögleg trúfélög
þeirra, sem eins og þjóðkirkjan eru í
formlegu sambandi við ríkið, fái að
reisa mosku fyrir trúariðkun sína og
starfsemi.
Þennan málflutning Ólafs gagn-
rýndum við Toshiki Toma í grein sem
við skrifuðum í Fréttablaðið 18. júlí
sl. en áréttuðum í staðinn mikilvægi
akademískra fræðirita og almennrar
menntunar í trúarbragðafræðum svo
draga megi sem mest úr vanþekk-
ingu, fordómum og óþoli í trúar-
efnum. Þar sem fylgi samtakanna
Mótmælum mosku á Íslandi jókst til
muna á Facebook strax í kjölfar þess-
arar baráttuherferðar Ólafs, vöktum
við jafnframt athygli á hvers eðlis sá
málflutningur væri sem þar er haldið
á lofti af forystumönnum þeirra.
Ólafur brást þegar við hjá Vísi með
því að segja okkur hættulega og kalla
okkur skemmd epli. Í kjölfarið fylgdu
svo þrjár greinar í Morgunblaðinu 2.,
15. og 21. ágúst þar sem hann kallar
okkur vinstrimenn, andmælir því að
ég sé viðriðinn trúarbragðakennslu
og kvartar undan því að við beitum
hann ofbeldi og hótunum. Sjálfur hef
ég ekki hugmynd um hvað Ólafur er
þar að fara enda var grein okkar í
Fréttablaðinu málefnaleg og allt rétt
sem þar var haft eftir annars vegar
honum og hins vegar forystumönnum
samtakanna.
Í greinum sínum heldur Ólafur því
m.a. fram að bygging mosku geti orð-
ið varasöm fyrir „þjóðmenningu okk-
ar og öryggi“, íslam sé verri en naz-
isminn, þar sé hver
réttdræpur sem gangi
af trúnni og eins og hjá
nazistum forðum daga
sé útrýming gyðinga á
stefnuskrá þessara
trúarbragða. Ólafur
dregur upp þá mynd af
múslimum að þeir hafi
frá upphafi verið í heil-
ögu árásarstríði gegn
öðrum trúarbrögðum
og ekki síst Evrópu-
búum og muni því ekki
ljúka í álfunni fyrr en
með fullri „íslamsvæðingu og hruni
þjóðríkja Evrópu“. Bygging mosku
sé móðgun við Vestmannaeyinga þar
sem þaðan hafi hátt í 250 manns verið
fluttir (af m.a. evrópskum sjóræn-
ingjum) í þrælahald til Alsírs sumarið
1627.
Ásatrúnni stillir Ólafur upp sem
andstæðu íslams, ásatrúarmenn hafi
verið umburðarlyndir, miklir nátt-
úru- og menningarverndarsinnar og
ekki ágengir við boðskap og iðkun
trúar, en gleymir því alveg að hinir
heiðnu höfðingjar meðal landnáms-
manna voru hér ýmsir hverjir sjálfir
herskáir víkingar og þrælahaldarar.
Hann gengur meira að segja svo
langt að fullyrða að ásatrúin hafi ver-
ið „á margan hátt heiðarlegri og
meira í samræmi við skapgerð og
sómatilfinningu okkar en hin inn-
flutta kristna trú“ en gleymir því
sömuleiðis að hér námu land jafnt
kristnir menn sem heiðnir og bendir
ýmislegt til að þar hafi kristnir verið
fyrr á ferðinni. Alhæfingar Ólafs um
múslima og íslam út frá afmörkuðum
sögulegum dæmum og rangfærslur
hans um ótal önnur efni sýna hversu
djúpstæð vanþekking hans er á
trúarbrögðunum. Í Kóraninum er t.d.
hvergi minnst á að taka beri af lífi þá
sem gangi af trúnni og bæði útrým-
ing gyðinga og árásarstríð eru ótví-
ræð brot á textum hans að mati meg-
inþorra múslima.
Skrif Ólafs gegn múslimum eru
efnislega í fullu samræmi við skrif
forystumanna samtakanna Mótmæl-
um mosku á Íslandi en þau eru að
stórum hluta sótt til erlendra hug-
veitna sem helgaðar eru baráttunni
gegn íslam. Samtökin, sem nefnd
voru Group 1627 við stofnun þeirra
ári eftir hryðjuverkaárásina á Banda-
ríkin 11. sept. 2001, segjast hafa þýtt
yfir 1000 slíkar erlendar greinar.
Umhugsunarvert er að meðal bar-
áttumála þessara samtaka er að mús-
limum hérlendis verði smalað saman
og þeim vísað úr landi. Sjálfur talar
Ólafur um að múslimar séu „orðnir
fram úr hófi plássfrekir í okkar sam-
félagi og [muni] gera líf afkomenda
okkar óbærilegt hérlendis“.
