Morgunblaðið - 04.10.2013, Side 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ
Bíla- og vélavörur
...sem þola álagið!
Það borgar sig
að nota það besta!
Viftur
HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir
Stýrisendar
og spindilkúlurViftu- og tímareimar
Kúplingar- og höggdeyfar
th
or
ri@
12
og
3.
is
/3
1.
31
3
www.falkinn.is
Þ
að er alls ekki fyrir alla að
vinna náið með fjölskyldu-
meðlimum. Það virðist
hins vegar eiga afar vel við
Morthens-feðgana við
Hvaleyrarbrautina í Hafnarfirði.
Þeir reka saman bifreiðaþjónustuna
KvikkFix og að sögn þess elsta, föð-
urins, gengur það oftast nær vel.
„Það er oft fjör hér. Við erum ekkert
alltaf sammála þó við séum með
sama blóðið. En það er gott því við
skiptumst stundum á skoðunum og
reynum að skoða þetta frá öllum
hliðum og það er kannski ástæðan
fyrir því að við rekum þetta töluvert
öðruvísi en aðrir,“ segir Hinrik
Morthens sem rekur fyrirtækið
ásamt sonum sínum, þeim Vigfúsi og
Orra Morthens.
Grútskítug verkfæri og konur
Aðspurður hvernig þeir feðgar reki
fyritæki öðruvísi en flestir aðrir,
segir Hinrik muninn felast í nokkr-
um veigamiklum atriðum. „Þegar
fólk kemur á smurstöð eða dekkja-
verkstæði á Íslandi þá er það oft
þannig að þú þarft að standa innan
um grútskítug verkfæri og upplifa
það að þú sért næstum því innan um
allt draslið. Í upphafi fengum við
þrjár konur til að hjálpa okkur að
skilja hvernig konum líður á þjón-
ustustöðvum eða bílaverkstæðum og
það var alveg skelfilegt að heyra
þeirra upplifun,“ segir Hinrik.
Margar konur geta eflaust tekið
undir þetta. Það getur stuðað að sjá
hálfnaktar konur upp um alla veggi
á dagatölum frá smurolíufyr-
irtækjum og demparagúrúum. Auk
þess sem hversdagsföt og olíu-
klessur á gólfinu fara ekki vel sam-
an. „Stundum er líka talað bílamál
sem ekki allir skilja og við lögðum
upp með það að þetta myndi verða
þannig að fólk skildi hvað það fengi
hérna, hlutirnir væru opnir og hér
væri töluð íslenska og reynt að hafa
það þannig að fólk vissi hvað væri í
vændum. Að við myndum ekki segja
að ákveðin þjónusta kostaði sirka
þetta og kostaði svo fjórfalt meira.
Þannig byrjaði þetta og við ákváðum
að reyna að ná þessum markmiðum
að vera skiljanlegir og sanngjarnir.“
Skiptibókasafn, kaffi og vöfflur
Hugmyndin er sérstök og hefur
virkað vel á fólk. Reksturinn hófst
árið 2009 og gengur vel, að sögn
Hinriks. Það er óhætt að fullyrða að
margt er sérstakt við fyrirtækið. Til
dæmis kemur það sumum á óvart að
angan af nýbökuðum vöfflum og
kaffi fylli vitin þegar komið er inn í
bílaþjónustufyrirtæki. „Frá fyrsta
degi höfum við boðið upp á nýbak-
aðar vöfflur. Það er regla að það er
alltaf hrært í á morgnana og reynt
að baka um leið og fólk kemur svo
þær séu heitar og ferskar. Svo bjóð-
um við upp á rjóma og sultu með,“
segir Hinrik. Uppskriftin er ekki
leynileg heldur rammíslensk og
hefðbundin. „Það er hveiti, mjólk,
egg og smá vanilludropar og þetta
hefðbundna.“ Auk þess að geta gætt
sér á vöfflum á meðan beðið er, má
fólk gjarnan tylla sér í stofuna sem
er full af bókum. Það er nefnilega
skiptibókamarkaður í KvikkFix.
Eitthvað sem maður tengir ekki
endilega við bifreiðaþjónustu. Þar
má fólk taka sér bækur að vild og
kannski koma með einhverja í stað-
inn næst þegar það kemur. Að-
spurður hvort þarna sé að finna bíla-
bækur segir Hinrik að nokkrar
góðar leynist þarna, meðal annars
Heynes viðgerðarhandbók fyrir
gamlan Willys-jeppa. Það er ekki
amalegt! „Þarna eru bílabækur en
mest eru það nú matreiðslubækur,
skáldsögur og bara alls konar bæk-
ur. Þessi hugmynd var á meðal þess
sem kom frá þessum ágætu konum,
sem við báðum um að sýna okkur inn
í sinn heim og þetta er mjög vin-
sælt,“ segir Hinrik sem rekur harla
óvenjulega bifreiðaþjónustu. Fyr-
irtæki sem er hannað út frá hug-
myndum kvenna og matgæðinga.
malin@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Morthens-feðgar Reksturinn gengur prýðilega hjá þeim Orra, Vigfúsi og Hinriki Morthens. Umræðurnar eru oft fjörugar.
Húsnæðið KvikkFix flutti fyrir skömmu í nýtt húsnæði að Hvaleyrarbraut 4-6.
Snyrtilegt Hér er lítil hætta á að renna í smurolíupolli á miðju gólfi.
Afþreying Tölvuver, lesstofa og bíósalur eru fyrir viðskiptavinina sem bíða.
Bílavörur Feðgarnir leggja mikið upp úr sanngjörnu verði og flytja sjálfir inn vörur.
Kvenlegt innsæi og
vöfflur með rjóma
Í Hafnarfirðinum er nokkuð sérstök bifreiðaþjónusta sem tekur mið af upp-
lifun kvenna á slíkum þjónustustöðvum. Þar er vöffluangan í loftinu og skipti-
bókamarkaður fyrir bókelska bíleigendur sem vel kunna að meta framtakið.
Í upphafi fengum við þrjár
konur til að hjálpa okkur að
skilja hvernig konum líður
á bílaverkstæðum og það
var alveg skelfilegt að
heyra þeirra upplifun