Morgunblaðið - 20.09.2013, Page 33

Morgunblaðið - 20.09.2013, Page 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013 ✝ Helgi VigfúsJónsson, fyrr- verandi sjómaður og bílstjóri, fædd- ist á Akureyri 3. ágúst 1956. Hann lést á Landspít- alanum 7. ágúst 2013. Foreldrar hans voru Jón Þorsteins Hjaltason (Glói), f. 16.5. 1929, d. 29.8. 2009 og Sigríður Steindórs- dóttir, f. 9.12. 1928. Eldri bróðir Helga Vigfúsar er Steindór Jónsson, f. 27.2. 1955. Fyrri kona hans var Sigríður Friðriksdóttir. Hún er látin. Þau áttu tvö börn, Þórunni, f. 14.4. 1974 og Jón Elvar, f. 1.9. 26.4. 1995, Glódís Erla, f. 11.9. 1998 og Elísabet Helga, f. 11.6. 2009. Eiginkona Helga er Ingibjörg Jónasdóttir kennari, f. 27.6. 1954. Foreldrar hennar voru Oddný Grímsdóttir, f. 16.8. 1931, d. 26.7. 1991 og Jónas Guðmundsson, stýri- maður og rithöfundur, f. 15.10. 1930, d. 9.6. 1985. Synir hennar frá fyrra hjónabandi voru Jónas Þór og Davíð. Þeir eru báðir látnir. Helgi Vigfús ólst upp á Ak- ureyri og gekk í Oddeyr- arskóla og síðar Gagnfræða- skólann. Hann fór ungur á vinnu- markaðinn og fljótlega á sjó. Lengst af var hann á Ólafi Magnússyni EA 250. Seinni ár- in bjó hann á Höfn í Horna- firði og starfaði þar sem hóp- ferða- og skólabílstjóri. Útför Helga Vigfúsar verð- ur gerð frá Bústaðakirkju í dag, 20. september 2013, kl. 15. 1976. Börn Þór- unnar eru Júlíus Hafsteinn, Jón Kristján og Sigríð- ur Rós, börn Jóns Elvars eru Tinna Marín, Alexander Orri og Kristjana Bríet. Núverandi eiginkona Stein- dórs er Anna Þórný Jónsdóttir, f. 21.8. 1957. Dótt- ir hennar er Hulda Rós, f. 6.11. 1991. Yngri systir Helga Vigfúsar er Lára Magnea Jónsdóttir, f. 17.9. 1965. Hún er gift Ólafi Guðmundssyni, f. 27.3. 1966, þau eiga fjögur börn. Guðmundur Andri, f. 22.5. 1993, Stefanía Lára, f. Elsku bróðir. Ég skrifaði og skrifaði en orð- in sem á blaðið fóru eru bara fyr- ir mig sjálfa. Þetta ljóð Davíðs Stefánssonar er meira viðeigandi hér. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína. Ég er ríkari fyrir að hafa átt þig að. Loks eftir langan dag lít ég þig, helga jörð. Seiddur um sólarlag sigli eg inn Eyjafjörð. Ennþá á óskastund, opnaðist faðmur hans. Berast um sólgyllt sund söngvar og geisladans. Verja hinn vígða reit varðtröllin klettablá, máttug og mikilleit, Múlinn og Gjögratá. Hljóti um breiða byggð blessun og þakkargjörð allir, sem tröllatryggð taka við Eyjafjörð. Blika sem brennheitt stál björgin og djúpin köld. Bjart var um Austurál oftar en þetta kvöld. Blástur frá bláum hval blandast við fuglaklið. Blævakið bylgjuhjal boðar mér drottins frið. Ástum og eldi skírð óskalönd birtast mér. Hvílíka drottins dýrð dauðlegur maður sér! Allt ber hér sama svip; söm er hin gamla jörð. Hægara skaltu, skip, skríða inn Eyjafjörð. Allt það, sem augað sér, æskunnar hörpu knýr, syngur og segir mér sögur og ævintýr. Mild ertu, móðir jörð. Margt hefur guð þér veitt. Aldrei ég Eyjafjörð elskaði nógu heitt. Þó finnst mér ást mín öll, unaður minn og þrá tengd við hin fögru fjöll, fjörðinn og sundin blá. Hvar sem