Morgunblaðið - 20.09.2013, Side 52

Morgunblaðið - 20.09.2013, Side 52
FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 263. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Bundinn með plastfilmu á pallbíl 2. „Hún bara gafst upp og fór“ 3. Eiður Smári krafinn um 5 millj. evra 4. Búið að loka Kaffi GÆS »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Miðar á tónleika bandaríska söngv- arans Marks Lanegans í Fríkirkjunni 30. nóvember nk. seldust upp á innan við sólarhring í síðustu viku og vegna mikillar eftirspurnar eftir miðum hef- ur verið ákveðið að halda auka- tónleika 1. desember. Tónleikar Lane- gans hér á landi verða þeir síðustu í tónleikaferð hans um Evrópu. Aukatónleikar með Mark Lanegan  Hljómsveitin Spaðar fagnar 30 ára afmæli í ár og heldur upp á það með plötunni Áfram með smjör- ið sem kemur út á morgun. Spaðar halda útgáfu- tónleika á Café Rosenberg sama dag og hefjast þeir kl. 22. Spaðar eru Guðmundur Andri Thorsson, Guðmundur Ingólfsson, Aðalgeir Arason, Þorkell Heiðarsson, Magnús Haraldsson, Guðmundur Pálsson og Sigurður Valgeirsson. Þrítugir Spaðar halda útgáfutónleika  Dans- og söngvasýningin The MJ Experience fer fram í Hörpu í kvöld kl. 20 og á morgun kl. 14 og rennur hluti ágóða af miðasölu til SKB, Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Sýningin er byggð á verkum Michaels Jack- sons, tónlist og dansi. Danshöfundur sýningarinnar er Helga Ásta Ólafsdóttir. Jackson-sýning til styrktar SKB Á laugardag Vestan 5-10 m/s, en norðlægari á Vestfjörðum. Létt- skýjað suðaustantil, dálítil rigning eða slydda norðanlands og stöku skúrir á Vesturlandi. Hiti 3-12 stig, mildast suðaustantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, víða 3-8 m/s og rigning með köflum, einkum á norðaustanverðu landinu, en styttir upp þar síð- degis. Hiti 2 til 10 stig. VEÐUR KR-ingar áttu engin svör við vel útfærðri leikaðferð Breiðabliks og steinlágu, 3:0, á Kópavogsvellinum í gærkvöld. Þeir náðu því ekki að tryggja sér Íslands- meistaratitilinn en fá annað tækifæri til þess þegar þeir mæta Val á Hlíðarenda á sunnudaginn. Breiðablik á enn möguleika á Evr- ópusæti og mætir Stjörn- unni í lykilleik næsta sunnudag. »4 KR fær næst tæki- færi á Hlíðarenda Ólafur Stefánsson fékk óskabyrjun á ferli sínum sem þjálfari þegar Vals- menn lögðu Hauka, 27:22, í fyrstu umferð Íslandsmóts karla í hand- knattleik í gærkvöld. HK, sem flestir hafa spáð falli, kom skemmtilega á óvart og náði jafntefli gegn FH, 22:22, með góðum endaspretti. Ak- ureyri vann Íslandsmeistara Fram örugglega fyrir norðan, 25:18. »2-3 Óskabyrjun hjá Ólafi og Valsmönnum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta var lélegt hjá okkur enda ekki við öðru að búast eða eins og einhver sagði: Hvernig átti öðruvísi að fara, aðeins átta KR-ingar á móti ellefu Bretum.“ Svo mælir Gunnar Felixson, fyrr- verandi landsliðsmaður í fótbolta, um seinni leik Íslands og Breta í undan- keppni Ólympíuleikanna í Tókýó 1964. Leikurinn fór fram á Plough Lane í Wimbledon fyrir um 50 árum, nánar tiltekið 14. september 1963. Menn nenna svo sem ekki að velta úrslitunum fyrir sér enda falla þau í skuggann fyrir þeirri sögulegu stað- reynd að í seinni leiknum voru í fyrsta sinn í knattspyrnusögunni þrír bræður inná í sama landsliðinu. Þetta voru KR-ingarnir Hörður, Bjarni og Gunnar Felixsynir, en Hörður var varamaður í fyrri leiknum. „Þá mátti ekki skipta inná og varamaður aðeins til taks ef einhver veiktist eða forfall- aðist áður en leikur hófst,“ segir Hörður. „Við fórum í heimsmetabók Guinness enda hafði þetta ekki gerst áður,“ rifjar Bjarni upp. „Metið stóð samt ekki lengi því Afríkumenn léku sama leik og slógu held ég metið skömmu síðar.“ Mótherjarnir of fáir Í umsögn Morgunblaðsins eftir seinni leikinn segir að Bretar hafi leikið níu lengst af. „Þrjú þúsund áhorfendur voru að leiknum, sem varð sögulegur þegar að 8 mín. liðnum. Brian Martin rakst á Hörð Felixson og var borinn fót- brotinn út af. Er 20. mín. voru liðnar varð Ashworth einnig að yfirgefa völlinn með blæðandi skurð. Enginn varamaður má koma inn á í þessum leikjum … Ashworth kom inná eftir hlé með þrjú saumspor í augabrún. Hann lék með í 25 mín. er hann fékk annað högg og varð að yfirgefa völl- inn að fullu.“ Bretar létu mótlætið ekki á sig fá og unnu örugglega. „Hörður bróðir hefur alltaf sagt að við höfum haft í fullu tré við þá með- an jafnt var í liðum en eftir að fækk- aði hjá þeim hafi allt farið í vitleysu hjá okkur,“ segir Bjarni. Gunnar segir fátt minnisvert frá leiknum. „Ég man þó að völlurinn var mjög sérstakur. Það var ekki bunga í miðjunni með halla í allar áttir eins og algengt var heldur var vatnshall- inn aðeins frá annarri hliðarlínunni að hinni. Völlurinn var sem sagt hæstur á öðrum kantinum, þannig að maður spilaði á efri eða neðri kanti.“ Bjarni grípur boltann: „Það var sér- staklega erfitt fyrir Gunna bróður sem senter eða innherja að hlaupa upp brekkuna.“ „Ég held að þið í vörninni hafið reyndar átt í meiri erf- iðleikum,“ svarar Gunnar að bragði, en leikurinn tapaðist 4:0 og Bretarnir unnu fyrri leikinn í Laugardal 6:0. Í heimsmetabók Guinness  Þrír Felixsynir léku saman í landsliðinu Morgunblaðið/RAX Í sömu sporum Gunnar, Bjarni og Hörður Felixsynir tilbúnir í slaginn á Laugardalsvelli í gær. Fyrir 50 árum Gunnar, Bjarni og Hörður á Laugardalsvelli. Körfuboltamaðurinn Hörður Axel Vil- hjálmsson tók mikla áhættu í sumar þegar hann keypti upp samning sinn hjá þýska liðinu Mitteldeutscher en þar var hann fyrirliði og gekk mjög vel. Nú er hann búinn að semja við Valladolid á Spáni og þar með kominn í bestu deild í Evrópu. Mér fannst mig vanta nýja áskorun og mig var farið að klæja í eitthvað stærra,“ segir Hörður. »1 Áhættan borgaði sig hjá Herði Axel

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.