Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 42
M argir glæsilegir of- urbílar voru kynntir til sögunnar á nýaf- staðinni bílasýningu í Frankfurt. Sumir þeirra voru framleiðslubílar og aðrir tilraunabílar en allir áttu þeir það sameiginlegt að vera gjald- gengir á sýningarpall ofurfyr- irsæta í bílaheiminum. Hér er smávegis yfirferð um nokkra þeirra helstu sem vöktu eftirtekt fjölmiðla sem sýningargesta. Audi með sína eigin höll Audi kynnti tvo eftirtektarverða tilraunabíla í sýningarhöll sinni sem þeir höfðu flutt með sér á svæðið, en hún var á stærð við gömlu Laugardalshöllina. Að innan leit hún út eins og strætin í New York en það náðist fram með graf- ík í samspili við speglaverk og lýs- ingu. Annar þeirra var Nanuk Quattro-tilraunabíllinn sem hann- aður var af hinu fræga Italdesign Giugiaro-hönnunarhúsi. Bíllinn er fjórhjóladrifin blanda ofurbíls og jepplings og heitir eftir ísbirni á frumbyggjamáli. Hann notast við fimm lítra V10 dísilvél sem skilar 536 hestöflum og kynstrunum öll- um af togi, eða 1.000 Newton- metrum hvorki meira né minna. Ekki minni athygli vakti Audi Sport Quattro-tilraunabíllinn sem byggist á Sport Quattro S1- rallbílnum fræga. Þessi bíll gæti jafnvel farið í framleiðslu en hann er með 700 hestafla V8-vél og yf- irbyggingu úr áli og koltrefjum. Hámarkshraði hans er yfir 300 km á klst og hröðun hans í 100 km 3,7 sekúndur. Stórir og fallegir Ekki verður fjallað um ofurfyr- irsætur án þess að minnast á flokk þeirra í þrýstnari kantinum. Meðal þeirra sem kynntu sig í Frankfurt var Bentley Continental GT V8 S sem er sportútgáfa af V8-bílnum. Hann hefur það fram yfir W12- bílinn að vera léttari en um leið næstum jafn öflugur og næsta víst að 521 hestafl og 680 Newton- metrar af togi dugar flestum. Aflið kemur í gegnum tvöfaldar túrb- ínur og átta þrepa sjálfskiptingu og skilar honum í hundraðið á 4,3 sekúndum. Önnur slík Plus-Size- fyrirsæta var án efa Brabus- útgáfa hinnar nýju S-línu en hún skilar 838 hestöflum. Ekki verður heldur gengið framhjá sérstakri útgáfu af Bugatti Veyron- ofurbílnum sem kallast Grand Sport Vitesse og heitir hann eftir syni stofnanda Bugatti. Sá tók við merkinu aðeins 27 ára gamall og vann sér það til frægðar að standa fyrir hinum fræga Type 57SC Atl- antic, en slíkur bíll fór nýlega á uppboði fyrir þrjá og hálfan millj- arð. Keppnin um bestu málin Íþróttafólk er oft talið góðar fyrirsætur og sama má segja um ofurbílana sem hafa ofurhraða að markmiði, en margt slíkra bíla bar fyrir augu í Frankfurt. Ferrari kynnti nýja útgáfu 458 sem kallast Speciale og skilar hann tæpum sex hundruð gæðingum í götuna með 4,5 lítra V8 vél sem ekki notar for- þjöppur af nokkurri sort. Ferrari heldur því fram að þessi vél skili fleiri hestöflum á lítra en nokkur önnur vél sem sama byggingarlagi eða 133 hestöflum. Bíllinn er að- eins 1.290 kíló sem þýðir aðeins 2,1 kíló á hestafl. Höfuðandstæð- ingurinn Lamborghini var ekki langt á eftir með sinn Gallardo Squadra Corse sem byggist á keppnisbíl og er allur úr koltrefj- um. Vélin er 562 hestöfl og upp- takið aðeins 3,4 sekúndur, en há- markshraðinn 320 km á klst. Loks er það villidýrið Porsche 918 Spy- der sem er í raun og veru tvinnbíll en tvítóla væri eiginlega betri lýs- ing fyrir svona bíl. Vélarnar eru nefnilega tvær, 154 hestafla raf- mótor sem knýr framhjólin og svo 608 hestafla 4,6 lítra V8 vél sem notar ekki forþjöppu og skilar 133 hestöflum á lítra, eins og Ferrari 458 Speciale! Þegar þetta er lagt saman skilar Porsche 918 engu smáræði eða 889 hestöflum, nóg til að skila honum í hundraðið á 2,8 sekúndum og hámarkshraða upp á Ofurfyrirsæturnar í Frankfurt Alþjóðlega bílasýningin í Frankfurt eit mesta til- hlökknarefni bílaáhugafólks á ári hverju. Nýafstaðin sýning bauð upp á alls kyns draumabíla og drossí- ur, hugmyndabílar og framleiðslubílar í bland. Morgunblaðið/Njáll Gunnlaugss Rándýr Meðal glæsivegna var Bentley Continental GT V8 S með 521 hestafl. Morgunblaðið/Njáll Gunnlaugsson Kraftmikill Audi vakti athygli með tilraunabíl sem byggist á Sport Quattro S1-rallbílnum, sem var hreinræktað villidýr. Dýrindi Porsche 918 Spyder var for- sýndur í Frankfurt. Aflmikill Bugatti Veyron Grand Sport Vitesse heit- ir eftir syni stofnandans. Ofurkraftur Lamborghini Gallardo Squadra Corse er koltrefjakaggi með 562 keppn- ishestöfl til umráða. Ekki amalegt það. 42 | MORGUNBLAÐIÐ Við sérhæfum okkur í vatnskössum og bensíntönkum. Gerum við og eigum nýja til á lager.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.