Ólafur andmælir því að við Toshiki
skulum hafa dregið norska fjölda-
morðingjann Breivik inn í umræðuna
og tengt hann við „einstaklinga úr
röðum andmælenda moskunnar“. Að
sjálfsögðu skiptir það máli að sá sem
leiðir samtökin skuli hafa skrifað á
Facebook vegg sinn daginn eftir
fjöldamorðin að áróðursmyndband
Breiviks sé „hrífandi og snilld-
arverk“. Sömuleiðis skiptir það máli
að Rétthugsun Réttlæti, meðritstjóri
hans á Facebook síðu samtakanna,
skuli 3. ágúst sl. hafa tekið undir að-
dáunina með því að lýsa því yfir á
Facebook vegg sínum að þar hafi
Breivik sýnt menningarmarxismann í
réttu ljósi. Þegar forystumenn þess-
ara samtaka saka mig og aðra stuðn-
ingsmenn mannréttinda múslima um
menningarmarxisma eru þeir einmitt
að nýta sér rök sem Breivik færði fyr-
ir illgjörðum sínum. Það er akadem-
ísk skylda mín að draga þetta fram
um samtök sem njóta nú stuðnings
yfir 3000 manns á Facebook og Ólaf-
ur ver og birtir greinar hjá.
Ólafur er stjórnmálamaður sem
hefur látið margt gott af sér leiða og
margir eru þeir sem bera forystu-
manni samtakanna vel söguna. Það
er því þeim mun dapurlegra að horfa
upp á baráttu þeirra gegn almennum
mannréttindum og þann hljómgrunn
sem hún hefur fengið.
Ógna múslimar
virkilega Íslandi?
Eftir Bjarna Rand-
ver Sigurvinsson
» Alhæfingar Ólafs
um múslima og
íslam út frá afmörk-
uðum sögulegum
dæmum og rangfærslur
hans um ótal önnur efni
sýna hversu djúpstæð
vanþekking hans er.
Bjarni Randver
Sigurvinsson
Höfundur er guðfræðingur.
Nú er í kynningarferli nýtt að-
alskipulag fyrir Reykjavík sem er
sáttmáli um hvernig byggðin í
borginni skuli þróast til ársins
2030. Nú eru liðin fimm ár frá
hruni. Fimm ár eru langur tími og
til að mynda hafa mörg dokt-
orsverkefni verið skrifuð á
skemmri tíma. Það er athyglisvert
að sjá hvernig tíminn hefur verið
nýttur hjá borginni til að bregðast
við breyttum forsendum um þróun
byggðarinnar. Hvernig svarar nýtt
aðalskipulag þörfum Íslendinga og
hvernig er brugðist við íslenskum
aðstæðum? Aðalskipulagið er sett
fram á rúmlega 600 síðum að með-
töldum viðaukum og fylgigögnum.
Áherslur aðalskipulagsins eru: a)
Borgin við sundin, b) Skapandi
borg, c) Græna borgin og d) Borg
fyrir fólk. Þessar áherslur eru afar
víðtækar og ólíklegt er að nokkur
setji sig á móti þeim. Í rauninni
getur þetta átt við margar borgir í
heiminum. Þessi pólitísku slagorð
eru útskýrð nánar.
Borgin við Sundin
„Borgin við Sundin felur í sér
stefnumörkun sem leggur áherslu
á vöxt borgarinnar til vesturs, á
þétta, fjölbreytta og blandaða
byggð á Nesinu og við Sundin.“ Í
kynningarriti A kemur fram að
fyrirhuguð eru bryggjuhverfi líkt
og verið hafa í tísku víða erlendis
seinustu áratugi.
Frekar en að setja
fram hugmyndir um
hvernig byggð á Ís-
landi geti litið út
miðað við íslenskar
aðstæður og skapað
íslenskan anda er
hér stefnt að áfram-
haldandi endurtekn-
ingu á erlendum
skipulagshug-
myndum þrátt fyrir
misjafna reynslu hér
á landi.
Oft eru borgum
markaðar vaxtarlínur (growth-
boundaries) sem afmarka svæðið
sem þær munu vaxa innan. Slík
lína er dregin í aðal-
skipulagstillögunni í námunda við
Elliðaárnar. Það er óvenjulegt að
slík lína sé innan núverandi byggð-
ar. Byggðin utan línunnar er á
vissan hátt skilin eftir í uppnámi.
Hvaða þýðingu mun þetta t.d. hafa
fyrir Úlfarsfellssvæðið?
