Morgunblaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 43
miklum breytingum sem urðu í
menntamálum þegar ég starfaði í
menntamálaráðuneytinu og það hef-
ur verið krefjandi og skemmtilegt að
sinna þeim verkefnum sem við höf-
um verið að fást við í fjármálaráðu-
neytinu síðan ég kom þangað í kjöl-
far efnahagsáfallanna 2008. Nú
erum við að vinna – í góðu samstarfi
við ýmsa aðila, þing og stofnanir – að
róttækum umbótum í ríkisfjár-
málum sem skiptir miklu að vandað
sé til og að gangi vel.
Ef ég er ekki í vinnunni taka við
áhugamál með fjölskyldunni, sem er
mér kærari en allt annað. Við höfum
verið að gera upp þrjú gömul hús í
Mjóafirði fyrir austan, byggð á ár-
unum 1880, 1920 og 1960. Við erum
að færa þessi hús í upprunalegt horf
samkvæmt aðferðum húsfriðunar,
sem er auðvitað langtum tímafrek-
ara og dýrara en að byggja nýtt. Ég
hef haft mjög gaman af að vinna við
þetta með hamri og sög, þótt ég sé
nú reyndar bestur með kúbeinið.
Svona bjástur tengir mann staðnum,
náttúrunni og sögunni, sem er um
margt býsna merkileg. Í Mjóafirði
var t.d. stærsta hvalveiðistöð á norð-
urhveli jarðar á sinni tíð, ef ekki sú
stærsta í heiminum.
Fjölskyldan reisti sér sumarhús í
Hraundal á Mýrum fyrir áratug eða
svo. Það hefur verið okkar athvarf
frá amstri hversdagslífsins. Ætli við
reynum ekki að finna okkur verkefni
í Austur-Skaftafellssýslu næst, mitt
á milli Mýra og Mjóafjarðar.“
Fjölskylda
Eiginkona Guðmundar er Sólveig
Berg Emilsdóttir, f. 26.1. 1966, arki-
tekt, Hún er dóttir Emils Ragnars-
sonar, f. 11.12. 1946, d. 30.5. 2008,
skipaverkfræðings (kjörfaðir) og
Birnu Brynveigar Bergsdóttur, f.
22.11. 1946, kennara. Blóðfaðir Sól-
veigar er Björn R. Ingimarsson, f.
5.4. 1941, flugvirki í Bandaríkjunum.
Börn Guðmundar og Sólveigar
eru Birna, f. 4.8. 1992, nemi í lög-
fræði við HÍ, og Kristján, f. 19.4.
1999, nemi í Hlíðaskóla.
Systkini Guðmundar eru Kristín
Aðalbjörg Árnadóttir, f. 18.3. 1957,
sendiherra í Helsinki; Halldór Árna-
son, f. 20.4. 1958, framkvæmdastjóri,
búsettur í Reykjavík, Björn Árna-
son, f. 21.5. 1959, framkvæmdastjóri,
búsettur á Seltjarnarnesi, og Sigrún
Árnadóttir, f. 27.10. 1960, bæj-
arstjóri í Sandgerði.
Foreldrar Guðmundar eru Árni
Halldórsson, f. 3.10. 1933, fyrrv.
skipstjóri og útgerðarmaður á Eski-
firði, og Ragnhildur Kristjánsdóttir,
f. 24.3. 1934, fyrrv. fjármálastjóri.
Glæsihjón Guðmundur, ásamt eig-
inkonu sinni, Sólveigu Berg Emils-
dóttur arkitekt.