ég flótta fer friðlaus um ókunn lönd, bið ég til bjargar þér, blessaða Galmarsströnd. Bænin og barnsins trú betra hinn týnda son. Gleðin og guð og þú gefa mér nýja von. Stráin, sem blærinn braut, blessar þín líknarhönd. Mjúk er sem móðurskaut moldin á Galmarsströnd. Faðmaðu, blíði blær, byggðir og sundin víð … Sé ég hvar bóndabær brosir í vesturhlíð. Þó komi ég sár frá sæ, sekari en áður fyr, á þessum bóndabæ bíða mín opnar dyr. Áfram – og alltaf heim, inn gegnum sundin blá. Guðirnir gefa þeim gleði, sem landið sjá. Loks eftir langan dag leit ég þig, helga jörð. Seiddur um sólarlag sigli eg inn Eyjafjörð. (Davíð Stefánsson) Takk fyrir allt, elsku bróðir og hvíl í friði. Þín systir, Lára Magnea Jónsdóttir. Elsku Viggi, þó að leiðir okkar hafi ekki legið saman síðustu ár- in þá varst þú stór partur af minni æsku og því ótal minning- ar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til baka. Það segir kannski mest um það hversu stór partur af lífi mínu þú varst, að þegar ég eignaðist fyrsta og eina gæludýrið mitt, bláleitan páfa- gauk, þá auðvitað fékk hann nafnið Helgi Vigfús, kallaður Fúsi. Einnig er það þér að „kenna“ að ég var alltaf ákveðin í því að þegar ég yrði 18 ára þá fengi ég mér tattú, því rósin á vinstri handlegg þínum heillaði mig alltaf. Aðfangadagskvöldi þegar ég var 5 ára gleymi ég seint, því eins og venja var þá varst þú mættur til að eyða með okkur restinni af kvöldinu, og hlusta á mömmu lesa upphátt fyrir okkur pabba uppúr Elías- bókinni sem hægt var að treysta á að kæmi úr pakkanum frá þér. Þessi jól beið mín stór pakki undir trénu, og mikil spenna að opna hann, sem varð svo að hálf- gerðum ótta því þú varst búinn að sannfæra mig um að í kass- anum væri trúðshaus á gormi sem stykki í andlitið á mér um leið og ég losaði límbandið! Það var alveg með ólíkindum sá húm- or sem þú bjóst yfir og vitleysan sem þú varst fær um að fram- kvæma, eitt sinn vaknaði ég að morgni sunnudags og fann þig sofandi uppá frystikistunni frammi í þvottahúsi, þar held ég að þú hafir nú náð að ganga fram af mömmu, enda sennilega ætl- unin. Ég var ekki mjög gömul þegar ég spurði þig hvernig við værum skyld, þú svaraðir um hæl án nokkurrar umhugsunar „Nú, við erum mæðrabræðra“ og þannig var það alltaf. Ég var orðin unglingur þegar við „slóg- umst“ síðast, en það var nú eitt af því sem einkenndi okkar vin- skap, og auðvitað var það alltaf í fíflagangi, en í þetta skiptið máttir þú nú hafa þig allan við í nærri klukkutíma, því þú varst ákveðinn í að koma mér í öllum fötunum ofan í fullt baðkar af vatni, þetta tókst þér nú fyrir rest en ég lét þig alveg hafa fyrir því, var ekkert að fara að gefast upp og greip í allt sem ég náði í til að gera þér þetta erfiðara, mikið sem var hlegið þegar ég endaði loksins í baðinu, allt orðið rennandi blautt, mamma orðin alveg galin og þú alveg búinn að vera eftir átökin, en þetta hefði fáum dottið í hug á miðjum degi nema þér. Ósjaldan man ég eftir föður mínum með tárin í augun- um í hláturskasti yfir vitleysunni sem vall uppúr þér, tilbúnar sög- ur um fólk sem þú bjóst til í hug- anum en náðir algerlega að sann- færa mann um að væri til, og oftar en ekki heyrði ég pabba segja „Þú ert nú ljóti hálfvitinn“ og svo hlóguð þið áfram. En elsku mæðrabræðra, nú ertu farinn á vit nýrra ævintýra og ég trúi því að nú sért þú búinn að öðlast góða heilsu á ný, enda verður þú að vera tilbúinn þegar ég kem, því þá verður það þú sem endar í baðkarinu. Ég vil að endingu votta fjöl- skyldu þinni mína dýpstu samúð. Linda Hrönn Arnþórsdóttir. Helgi Vigfús Jónsson HINSTA KVEÐJA Sofðu vinur vært og rótt, verndi þig Drottinn góður. Dreymi þig vel á dimmri nótt, dýrð þíns Jesú bróður. (Þorkell G. Sigurbjörnsson) Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar, þín verður sárt saknað. Kveðja, Eybjörg Ásta Guðnadóttir. Ég hugsa alltaf með hlýju til þeirra hjóna Siggu og Begga og nú þegar Sigga er farin streyma fram minningar um góða konu og skemmtilega tíma, auk þess sem eftirsjáin lætur á sér kræla. Eftirsjá vegna þess hversu lítið samband ég hef haft við þau hjón á fullorðinsárum mínum. Á uppvaxtarárunum voru þau og dætur þeirra órjúfanlegur partur af sumrinu. Þegar Beggi hringdi í pabba og tilkynnti að nú væri komið að árlegri suð- urferð fjölskyldunnar fann ég fyrir spenningi og gleði. Lífið breytti nefnilega um takt þegar þau komu í bæinn. Við fórum með þeim og heimsóttum ætt- ingja, það var setið frameftir og spjallað og auðvitað fylgdi suð- urferðinni dálítið búðaráp. Sigga var oftast alsæl með kaupin og það var ævintýralega gaman að fylgjast með henni María Sigríður Bjarnadóttir ✝ María SigríðurBjarnadóttir fæddist á Suður- eyri við Súg- andafjörð 28. des- ember 1934. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ísa- firði 9. september 2013. Útför Maríu Sig- ríðar fór fram í Ísa- fjarðarkirkju 14. september 2013. tína upp úr pokun- um fallegan varn- ing sem hún sýndi stolt. Oftast var hann þó ætlaður öðrum en henni sjálfri. Á unglingsárum mínum dvaldi ég hjá þeim Siggu og Begga í tvö sumur. Þá var litla vinnu að fá fyrir ung- linga fyrir sunnan. Á Ísafirði var hins vegar þörf fyrir vinn- andi hendur enda Ísafjörður einn helsti útvegsbær landsins í þá daga. Það hefðu ekki allir verið til í að taka á móti ung- lingi á versta aldri og fóstra hann sumarlangt. Ég fann hins vegar aldrei annað en ég væri hjartanlega velkomin og Sigga reyndist mér sem besta móðir. Hún lét sér jafn annt um vel- ferð mína og sinnar eigin dóttur meðan á dvöl minni stóð. Stund- um sátum við og spjölluðum um alla heima og geima og stund- um ræddum við um mál sem ég hafði aldrei rætt við fullorðið fólk áður. Minningarnar um sumrin tvö á Ísafirði eru dýrmætar enda eru þessi sumur með þeim skemmtilegri sem ég hef lifað. Þau gefa unglingsárunum æv- intýralegan blæ. Elsku Sigga, takk fyrir mig. Alda Áskelsdóttir. Elsku afi minn. Þín verður sárt saknað en áfram lifa góðar minningar. Trúi því í hjarta mínu að þú Haukur Hannesson ✝ Haukur Hann-esson fæddist í Reykjavík 17. des- ember 1921. Hann lést á dvalarheim- ilinu Ísafold 2. sept- ember 2013. Útför Hauks fór fram frá Kópavogs- kirkju 16. sept- ember 2013. hafir nú öðlast frið í sálu og huga og að þér líði vel þar sem þú ert núna. Nú ertu horfinn í himn- anna borg og hlýðir á englanna tal. Burtu er kvíði, sjúkdóm- ur, sorg í sólbjörtum himnanna sal. (Ingibjörg Jónsdóttir) Hvíl í friði, elsku afi. Þín afastelpa, Harpa. ✝ Óskar Vigfús-son fæddist í Hafnarfirði 13. september 1922. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 11. september 2013. Óskar var sonur Vigfúsar Þorgils- sonar, f. 9. okt. 1894 í Hraunhöfn, Staðarsveit, d. 9. ágúst 1982 í Reykjavík og El- ísabetar Nikulásdóttur, f. 21. júlí 1901 í Lukku í Stað- arsveit, d. 12. des. 1974 í Reykjavík. Systkini Óskar eru: Hörður, f. 13. júlí 1921, d. 23. ágúst 1999, kvæntur Sigmund- ínu Pétursdóttur, f. 16. sept. 1918 á Laugum í Súg- andafirði, d. 15. sept. 1989 í Hafn- arfirði, Þorbjörg Stella Day, f. 29. ágúst 1926, gift Róbert August Day, f. 13. okt. 1917, d. 25. nóv. 1984, Þórður, f. 28. maí 1929, d. 31. júlí 1929, Kristín, f. 21. nóv. 1934, gift Grétari Finnbogasyni f. 28. maí 1928 á Látrum í Aðalvík, N.-Ís., Ólaf- ur Gunnar, f. 15. okt. 1937, kvæntur Auðlín Hönnu Hann- esdóttur, f. 10. nóv. 1940 í Reykjavík, Lýður, f. 28. júlí 1941, kvæntur Helgu Moniku Lúðvíksdóttur, f. 19. nóv. 1947 á Sauðárkróki. Fyrri kona Óskars var Guð- rún Alfreðsdóttir, fædd 27. nóv. 1928 í Lübeck í Þýska- landi, d. 29. júní 1980 í Reykjavík. Seinni kona Óskars er Elín Kristjánsdóttir, f. 30. nóv. 1927 á Mel í Staðarsveit. Foreldrar Elínar voru Kristján Erlendsson, f. 28. apríl 1896 í Hjarðarfelli, Miklaholtshreppi og Guðrún Hjörleifsdóttir f. 20. júní 1904 á Hofsstöðum, Miklaholtshreppi. Þeim varð ekki barna auðið en fyrir átti Elín börn. Óskar var barnlaus. Óskar starfaði lengst af við múrverk. Einnig lagði hann fyrir sig sjómennsku og al- menn verkamannsstörf. Starf- aði hann árum saman hjá Hafnarfjarðarbæ. Óskar bjó til æviloka í Hafnarfirði. Útför Óskars fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 20. september 2013, og hefst at- höfnin kl. 11. Sælir eru þeir sem í Drottni deyja. (Op. 14.13.) Í dag er kvaddur kær bróðir Óskar Vigfússon, eða Bóbó eins og hann var jafnan kall- aður. Það er sárt að kveðja en huggunin er að hann átti trú á Drottin Jesúm og var óþreyt- andi að minna okkur hin á að treysta Jesú Kristi í einu og öllu. Á þessum tímamótum vil ég þakka bróður mínum sam- fylgdina og þann ríka kærleika sem hann auðsýndi mér og minni fjölskyldu. Það er margs að minnast á langri ævi, nú þegar Bóbó er kvaddur. Ég minnist þess að þegar við vor- um ungir bjó hann til jólagjafir handa okkur bræðrum sínum, sem glöddu okkur mjög. Hann bar mikla umhyggju fyrir okk- ur systkinum sínum, það sýndi hann í verki. Þegar við hjónin byggðum okkur sumarbústað í Borgarfirði var hann óþreyt- andi að hjálpa og leiðbeina við smíðarnar, og hann spurði oft um hvernig gengi með bústað- inn og vildi fylgjast með öllu sem þar gerðist. Það gladdi okkur hjónin mjög að hann komst upp í sum- arbústað okkar nú