Skapandi borg
„Skapandi borg felur í sér
stefnumörkun um eflingu og sér-
hæfingu atvinnusvæða og skilyrði
sem styðja við kraftmikla atvinnu-
uppbyggingu og nýsköpun í
Reykjavík á komandi áratugum.“
Þetta minnir á hugmyndir Rich-
ards Florida sem nýlega hefur öðl-
ast mikla frægð og sendi til að
mynda frá sér bókina The Rise of
the Creative Class fyrir
rúmum áratug. Og
skipulagsverkefnið
22@Barcelona er byggt
upp á sambærilegu lík-
ani. Hér er því verið að
reifa hugmyndir sem
byggðar eru á þekktum
rannsóknum og hafa
verið reyndar í öðrum
löndum. Lesandi Að-
alskipulags Reykjavíkur
2010 til 2030 fær aftur
á móti á tilfinninguna
að hér sé um heima-
sprottnar hugmyndir að
ræða sem hvergi hafi verið reynd-
ar þar sem ekki er vísað í rann-
sóknir eða heimildir varðandi þetta
frekar en annað í skipulaginu.
Kannski þótti höfundum skipulags-
ins, sem hvergi kemur fram hverj-
ir eru, ekki smart að gefa það til
kynna að þeir hefðu kynnt sér við-
fangsefnið.
Græna borgin
„Græna borgin felur í sér
stefnumörkun sem leggur áherslu
á hagkvæma nýtingu lands og auð-
linda, bætt umhverfisgæði og lýð-
heilsu, vistvænar samgöngur og
verndun náttúru.“ Hver vill ekki
græna borg? Vill einhver gráa
borg? Helst virðist stefnt að því að
borgin verði grænni með því að
byggja upp þéttari byggð innan
þeirra grænu svæða sem nú er að
finna í borginni.
Borg fyrir fólk
„Borg fyrir fólk felur í sér
stefnumörkun er varðar lífsgæði
borgarbúa og gæði í hinu mann-
gerða umhverfi borgarinnar og
markmið sem setja manneskjuna í
öndvegi og forgangsraða í hennar
þágu.“ Einmitt. Skipulag snýst um
landnotkun og fólk.
Það má því velta fyrir sér hvað
sé í rauninni nýtt í þessu skipulagi
og hvort það sé að bregðast við ís-
lenskum raunveruleika. Eða hvort
þetta sé samsafn af stefnum og
straumum sem voru í tísku í heim-
inum um síðustu aldamót.
En það er ýmislegt gott að finna
í skipulaginu. Vaxtarásinn frá
Kvos að Keldnaholti miðar að því
að efla Reykjavík sem línulega
borg. Það skýtur þó skökku við að
myndirnar sem eru sýndar af Suð-
urlandsbraut framtíðarinnar minna
á götur í Miðjarðarhafsborg þar
sem sólarljósið fellur beint niður.
Vegna hnattlegu Íslands fellur sól-
arljósið allajafna á ská og er hætt
við að þarna yrði ekki aðlaðandi
umhverfi sem ýtir undir mannlíf
heldur skapast hætta á að þar
verði dimmt, kalt og vindasamt.
Fagleg vinna í skipulagi
Það er ljóst að mikil vinna ligg-
ur að baki skipulagstillögunni. Við
yfirlestur þessara 222 bls. í A-
hluta aðalskipulagsins minnti hann
þó meira á kynningarbækling með
allt of dýrum bíl en skipulagsplagg
sem byggist á greiningu, rann-
sóknum og heimildavinnu.
Það er frekar erfitt að henda
reiður á hvernig nýta má þessa
skipulagstillögu sem stjórntæki; til
að stýra frekari vexti og uppbygg-
ingu borgarinnar. Þarna er að
finna samtíning af hugmyndum,
sumum góðum, sem verið hafa
fyrirferðarmiklar í skipulags-
umræðu undanfarin ár. Það eru að
vissu leyti fallegar hugmyndir að
borgarbúar fari sinna ferða á hjóli
og skipti við kaupmanninum á
horninu. Slíkt verður þó aldrei
ákveðið í skipulagi. Þar ráða aðrir
hvatar ferðinni.
Miklum tíma hefur verið varið í
skipulagsferlið og rétt að fagna því
að gefinn var lengdur athuga-
semdafrestur sem rennur út föstu-
daginn 20. september.
Áferðarfagurt en innihaldsrýrt
Eftir Sigríði Kristjánsdóttur » Aðalskipulagið minn-
ir meira á kynning-
arbækling með allt of
dýrum bíl en skipulags-
plagg sem byggist á
greiningu, rannsóknum
og heimildavinnu.
Sigríður Kristjánsdóttir
Höfundur er lektor og náms-
brautarstjóri meistaranáms
í skipulagsfræði við Landbúnaðar-
háskóla Íslands.