Morgunblaðið - 04.10.2013, Side 34
V
ið komum víða við þegar
bíllinn er annars vegar,“
segir Ragnar Matthías-
son, framkvæmdastjóri
Poulsen. „Við erum býsna
sterkir í bílrúðunum, bæði fram-,
aftur- og hliðarrúðum og eigum
mjög gott úrval fyrirliggjandi af
þeim í allar gerðir bíla og vinnu-
vélar líka,“ en Poulsen bæði flytur
inn og sinnir um leið ísetningu.
„Það er þáttur í starfsemi okkar
sem skipar stóran sess enda er allt
gert til að redda málunum fljótt og
vel. Ef við eigum rúðuna ekki fyr-
irliggjandi þá má yfirleitt redda því
á sólarhring ef því er að skipta. Sé
um sjaldgæfari bíl að ræða eða
gamalt módel þá tekur það eitthvað
lengri tíma, eins og gefur að
skilja.“
Poulsen er ennfremur umboðs-
aðili fyrir bílalökk af mörgum gerð-
um, þar á meðal til dæmis DuPont
og SpiesHecker. „Við kappkostum
að bjóða upp á heildarlausnir fyrir
bílamálun og réttingar og leitumst
við að bjóða vörur sem uppfylla
kröfur bílaframleiðenda. Loks má
nefna að við höfum geysigott úrval
varahluta, allt frá bremsu-
varahlutum, dempurum og kúpling-
um og yfir í síur, tímareimar og
vatnsdælur og eins stýrisenda og
spindilkúlur, svo fátt eitt sé nefnt.
Það má segja að við séum með allt
sem viðkemur slithlutunum,“ segir
Ragnar.
Í góðum tengslum við iðnaðinn
Poulsen er 103 ára gamalt fyr-
irtæki og að sögn Ragnars felst að-
greining fyrirtækisins á markaði
ekki síst í hinni gríðarmiklu
reynslu sem þar er að finna. „Við
höfum talsvert langa sögu að
byggja á og höfum þannig skapað
okkur tengsl inn í iðnaðinn sem
traustur aðili sem selur gæðavörur
sem má treysta á. Má þar nefna ál-
verin, fyrirtæki í fiskvinnslu og ým-
iss konar þungaiðnað. Þar erum við
víða í viðskiptum,“ segir Ragnar og
bætir því við að í því felist ákveð-
inn gæðastimpill að sínu mati.
Sami metnaður er uppi á ten-
ingnum þegar bón og hreinsivörur
fyrir bílinn eru annars vegar, að
sögn Ragnars. „Við erum með gott
úrval á þeim vettvangi og leggjum
okkur fram við að eiga allt það
besta. Hvort sem þú þarft að
massa bílinn eða bóna, bletta hann
eða ryðbæta, þá ertu kominn á
rétta staðinn. Við erum við með
réttu efnin og áhöldin.“
Alltaf eitthvað nýtt
Loks bendir Ragnar á að fyr-
irtækið standi reglulega fyrir nám-
skeiðum sem tengist starfsemi og
vöruúrvali fyrirtækisins. „Við vor-
um lengi vel með Airbrush-
málunarnámskeið sem voru vel sótt
hjá okkur, og þegar hér er komið
sögu sýnist mér ákveðin mettun
vera orðin þar á markaðnum. En
við höfum líka haldið námskeið í
rúðuísetningum og ýmsu í sam-
bandi við lakkið sem við bjóðum
upp á. Það eru alltaf einhverjar
nýjungar í gangi og þá þarf að þarf
að fræða mannskapinn um hitt og
þetta. Einnig höfum við gert tölu-
vert af því að fá erlenda aðila hing-
að til lands til að halda bæði fyr-
irlestra og námskeið. Námskeiðin
eru jafnan fyrir 10-20 manns, eftir
því hvaða greinar þau eiga við. Það
er alltaf nóg að gera við að upp-
lýsa, það vantar ekki,“ segir Ragn-
ar hjá Poulsen að lokum.
jonagnar@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Reynsla „Við höfum talsvert langa sögu að byggja á og höfum þannig skapað okkur tengsl inn í iðnaðinn sem traustur aðili
sem selur gæðavörur sem má treysta á,“ segir Ragnar Matthíasson, framkvæmdastjóri Poulsen.
Verkfæri Poulsen bjóða upp á breitt úrval verkfæra fyrir bíleigandann.
Framrúður Flestar gerðir bílrúða eru fyrirliggjandi hjá Poulsen.
Lakk Margir leita til Poulsen til að finna rétta lakkið og DuPont er þar þekkt merki.
Dekur Ýmislegt má fá hjá Ragnari og samstarfsfólki hans til að gera vel við bílinn.
Vönduð merki og
tengsl við iðnaðinn
Poulsen í Skeifunni hefur margvíslegan varning á boðstólum fyrir bíleigandann
ásamt því að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu fyrir bílinn. Þá hafa þar verið
haldin áhugaverð námskeið, meðal annars um Airbrush-málningu.
Poulsen er 103 ára gam-
alt fyrirtæki og að sögn
Ragnars felst aðgreining
fyrirtækisins á markaði
ekki síst í hinni gríð-
armiklu reynslu sem þar
er að finna.
34 | MORGUNBLAÐIÐ
Félag íslenskra bifreiðaeigenda Skúlagötu 19 101 Reykjavík s. 414 9999 fib@fib.is fib.is
FÍB Aðstoð
Opin allan sólarhringinn.
- Start aðstoð - Eldsneyti
- Dekkjaskipti - Dráttarbíll
Lögfræðiráðgjöf Tækniráðgjöf
Eldsneytisafsláttur
skoðunarstöðvar, verkstæði
Yfir 200.000 afsláttarstaðir
Afslættir
REIKNAÐU DÆMIÐ TIL ENDA
FÍB AÐILD MARGBORGAR SIG!
Smurning
Sparnaður kr. 3.814.-
Umfelgun
Sparnaður kr. 1.167.-
Bifreiðaskoðun
Sparnaður kr. 1.780.-
FÍB dælulykill
Sparnaður kr. 11.500.-
Sparnaðardæmi
kr. 18.261
Árgjald
kr. 6.600
Viltu vita meira?
Skannaðu kóðann