Morgunblaðið - 20.09.2013, Síða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013
✝ Sigurlaug Jak-obsdóttir
fæddist á Grenivík
9. ágúst 1931. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 8. sept-
ember 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Jakob
Gíslason skipa-
smiður frá Ólafs-
firði, f. 27.9. 1907,
d. 19.4. 1984, og Matthildur
Stefánsdóttir frá Miðgörðum á
Grenivík, f. 15.11. 1906, d. 4.7.
1978. Þau hófu sinn búskap á
Grenivík en bjuggu lengst af á
Akureyri. Systkini Sigurlaugar
eru: 1) Stefán Haukur Jak-
obsson, f. 31.10. 1932, 2) Gunn-
ar Hallur Jakobsson, f. 23.8.
1934, d. 8.1. 2010, 3) Jakob Jak-
obsson, f. 20.4. 1937, d. 26.1.
1963, 4) Friðrikka Fanney Jak-
obsdóttir, f. 13.11. 1941, d. 10.8.
1960. 3) Matthildur Guðbrands-
dóttir, f. 13.9. 1961, gift Baldri
Björnssyni, f. 19.11. 1956. Börn
þeirra eru Steinunn Bald-
ursdóttir, f. 15.9. 1988 og Sóley
Baldursdóttir, f. 21.1. 1996. 4)
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir,
f. 22.1. 1967, gift Birni Eiríks-
syni, f. 26.10. 1958. Börn þeirra
eru Valgerður Björnsdóttir, f.
23.6. 1992 og Lísbet Sigurlaug
Björnsdóttir, f. 10.4. 2000.
Sigurlaug ólst upp í fjöl-
mennum systkinahóp á Ak-
ureyri. Hún lærði ung að árum
tannsmíðar og starfaði við það
þar til fyrir nokkrum árum.
Hún starfaði einnig af og til við
verslunarstörf, m.a. í Gull-
smíðastofu Sigtryggs og Péturs
á Akureyri. Sigurlaug og Guð-
brandur hófu búskap sinn á
Akureyri og bjuggu þar nær
allan sinn búskap en síðustu
fimm árin bjó Sigurlaug í
Garðabæ. Sigurlaug var mikill
fagurkeri eins og sást á heimili
hennar, bíl og garði hér á árum
áður.
Útför Sigurlaugar fer fram
frá Akureyrarkirkju í dag, 20.
september 2013, og hefst at-
höfnin kl. 13.30.
1993, 5) Jóhann
Einar Jakobsson, f.
13.9. 1952.
Þann 2.6. 1956
giftist Sigurlaug
Guðbrandi Sig-
urgeirssyni frá Ak-
ureyri, f. 16.8.
1930, d. 14.2. 2005.
Foreldrar hans
voru Sigurgeir
Jónsson frá Ak-
ureyri, f. 10.5.
1886 og d. 1.3. 1974 og Sóley
Tryggvadóttir frá Akureyri f.
24.6. 1902, d. 25.9. 1983. Börn
Sigurlaugar og Guðbrands eru:
1) Gunnar Valur Guðbrandsson,
f. 26.11. 1951, giftur Margréti
Jóhannsdóttur, f. 10.08. 1952.
Börn þeirra eru Álfhildur
Gunnarsdóttir, f. 25.2. 1975,
Gauti Gunnarsson, f. 29.9. 1980
og Haukur Gunnarsson, f. 12.5.
1986. 2) Guðbrandur Guð-
brandsson, f. 10.5. 1959, d. 15.4.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og
hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson)
Með þessu ljóði langar mig að
minnast elsku tengdamömmu
minnar, Sigurlaugar Jakobsdótt-
ur, og þakka henni fyrir langa og
farsæla samfylgd.
Lúlla, eins og hún var alltaf
kölluð, fæddist á Grenivík en ólst
upp á Akureyri, elst af stórum
systkinahóp. Hún sagði mér
margar skemmtilegar sögur frá
uppvaxtarárum sínum og alltaf
talaði hún af mikilli virðingu um
foreldra sína.
Ung að árum lærði hún tann-
smíði og starfaði við það mestan
hluta ævi sinnar. Lúlla giftist
Guðbrandi Sigurgeirssyni 2. júní
1956. Hann lést í febrúar 2005.
Þau eignuðust fjögur börn og eru
þrjú þeirra á lífi en þau misstu lít-
inn dreng níu mánaða gamlan og
var það þeim mikil sorg. Lúlla og
Gaui byggðu sér fallegt hús með
fallegum garði í Langholti 12 og
sagði hún mér að það hefði hjálp-
að sér mest þegar sorgin yfir litla
drengnum var að yfirbuga hana
að fara út í garð og vinna þar
hörðum höndum.
Lúlla lést á líknardeild Land-
spítalans eftir erfið veikindi. Það
eru sex ár síðan hún greindist
fyrst með þennan sjúkdóm sem
dró hana til dauða. Þá var hún
nær dauða en lífi en tókst af mik-
illi seiglu að snúa aftur til lífsins.
Hún átti svo nokkur góð ár áður
en veikindin tóku sig upp aftur. Í
kjölfar veikindanna ákvað hún að
flytja suður til að vera nær börn-
um sínum og barnabörnum. Hún
kom sér vel fyrir í fallegri íbúð í
Garðabæ með fallegu húsgögnin
sín og myndirnar því Lúlla var
mikill fagurkeri og lagði mikið
upp úr því að hafa fallegt í kring-
um sig. Akureyri átti þó ætíð
stóran hlut í hjarta hennar og hún
þráði alltaf að fara þangað enda
var þar allt best og þægilegast
sagði hún.
Það er ekki klisja að segja að
Lúlla hafi lifað fyrir börnin sín,
barnabörnin og núna síðast lang-
ömmubörnin. Þá var hún ham-
ingjusömust þegar hún hafði
börnin í kringum sig, lék við þau
og sagði þeim sögur en hún hafði
þann einstaka hæfileika að geta
fyrirhafnarlaust búið til spenn-
andi sögur.
Lúlla verður jarðsett á Akur-
eyri, í sínum heittelskaða
heimabæ. Nú er komið að leið-
arlokum, elsku Lúlla mín, og mik-
ið verður veröldin fátæklegri án
þín. Hafðu hjartans þökk fyrir
allt og allt.
Þín tengdadóttir,
Margrét (Magga).
Hvað heitir hún Lúlla? var
ekki óalgeng spurning, en nú er
hún Sigurlaug sem alltaf var köll-
uð Lúlla farin frá okkur í bili, og
nú á fund feðra sinna.
Það var mér mikil gæfa að
kynnast tengdaforeldrum mínum
Lúllu og Gauja í Langholtinu þar
sem ég dvaldi löngum á spjalli við
þau. Bæði voru þau ráðagóð og
sýndu mikinn áhuga og stuðning
við allt sem unga parið var að fást
við, einkum húsbyggingu sem
ráðist var í meira af áhuga en
getu.
Lúlla var gædd mörgum góð-
um eðliskostum, til dæmis hún lét
aldrei deigan síga, fárveik viku
fyrir andlátið fékk hún í hendurn-
ar nýtt endurnýjað ökuskírteini,
hún var ekki sátt við að það gilti
aðeins í eitt ár.
Ég minnist Lúllu sem glæsi-
legrar sjálfstæðrar konu sem tók
ástfóstri við barnabörnin og lang-
ömmubörnin sín. Eftir að Stein-
unn okkar fæddist í Reykjavík fór
ferðum Lúllu suður fjölgandi svo
um munaði, stundum vissi ég ekki
hvort hún var að koma eða fara,
svo tíðar voru ferðirnar yfir heið-
ar.
Börnin og barnabörnin elsk-
uðu Lúllu enda átti hún auðvelt
með að vinna hug þeirra með ást
og nærveru sinni. Þegar veikindi
Lúllu fóru að ágerast síðasta árið
kom vel í ljós hversu mikilvæg
litlu börnin voru henni. Hún fór
alltaf glaðari og hnarreistari frá
okkur eftir að hafa verið með
barnabarninu okkar, eins og hún
fengi þar aukalífsorku sem hún
þurfti svo nauðsynlega síðustu
mánuðina.
Elsku Lúlla, við munum öll
sakna þín, hvíl í friði.
Þinn tengdasonur,
Baldur Björnsson.
Elsku Lúlla amma.
Við hittumst fyrir ekki ýkja
löngu á kaffistofunni á líknar-
deildinni þar sem þú varst í hvíld-
arinnlögn. Þar lékstu á als oddi
með vinkonum þínum og ég man
að ég hugsaði um hversu ótrúlega
þrautseig þú værir, en það gaf
augaleið að þú varst ekki alveg
tilbúin að gefa drauminn um að
verða aftur ung upp á bátinn. Það
er því svo erfitt að trúa því að þú
sért farin frá okkur og að hugsa
til þess að við munum aldrei sjá
þig aftur. Við náum því víst ekki
að fara á tónleikana með Kim
Larsen eins og við höfðum ákveð-
ið að gera þegar þú yrðir níræð.
Við Erna kveðjum þig með
sorg í hjarta en þökkum um leið
fyrir allar góðu og skemmtilegu
stundirnar sem við áttum saman.
Það var alltaf svo gaman og ynd-
islegt að hitta þig enda varstu
alltaf svo glöð og indæl og tókst
öllum með opnum örmum. Okkur
er sérstaklega minnisstæð síð-
asta heimsóknin til þín þegar þú
vaknaðir brosandi með okkur við
hlið þér og hlóst allan tímann
meðan þú vaktir. Þú varst svo
glæsileg með fínu skartgripina
þína og neglurnar lakkaðar en þú
hafðir mikla unun af því að klæð-
ast huggulegum fötum og vera
vel tilhöfð.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hvíl í friði, elsku Lúlla amma,
minning þín mun alltaf lifa í hjört-
um okkar.
Haukur og Erna Dís.
Elsku amma mín.
Alveg frá því að ég man eftir
mér höfum við alltaf verið mjög
góðar saman. Þegar ég var lítil
kom ég í heimsókn til þín heima á
Akureyri, við vöknuðum snemma,
fengum okkur fullt af hafragraut,
fórum í vinnuherbergið þitt og
spjölluðum og spjölluðum um allt
milli himins og jarðar. Eftir því
sem ég varð eldri varð samband
okkar bara betra. Við spjölluðum,
fengum okkur köku og kaffi og þú
sagðir mér frá öllum skartgrip-
unum þínum, fínu kjólunum og
fallegu háhæluðu skónum sem þú
fórst í á böllin. Þá mátaði ég kjól-
ana mína, gerði heiðarlegar til-
raunir til að labba í hælunum
mínum og þú sagðir mér hvaða
hálsmen þú ættir sem yrði nú al-
veg æðislegt með þessu dressi.
Við áttum það sameiginlegt að
okkur langaði alltaf í eitthvað
nýtt. Hvort sem það var nýtt
sófasett í fallegu íbúðina þína,
nýtt pils fyrir mig eða nýr varalit-
ur, þá gátum við alltaf látið okkur
dreyma.
Ég mun sakna þín, elsku
amma. Ég mun sakna þess hve
líkar við vorum, hve vel við náð-
um saman og hvernig við
skemmtum okkur þegar við vor-
um saman. Ég mun sakna þess að
geta komið til þín, knúsað þig og
rætt um hvað væri að gerast í
sameiginlegum sjónvarpsþætti
sem við vorum að horfa á. Ég
mun sakna þess að geta sagt þér
frá því hvað Baldur Leó var að
gera, sjá þig leika við hann og sjá
hve heitt hann elskaði Lúllu
ömmu.
En eins mikið og ég mun sakna
þín þá er ég líka þakklát fyrir að
þú sért komin á betri stað. Stað-
inn þar sem afi er, þar sem allt er
hlýtt og gott. Ég elska þig, elsku
amma mín.
Þín
Sóley.
Elsku hjartans amma mín.
Ég á enn erfitt með að átta mig
á því að þú sért farin, tilfinningin
er ólýsanleg. Það var eins og
heimur minn hefði hrunið þegar
ég frétti að þú værir farin, hjarta
mitt er að springa af sorg og ég
tek bara einn dag í einu. Við vor-
um svo nánar og ég fékk mikið af
góðum tíma með þér og á fullt af
ógleymanlegum minningum um
veru mína hjá ykkur afa í Furul-
undinum á Akureyri, þú varst
alltaf svo góð og blíð við mig,
elsku amma. Við fórum í ófáa bíl-
túra inn í Vín að kaupa ís með
jarðarberjasósu, þetta voru góðar
stundir.
Eitt það skemmtilegasta sem
ég gerði þegar ég var yngri var að
sitja inni á baði hjá þér og skoða
alla varalitina þína, velja einn og
skella honum á mig, velja nagla-
lakk sem þú lakkaðir mig með og
máta alla skóna þína því þú áttir
svo marga hælaskó.
Ógleymanlegt er líka þegar ég
fékk að dunda mér við að búa til
litlar tennur við hlið þér þegar þú
vannst við að smíða tennur. Allar
minningarnar svo góðar um
fuglana í fuglahúsinu úti á sól-
palli, okkur í sólbaði, að vökva
rósirnar þínar, ég að leika mér í
skóginum fyrir aftan húsið og þú
alltaf svo hrædd um að ég slasaði
mig. Elsku amma mín, ég man
svo vel eftir kósý kvöldunum okk-
ar þar sem við horfðum oft á eina
spennumynd og eina rómantíska
mynd þegar afi var farinn að sofa
og fórum í kitl. Eða þegar við fór-
um og gáfum álfkonunnni úti í
þorpi brauð.
Erfitt var að hitta þig svona
veika en við áttum svo góða stund
saman nokkrum dögum áður en
þú lést en þá skoðuðum við saman
gamlar myndir sem ég hafði tekið
saman og við fengum okkur fílak-
aramellu eins og þú gafst mér
alltaf þegar ég var lítil. Þú varst
mín fyrirmynd og ætla ég að
standa mig fyrir þig því ég veit að
þú munt fylgjast vel með mér í
framtíðinni. Í mínum huga varstu
fín frú sem öllum var svo kær og
góð, svo ótrúlega falleg kona.
Elsku amma mín, mikið á ég
eftir að sakna þín en minninguna
um þig mun ég geyma í huga mín-
um um ókomna tíð.
Þín
Valgerður.
Elsku amma mín, ég fyllist
barnslegri gleði og þakklæti þeg-
ar ég horfi til baka og rifja upp. O,
hvað ég elskaði að koma norður
til þín þegar ég var lítil. Ég fann
mig alltaf svo velkomna og oft
fannst mér ég bara vera komin
heim þegar ég opnaði dyrnar á
Furulundinum og hljóp í fangið á
þér. Ég á óteljandi góðar minn-
ingar um okkur saman. Okkur
leiddist aldrei, þú varst alltaf til í
stuð og fjör. Ég held að best af
öllu hafi þér fundist að keyra ró-
lega um bæinn, rifja upp gamlar
minningar, benda mér á hús og
segja mér sögur. Sumar voru svo
skemmtilegar að ég man þær
ennþá í dag. Þú hefur verið mér
fyrirmynd og kennt mér svo
margt, frumkvæði og fram-
kvæmd, að vera sterk og bera
höfuðið hátt. Þú varst sjálfstæð,
ákveðin og óhrædd við að segja
þínar skoðanir og ég vona að ég
geti orðið enn líkari þér að því
leytinu til. Ég er þakklát fyrir að
hafa haft þig í lífinu mínu og fyrir
tímann sem þú áttir með Baldri
Leó.
Elska þig alltaf.