Úr frændgarði Guðmundar Árnasonar
Guðmundur
Árnason
Guðlaug Pálsdóttir
af Kjarnaætt systurdóttir Sigurðar, afa Vilhjálms
Hjálmarssonar, fyrrv. ráðherra frá Brekku
Guðmundur Árnason
b. á Gilsárstekk af Ásunnarstaðaætt
Aðalbjörg Guðmundsdóttir
húsfr. á Höfn
Óli Kristján Guðbrandsson
skólastjóri á Höfn
Ragnhildur Kristjánsdóttir
húsfr. á Eskifirði
Guðrún Stefánsdóttir
húsfr. á Randversstöðum
Guðbrandur Ólafsson
b. á Randversstöðum í
Breiðdal af Sandfellsætt
Guðrún Jónsdóttir
vinnukona á Bæ í Lóni
Þorleifur Bjarnason
b. á Svínhólum í Lóni
Sólveig Þorleifsdóttir
húsfr. á Eskifirði
Halldór Árnason
form. og útgerðarm. á Eskifirði
Árni Halldórsson
fyrrv. skipstj. og
útgerðarm. á Eskifirði
Guðný Sigurðardóttir
húsfr. á Eskifirði
Árni Helgason
útgerðarm. á Eskifirði
Friðrik
Árnason
hreppstj.
á Eskifirði
Vilborg Árnadóttir
húsfr. á Eskifirði
Helgi Seljan
fyrrv. ráðherra.
Árni Helgason
stöðvarstj. í
Stykkishólmi.
Helgi Árnason
skólastj.
Rimaskóla
Þóroddur H.
Seljan
fræðslustjóri
Jóhann
Sæberg
vélstjóri á
Reyðarfirði
Helgi Seljan
kastljósmaður
á RÚV
Vésteinn Ólason
prófessor og forstöðum.
Stofnunar Árna Magnússonar
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013
Ríkarður Rebekk Jónssonmyndskeri fæddist aðTunguhóli í Fáskrúðsfirði
20.9. 1888. Hann var sonur Jóns Þór-
arinssonar, sem var frægur þjóð-
hagasmiður og bóndi að Núpi á
Berufjarðarströnd og síðan að
Strýtu við Hamarsfjörð, og s.k.h.,
Ólafar Finnsdóttur húsfreyju.
Jón var sonur Þórarins, bónda í
Þórisdal í Lóni, bróður Maríu, móð-
ur Hans, hreppstjóra á Sómastöð-
um, afa Jakobs, prests og rithöf-
undar, og Eysteins ráðherra
Jónssona. Þórarinn var sonur Rich-
ards Long, ættföður Longættar.
Meðal systkina Jóns var hinn
kunni listmálari Finnur Jónsson,
sem lést 1993, hundrað ára að aldri.
Ríkharður ólst upp að Strýtu, en
fór sautján ára til Reykjavíkur í tré-
smíðanám til Stefáns Eiríkssonar og
lauk prófi í þeirri grein tvítugur að
aldri. Hann stundaði síðan nám hjá
Einari Jónssyni myndhöggvara í
Kaupmannahöfn og í Teknisk Sel-
skabs Skole og stundaði nám í
Listaháskólanum í Kaupmannahöfn
í fimm og hálft ár.
Ríkarður fór með Davíð Stef-
ánssyni í hina frægu Ítalíuferð 1920-
21, sem varð Davíð mikil uppörvun
og lífsreynsla og efniviður í þó nokk-
ur kvæða hans. Ríkarður hélt dag-
bók í ferðinni og skrifaði um ferðina
í bókina Skáldið frá Fagraskógi, útg.
1965. Auk þess skrifaði annar ferða-
félagi þeirra um ferðina, Ingólfur
Gíslason læknir í endurminningum
sínum, Læknisævi, útg. 1948.
Ríkarður flutti til Reykjavíkur
1914 og var þar búsettur síðan,
lengst af á Grundarstígnum. Hann
starfaði sem myndasmiður og teikn-
ari og hélt skóla í mörg ár í tréskurði
og teiknun. Hann átti, öðrum frem-
ur, mestan þátt í að endurvekja hér
forna tréskurðarlist og höfðaletur.
Meðal þekktra verka Ríkarðs má
nefna biskupsstól í Kristskirkju í
Landakoti, krossmark þar með
Kristslíkneski og hurðina á Arn-
arhvoli. Hann gerði auk þess fjölda
brjóstmynda og lágmynda af samtíð-
armönnum, skírnarfonta og predik-
unarstóla.