í ágúst ásamt systkinum og mökum. Það var spurning hvort heilsa hans leyfði að hann kæmist, en sem betur fór var svo. Það hafði lengi staðið til að hittast á góðum sumardegi og af því varð loks nú í ágúst. Ég hygg að við öll sem þar vorum höfum glaðst yfir að hafa Bóbó með okkur á þeim degi. En mest af öllu hafði Bóbó brennandi áhuga á trúmálum og var ötull við að vitna um Frelsara sinn Jesúm Krist. Hafi hann þakkir fyrir um- hyggju sína og kærleika. Við hjónin vottum Elínu konu Bóbó samúð okkar og öðrum sem honum tengdust á einhvern hátt. Bróðurkveðja, Ólafur G. Vigfússon (Óli) og Auðlín Hanna Hannesdóttir. Nú er fallinn í valinn föð- urbróðir minn og vinur, Óskar Vigfússon. Mörg fyrri æviár mín vorum við í nálægð hvor annars. Ég fæddist á Vitastíg 6A í Hafnarfirði, í húsi föður míns og afa. Þá bjó þar Bóbó eins og hann var ætíð kallaður. Seinna á ævinni byggðu svo Hörður faðir minn og Bóbó sitt einbýlishúsið hvor við Mosa- barð 3 og 11 í Hafnarfirði. Nú á Ástþór bróðir minn hús föður okkar, en mjög kært var með þeim frændunum, Ástþóri og Bóbó. Bóbó var ákaflega starfsam- ur alla tíð, hvort sem var á hin- um almenna vinnumarkaði eða heima við, að sinna viðhaldi eigna eða una sér við margs konar önnur hugðarefni í frí- stundum sínum. Einnig sá hann sér alltaf fært að hjálpa vinum og vandamönnum þegar þannig stóð á – jafnvel óbeðinn. Var það að vonum vel þegið. Bóbó starfaði lengstum við múrverk og ýmis verkamanna- störf, lengi hjá Hafnarfjarð- arbæ. Saman vorum við vertíð á sjó við netaveiðar frá Grinda- vík ásamt Grétari heitnum Finnbogasyni ættuðum úr Að- alvík nyrðra, en hann var kvæntur Kristínu Vigfúsdóttur, systur Bóbós. Má segja að það hafi verið talsverður reynslu- tími. Bóbó kvæntist Guðrúnu Al- freðsdóttur, þýskri konu frá Lübeck í Þýskalandi, sem kom til Íslands eftir hörmungar stríðsins. Hún lést fyrir aldur fram. Seinna gekk Bóbó í hjónaband að nýju með Elínu Kristjánsdóttur, ekkju úr Hafnarfirði. Lifir hún mann sinn. Segja má með sanni að Bóbó var mjög trúaður alla tíð og gerði Krist að leiðtoga lífs síns. Var trúin ávallt mjög sterkur þáttur í lífi míns föður- fólks alls og það sama á við um mig sjálfan. Það er yndislegt að geta leitað til Almættisins í bæn og trú þegar aðeins myrk- ur hefur sýnst framundan. Bóbó var alla tíð hvetjandi um að fólk tryði og snéri sér til Guðs í gleði þess og sorgum. Á efri árum dundaði Bóbó sér við að smíða ýmsa hluti. Ég á nokkra slíka sem mér hefur alla tíð þótt vænt um. Nú við andlát hans hafa þeir enn fengið aukið gildi. En þótt þeir séu vænir var það Bóbó sjálfur sem var gulls ígildi. Óþreytandi og uppörvandi til góðra verka. Ég kveð þennan frænda minn og Hafnfirðing með söknuði. Bóbó var heldur heilsutæpur síðustu árin og tók því með æðruleysi. Hann fagnaði förinni til Guðs föður almáttugs. Þar myndi hann líka hitta vini í varpa. Ég votta öllum syrgjendum samúð mína og kveð góðan dreng. Þinn vinur og frændi, Ævar Harðarson, Hafnfirðingur á Suðureyri. Óskar Vigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.