Steinunn.
Elsku besta amma mín. Þú
varst ekki bara besta amman í öll-
um heiminum heldur varstu einn-
ig mjög góð vinkona mín og mik-
ilvæg í mínu lífi. Þú varst svo flott
og glæsileg kona og mér mikil
fyrirmynd. Þú varst sjálfstæð og
sterk en jafnframt svo viðkvæm.
Svo varstu svo mikil smekkkona
og allt svo fínt og fallegt hjá þér.
Við áttum margar og skemmti-
legar stundir saman og alltaf fann
ég hvað þér þótti vænt um mig og
hvað þú varst ánægð með mig. Þú
varst nú ekkert venjuleg amma
heldur. Þegar við keyrðum sam-
an á milli Akureyrar og Reykja-
víkur áttir þú það til að keyra að-
eins hraðar en leyfilegt var og
baðst mig að segja engum frá því
og svo horfðum við saman á víd-
eómyndir bannaðar börnum. En
allt var þetta þó innan skynsam-
legra marka. Það var alltaf svo
notalegt að hlusta á sögurnar þín-
ar hvort sem það var heima hjá
þér, í bílnum eða í Lúllugerði því
að þú hafðir sérstaka hæfileika til
að segja vel frá. Ég mun heldur
aldrei gleyma hvað þú varst
ánægð með þig þegar þú heim-
sóttir mig til Þýskalands og hvað
við skemmtum okkur vel saman.
Elsku amma mín, ég er svo þakk-
lát fyrir þig og allan þann tíma
sem þú gafst mér og stelpunum
mínum. Ég mun sakna þín sárt.
Þín
Álfhildur (Ollý).
Sigurlaug
Jakobsdóttir
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
AUÐUR JÚLÍUSDÓTTIR,
Árnatúni 4,
Stykkishólmi,
lést laugardaginn 14. september.
Hún verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju
laugardaginn 21. september kl. 14.00.
Jónína K. Kristjánsdóttir, Bernt H. Sigurðsson,
Kristján J. Kristjánsson, Svandís Einarsdóttir,
Þóra M. Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
ÁSGEIR KARLSSON
geðlæknir,
Hofsvallagötu 49,
Reykjavík,
sem lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn
10. september, verður jarðsunginn frá
Neskirkju mánudaginn 23. september kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á góðgerðasamtök.
Guðrún Ingveldur Jónsdóttir,
Karl Ásgeirsson, Monika Gürke,
Jón Ásgeirsson, Anna Birna Jónasdóttir,
Kristín Ástríður Ásgeirsdóttir, Katerina Prochazkova,
Ástríður Jónsdóttir,
Daphne Ósk Karlsdóttir, Kjartan Andreas Karlsson,
Ásgeir Egill Jónsson, Arnar Jónsson.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug
og vináttu við andlát og útför eiginmanns
míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
BERGS GUÐMUNDSSONAR
bifreiðasmiðs,
Jökulgrunni 16,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til Karitas hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu,
Heimahjúkrunar Reykjavíkur og Eiríks Jónssonar læknis fyrir
einstaka umönnun og hlýju.
Anna S. Eyjólfsdóttir,
Eyjólfur Bergsson, Svala Helga Eiríksdóttir,
Ragnar Bergsson, Ólína Sigurgeirsdóttir,
Helga Bergsdóttir, Haraldur Konráðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURÐUR GRÉTAR GUÐMUNDSSON,
Þorlákshöfn,
áður í Kópavogi,
lést sunnudaginn 8. september.
Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju
mánudaginn 23. september kl. 13.00.
Helga Harðardóttir,
Kolbrún Sigurðardóttir, Kristinn Briem,
Hörður Sigurðarson, Hrefna Friðriksdóttir,
Fjalar Sigurðarson, Arna Sigrún Sigurðardóttir,
Sváfnir Sigurðarson, Erla Hrönn Vilhjálmsdóttir,
Erpur Sigurðarson, Yael Nadaf,
barnabörn og barnabarnabörn.