Ríkarður lést 17.1. 1977.
Merkir Íslendingar
Ríkarður R.
Jónsson
106 ára
Guðný Ásbjörnsdóttir
90 ára
Ingibjörg Hjartardóttir
85 ára
Fjóla Einarsdóttir
Magnea Rósa Tómasdóttir
Þorsteinn Kristinsson
80 ára
Guðmundur Tyrfingsson
75 ára
Arndís Ellertsdóttir
Kristján Jóhannesson
70 ára
Bára Þorbjörg Jónsdóttir
Eysteinn Bjarnason
Heiðrún Hallgrímsdóttir
Kristine Jenny Tveiten
Kristín Bjarnadóttir
Ragna Salóme
Halldórsdóttir
Sigþór Erlendsson
60 ára
Finnbogi Rútur
Hálfdanarson
Frímann Kristjánsson
Guðleif Erna
Steingrímsdóttir
Kristján E. Björnsson
Margrét Rósa Jónsdóttir
Margrét Thorarensen
Sigurður Sigurðsson
Sólrún Ragnarsdóttir
Steindór Sigfússon
Zdzislawa Zurynska
50 ára
Auður Gunnur
Gunnarsdóttir
Ásgrímur Pálmason
Ásta Hrönn Þorsteinsdóttir
Emil Hermann Ólafsson
Gestur Pálsson
Hallfríður Bjarnadóttir
Hrefna Sigurðardóttir
Reynir Guðmundsson
Xuan Le Bjarnason
40 ára
Elísabet G. Þorkelsdóttir
Guðmundur Bragi Walters
Guðmundur Karl Geirsson
Guðni Þrúðmar Snorrason
Pawel Panasiuk
Phiyada Phrommachat
Steinunn Jónatansdóttir
Tinna Björk Baldvinsdóttir
30 ára
Bjarni Þór Georgsson
Davíð Þór Sigurðarson
Freyr Guðlaugsson
Halla Þórarinsdóttir
Kamil Gawek
Karen Ósk Halldórsdóttir
Kristín Inga
Gunnlaugsdóttir
Kristján Hilmar Eiríksson
Krzysztof Michal Krupinski
Til hamingju með daginn
30 ára Guðmundína ólst
upp á Hólmavík, er búsett
í Reykjavík og stundar nú
M.Ed.-nám í grunnskóla-
kennslu við HÍ.
Maki: Hlynur Gunn-
arsson, f. 1983, starfs-
maður Brims.
Börn: Arndís Írena, f.
2008, og Haraldur Örn, f.
2010.
Foreldrar: Hrafnhildur
Guðbjartsdóttir, f. 1960,
og Haraldur V. Jónsson, f.
1961.
Guðmundína A.
Haraldsdóttir
30 ára Eyjólfur ólst upp á
Hvoli í Fljótshverfi, er bú-
settur á Selfossi, er raf-
virki frá FB og starfar hjá
RARIK.
Maki: Guðrún Ósk Guð-
jónsdóttir, f. 1983, leik-
skólakennari.
Börn: Valgerður Ása, f.
2009, og Guðbjörg Marí,
f. 2011.
Foreldrar: Hannes Jóns-
son, f. 1953, og Guðný
Marta Óskarsdóttir, f.
1954, ferðaþjónustub.
Eyjólfur
Hannesson
30 ára Guðjón ólst upp í
Eyjum, er búsettur í
Kópavogi og er sölumað-
ur hjá Innnes-Selecta.
Maki: Sveinlaug Sigurð-
ardóttir, f. 1982, deild-
arstjóri á leikskólanum
Ökrum í Kópavogi.
Foreldrar: Magnús Birgir
Guðjónsson, f. 1949,
netagerðarmeistari og
þjóðhátíðarfrömuður í
Eyjum, og Jóna Kristín
Ágústsdóttir, f. 1957,
vinnur við heimahjálp.
Guðjón
Magnússon
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón